Þjóðviljinn - 20.03.1962, Blaðsíða 4
FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld
œtrjBSKiiSSZS
Allt í lagi sagði karlinn.
• Þetta voru síðustu orðin sem
menn heyrðu hann mæla, þar
sem hann anaði áfram yfir
ógreiðfært hraun(. Síðan varð
alger þögn, og meira heyrð-
ist ekki til hans. Þegar svo
nærstaddir fóru að grennsl-
ast um afdrif hans, fundu
þeir hann hálsbrotinn í einni
hraungjánni.
1 dag heyrum við svo þessi
sömu orð karisins endurtek-
in dag eftir dag) viku eftir
viku og mánuð eftir mánuð.
,,Allt í lagi“. En það er ekki
hinn hálsbrotni ferðalangur,
sem hér er kominn afturgeng-
inn og hrópar, heldur sjálf
ríkisstjórnin og málgögn
hennar. Og nú þýða orðin allt
í lagi, að viðreisnaráform rík-
isstjórnarinnar hafi tekizt með
ágætum.
En veruleikinn er stundum
hrjúfur viðkomu og á það til
að fara í öfuga stefnu við
óskaleiðir, og svo hefur orðið
í þessu tilfelli. Þegar þessi
ríkisstjórn var mynduð, þá
var lýst yfir, að hún teldi sitt
æðsta markmið að reisa við
sjávarútveginn og gera honum
kleift að standa styrkum fót-
u.m án alls stuðnings frá opin-
berri hálfu. Enda er það við-
u.rkennt að grundvöllur sjáv-
arútvegsins í íslenzkum þjóð-
arbúskap þurfi á öllum tím-
um að vera tryggður, þar sem
þetta er liöfuð útflutningsat-
vinnuvegurinn.
tmsum þótti hag sjávarút-
vegsins ekki nógu vel borgið
á hinu stutta tímabili vinstri
stjórnarinnar, og töldu hina
svokölluðu uppbótarleið fjarri
öllum sanni. Mér eru vel ljós-
ir þeir ágallar sem voru á
framkvæmd þessara mála í tíð
vinstri stjórnarinnar. Og ég
skal segja það strax, og standa
við það hvar sem er, að
stærstu gallamir á uppbóta-
leiðinni voru fólgnir í vinnu-
brögðum bankanna, þannig að
uppbætu.rnar komu altof
seint í hendur framleiðanda.
En þrátt fyrir þessa ágalla þá
var það staðre.vnd á þeim
tíma, að hvert fiskiskip sem
sjófært var talið stundaði
veiðar allan ársins hring, og
fiskvinnslustöðvar voru starf-
ræktar alla tíma ársins, hring-
inn í kringum landið. í sem
fæstu.m orðum sagt, atvinnu-
lífið var blómlegt.
Hvar stönd-
um viS i dag?
„Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?“ eins og
Jónas Hallgrímsson komst svo
snilldarlega að orði.
Því miður verðum við að
játa að svo er ekki. Bátaút-
vegurinn flýtur að vísu, en þó
því aðeins að afli bátanna
komist talsvert upp fyrir með-
allag. Sé hann minni, er engin
von um að reksturinn geti
staðið undir nauðsynlegri
endurnýjun flotans. Sæmileg
afkoma í þessum atvinnuvegi
byggist einvörðungu á há-
marksveiði. Hér er verið á
rangri leið, og það kemur að
litlu gagni þó hrópað sé að
allt sé í lagi. Það hrópaði líka
sá sem í gjótuna féll og 'háls-
brotnaði, og kom það honum
að engum notum.
En þetta er þó blómi útgerð-
arinnar á íslandi í dag. Hvað
þá um togaraútgerðina? f tíð
vinstri stjórnarinnar var öll
togaraútgerðin í gangi allan
ársins hring, og meginhluti
aflans var unninn í fiskiðn-
aðarvöru í frystihúsunum ög á
saltfískvinnslustöðvum. í dag
stynur þessi útgerð undan
drápsklyfjum viðreisnarinnar:
vaxtaokri, margföldum útflutn-
ingsgjöldum, ásamt upp-
sorengdum útgerðarkostnaði.
Hér er ekkert náttúrulögmál
á ferð, sem sjálfsagt er að
umbera vegna þess að það
verði ekki umflúið. Þetta er
heimatilbúin kreppa, sett á
svið af lærðum hagfræðingum
með háum prófum, en sem því
miður botna of lítið í rekstri
sjávarútvegs, þess atvinnuveg-,
ar sem staðið hefur undir upp-l
bvegingu landsins í hart nær
hálfa öld.
