Þjóðviljinn - 20.03.1962, Síða 12
V
Nú miðar heldur í áttina til samkomulags á aívopn unarráðstefnu ríkjanna 17 í Genf. Myndin er tek-
in af fulltrúum í fundarsalnum.
ÞJÓÐVILIINH
Þriðjudagur 20. ‘marz 1962 — 27. árgangur — 65. tölublað
Oformleqar við
rœður
GENF 19 3 — Zorin, varautanrík-
isráðherra, tilkynnti í dag að
Sovétríkin væru reiðubúin að
taka þátt í undirnefnd ásamt
fulltrúum Bandaríkjanna, Bret-
Iands og Frakklands á afvopnun-
arráðstefnunni í Genf.
Ef franska stjórnin heldur fast
við þá ákvörðun sína að taka
ekki þátt í ráðstefnunni, geta
fulltrúar hinna ríkjanna þriggja
ræðzt við, sagði Zorin. Aðspurð-
ur sagði Zorin á blaðamanna-
fundi, að tillaga Sovétstjórnarinn-
ar frá 28. nóvember væri bezti
iGENF
grundvöllur fyrir starf nefndar-
innar. Hann benti á, að bæði;
Kennedy og Macmillan hefðu við-
urkennt, að auðvelt væri að fylgj-
ast með kjarnorkusprengingum í
öllum löndum enda þótt eftirlits-
nefndir væru ekki í hverju landi.
En hinsvegar erum við reiðubúp-
ir að taka allar aðrar tillögur til-
greina, sem vænlegar eru til
árangurs, sagði Zorin.
Fulltrúar Bretlands og Banda-
ríkjanna hafa fagnað yfirlýsingu
Zorins um undirnefndina og telja
að slíkt geti mjög flýtt fyrir já-
kvæðum árangri.
Vilhjálmi ekki stefnt
svik í opinberu starfi
í greinargerS sem rannsóknardómararnir í olíu-
málinu, Guðmundur Ingvi Sigurðsson og Gunnar Helga-
scn, sendu frá sér 21. júlí 1960 fjölluöu þeir um ýms
gjaldeyrissvik sem Vilhjálmur Þór hefði gerzt sekur um
og sögðu síðan orðrétt:
• „Þess skal getið að Vilhjálmur Þór varð banka-
stjóri Landsbanka íslands 1. janúar 1955 og
þar með einn af yfirmönnum gjaldeyriseftir-
litsins frá sama tíma.“
' + Þarna benda rannsóknardómararnir mjög ljóslega
'á það að Vilhjálmur Þór hafi brotið stórlega af sér sem
embættismaöur -ríkisins. Samt hefur saksóknari ríkisins
alls ekki ákært hann fyrir þau afbrot.
Sterlingspundum
ráðstaíað
Hannsóknardómararnir skýrðu
frá því í skýrslu sinni 21. júlí
1960 að á árinu 1954 hefði verið
ráðstafað tæplega hálfri annarri
milljón króna í sterlingspundum
af gjaldeyriseign olíufélaganna í
Englandi til kaupa á Litlafelli
fyrir SÍS. Ekki var nein heimild
til þessarar ráðstöfunar, en SfS
endurgreiddi upphæðina árið eft-
ir. í yfirheyrslu kvaðst Vilhjálm-
ur ekkert muna um þetta mál!
Hann er ekki ákærður fyrir
þetta atriði.
Afrit sent Vilhjálmi
Aðalsvik Olíufélagsins h.f. og
H.f.S. eru tengd leynireikningi
sem stofnaður var í Bandaríkj-
unum. Vilhjálmur hélt því fram
við yfirheyrslur að hann hefði
ekki haft hugmynd um tifvist
þessa reiknings. Rannsóknar-
dómararnir komust hins vegar
yfir bréf um greiðslur úr þess-
um leynireikningi og á bréfinu
stóð að Vilhjálmur Þór hcfði
fengið afrit af því.
Engu að síður virðist saksókn-
ari ríkisins taka framburð Vif-
hjálms trúanlegan um þetta at-
riði, og hann er ekki ákærður
fyrir aðild að þessum þætti svik-
anna.
Áskorun frá Nehru
Nehru, forsætisráðherra Ind-
lands, sendi í dag áskorun til
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
Framhald á 10. síðu.
Engir fund-
ir í togara-
deilunni
Ekkert gerist í togaradeilunni.
Engir fundir hafa verið boðaðir
eða haldnir. Togararnir stöðvast
jafnóðum og þeir hafa klárað túr-
inn, sem þeir voru byrjaðir í áð-
ur en verkfallið skall á. Þeir fá
ekki olíu úti, nema rétt til heim-
siglingar og ekki ís nema í kjöl-
festu.
Einir 5 Rcykjavíkurtogarar eru
nú stöðvaðir 1 Hafnarfjarðartog-
ari og 2 Akurcyrartogarar. Enn-
frcmur togarinn Víkingur frá
Akranesi.
Búast má við að úr þessu fari
að fjölga í höfninni.
BÚR með afndmi
vökulaqanna
Á fundi útgerðarráðs Bæjarútgerðar Reykjavíkur í
gærdag vísuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins frá tillögu
um að BÚR geröi ekki kröfu togaraeigenda um afnám
vökulaganna að sinni og lýsti sig andvíga henni.
Vilhjálmur Þór er sem kunn-
ugt er ákærður fyrir það að hafa
ráðstafað á sjöundu milljón króna
í doiiurum til S.f.S. á árinu 1954
án nokkurrar heimildar íslenzkra
stjórnarvalda. Voru stjómarvöld-
unum send fölsuð skjöl um
Þetta atriði. S.f.S. endurgreiddi
ekki peningana fyrr en 1956, og
Olíufélagið gerði ekki skil á þeim
í\-rr en 1957. Sjálf svikin kom-
wst ekki upp fyrr en 1960.
Vilhjálmur Þór er þannig upp-
vís að því að hafa sem cmbættis-
maður hilmað yfir stórfclldustu
Kjaldeyrissvik — sem hann hafði
Eifreiðasiys og
fcifreiðaárekstur
f gærdag varð ungur piltur,
ÍMargeir Gissurarson, fyrir bifrcið
á móts við Hringbraut 43 og
skaddaðist hann á höfði. Ilann
■var fluttur í slysavarðstofuna og
síðan í Landakotsspítala og var
fiann ekki kominn til meðvitund-
ar í gærkvöld.
Þá varö hílaárckstur í gærkvöld
á móts við vcrzlun Kr. Kristjáns-
sonair við Suðurlandsbraut. Tvær
konur sem voru í Volkswagcn-
fcífreið hlutu nokkur meiðsl við
járeksturinn.
raunar framið sjálfur. Þegar Vil-
hjálmur var upphaflega spurður
um þessi lögbrot 5. fébrúar 1960,
kvaðst hann ekkert kannast við
málið. Það var ekki fyrr en Jó-
hann Gunnar Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Olíufélagsins h.f.,
og Hjalti Pálsson, framkvæmda-
stjóri véladeildar SfS, höfðu
borið vitni gegn Vilhjálmi að
hann játaði að hann „rámaði í“
að hafa ráðstafað á sjöundu
milljón á þennan hátt!
Milljónatugir faldir
Fjármunir þeir sem notaðir
voru til þessara gjaldeyrissvika
voru teknir af leigutekjum Olíu-
félagsins fyrir geyma í Hvalfirði
sem hernámsliðið notaði. Vil-
hjálmur Þór samdi sjálfur um
þessa geymaleigu 1950, en
dollaratekjur þessar voru ekki
gefnar upp tiiJ íslenzkra stjórn-
arvalda hcldur faldar. Komust
þessi svik ekki upp fyrr en í
árslok 1955 og þá án nokkurs til-
verknaðar Vilhjálms Þórs. Ekki
var höfðað neitt mál gegn Oiíu-
félaginu fyrir þessi svik, enda
Vilhjálmur þá yfirmaður gjaid-
eyriseftirlitsins. Hversu stórfeiid-
ar fjárfúlgur hér er um að ræða
má marka af því að í árslok
1958 voru geymaleigurnar komnar
upp í 38 milljónir króna á nú-
verandi gengi.
Ekki er Vilhjálmur Þór ákærð-
ur fyrir þetta mál sérstaklega.
Á föstudaginn var krafðist
Guðmundur J. Guðmundsson,
varafulltrúi Afþýðubandalagsins í
útgerðarráði BÚR, fundar í út-
gerðarráðinu, þar eð þá var upp-
lýst orðið að forstjórar Bf3R
höfðu samþykkt tillögur togara-
eigenda, án þess að formaður út-
gerðarráðs, Kjartan Thors, kaliaði
saman fund í útgerðarráðinu.
Fundurinn var haldinn í gær
og var hinn sögulegasti. Tvo af
aðalfulltrúum meirihlutans vant-
aði á fundinn, en varamenn
þeirra, Einar Thoroddsen og Pét-
ur Sigurðsson höfðu ekki verið
boðaðir — og hafði þó G.J.G.
óskað eftir því að varamenn yrðu
boðaðir ef forföll reyndust hjá
aðalfulltrúum. Einn varafulltrúi,
Garðar Jónsson hafði boðað
lögleg forföll.
Þegar á fundinn kom höfðu
hvorki Einar né-Pétur verið boð-
aðii). en þegar Guðmundur J.
minnti á áð Einar væri á sömu
hæð hússins og fundurinn var
haldinn og hótaði bókun ef hann
yrði ekki boðaður, var hann
loks sóttur. Hinsvegar harðneit-
aði Kjartan Thors að boða Pétur
Sigurðsson.
Á fundinum flutti Guðmundur
J. eftirfarandi, tillögu:
„Vegna tillagna F.f.B. til sjáv-
arútvegsnefndar efri-deildar Al-
þingis, um breytingar á vöku-
lögum togaraháseta, vill útgerð-
arráð BÚR taka þetta fram:
Tillögur þessar höfðu ekki ver-
ið ræddar eða samþ. í útgerðar-
ráði, þegar þær voru sendar Al-
þingi.
Útgerðarráð lýsir yfir því að
það er andvígt þessum tillögum,
og Bæjarútgerð Reykjavíkur ger-
ir þær ekki að sínum í samn-
ingum við togarasjómenn.
Guðm. J. Guðmundsson.
íhaldið kom með frávísunartil-
lögu, en áður en atkvæðagreiðsla
fór fram var fundi frestað og
Einar Thoroddsen tekinn inn í
hliðarherbergi og „heilaþveginn".
Að því loknu var frávísunartil-
laga íhaldsins samþykkt með
þrem atkvæðum þeirra Kjartans
Thors, Einars Thoroddscns og
Sveins Benediktssonar, gegn at-
kvæði Guðmundar J. Guðmunds-
sonar.
Framhald á 10. síðu.