Þjóðviljinn - 15.03.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1962, Blaðsíða 1
Hvers vegna eru yfirmenn herndmsliðs ekki dkœrðir? ; ® Takið Þátt l í endurnýj- \ un vélakosts prentsmiðju t Þjóðviljans • Munið hlutafjár- söf nunina! • Skrifstofan á Þórsgötu 1 Sími 1-44-57 Opin 10—12 f.h. og 5—7 síðd. Eins cg rakið var í blaðinu í gær var hið um-^ fangsmikla smygl olíufélaganna framkvæmt með skjalafölsunum. M.a. lögðu ráðamenn hernáms- liðsins á Keflavíkurflugvelli fram falsaðar yfir- lýsingar um að smyglgóssið væri ætlað hernáms- liðinu, þótt það færi síðan beint til Olíufélagsins h.f. Þeir Bandaríkjamenn sem að þessu stóðu hafa gerzt stórlega brotlegir við íslenzk lög, og sam- kvæmt hernánissamningnum ber að fjalla um mál þeirra fyrir íslenzkum dómstólum. Samt hefur saksóknari ríkisins ekki ákært einn einasta Banda- ríkjamann fyrir þátttöku í svikum Olíufélagsins h.f.. Hvað veldur? Samkvæmt skýrslu sem rann- sóknardómararnir Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Gunnar Heigason sendu írá sér 30. október 1959. var smyglið þann- ig íramkvæmt ,.að fyrirtækin pöntuðu hjá fyrirtækinu Esso Export Corpor- ation, New York, munnlega eða skriflega, varninginn með beiðni um, að fylgiskjöl með varningn- um væru stíluð á varnarliðið eða erlcnda verktaka á Keflavíkur- flugvelli, en send II.Í.S. eða Olíu félaginu h.f. Varan var greidd af gjaldeyrisinnstæðum fyrir- tækjanna hjá Esso Export Corp- oration, sem sér um innheimtu fýrir H.Í.S. og Olíufélagið h.f. á Viðræður hafnar við erlend euð- féiög um alúmín íumverksmiðju — Sjá 12. síðu þvi, sem þessi félög selja varn- arliðinu og erlendum flugvélum, þ.e. vörum og þjónustu. Þegar varan var komin til landsins og fylgiskjölin í hendur Olíufélags.'ns h.f. eða H.Í.S. voru farmskírteinin send suður á Keflavíkurflúgvöll til fyrirsvars- manna H.Í.S. þar, sem sáu um að afla yfirlýsingar varnaiiiðs- ins og áritunar á farmskírteinin þess efnis, að varan væri flutt inn til notkunar fyrir varnaiiið- ið. Síðan voru farmskírteinin send til Reykjavíkur, þar sem þeim var framvísað til tollaf- greiðslu. Lá þá varan á lausu, án greiðslu tolls, tjl flutnings suður á Keflavíkurflugvöll11. • HVAÐ VELDUR? Smygl olíufélaganna sem nam að verðmæti a.m.k. á sjöttu millj- ón króna var ekki framkvæman- legt án þessarar aðstoðar yfir- manna hernámsliðsins. o.g að sjálfsögðu hafa þeir fengið sína þóknun fyrir að falsa skjöl sem síðan var veifað framan í toll- gæzluna. Brot þeirra er þeim mun alvarlegra sem þeir dvelj- ast hér sem einskonar fulltrúar Framhald á 10. siðu. Þjóðir úr öllum heimsálfum sýna varning sinn á kaupstefnunni í Leipzig. Þarna cru fulltrúar Afríku- ríkisins Mali að sýna Gerhard Weiss, aðstoðarverzlunarráðherra A.-Þýzkalands listiðnað landa sinna. íslenzk hrogn og hitamott- ur vekja othygli í Leipzig LEIPZIG — Frá fréttaritara Þjóðviljans. Vorkaupstefnan í Leipzig er enn sem fyrr mesta viðskiptamiðstöð austurs og vesturs. Þátttakan í kaupstefn- unni er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Sýningardeildir sósí- alistísku landanna bera vott úm ört vaxandi framleiðslumátt. Nató-ráðið reyndi að útjloka þátttöku aðildarríkja bandalags- ins en það hefur gersamlega Fulltrúar sautján ríkja ræða brýnasta vandamál okkar tíma: Afvopnunarþing sett í Genf GENF 14/3 — Fulltrúar sautján ríkja settust í dag að samninga- borðinu í hinum mikla fundar- sal í höll Þjóðabandalagsins í Genf. Fyrir þeim liggur að semja um það sem stjórnmálamenn í austri og vestri eru sammála um að sé hið mikilvægasta og brýn- asta aiþjóðamál okkar tíma: al- gja|r afvopnun og stöðvun á til- raunum með kjarnavopn. Ráðstefna þessi er á vegum SÞ,. þátttakendurnir eru meðlimir hinnar nýstofnuðu átjánríkja- nefndar stofnunarinnar. Að vísu er sæti franska fulltrúans autt því að Frakklandsstjórn hefur á- kveðið að sniðganga ráðstefnuna. De Gaulle mun vera þeirrar skoðunar að ráðstefna svo margra ríkja geti engum raunhæfum á- rangri náð. Fulltrúi U Thants fram- kvæmdastjóra, Egyptinn Omar Loutfi, ávarpaði þingheim eftir að hin ýmsu formsatriði höfðu verið framkvæmd. Hann sagði að afvopnunarmálið hefði sínar björtu hliðar sem vektu vonir manna, enda þótt enginn gæti neitað því að fulltrúanna biði óhemjuerfitt og flókið viðfangs- efni. Loutfi sagði að sú staðreynd að samningar væru nú aftur hafnir um afvopnunarmálið eftir nær tveggja ára hlé væri útaf fyrir sig stórt skref i átt til þess að minnka viðsjár í heiminum og skref á þeirri leið sem liggur til algjörrar afvopnunar undir raun- hæfu alþjóðlegu eftirliti. Að lokum sagði Omar Loutfi að sú væri von allra meðlima SÞ að skýrsla sú um gang mála á ráðstefnunni sem afhent verður afvopnunarráði stofnunarinnar mu.ni bera vott um samkomulags- vilja allra sendinefndanna. Setningarathöfnin stóð í 40 mínútur. Ráðstefnan mun koma saman á morgun klukkan 10. Bú- izt er við að fulltrúar S'ovétríkj- anna og Bandaríkjanna flytji framsöguræður á þeim fundi. Framhald á 10. síðú. mistekizt. Að vísu bannaðí, stjórnin í Bonn þátttöku VestuN- Þjóðverja, en önnur A-banda* lagsríki, til dæmis Bretland* Frakkland og Belgía hafa stærrf sýningardeildir en áður og reynft af kappi að ná markaðnum f'rfl Vestur-Þýzkalandi. Einstaka Vestur-Þjóðverja© hafa komið þrátt fyrir banö stjórnar Adenauers, svo sertS fulltrúar Krupps og fleiri. ÞeiBi’ reyna að bjarga mörkuðum sínþ™ um þó þeim sé bannað að takft opinberlega Þátt í vörusýning.j unni. íslenzku sýningarnar hafa£ vakið athygli. Hin nýja hitunars* aðferð Rafgeislahitunar h.f. vaktS áhuga bæði hjá almenningi og sérfræðingum. Firrsta daginft skoðuðu 30.000 manns sýningiS Rafgeislahitunar og allir 10.00® bæklingarnii' um rafmagnsmott®. urnar runnu út. Rafgeislahitunf hefur verið boðið að sýna S kaupstefnu í Brussel, Búdapesft og Potsdam. Sýning Mars Trading CO. islenzkum fiskafurðum vekidf athygli. Sérstaklega eru menfl^ hrifnir af íslenzka kaviarnum, G. Á. G.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.