Þjóðviljinn - 22.03.1962, Page 3
„Þarf ég að vera með rokkinn.
Ég er búin að reyna og það er
alveg ómögulegt“.
„Við skulum sjá til hvort ekki
er hægt að laga hann“. segir
snaggaralegur ungur maður á
blárri peysu. Hann heitir Klem-
enz Jónsson, er leikari og mælti
þessi hughreystingarorð til ungr- '
ar upphlutsklæddrar stúlku, Sig-1
rúnar heimasætu í Hlíð. Allt í
kringum þau er fólk á stjái,
íklætt mórauðu vaðmáli, sauð-
skinnsskóm og svellþykkum föð-
urlandsbrókum. Kvenfólkið er
með skuplur hyrnur og köflóttar
svuntur ásamt skotthúfum sumar.
! Þarna eru líka stertimenni mik-
Sviðsmynd úr 1. þætti. Talið frá vinstri: Hallvarður Hallsson (Jón A. Hallgrímsson), Sigga vinnu-
kona (Inga Ilclgadóttir), Þórdís húsfreyja (Helga Kjajran), Sigrún (Asthildur Rafnar) og Sigurðuc
bóndi leikinn af Guðbjarti Ölafssyni. — ^Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Hcrna eru þau skötuhjúin Sigrún í Hlíð (Ásthildisr Rafnar) og
Þórarinn (Hjörtur Iiansson)
Fyrirspnrn um
fæingarorlof
Margrét Sigurðardóttir flytur
á Alþingi fyrirspurnir til félags-
málaráðherra varðandi fæðing-
arorlof, svohljóðandi:
^il með pípuhatta, signor og með-
hjálpari, séra Sigvaldi og Hjálm-
ar tuddi, það á nefnilega að fara
að sýna okkur höfuðstaðarbúum
Mann og konu, leikrit eftir
skáldsögu Jóns Thoroddsens.
Nú skyldi maður halda að slík-
an bita bæru oss einhver hinna
viðurkenndu og gamalreyndu
leikflokka höfuðstaðarinsj. en það
er nú aldeilis ekki, heldur eru
þarna að verki landsprófsnemar
1. Hvað hefur félagsmála-
róðuneytið gert til undirbúnings
löggjöf um fæðingarorlof eða til
íyrirgreiðslu því máli|, sem vís-
að var til þess með samþykkt
Alþingis 16. marz 1961?
2. Er þess að vænta, að
ráðuneytið leggi frumvarp fyrir
Alþingi um málið ó þessu
þingi?
Hjólaði aftan á
Fyrir hádegi í gær hjólaði
drengur á reiðhjóli aftan á lög-
reglubíl á gatnamótum Hafnar-
stræt.'s og Pósthússtrætis. Lenti
hann með höfuðið á bílnum og
skarst nokkuð en ekki alvar-
Iega. Var hann fluttur í slysa-
vaxðstofuna.
vestur í bæ, nánar tiltekið í
Hagaskóla. Og við komum á æf-
ingu til þeirra í gær.
Þetta er einsog maður komi í
annan he'm, þessi vaðmáls- og
sauðskinnsstemning grípur mann
og þegar maður heilsar fólkinu
munar litlu að það gerist, að
góðum og gömlum sveitasið, með
kossi.
„Þetta er einsog í réttum, fólk-
ið er svo áhugasamt", segir
Klemenz, en hann er leikstjóri.
Einsog fuglabjarg, hugsa ég. Leik-
ararnir skvaldra og blaðra,
hlægja og fussa, taka ofan pípu-
hatta og parruk gerandi mikið
grín að náunganum, enda er
þetta fyrsta æfing í búningum
og þessum atómaldarbörnum ný-
næmi af múnderíngunni.
jMann klæjar svo af þessari
uli“, segir ung stúlka og ekur
sér allri.
Ég geng að Grími meðhjálpara,
pota blýantinum í bumbuna á
honum og segi: „Er hún ekki
ekta?“ „O, nei,“ segir hann hik-
andi en Bjami á Leiti er nær-
staddur og gellur: „Jú, mikið af
henni, sumt er handklæði en
mest ekta.“
Nú er sviðið tilbúið og tjöld-
in dregin fyrir.
„Byrjið að hrjóta, krakkár", og
það drynur við á sviðinu. „Ekki
yfirdrífa,“ kallar þá leikstjórinn
og tjöldin eru dregin frá. Þuríð-
ur gamla, kengbogin, gigtveik,
16 ára kelling rekur burt sinn
fræga skratta, sem enginn hefur
nokkumtíma fengið að sjá annar
en hún. Hana leikur Vilborg'
Árnadóttir. Þórdís húsfreyja í
Hlíð kemur til að ræsa fólkið,
hún er leikin af Helgu Kjaran
14 ára. Sigurður bóndi í
Hlíð, er leikinn af Guðbjarti
Ölafssyni 14 ára. Sigrún heima-
sæta af Ásthildi Rafnar og svo
er guðað á gluggann og þar er
kominn sá mikli skúrkur og krít-
ari Hallvarður Hallsson úr
Kjósinni eða hvaðan það nú var.
Hann er leikinn af Jóni Ármanni
Hallgrímssyni.
„Þetta er nú meira dressið
maðurj. ég er alveg að drepast
úr svita,“ varð Karli Kristensen
að orði. Hann var skrýddur ökla-
síðu föðurlandi og svellþykkri
lopapeysu og leikur smalann í
Hlíð. Hjálmar tudda leikur Þór-
hallur Sigurðsson 15 ára, Vilhelm
Kristinsson leikur Grím með-
hjálpara hann er 14 ára, Þórarinn
unnusta Sigrúnar leikur Hjörtur
Hansson 15 ára og séra Sigvalda
leikur Jón öm Marinósson og
er hann jafnframt formaður
skólafélagsins, hann er 15 ára.
Hallgrímur Snorrason leikur
þann virðulega höfðingsmann
Bjama á Leiti.
Sigrún Gunnarsdóttir, Jón
Magnússon, Þórunn Helga Krist-
jánsdóttir og Inga Helgadóttir
leika vinnufólk og* afbæjarper-
sónur.
Bjarni á Leiti segir: „Það verð-
ur generalprufa á föstudaginn og
frumsýning á laugardaginn. Við
höfum æft síðan 9, febrúar, bún-
inga og sviðsbúnað fengum við
Vilborg Árnadóttir í hlutverki
Þuríðar gömlu.
að mestu hjá Þjóðleikhúsinu.
Leiktjöldin gerðu handavinnu-
kennarar okkar þeir Jón Jó-
hannesson og Björn Kristjánsson.
„Flensan?“
„Hún tafði okkur auðvitaði en
æfingar féllu aldrei niður. Við
höfum æft á nær því hverjum
degi 4—6 tíma á dag.“
„Skelkúð?"
„Ég held að það sé nú meira
spenningur en hræðsla annars
hafa flest okkar staðið á sviðinu
áður í árshátíðaleikritum og svo-
leiðis. Þetta hefur yfirleitt geng-
ið nokkuð vel og við höfum
haldið áætlun.“
„Þetta er mikið fyrirtæki hjá
svona ungum krökkum", segir
leikstjórinn", en þau eru áhuga-
söm og vandvirk og skemmta sér
konunglega og vonandi komast
þau vel frá þessu“.
Við tökum heilshugar undir
það og iþó okkur langi auðvit-
að mikið til að sjá alla æfing-
una verðum við að snara okkur
uppá blað, því þetta á að koma
núna. G.O.
Hæg
| i ■ , • .•■.-*.
eru heimatökin
Forustugrein Alþýðublaðs-
l ins í gær er samfelld siða-
prédikun í tilefni af hinu
I ömuriega , smyglmáli þre-
menninganna á Goðafossi.
Segir blaðið að mál þetta
megi rekja til þjóðfélagslegra
meinsemda sem vaði uppi á
ísiandj. „í áratugj hafa veiga-
miklir þættir íslenzkrar lög-
gjáfar verið sniðgengnir af
fjölda landsmanna, en ríkis-
valdið ekki haft vilja eða
getu til að framfylgja lögun-
um. Þannig hefur verið með
skattalög, áfengislög, gjald-
eyrislög o,g smygkð'', segir
blaðið. Þá víkur það að því
að „bingo er tal’nn barnaleik-
ur“, þótt það sé annarsstað-
ar „kallað réttu nafni og
bannað eða haft undjr eftir-
liti sem hvert annað fjár-
hættuspál“. Enn víkur blaðið
að „slappleika í dómsmála-
stjórninni“: „Alþýða manna
trú.ir því ekki, að hinir
„stóru“ þurfi mikið að óttast
eða sitji nokkru sinni af sér,
þótt þeir verði dæmdir.“ Og
loks segir blaðið að eins og
dæmin sanni sé „íslenzkt
þjóðfélag rotið af fjárhags-
legri spillingu, sem fram
kemur í öllu því sem að ofan
var nefnt. Þegar ungir menn,
sem hafa alizt upp við hugs-
unarhátt þessa ástands, ætla
að reyna íslenzka „sjálfs-
bjargarviðleitni“ í öðrum
löndum eru þeir skyndilega
orðnir sakamenn. Lækningin
verður að byrja hér heima
hjá okitur sjálfum.“
Þetta er áhrjfamikil préd-
ikun, ekki aðeins vegna þess
að hún er sönn, heldur og
sökum þess að hún birtist á
þvílíkum stað. Og nú er þess
eins beðið að athafnir fylgi
orðum. Félag ungra jafnað-
armanna ætti tafarlaust að
gefa til þjóðþrifaverka gróða
þann sem félagið hirt: á ó-
svífnasta bíngóbraski sem hér
hefur verið iðkað og var á
sínum tíma varið af tilfinn-
ingahita í Alþýðublaðinu.
Alþýðublaðið sjálft ætti þvi
næst að skila aftur þe m fúlg-
um sem til þess run-nu úr
sjóðum Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar, en menntamálaráð-
herra hefur allt til þessa dags
láðst að gera kröfu um end-
urhe'mt þess fjár. Þá er þess
að vænta að blaðið styðji
. kappsamlega kröfuna um <?p-
inbera rannsókn á skiptum Ax-
els Kristjánssonar og Guð-
mundar í. Guðmundssonar
við ríkissjóð, Qg það þeim
mun frekar sem, þeir félagar
hafa einnig annazt fjárreiður
Alþýðublaðsins um langb
skeið. Og síðast en ekki sízfc
hlýtur blað:ð að taka undir
þá kröfu að Gylfi Þ. Gíslason
bankamálaráðherra víki Vil-
hjálmi Þór þegar úr embætti
seðlabankastjóra til þess að
vinna gegn þeirri rökstuddu
trú almenn.'ngs að þeir stóru
þurfi ekkert að óttast.
Þessar ráðstafanir myndu
hreinsa andrúmsloftið tjl mik-
illa muna. Og eins og rit-
stjóri Alþýðublaðsins segir
rétt'lega: „Lækningin verður
að byrja hér heima hjá okk«
ur sjálfum". ,— Austri.
Fimmtudagur 22. marz 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (3