Þjóðviljinn - 20.03.1962, Qupperneq 5
Samningarnir
umAlsírmáiið
t Algeirsborg og öðrum borgum Alsír eru miiklai varúðarráðstafanir viðhafðar til að fyrirbyggja
uppreisnartilraun OAS-samtakanna, sem svífast einskiis til að spilla fyrir vopnahléinu. Myndin sýnir
1 víggirðingar í Algeirsborg.
Höfuðatriði þeirra upplýs-
inga, sem samningsaðilar
hafa látið uppi um samn-
ingana um Alsír, eru þessi:
Þjóðaratkvæðagreiðla um
framtíð Alsír verður látin fara
fram innan sex mánaða frá
vopnahlésdeginum. Allir hermenn
beggja aðila, sem teknir hafa
verið höndum, verða látnir lausir
innan 20 daga og sömuleiðis all-
ar þær þúsundir pólitískra fanga
sem frönsk yfirvöld hafa hneppt
í fangelsi vegna baráttu þeirra
fyrir frelsi Alsír. Jafnframt verð-
ur lýst yfir almennri náðun allra
dæmdra fanga.
Vopnaviðskiptum
hætt
öllum bardögum og öðrum
hemaðaraðgerðum var hætt kl.
11 að ísl. tíma í dag. mánudag.
Nú er um 500.000 manna
franskt herlið í Alsír. Ári eftir
þjóðaratkvæðagreiðsluna verður
búið að fækka því liði niður í
80.000 manns: Serkir taka jafn-
óðum við þeim hernaðarbæki-
stöðvum sem Frakkar yfirgefa.
Frakkar fá að halda flotastöð-
inni Ners-el-Kebir í 15 ár sam-
kvæmt sérstökum samningi.
Millibilsástand
Frakkar fara með æðstu yfir-
ráð í Alsír næstu sex mánuðina)
þar til þjóðaratkvæðagreiðsla fer
fram. Frakkar bera ábyrgð á ut-
anríkismálum, efnahagsráðstöfun-
um og öryggismálum á þessu
tímabili. Sérstakur stjórnarfull-
trúi verður skipaður, og ber hann
ábyrgð gagnvart Alsírmálaráð-
herra frönsku stjórnarinnar.
Stjórnarfulltrúinn hefur samráð
við yfirmann franska hersins í
Alsír um viðhald friðar og reglu
í landinu.
f samvinnu við stjórnarfulltrú-
ann starfar 12 manna ráð, eða
bráðabirgðastjórn, að stjórn
landsins, útnefnd af frönsku
stjórninni. í því verða 6 Frakk-
ar og 6 Serkir. Þetta ráð á að
undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsl-
una í landinu.. Það fær allar
stjórnarstofnanir til umráða og
hefur í sinni þjónustu herlið og
öryggislögreglu, sem stjórnað
verður af frönskum liðsforingj-
u.m. í þessum sveitum verða
einnig Serkir en ekki hermenn
Þjóðfrelsishreyfingarinnar.
Stofnsettir verða sérstakir
dómstólar með jafnmörgum
frönskum og serkneskum dómur-
um til að dæma í máli hermdar-
verkamannanna. Málaferli fyrir
slíkum dómstólum eiga að taka
skamman tíma og dómar eru
ekki áfrýjanlegir.
Þióðfrelsishreyfing Alsírbúa
verðu.r vi.ðurkennd sem stjórn-
málahreyfing. Meðlimir hennar.
sem eru i fangelsum í Alsír og
r’rakklandi, verða látnir lausir
ínnan 20 daga. Serkneskir flótta-
menn erlendis geta snúið heim.
t>eir Serkir, sem Frakkar hafa
flutt nauðuga frá heimkynnum
sínum, mega fara aftur til síns
heima. Bráðabiraðastiórnin fram-
kvæmir fyrstu félagslegu og efna-
hagslegu ráðstafanimar til þess
að koma á eðlilegu ástndi í land-
inu.
Sjálfsákvörðunar-
réttur
Þjóðaratkvæðagreiðslan um
framtíð Alsír skal fara fram eigi
fyrr en þrem mánuðum og eigi
síðar en innan sex mánaða frá
yfirlýsingunni um vopnahlé. Tími
fyrir atkvæðagreiðsluna verður
ákveðinn af bráðabirgðastjórn-
inni innan tveggja mánaða frá
valdatöku hennar. í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni greiða Alsír-
búar atkvæði um það hvernig
sjálfstæði landsins verði háttað,
— að hve miklu leyti samvinna
verður höfð við Frakkland um
ýmis mál í framtíðinni. At-
kvæðagreiðslan verður í öllum 15
héruðum landsins, þar með tal-
ið Sahara-fylki.
Sjálfstæði Og
samvinna
Enginn vafi er talinn á því að
Alsírbúar staðfesti samþykkt rík-
isstjórnanna, með mjög miklum
meirihluta. Mun Alsír þá fá fullt
sjálfstæði bæði í innanlandsmál-
um og utanríkismálum, en getur
haft samstarf við Frakkland á
vissum sviðum fyrst í stað. Alsír
mun neyta sjálfstæðisins á öll-
um sviðum, móta sína utanríkis-
stefnu og vamarmál, velja sér
löggjafarþing og félagsmálastofn-
anir og gerast aðili að alþjóða-
stofnunum. Allir íbúar verða
jafnréttháir án tillits til kynþátta,
trúarbragða eða kynja. Ibúum af
evrópskum ættum verður tryggt
fullt jafnrétti.
Rétfur einstaklinga
Samningarnir tryggja einnig
rétt einstaklinganna. Lögreglan
getur ekki handtekið fólk eða
höfðað mál gegn því fyrir aðgerð-
ir sem framkvæmdar voru fyr-
ir vopnahléið, eða fyrir ummæli
um atburðina í Alsír. sem við-
höfð eru fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna.
íbúar af frönskum ættum geta
fengið alsírskan rikisborgararétt
á þriggja ára tímabili eftir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna, ef þeir óska
þess. Gildir þetta um Frakka,
sem 1) fæddir eru í Alsír og bú-
ið hafa þar í 10 ár, 2) sem búið
hafa í Alsír í 10 ár og annað
foreldranna eða bæði eru fædd
í Alsír og 3) sem búið hafa í Al-
sír í 20 ár. Eígnaréttur Frakka
í Alsir verður virtur og þeir geta
farið með eigur sínar -burt ef þeir
óska. Tungumál þeirra, menn-
ingarmál og trúarbrögð njóta
verndar.
!
Samvinna Alsír og
Frakklands
Samvinna og sambúð landanna
verður byggt á gagnkvæmri
virðingu. Alsír tryggir hagsmuni
Frakklands samkvæmt samning-
unum í Alsír, og Frakkar veita
Alsírbúum menningarlega og
tæknilega aðstoð og einnig fjár-
hagsaðstoð til uppbyggingar at-
vinnuvega og félagslegra stofn-
ana. Alsír verður í franska sam-
veldinu. Landið hefur eigin
mynt.. Alsír og Frakkland hafa
samvinnu við olíuvinnslu í Sa-
hara, og stjórnar sérstök sameig-
inleg tæknistofnun því verki.
Bæði ríkin sku.ldbinda sig- til að
leysa ágreiningsmál með frið-
samlegum hætti. Eftir þjóðar-
kvæðagreiðsluna mun Frakkland
þegar í stað viðurkenna Alsír sem
frjálst og fullvalda ríki.
Léttíð húsmóðurinni heimilisstörfin
Meira en 30 ára reynsla í framleiðslu þvottavéla er hagnýtt til fullnustu hjá Servis verksmiðjunum. Það er þessi
hagnýta reynsla sem kemur yður til góða þegar þér kaupið
SERVIS ÞV0TTAVELINA
Nafnið Servis merkir fyrsta flokks gæði, útlit og hagstætt verð. Þér getið treyst Servis, sem er ávallt í fararbroddi
að útliti og r.ýjungum.
Ef þér kaupið Servis, þá kaupið þér fallega og
vandaða þvottavél, því að engin önnur þvotta-
vél er búin öðrum eins kostum. — Höfum nú
fyrirliggjandi 4 mismundandi gerðir af Servis
þvottavélum.
SEHVIS ÞV0TTAVELIN
hentai hveni ijölshyldn.
Varahluta og viðgcrðarþjónusta að Laugavegi 170.
Kynnist SERVIS —
og þér kaupið SERVIS.
Austurstræti 14 — Sími 11687..
Afborgunarskilmálar.
Sendum gegn póstkröfu.
Þriðjudagur 20. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (5