Þjóðviljinn - 15.03.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.03.1962, Blaðsíða 5
Múgmorðsvopn fyrir Fyrirætlanir Bandaríkjamanna «m kjarnorkusprengingar við Jólaeyjar og Johnstoneyjar á Kyrrahafi munu standa yfir í tvo mánuði. Reyndar verða fimm tegundir af atómsprengjum, segir í bandaríska tímaritinu Time. Yfirstjórnandi allra þessara kjarnasprengjutilrauna Banda- ríkjamanna er Alfred Dodd Starbid, sem hefur verið einn af aðalskipuleggjendum NATO. Bandaríkjamenn ætla sér fyrst og fremst að reyna með fullum styrkleika eldflaugarnar Minute- man og Polaris og kjarnasprengj- ur sem þær geta borið. Þá verða einnig gerðar tilraunir með að skjóta eldflaugum með atóm- sprengjum frá kafbátum neðan- sjávar. Þá veröur reynd neðan- sjávareldflaugin ASROC, en hún á að geta hæft í mark neðansjáv- ar og' grandað kafbátum. Of kraftlitiar eldflaugar Þá ætla Bandaríkjamenn að kanna áhrif kjarnorkuspreng- inga í andrúmsloftinu á birgðir atómvopna sem geymdar eru neð- anjarðar og á atómsprengjur í kafbátum. Einnig-á að þrófa létt- ari atómsprengjur með tiltölulega meiru sprengiafli en Bandaríkja- menn hafa getað framleitt áður. Tilgangurinn er að koma fleiri atómsprengjum fyrir í flugvélum og að láta eldflaugarnar bera meira sprengiefni. Það hefur ver- ið mjög erfitt fyrir Bandaríkjam. að smíða nægil. burðarmiklar eld- flaugar, og það hefur háð þeim mjög varðandi geimferðir. Líka verður reynt vopn sem á að geta grandað eldflaugum. Nefnir blað- ið sérstaklega eldflaugina Nike- Zeus. Eiefcmenn ittun sækja uitt náðun TEL AVIV 13/3 — Hæstiréttur ísraels mun koma saman 22. marz til að fjalla um mál Adolfs Eichmanns. Ef rétturinn staðfest- ir þá dauðadóminn yfir honum mun Eichmann sækja um náðun til Ben Zwi forseta ísraels. Robert Servatius verjandi Eich- rnanns tilkjmnti í dag að hann ætlaði að biðja hæstarétt að yf- irheyra vitni varðandi brottnám Eichmanns frá Argentínu. Sá hluti Israelsmanna sem and- vígur er dauðadóminum herðir nú baráttu sína fyrir náðun Eich- manns enda þótt mikill meiri- hl.uti þjóðarinnar vilji að dómur- inn verði staðfestur. Bandaríkjamenn senda upp ioftbelg CHICO, KALIFORNÍU 13/3 — Bandaríkjamenn sendu í dag risa- loftbelg á Toft,. Er þetta sá fyrsti af mörgum loftbelgjum sem Bandaríkjamenn ætla að senda efst upp í gufuhvolfið til að ljós- mynda pláneturnar og aðrar stjörnur. Bandarískir vísindamenn segja að þegar loftbelgurinn fer yfir ICyrrahaf muni nokkuð af tækj- nnum í stýrisklefanum losna og að öllum líkindum falla í hafið. Ekki verður unnt að slæða þau upp. Dýr morðvopn Time segir að undirbúningur tilraunanna sé „gífurlegt verk- efni“. Hann hefur kostað ó- grynni fjár og mikla vinnu í 14— 18 mánuði. Bandaríkjamenn hafa fengið Jólaey lánaða hjá Bret- um ti'l þessara tilrauna. Bretar gerðu þar tilraunir með kjarn- orkuvopn árin 1957 og 1958. Á eyjunni er nú verið að reisa hús og ýmiskonar bygging- ar fyrir á annan milljarð ísL króna. Ymiskonar útbúnaður fyrir tilraunirnar kosta (imm sinnum meira. Er þá ekki meðtalinn kostnaðurinn við fram'leiðslu vopnanna sjálfra, 40 herskip, 1000 flugvélar og 12000 manna lið, sem vinnur við þessar múgmorðs- vopnatilraunir. Til að byrja með verður kostnaðurinn við þessar tilraunir hálf fimmta milljón dollara (um 180 milljónir ísl kr.) á dag, en kostnaðurinn verður helmingi hærri iyrir hvern dag nokkru mdögum eftir að tilraun- irnar hefjast, segir í áliti Starbids hershöfðingja. GENF — Sérstök nefnd Samein- uðu þjóðanna, sem rannsakað hefur með hvaða hætti flugvél Hammarskjölds fórst í Afríku í septembermánuði s.l. hefur nú lokið starfi sínu. Samkvæmt fyrirmælum álykt- unar al'lsherjarþings S.Þ. í októ- ber sj.L mun nefndin nú senda niðurstöður rannsóknanna til U Thants framkvæmdastjóra S.Þ. Þær vitnayfirheyrslur, sem nefndin hefur annazt, hafa enn staðfest þann grun að Hammar- skjöld hafi verið ráðinn af dög- um að undirlagi Tshombe, valds- manns í Katanka, og Roy Wel- enskl forsætisráðherra Miðafríku- ríkjasambandsins. M.a. hefur fjöldi innborinna manna borið það|. að 'þeir hafi séð undur á nátthimninum yfir Ndola-flugvelli Japanska ríkisstjórnin rekur sérkennilega tvöfeldnispólitík. Hún ÉSÖb hefur opinberlega mótmælt fyrirhuguðum tilraunum Bandarikja- manna með atómsprengjur í amjrúmsloftinu. Hinsvegar lætur hún berja á fólkii, sem leyfir sér að ba|ra fram sömu mótmæli. Hér sjást lögregluþjónar misþyrma formanni stúdentasambandsins Zengakuren, Jodi Oda, en hann var þátttakandi í mótmælafundi fyrir framan bandaríska sen diráðið í Tokíó. I maí eða júní í ár má gera ráð fyrir stórkostlegum engi- sprcttufaraldri í Indlandi og Pakistan, og er hér um eyðimerk- ur-engisprettur að ræða. Þessi spádómur kom fram á fundi Mat- væla- og landbúnaðarstofnunar S.Þ. í Rómaborg, þegar ráðgjaf- arnefndin um eftirlit með eyði- merkur-engisprettum hélt tíundu ráðstefnu sína. Nefndin, sem er skipuð fulltrú- um 10 ríkja, fékk vitneskju um að viðkoma engisprettanna yrði óvenjulega mikil á Arabíuskaga og nærliggjandi svæðum, og að í ár mundu engisprettuhóparnir hafa tilhneigingu til að halda í átt til Indlands og Pakistans, sem urðu fyrir miklum búsifjum af völdum þeirra. Hins vegar hefði Norður- og Vestur-Afríka Sloppið tiltölulega vel í fyrra, og svo mundi sennilega einnig fara í ár. Nefndin samþykkti að koma upp til reynslu sjálfvirkri flug- sveit, sem hin nýstofnaða rann- sóknarsveit á svæðinu hafi til umráða. Flugsveitin á að tryggja rannsóknarsveitinni aukið at- hafnafrelsi og meiri árangur í viðureigninni við hinn forna vá- gest. Þetta er einn liður í miklu verkefni, sem Sérsjóður S.Þ. styð- ur með 3,75 millj ,.dollara fram- þegar flugvélin hrapaði. VitrJ hafa m.a. borið, að orustuflugvéll hafi farið á loft frá Ndola-flug- velli þegar flugvél Sameinuðu þjóðanna var komin í námundaí við flugvöllinn. Sum vitni hafa lagt áherzlu á að embættismenn yfirvaldanna í Norður-Rodesíií hafi þegar í stað hraðað sér að flugvélarflakinu, og að eldurinn hafi fyrst komið upp í flakinú eftir að þeir komu þangað. Vitnin hafa sagt nefndinni afe þau hafi ekki þorað að skýra frá' þessum staðreyndum í yfirheyrsl- um nefndar þeirrar, sem yfirvöld- in í Rodesíu settu á laggimaf upp á eindæmi til að rannsaka atburðinn Segjast þau ekki hafs viljað ..hætta á að missa lífið líkfc og Hammarskjöld“ með því aft segja al'lan sannleikann um vitn« eskju sína. Ekki er ólíklegt að nefndin gelí með rannsókn sinni og vitna* leiðslum svift hulu.nni af hinun* dularfulla dauða Hammarskjöld® og félaga hans. Nefndin var hins- vegar ekki látin taka til starfa fyrr en nær hálfu ári eftir aJ Hammarskjöld fórst, ög hefur þaS nokkhð torveldað rannsóknar- starfið. lagi. Það eru 23 ríki sem starfa saman að þessu verkefni, sem er í því fólgið að hafa hemil á eyðimerkurengisprettunum. Yfirumsjónarmaður þessa verk- efnis, M. J. Bredo, skýrði frá því, að þrjár flugvélar yrðu til taksj og mun hver þeirra geta flutt þrjú tonn af matvælum og ýmiskonar útbúnaði. Það á að vera hægt að senda þessar flug- vélar á loft með mjög stuttum fyrirvara, þannig að þær geti flogið með skordýraeitur þegar í stað til þeirra svæða, sem engi- spretturnar ráðast á. Flugsveitin mun hafa náið samstarf við þá hópa, sem vinna niðri á jörðinni. Bredo skýrði ennfremur frá því, að rúmlega 300 milljónir manna eða éttundi hluti mannkynsins yrðu stöðugt fyrir barðinu á eyðileggingu af völdum engi- sprettufaraldra. (Frá upplýsingaskrifst. S.Þ.). Nánar skýrt fré hinu ný|a hvítblœSiS' PRAG — Prófessor Zdenék Picha sem stjórnað hefur til- raunum með hið nýja tékk- neska lyf, Riboazauricil, gegn hvítblæði, hefur í Pragútvarp- •i.nu svarað fjölmörgum fyrir- spurnum sem borizt hafa um lyfið, ekki sízt frá útlöndum. Hann sagði m.a.: „Riboaz- auricil er lyf gegn hvítblæði og nokkrum ■ æxlissjúkdómum. Þegar er hafin framleiðsla • á því í Tékkóslóvakíu. en ennþá aðeins í smáum stíl, og það magn sem nú er framléitt fer aðallega í hinar margvíslegu tilraunir sem nú er verið að gera með það í tékkneskum sjúkrahúsum í því skyni að ganga úr skugga um hve á- hrifamikið það er og hvernig bað reynist gegn ýmsum ill- kvniuðum æxlu.m. Tilraunir hafa þegar leitt í Ijós að Riboazauricil er bezta lyfið gegn hvítblæði og enda lrótt'þei'n'i sé ekki lokið er þeg- ar hægt að segja að það er áhrifameira en nokkurt annað lyf sem hingað til hefur verið framleitt. En þar sem framleiðsla lyfs- ins er enn á byrjunarstigi, er bað enn mjög dýrt, og við leitu.m þess vegna að nýrri, hagkvæmari framleiðsluaðferð. Lyfið hefur þegar gefið svo góða raun að bekkt enskt l.yfjafyrirtæki, The Distillers Company Ltd. hefur keypt framleiðslurétt á bví. Sjúklingar í Tékkóslóvakíu sem lyfið er gefið fá það ó- keypis, eins og reyndar alla aðra læknishjálp, en þar sem framleiðsla iþess er mjög kostnaðarsömi getum við ekki látið útlendingum lyfið í té ókeypis". Fimmtudagur 15. marz 1962 — ÞJÖÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.