Kreppuhjálp
fil togara
Þegar nú 20% af togaraflot-
anu.m er búinn að liggja að
mestu aðgerðarlaus í höfnum
.innanlands og utan í næstum
tvö ár, en hinn hlutinn er rek-
inn með miklum þrengingum
og þá aðeins til að selja fisk-
inn óunninn á erlendan mark-
að á meðan hraðfrystihúsin
standa aðgerðarlaus mánuð
eftir mánuð, þá og þá fyrst
UDplýkst sá sannleikur fyrir
viðreisnarstjórninni að hér
muni ekki vera aJlt með
felldu, og þá á að rjúka til og
mynda einskonar kreppuhjálp
útgeröarinnar á vegum hluta-
tryggingasjóðs. En hér duga
ekki slík vinnubrögð, það þarf
meira til. Það vantar sjálfan
gBundvöllinn undir þessa út-
tjj. að bjarga við hag togara
gerð. í staðinn fyrir að treysta
grundvöll togaraútgerðarinnar
eins og lofað var með við-
reisninni, hefur rekstrargrund-
X'ellinu.m verið kippt í burtu.
Það e rsjálf stefnan sem ríkis-
stjórnin rekur í útgerðarmál-
u.m sem er að ganga af tog-
araútgerðinni á íslandi dauðri.
Þaðersjálf stefnan sem ríkis-
hagur togaraútgerðarinnar
verði réttur við, á meðan
stefna viðreisnarinnar er í
gildi. Leið til björgunar þess-
arar útgerðar liggur yfir. lík
þeirrar stefnu sem nú er köll-
uð i,,viðreisn“.
Það er að vísu satt að afli
toearaútgerðar hefur verið í
rýrara lagi á s.l. ári, en aðal-
vandi þessarar útgerðar er
ekki af bessum sökum, heldur
vegna hins að rekstursgrund-
völlinn vgntar. Af þeirri á-
stæðu kemur sú kreppuhjálp
sem nú á að rétta togaraút-
gerðinni ekki að gagni, nema
að óverulegu. leyti. Þetta eru
staðrevndir málsins, og verða
þær ekki u.mflúnar til lengdar.
Það skulum við líka hafa í
huga. að ríkisst.iórnin hefur
algjörlega vanrækt fiskileit
fvrir togarana, og hefu.r afli
íslenzkra togara af þessum
sökum orðið minni en annars
hefði orðið. Aflaleysið hjá tog-
u.runum er þvf að nokkrum
hluta vanrækslu ríkisstjórnar-
innar að kenna. Hvað hefði
afli síldveiðiflotans orðið á s.l.
ári ef þannig hefði verið að
honum búið?
Bætt kjör togarasjómanna,
og rekstursgrundvöll fyrir
þessa útgerð, það eru verk-
efnin, sem þarf að leysa. Allt
annað eru kákaðgerðir.
Salf o g gula
á saltfiski
Árið 1P51 kom upn mikil
gula í saltfiski. hér við Faxa-
flóa og víðar um land. Fiskur-
inn varð í sumum tilfeJlum
með gulum og brúnum flekk.i-
um, en í öðrum tilfellum varð
fiskurinn aJlu.r gulur. Innan
um í fi.skstöflum komu svo
fiskar með eðlilegum lit. Þessi
litarbreyting á fisksárinu kom
f ljós oftast eftir að hann
hafði legið í saltinu viku til
háJfan mánuð.
Menn stóðu lengi undrandi
gagnvart því sem hér var að
gerast, og gizkað var á ýmsar
orsakir sem þessu mundu
valda, þar á meðal gátu sumir
sér til, að þettá væri af völd-
um ryðsveppa. En vísinda-
mönnum sem rannsökuðu
þetta gekk einnig mjög illa að
grafast fyrir hinar sönnu or-
sakir gulunnar. Loks kom þar,
að unfiur efnaverkfræðingur.
Geir Arnesen. fann það að
konarsambönd í saltinu orsök-
uðu. guluna.
Þegar farið var svo Æð,,rel{-.inni
hvaðan konarinn væri kominn
í saltið. bá sannaðist að not-
aðar höfðu verið koparfóðrað-
ar rennur við útskinun á saJt-
inu. Þessi koparsmitun á fisk-
inum olli tugmillióna króna
skaða á þessum tíma í salt-
fiskframleiðslunni og tvö
næstu árin var verið að verka
og þurrka meira ogminnagul-
an fisk hér í saltfiskþurrkhús-
um. Eina ráðið til að koma
þessum fiski í eitthvert verð
var að harðburrka hann fyrir
Suður-Ameríkumarkað og
selja hann þar með stórafföll-
um, sem meira og minna gul-
an fisk. Það skal tekið fram(
að við rannsókn var það tal-
ið sannað, að fiskurinn hefði
ekki tapað neinu af næring-
argildi sínu, en hinsvegar var
bragðið af honum annað held-
ur en fiski sem ekki hafði orð-
ið fyrir koparsmitun og útlitið
óglæsilegt.
Sami vágest-
ur enn á ferS
Þegar mat á saltfiski hófst
nýlega hér á Suðurnesjum, þá
kom í Ijós, að sami vágestur-
inn og 1051 var nú aftur á
ferðinni. En nú þekktu menn
strax hver orsökin mundi
vera, og því var hægt að hefj-
ast handa og hætta að nota
saltið sem þessu veldur, svo
skaðinn í saltfiskverkuninni
ætti ekki að verða nenia brot
af því sem hann varð 1951.
Verst er, að nú vantar, (þegar
þetta er skrifað) heilbrigt salt
vfða á vinnslustöðvarnar og
veldur það einnig stórskaða
eigendum þeirra.
Það er haft fyrir satt að nú
hafi koparinn komizt í saltið
vefina þess að tvö skip sem
ráðin voru til saltflutning-
anna. höfðu bá nýverið fJutt
koparfarma. Brennt barn forð-
ast eldinn. segir gamalt mál-
tæki, en í þessu tilfelli virð-
ist bað ekki eiga við, því hér
endurtekur sagan sig frá ár-
inu 1951 eftir 11 ár.
Hér er ekki allt í lagi, og
full þörf virðist á bví, að
setja af opinberri hálfu ströng
ákvæði um ásigkomulag lesta
í þeim skipum sem flytja salt-
farma til landsins. Það er ekki
nóg að vottorð fylgi saltinu,
heldur verður jafnframt að sjá
um að saltið spillist hvorki við
útskipun né flutning. Annars
væri líklega bezta tryggingin
efnagreining á saltinu hér
heima áður en leyfilegt væri
að nota það til fisksöltunar.
Og ef að slíkt væri lögákveðið,
þá væri hægt að haga saltinn-
flutningi samkvæmt því;
þannig að nægur fyrirvari
væri hverju sinni.
:
:
:
:
:
:
.
:
:
|
:
:
!
Varaforsetí Bonnþingsins
vill semja við Sovétríkin
Einn helzti leiðtogi Frjálsra demókrata segir tíma til kominn
til að binda endi á þrjátíu ára fjandskap og ófrið milli
Þýzkalands og Sovétríkjanna.
BONN — Varaforseti vesturþýzka þingsins, Thomas
Dehler formaöur Frjálsa demókrataflokksins, sagöi í
sjónvarpsviötali í vikunni sem leiö aö „Þýzkaland hefði
í þrjátíu ár átt í stríði, heitu og köldu, viö Rússland“
cg tími væri kominn til aö binda enda á þennan ófriö.
Þjóöverjar ættu aö leggja sig alla fram viö aö bæta
sambúðina viö Sovétríkin.
iÞessi yfirlýsing Dehlers hefur
vakið mikla athygli og uppnám
í herbúðum vesturþýzku stjórn-
grinnar, en flokkur Dehlers,
Frjálsi demókrataflokkurinn, tek-
ur þátt í henni
með Kristileg-
um demókröt-
um. Ummæli
Dehlers hafa
vakið sérstaka
athygli fyrir þá
sök, að ekki
eru liðnir nema
nokkrir dagar
síðan vestur-
þýzka stjórnin
ákvað að kalla
heim sendi-
herra sinn í Moskvu, Kroll, en
hann hafði verið sakaður um
Dehler
það í vesturþýzkum blöðum að
hafa látið í ljós svipaðar skoðan-
ir. Hafði verið krafizt umræðna
á þingj um mál Krolls, en
stjórnin getað komið í veg fyr-
ir þær með þingmeirihluta sín-
um.
Kristilegir demókratar æfir
Kristilegir demókratar eru æf-
ir vegna þessara ummæla Dehl-
ers. Þingflokkur þeirra hefur á-
kveðið að neita honum um allt
samstarf á þingi og hefur heim-J
ilað formanni sínum, von Brent-
ano, fyrrverandi utanríkisráð-
herra, að gera allar nauðsynleg-
ar ráðstafanir í þá átt og hafai
um þær samráð við fcrseta þings-
ins, Gerstenmaier.
Vpn Brentano hefur skýrt fráí
því að allir þingmenn Kristilegra'
demókrata muni í framtíðinni
ganga úr þingsalnum i hvert sinn
sem Dehler sezt í stól forseta.
Rússar bjarga bandarísku lífi
WASHINGTON — Bandarísk að efni þetta var hægt að út-
kona mun að öllum líkindum | vega í Sovétríkjunum. Hann
bráðlega eiga Sovétríkjunum líf
sitt að þakka. Konan sem þjáist
af hinni sjaldgæfu Hodgins-veiki
mun brátt deyja ef ekki er
unnt að útvega ákveðið magn
af efninu sarcolysin. Bandarísk-
ur þingmaður komst að raun um
sneri sér til sovézka sendiráðs-
ins og fékk síð.an að vita ac
pakki með efni þessu var í
leiðinni frá Sovétríkjunum o|
skyldi konan fá hann til umráðó
án endurgjalds.
-1
— ÞJOÐVILJINN — Þriðjudagur 20. marz 1962