Þjóðviljinn - 14.03.1962, Blaðsíða 7
(MÓÐVIUINN
Gtftfftndl: BameUilníarflokknr alMSa — Sósíalistaflokkarlnn. — Rltstjðrari
M&enús KJartansson (&b.). Masnús Torfl Óiafsson. SisurBur OuBmundsson. —
Fréttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — AuglýsingastJórl: Guðgalr
BiaEnússon. — RJtstJórn, afgrelOsla. auglýslngar. prentsmlOJa: Skóiavðrðust. 10.
Bíaoi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
PrsntsmiðJa ÞJóðvUJans hJL
Hervæðing hugans
JJíkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um „al-
mannavarnir11, og segja sjórnarflokkarnir að til-
gangur þess sé að kenna landsmönnum að bjarga lífi
sínu í kjarnorkustyrjöld. Þannig á nú einnig að fram-
kvæma hér nýjasta og að mörgu leyti ósæmilegasta
herbragðið d kalda stríðinu, þá kenningu að kjarnorku-
styrjöld þurfi ekki að verða neitt ógnarleg ef menn
búi sig aðeins nógu vel undir hana. í Bandaríkjunum
hefur þvílíkur undirbúningur geisað • eins og farsótt
að undanförnu; smíði loftvarnabyrgja handa hverri
fjölskyldu hefur orðið ein gróðavænlegasta atvinnu-
grein landsins, ásamt sölu á hverskyns útbúnaði í þvílík
byrgi. Trúlega koma einnig á markaðinn hér ,,örugg“
byrgi frá ýmsum iðnrekendum íhaldsins, og kaupsýslu-
menn þess munu fara að auglýsa matarbirgðir í sér-
stökum umbúðum til notkunar í kjarnorkustyrjöld.
• •
þetta nýmæli í kalda stríðinu er einstaklega ósæmi-
legt vegna þess að það er hugsað sem sál-
fræðilegur undirbúningur að kjarnorkustyrjöld. Styrj-
öld er ekki aðeins undirbúin með hervæðingu; það
þarf einnig að tryggja að hugarfar almennings geri
styrjöld framkvæmanlega. Allt til þessa hefur alþýða
manna ályktað sem svo að kjarnorkustyrjöld væri í
rauninni óhugsanleg, afleiðingarnar væru svo ógnar-
legar 'að enginn myndi dirfast að beita slíkum vopn-
um, og þessi afstaða hefur orðið herforingjum og
stjórnmálamönnum fjötur um fót. Þess vegna er nú
unnið að því af kappi í Bandaríkjunum að innræta fólki
að kjarnorkustyrjöld sé ekki 'aðeins hugsanleg, held-
ur sé hún sennileg; og fólki er kennt að afleiðingar
slíkrar styrjaldar þurfi ekki að verða ógnarlegri en
svo að aðeins tíundi til tuttugasti hver maður farist.
Þannig á smátt og smátt að venja fólk við tilhugsun-
ina um kjarnorkustyrjöld, þar til hún fer að verða
hversdagslegt viðfangsefni eins og hvað annað; og
þegar mönnum er haldið í sífelldri taugaspennu kann
fljótlega svo að fara að menn fari að óska eftir styrj-
öld til þess að binda endi á öryggisleysið og óvissuna.
Ummæli af því tagi gerast nú æ algengari í Bandaríkj-
unum. Þess vegna er kenningin um „almannavarnir“
í rauninni ískyggilegri en allar tilraunir með kjarn-
orkuvopn, því hervæðing hugans er ævinlega síðasti
áfanginn í öllum styrjaldarundirbúningi.
jjllum sérfræðingum ber saman um það að kenningin
um gagnsemi „almannavarna“, loftvarnarbyrgja
og þess kyns útbúnaðar, í kjarnorkustyrjöld sé sið-
laus blekking. Engar „almannavarnir“ geta staðizt
éhrif kjarnorkusprengingar sem eyðir öllu lífi á hundr-
aða ferkílómetra svæði, einnig þeirra sem hreiðra
um sig í fölsku öryggi í rándýrum loftvarnarbyrgjum.
Það er aðeins til ein tegund almannavarna sem ber
árangur, sú að berjast gegn öllum styrjaldarundir-
búningi og ljá því aldrei rúm í huga sínum að kjarn-
orkustyrjöld væri annað en glæpur gegn mannkyninu.
