Þjóðviljinn - 27.03.1962, Page 3

Þjóðviljinn - 27.03.1962, Page 3
onp ur Sl. sunnudagsmorgun fiutti leiguflugvél Flugfélags íslands slasaöa grænlenzka konu frá Kúlúsúk á Græn- landi hingað til Reykjavíkur. Haföi hún hlotið alvarleg meiðsl, er hvítabjörn réðst á hana, eigimnann hennar og barn á laugardagskvöldið. HLUTI LANGHOLTSKIRJU VIGÐUR Myndin er af líkani af Langholtskirkju, en sl. sunnu- ’ dag var sá hluti kirkjunnar, ' sem nefndur er safnaðarheim- ili, vígður af biskupi íslands, hr. Sigurbirni Einarssyni, til messuhalds og annarra helgi- athafna. ■ Þessi hluti kirkjunnar er um 630 fermetrar .og 3900 rúmmetrar, en fullbyggð verður kirkjan alls 1118 fer- ' metrar og 10500 rúmmetrar. í aðalsal safnaðarheimilisins eru sæti fyrir um 250 manns, rúmgott anddyri og hliðar- salur taka um 3—400 manns í sæti. Sl. aðfangadagskvöld, en þá var aðalsalurinn fyrst tekinn í notkun, munu um 800 manns hafa hlýtt aftansöng í salarkynnum byggingarinnar, en vandað hátalarakerfi er um allt húsið. í byggingunni er ágætt eldhús og rúmgóð snyrtiherbergi, og í risi yfir anddyri verður funda- og vinnusalur fyrir 80 til 100. Húsnæði það, sem nú er fengið, hefur kostað um 4 millj. króna. Fjár hefur ver- ið aflað með framlögum safn- aðarins, happdrætti, hluta- veltu og almennum söfnunum. Þá hefur söfnuðurinn notið góðs framlags úr kirkjubygg- ingasjóði Reykjavíkur og kvenfélag safnaðarins gefið hverja stórgjöfina af annarri til byggingarinnar, svo og bræðrafélag safnaðarins. ## Biedermann og brennu vargarnir" í Tjarnarbœ Á fimmtudagskvöldið kl. 8,30 frumsýnir leikflokkurinn Gríma leikritið „Biedermann og brennu- vargarnir“, eftir svissneska nú- timahöfundinn Max Frisch. Leik- ritið verður sýnt í Tjarnarbæ (áður Tjarnarbíó), en á húsinu og sviðinu hafa farið fram nokkr- ar endurbætur, svo aðstaða til ieiks hefur stórum batnað. Húsið verður afhent Æskulýðsráði form\iga annað kvöld, en Stértjón í fiskvinnslu- stöðvðrbruna á sunnudag Mikið tjón varð í Þorlákshöfn síðdegis á sunnudaginn, er fisk- vinnsluhús Guðmundar og Frið- riks Friðrikssona brann. Eldurinn mun hafa kviknað út frá rafmagnstðflu í kaffistofu frystihússins um sexleýtið síð- degis á sunnudaginn, ■ Þaðan 15 skip í verk- fsllsflotanum í Reykjavík Fjórir togarar bættust um helgina í verkfallsflotann í Reykjavíkurhöfn. Haukur, Hvalfell, Þorkell máni og Pétur Halldórsson sem kom í gærmorgun með 250 tonn af fiski og landaði hér. Alls eru nú 15 skip í verkfalls- flbtanum hér. Engir samningafundir voru í togaradeilunni um helgina og engir fundir boð- aðir, þegar blaðið hafði samband við Sjómannafé- lagið síðdegis í gær. hefur eldurinn síðan náð uþp þalc hússins, timburklætt. Brann hluti af þaldnu alveg en skemmdir urðu á því öllu, því að eldurinn læsti sig eftir tjöru- pappaklæðningu á þakinu. I kaffistofunni brann allt sem brunnið gat. Saltf iskur var í húsinu að verð- mæti að því er talið er um ein millj. kr. Urðu rniklar skemmd- ir á honum af völdum eldsins og reyks. Þá eyðilögðust salt- birgðir fiskvinnslustöðvarinnar. Tjón eigendanna er mjög mik- ið, því að það sem brann mun hafa verið tiltölulega lágt vá- tryggt. Kristján Einars- sgh bráðkvaddur Kristján Einarsson forstjóri varð bráðkvaddur í gær á 69. ald- ursári. Kristján var á leið um bæinn í bíl sínum þegar hann kenndi lasleika, fór inn í Sænska frystihúsið og hallaði sér þar útaf. Sjúkrabíll flutti hann í Slysavarðstofuna, en hann var ör- endur þegar þangað var komið. Kristján var forstjóri Sölu- sambands íslenzkra fiskframleið- enda frá stofnun þess 1932. Gríma hefur fenglð aðstöðu til starfsemi sinuar í húsinu a.m.k. fyrst um sinn. Leikritið sem hér um ræðir er gamanleikur í tveim þáttum, og eins og höfundurinn tekur fram prédikun án boðskapar. Leikstjóri verður Baldvin Hall- dórsson og leiktjöld gerði Stein- þór Sigurðsson. Leikendur verða 13, titilhlut- verkið í höndum Gísla Halldórs- sonar, frú Biedermann leikur Jóhanna Norðfjörð, ennfremur leika þau Brynja Benediktsdótt- ir, Haraldur Björnsson og Flosi Olafsson stór hlutverk. Þá koma fram Ottar Guðmundsson, Karl Guðmujadæon, Hilcfe Helgason og kór slökkviliðsmanna en for- ingi þeirra er Valdemar Lárusson og liðsmenn hans eru leiknir af Sverri Hólmarssyni, Magnúsi Jóhahnssyni, Kristjáni Benja- mínssyni og Jóni Kristjánssyni. Leikflokkurinn Gríma hóf starfsemi s'ína með sýningum á leikritinu Læstar dyr eftir Sartre og er flokkurinn sk’paður ungu áhugafólki og leikurum 6 að tölu, þau eru: Erlingur Gíslason, Guð- mundur Steinsson, Kristbjörg Kjeld, Magnús Pálsson, Vigdís Finnbogadóttir og Þorvarður Helgason. Allir leikendur og þeir sem að sýningunni vinna eru upp á hlutaskipti, þannig að ágóðanum er skipt eftir að kostnaður hefur verið borgaður og dugi tekjurnár ekki til þess eru menn aðeins reynslunni rík- ari. Tjarnarbær mun taka 322 £ sæti, nú eftir að breytingarnar hafa verið gerðar. Flertsa herjar Á Patreksfirði herjar flensan nú af fullum krafti. Mikil van- höld eru á fólki í frystihúsinu og sjómennina hefur hún 'lagt í land Framhald á 9. síðu Atburður þessi gerðist í ljósa- skiptunum urn kvöldið, er hjón- in voru með barn sitt á göngu á isnum skammt frá Kúlúsúk. Réðist skyndilega að fólkinu Barnið kom fyrst auga á björn- inn og hrópaði upp yfir sig, er það sá dýrið nálgast óðfluga. skipti það engum togum að dýr- ið réðst þegar að fólkinu, slæmdi hramminum að konunni og stór- slasaði á höfði. Dýrið réðst einn- ig að manninum og barninu, en meiðsli þeirra voru ekki eins alvarleg. Stakk byssuhlaupinu í gin dýrsins íbúar þorpsins brugðu skjótt við til hjálpar, er hróp fólksins heyrðist þangað utan af„ísnum. Erfitt rejmdist að koma skoti á dýrið, þar sem mikil hætta var á að fólkið, sem björninn hafði ráðizt á, kynni að særast. En um síðir tókst að leggja hvítabj örninn að velli og þó ekki fyrr en einum veiðimannanna hafði 'tékizt að s/tinga byssu- hlaupinu upp í gin dýrsins og hleypa af. Til Keykjavíkur um 9 leytið Leiguflugvél Flugfélags ís- lands hefur sem kunnugt er að- setur í Straumfirði á Grænlandi og var hringt til íslenzku flug- liðanna kl. 4,25 að morgni sunnu- dagsins og þeir beðnir að flytja hina slösuðu í skyndingu til Rykjavíkur. Héldu þeir þegar af stað og um níu-leytið um morg- uninn lenti flugvélin hér á flug- vellinum. Beið sjúkrabifreið á veilinum og flutti konuna þeg- ar í Landspítalann, þar sem gert var að sárum hennar. Flugvélin sneri aftur til Grænlands í fyrrakvöld. Flugstjóri í þessari ferð var Viktor Aðalsteinsson. Árni Björnsson læknir sem gerði að sárum grænlenzku kon- unnar skýrði Þjóðviljanum svo frá í gærkvöld að henni liði vel eftir atvikum. Höfuðleðrið var tætt eftir bjarnarhramminn og hún var bitinn í handlegg og hendi. Ekki taldi Árni að hún væri í neinni lífshættu, en bú- ast mætti við að hún ætti lengi í þessu. um verka- mannabústaði Frumvarpið um breytingu á lögunum um verkamannabústaði var til 2. umræðu á fundi efri deildar Alþingis í gær, og urðu um það allmiklar umræður. Var frumvarpið samþykkt með nokkrum smávægilegum breyt- ingum, en lagfæringatillögur er Alfreð Gíslason og Karl Krist- jánsson fluttu, felldar með 10 atkvæðum stjórnarflokkanna gegn 8 atkvæðum Alþýðubanda- ins og breytinganna á lögunum lagsins og Framsóknar. Alfreð Gíslason flutti ýtarlega ræðu um málið á þessum fundi og hefur í glöggu nefnaráliti. lýst afstöðu sinni til frumvarps- ins og breytinganna á lögunum sem í því felast. SJALFS- GAGNRÝNI Pistillinn skal í dag eftir- látinn Sigurði A. Magnússyni, sem gaf í Lesbók Morgun- blaðsins í fyrradag eftirminni- lega lýsingu á íslenzku þjóð- félagi á þessum viðreisnar- tknum: „Ilér ríkir fúskið og svindl- ið á öllum sviðum — vinnu- svik, amlóðaháttur, kunnáttu- leysi, fjárglæfrar og ábyrgð- arleysi. Opinberar stöðuveit- ingar eru að verulegu leyti pólitísk hyglun, og í ýmsar á-byrgðarstöður þjóðfélagsins hafa valizt menn, sem eru fullkomnir skussar, pólitísk- * ir gæðingar sem hljóta umb- un fyrir dygga þjónustu í refskákinni miklu. Hrossa- kaupmennskan veður hér uppi að gömlum og gegnum íslenzkum sið. Flestar stofn- anir ríkisins hafa að einhverju leyti fengið að kenna á henni . . . Það þarf að ala upp í þjóðinni ríkari metnað og um- fram allt að búa svo um hnút- ana, að þeir sem eiga metn- að og búa yfir hæfileikum geti verið nokkurn veginn ör- uggir um að til einhvers sé að keppa — að hæfni þeirra verði þyngri á metunum en pólitísk þægð hugsanlegra keppinauta. Takist þetta ekki, yerður raunin sú, að þjóðin úrkynjast og umhverfist í sauðahjörð, sem hefur ekki hugsun á öðru en geðjast hús- bændum og fá síina daglegu magafylli. Hér þarf auðvitað að koma til almennt átak, sem stefni að því að fordæma og útrýma fúskinu, vankunnátt- unni, ábyrgðarleysinu og hentistefnunni, sem eru helztu einkenni á daglegu lífi okk- ar, bæði í stjórnmálum, menn- ingarmálum og atvinnumál- um. Sannleikurinn er nefni- le'ga sá, 'að ástandi'ð, eins og það er, heldur lífinu í hinni landlægu íslenzku vanmeta- kennd og stendur okkur fyrir þrifum bæði inn á við og út á við. Kannski kemur það hvað skýrast fram þegar ýms- ir íslenzkir framámenn og leiðtogar fara út fyrir land- steinana og hitta starfsbræð- ur af öðrum þjóðum. Þá dylst ekki lengur, að við erum enn frumstæðir nesjamenn, þrátt fyrir óhófið, fburðinn og hortugheitin í daglegú lífi okkar hér heima. — s.a.m.“ Sunnudagur 25. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN — u

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.