Hér á landi duga þær varnir einar að koma í veg fyrir
að Ísland geti nokkru sinni orðið skotmark í styrjöld
og slíta bandalagi okkar við þær ríkisstjórnir sem eru
að reyna að gera kjarnorkustyrjöld að óhjákvæmi-
legum örlögum. Þeir menn sem fjötra okkur við
kjarnorkuveldi og taka þátt í sálfræðilegum hernaði
þess eru að leiða algert varnarleysi og tortímingu
yfir íslenzku þjóðina. — m,
■ 0»
:
RÆTT í ALVÖRUSTOFNUN Á ALVÖRUTÍMUM
Geir Hallgrímsson:
„Guðmennin“ treysta honum
Sigurður Ágústsson:
Meðtók „Innspekilykilinn".
Sr. Jón Thorarensen:
Heiðraður ái sérstakan hátt.
,0g hvortmun hannekki vita
um öndvegissúlur Ingólfs?7
Þorvaldur Garðar
Kristjánsson:
Einsætt verkefni fyrir hann
Heill sé þér, þú sem nýtur
náðar HANS! Þú hinn sælasti
meðal borgrtrstjóra!
Eitthvað á þessa leið mætti
ætla að sendiboðar Dulspeki-
skólans hafi mælt við borgar-
stjóra Reykiavíkur, þegar þeir
færðu honum áskorunarskjalið
mikla frá mannvali því, sem
kann að meta og skili'a mikil-
vægi „opinberaðra leyndardóma
og handleiðslu guðlegrar for-
sjónar" og „vernd og blessun
höfuðborgarinnar“.
Á launaskrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur stendur nafnið
Sigfús Eh'asson.
Fyrsti liður 4. máls á fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur 15.
febr. sl. (fundargerð borgarráðs
frá 9. febr.) var svohljóðandi:
„Lögð fram áskorunarskjöl
um stuðning við Sigfús Elías-
son“.
Guðmundur J. Guðmundsson,
er mun hafa haldið að einhver
óihamingja ihefði hent þennan
stuðningsiþurfandi mann, spurði
með samúð í röddinni nánar um
þetta mál. Borgarstjóri, Geir
Hallgrímsson, benti honum með
virðulegum alvörusvip að koma
til sín, mæltust þeir við hljótt,
og leyfði borgars.tjóri síðan Guð-
mundi að la'ta á skjöl nokkur
í pússi sínum, — og þó með
auðsærri tregðu, sem væri
hann í vafa um að Guðmuadur
J. hefði þroska til að líta skjöl
þessi, og var það virðingarverð
varfærni.
ana, hlaut viðurkenningu þeirra
. . og tók því að sér að verða við-
takandi yfirjarðneskralr opinber-
unar ... Hinn 29. ágúst 1939
hóf hann. fyrirlestrarstarf sitt
um kenningar sendiboðanna og
speki rneistaranna. Þá er lýst
nánar .kenningu Sigfúsar og seg-
ir þar m.a. svo: „Þar er að
finna kenninguna um aðþrýsti-
marzmánuði 1955 setur hann
fram kenninguna: Hin eilífa
ættfræði .... í september 1956
stofnsetur hann dulminjasafn
Reykjavíkur. Þar hefur hann
starfað sem kennari í nýjum
dulvísindum, er nefna mætti
sáleölisfræði og jarðsköpunar-
fræði ... Hinn 1. janúar 1958
stofnsetur hann Dulspekiskólann
Þekkir Sfálfstœðisfiokkur-
inn nú sinn vifjunartíma?
aflið sjöfalda, aðþrýstiöflin,
sem koma úr öllum áttum ut-
anað um hin sjö skaut jarðar,
rastir himingeimsins, röstina
utan um hverja jörð og rast-
irnar sem aðskilja sólhverfin
...“ Þá er lýst einu „listaverki"
meistarans: Kveðju' riddarans
og segir svo: „i heiliandi unaði
ástar og yfirmannlegri göfgi
lætur skáldið aðalsögupersón-
una, Riddarann á hvíta hest-
inum vængjaða, Léttfeta, setja
fram kenninguna um sköpun
jarðarinnar, sköpun sólhverf-
annai Hinn eini áheýrandi hans
er unnustan, er situr á hest-
baki fyrir framan hann. Og
undrið gerist hátt í himingeimi.
Þar dvelja þau eina' sumarnótt,
utan við. tíma. jarðar, utanvið
rúm hins fasta efnis, ofan við
myrkur mannheima.“
Þá er rætt um nokkrar ljóða-
bækur meistarans. Svo segir: „í
í Reykjavík. Þar kennir hann
fræðin: Hin kristna dulspeki.
... Hinn 13. marz 1960 heiðrar
hann prest, ávarpar kór og
söfnuð Langholtsprestakalls hér
í höfuðborginni og mælti á
' þessa leið: Herra prestur, Árelí-
us Níelsson. Kæri vinur ....
Hinn 17. marz kl. 3 síðdegis
ávarpar hann prest Nessóknar,
séra Jón Thorarensen og frú
hans, Ingibjörgu Thórarensen.
Fór sú athöfn fram í Dulspeki-
skólanum. Þar voru bæði hjón-
in heiðruð á sérstakan hátt. ...
Hinn 31. marz (1960) kl. 2.30
gekk hann á fund forseta sam-
einaðs. Alþingis, Sigurðar
Ágústssonar og afhenti honum
hirin táknræna, litprentaða
Innspekilykil ...“
Kynningu sinni á meistaran-
um lýkur nemandinn í Sendi-
boðagreininni svo: „Að svo
komnu máli vil ég sem einn
af nemendunum spyrja: Er ekki
tími til kominn, að almenningur
og jafnvel hið opinbera, bær
og ríki, fari nú að taka þetta
málefni til íhugunar — og ég
aðvara — áður en það er um
seinan? .. .“
(Eintök af Sendiboðanum voru
send borgarráði, sem sönnun
fyrir hæfileikum Sigfúsar).
Að nemandi Dulspekiskólans,
sem nefnir sig „F.R.S,“, er ekki
einn uni aðdáun sína á meistar-
anum, það sanna mörg undir-
skriftaskjöl. í undirskriftaskjali
sem birt er í „Sendiboðanum'1
segir svo um starf meistarans
við „Dulminjasafn Reykjavíkur
og Dulminjasafn Islands":
„Vegna þess, að starf þetta er
orðið svo fjölþætt og ; umfangs-
mikið ásamt fræðslustarfi fyr-
ir almenning, allt frá 4. apríl
1949, óskum vér undirritaðir, að
vekja athygli hinna æðstu
manna, háttvirts bæjarráðs
Reykjavíkur og hæstvirtrar rík-
isstjórnar Islands á málefni
þessu og að mælast til þess að
Sigfúsi Elíassyni verði veitt
tækifæri, skilýrði 'og aðstáða til
þess að vinna að þessu óskiptur
og á fullum launum. Aðeins
hann einn getur unnið þetta
starf og framkvæmt svo sem
vera ber sökum hæfileika sinna
og kunnugleika." (Undir þetta
skrifa aðallega menn sem fást
við ýmiskonar viðskipti, svo og
skipstjórar).
Sigfús Eliasson gengur á fund
Sigurðar Ágústssonar forseta
Alþingis 31. marz 1960 með
„Iriiaspekilykilinn“ undir hend-
inni. Sigurður veitti plagginu
viðtöku sem gjöf frá Dulspeki-
skólanum til Alþingis.
Gunnar Thoroddsen;
Hefur notjg handleiðslu sjálfs
meistarans í Dulspekiskólanum
1 öðru undirskriftaskjali,
birtu í „Sendiboðanum" seg;r
m.a. svo:
„Tilmælin til hins opinbera
eru þessi:
1. Sigfús Elíasson vinni að
áhugamálum sínum óskiptur og
á fullum launum.
2. Bær og ríki Ieggi til ör-
uggt og gott húsnæði fyrlr tvö
aðalsöfnin.
3. Að lagt verði fé til prent-
unar hinna miklu handrita
og til annarra framkvæmda.“
Og þá komum við að hinu
mikla alvörumáli í borgarráði
Reykjavíkur: áskorunarskjalinu
sem var á dagskrá borgarráðs
9. febr. sl. Þar ræðir fyrst um
ljóðabók Sigfúsar Elíassonar,
„Höfuðborg lslands“, og segir:
„Er þetta hin 5 Ijóðabók þessa
vinsæla höfundar. Þar að auki
hafa komið út eftir hann 17
minni bækur og listaverk, enn-
fremur 3 bækur og rit um hin
æðstu mále’fni — eilífðarmálin
.... þau (ljóðin) eru talin jafn-
ast á við stórbrotin listaverk
þjóðskálda vorra. Er bókin því
af sumum talin vera bók-
menntaafrek, þar sem naumast
munu' finnast þess nokkur dæmi
að slíkir lofsöngvar hafi kveðn-
ir verið af einum höfundi um
nokkra aðra höfuðborg og birtst
í einni bók. Er þetta þó að-
eins eitt af mörgu sem þessi
höfundur hefur afrekað fyrir
land og þjóð'1. Er í þessu sam-
bandi rætt um „aðstoð og heil-
ræði við mikilvægar fram-
kvæmdir sem nú eru geymd og
aðeins vituð af örfáum úrvals-
mönnum“.
Síðar, eftir að rætt hefur ver-
ið um dulspekihæfileika Sigfús-
ar Elíassonar:
„Hann hefur fundið hinn
áður ófundna höfund Völu-
spár, fundið hinn dulda helli,
þar sem undrið mikla gjöxð-
ist — fundið þann forn-
helga stað — hér á voru
landi — íslandi. Og hvort
mun hann ekki vita um önd-
vegissúlur Ingólfs Arnarson-
ar Iandnámsmanns og aðra
leyndardóma um köllun hans
og hingaðkomu ..
Síðar segir: „Háttsettir menn
í fræðslumálum höfuðborgar-
innar (hverjir?) og hins ísl.
ríkis hafa sagt álit sitt á
menntagildi bóka þeirra, er
hann hefur skráð ... Eru verk
þessi talin hafa ómetanlegt upp-
eldisgildi og tveir þekktir menn
hafa nefnt þær bókmennta-
perlUr.“
Og þá er komið að alvöru
aivörunnar í rnáli þessu:
„Vegna alls þes-sa, þá skor-
um vér, sem skrifum nöfn vor
á lista þennan skorum á hátt-
virt borgarráð og aðra forráða-
menn höfuðborgarinnar að sjá
svo um, að rithöfundi þessum
og fræðimanni verði veitt heið-
urslaun af almannafé fyrir af-
rek sín og hann verði þannig
leystur frá almennum skrif-
stofustörfum og verði þannig
eingöngu leyft að helga sig hinu
mikla og mikilvæga ritstarfi og
framkvæmdum fyrir lánd og lýð
og fyrir höfuðborgina. Og
jafnvel er !hér verið að benda
á einn hinn mesta gæfu og
gróðaveg — því sannast hefur,
að blessun fylgjir. Mun það
sannast á komandi árum, því
betur og því fyrr sem hinir
duldu helgidómar koma fyrir
almenningssjónir. Hafa valds-
menn og fulltrúar þeirra opna
leið til að sjá þetta með eigin
augum í skrifstofu Dulrænuút-
gáfunnar og Dulspekiskólanum.
En einmitt það mun. hinn
fyrrverandi borgarstjóri og
núverandi f jármáiaráðherra
hafa gart, og mun ekki verða
minna virtur fyrir, þegar
framlíða stundir.“
Hvaða alvörumenn serida
þessar alvöruáskoranir? Hverja
hafa „guðmennin, meistarnir“
útvalið tii að heyja hið heilaga
stríð fyrir Sigfús Elíasson, (nú
á launaskrá hjá Rafmagnsve^itu
Reykjavíkurborgar) ?
Nokkur nöfn af handahófi:
Guido Bernhöft stórkaupm.,
Sverrir Bernhöft stórkaupm.,
Þóroddur Jónsson stórkaupm.,
Hafsteinn Guðmundsson, prent-
smiðjustj.,
Kornelíus Jónsson skrautgripa-
sali,
, Magnús Víglundsson aðalræðis-
maður,
Magnús Vigfússon forstjóri,
Framhald á 10. síðu.
Sr. Árelíus Níelsson:
Kær vinur heiðraður.
Hver er hann þessi Sigfús
Elíasson, sem hæstvirt borgar-
ráð Reykjavíkur ræðir stuðning
við? Er þetta einhver óbrotinn
skrifstofumaður sem hugsar
einungi-s um forgengilega talna-
dálka Rafmagnsveitunnar? Það
er nú upplýst að þetta er eng-
inn annar en meistari Dulspeki-
skólans í Reykjavík. 1 „Sendi-
boðanum“, iblaði þeirra dulspek-
inga, lýsir einn nemandi hans
ferli hans þannig:
„Hinn 18. nóv. 1929 hóf Sig-
fús Elíasson reglulegt nám í
margbættu.m heimspekilegum
og dulspekilegum fræðum, að
Joknu undi.rbúningsnámi“ (Þess
er ekki getið -við hvaða stofn-
un). . . 1 marzmánuði 1935
set.ti hann fram hina nýju vís-
indalegu kenningu sína: Ráð-
gátuna miiklu. Þar setti hann
fram ný sjónarmið viðvíkjandi
hinum svokallaða möndulsnún-
in.gi Jarðar vorrar, viðvíkjandi
aðdráttaraflinu, flotkraftinum,
míiðflóttaaflinu, hinum mismun-
andi þunga hlutanna og efnis-
ins.“ Þá segir að umræddur
Sigfús Elíasson hafi sofið ’ei.na
nótt á mosa og öðlazt dulda
vígslu. Það var eyfirzkur mosi.
„f marzmánuði 1939 hóf hann
þjónustustarf sitt við það að
byggja upp Hin vígðu sambönd.
Þar náði hann fu-llkomnu sam-
bandi við guðmennin, meistar-
Mannað geímfar verður sent fró
Sovétríkjunum umhverfís tunglið
Vostok-eldflaugarnar höfðu hvor rnn sig um
tutiugu miiljónir hestafla
MOSKVU — í síðasta tölublaði sovézka tímaritsins
„Flugvísindi og geimsiglingar” er birt grein eftir „yf-
irsmið geimflaugahreyflanna" sem er þó ekki nafn-
greindur. Eru þar birtar ýmsar nýjar upplýsingar um
hina öflugu sovézku eldflaugahreyfla.
Næsta skref sovézkra geimsiglingamanna er talið vera undiybún-
ingur að því að senda geimfar með manni eða mönnum umhverf-
is tunglið og til jarðar aftur. Slíkt fcrðalag væri þó aðeins undir-
búningur að öðru meira, f^rð til tunglsins og lendingu þar. Þetta
er hugmynd að rannsóknarstöð á tunglinu, tekin úr sovézkri
, geimsiglingakvikmynd.
Þannig er frá því skýrt að
eldflaugarnar sem báru Vostok-
geimförin á loft með þeim
Gágarín og Títoff hafi hvor um
sig haft sex eldflaugahreyfla og
samanlögð afköst þeirra hafi
verið 20 milljónir hestafla, hver
hreyfill því haft rúmlega þrjár
milljónir hestafla.
„Það er erfitt að gefa mönn-
um rétta hugmynd um- slík af-
köst,“ . segir . greinarhöfundur..
„Þau jafnast á við hreyfilaf-
köst hálfrar milljónar bíla af
meðaistærð eða þúsund flugvéla
af öflugustu gerð sem nú er til
í heiminum eða þá tíu stórra
vatnsaflstöðva“.
Greinarhöfundur segir að'
ein meginástæðan fyrir hinum
miklu afrekum sovézkra vís-
indamanna í geimrannsóknum
sé sú að þeim hafi tekizt að
leysa öll þau miklu vandamál
varðandi smíði eldflaugahreyf-
ils sem sé af anarri gerð og
miklu öflugri en þeir sem smíð-
aðir séu annars staðar.
„Að sjálfsögðu“, heldur
greinarhöfundur áfram, „urðu
mikilir erfiðleikar á veginum.
Tilraunir okkar heppnuðust
ekki alltaf. En sovézku vísinda-
mennirnir sem falið var að
smíða eldflaugahreyflana fóru
sínar eigin götur og hreyflar
þeirra eru af annarri gerð og
fullkomnari en þeir banda-
rísku. 1 fyrsta lagi tókst okkur
að leysa hið erfiða vandamál
að finna ný efni í eldflauga-
hreyfla sem þyldu hinn mikla
þrýsting og hita. En það hefði
ekki verið hægt að smíða þessa
hreyfla ef ekki hefði verið um
að ræða fullkomna skipulagn-
ingu starfsins í hverri sér-
grein.“
Á öðrum stað í greininni seg-
ir höfundur að burðareldflaugar
„Vostokanna" hafi veríð „ein-
stök nákvæmnissmfifci". Þannig
hafi hver hreyfill þeirra verið
smíðaður með þeim hætti að
hann brenndi nákvæmlega þA’í
eldsneyti sem honum var ætlað,
þar sem hann er óný.tur að. því
brenndu. Vandinn mikli sem
tókst að leysa var sá að ná
fullkomnu jafnvægi milli hinna
nauðsynl. afkasta og brennslu-
tímans í hreyflunum.
Þótt ekki sé það sagt bein-
unV orðum í greininni, má
ráða það af henni að sovézkir
vísindamenn haldi áfram að
vinna að smíði öflugri hreyfla
í stað þess að smíða stærri eld-
flaugar með fleiri hreyflum og
þrepum, eins og unnið er að i
Bandaríkjunum. en slíkar eld-
flaugar eru erfiðari í meðför-
um og ónákvæmari.
1 lok greinarinnar er sagt að
á næsta áratug muni koma að
því, að. merin verði sendir í ferð-
ir til annarra reikistjarna. Hins
vegar er nú þegar svo komið
að sovæzkir vísindamenn etga
bæði hreyfla og geimflaugar
sem geri þeim kleift að senda
mönnuð geimför á braut um-
hverfis tunglið og til jarðar
aftur og má telja víst að næstu
geimtilraunir Sovétríkjanna
muni verða til undirbúnings
slíkum ferðum.
|0)’ — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. marz 1962
Miðvlkudagur 14. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN —