Þjóðviljinn - 01.04.1962, Síða 1

Þjóðviljinn - 01.04.1962, Síða 1
 V;:; mm UILIIMil Sunnudagur 1. apríl 1962 — 27. árgangur — 76. tölublað HVAÐ VANNST VIÐ STOFN- UN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Hversvegna fór vinstri stjórnin frá völdum? Á efri myndinni heldur Hannibal Valdimarsson setningarræðu á landsráðstefnunnl. Við hlið hans sést fundarstjórinn, I,álrus Halldórsson skólastjóri á Brúarlandi. A neðri myndiinni sjást þrír fundar- manna, f.v. Eðvarð Sigurðsson formaður Dagsbrúnar. Stcingrímur Pálsson stöðvalrstjóri á Brú og Játvarður Jökull bóndi á Miðjanesi. — (Ejósm. Þjóðv. A.K.). Bæjarmálz- fundir Æskulýðs- fylkingarinnar Æskulýðsfylkingin í Beykja- vík gengst fyrir fjölþættum fundum um bæjarmálin á næstunni. Fundirnir verða sem hér segir: 1. Fimmtudaginn 5. aj)ríl kl. 8,30 s.d.: Fjármál, at- vinnumál og rekstur bæjar- félagsins. Slcipulagsmál. 2. Sunmid. 8. apríl kl. 2,30 sd.: Æskulýðsmál. Eppeldis- mál. Skólamál 3. Miðvikudaginn 11. apríl kl. 8,30 s„d.: Húsnæðiísfcnál. Hitaveitumál. Gatnagerðar- mál iAindirnir verða hajdnir í Tjarnargötu 20. TJngir sósíal- istar eru hvattir tii að fjöl- menna. Æ.F.B. Hver voru tildrögin a'ö stofnun Alþýöubanclalagsins? Hveir voru viöhorfin 1 atvinnumálum og stjórnmálum þá? Hvaö vannst við stofnun þess og liversvegna var vinstri samvinna rofin? Hannibal Valdimarsson svaraði 3purningunum hér aS framan í framsöguræöu sinni við setn- ingu ráðstefnu Alþýðusbanda- lagsins í fýrrakvöld. ,,Á Alþýðusambandsþingi haustið 1954 var samþykkt mjög ýtarleg ályktun um viðreisn at- vinnulífsins, a’iveg sérstaklega i þeim þremur landsfjórðungum sem þá voru herjaðir af at- vinnuleysi á vissum árstímum, og flótta fólks tíl Suðvesturlands- :ins.“ Um þetta tókst mjög víð- tæk sa.mstaða verkaiýðsfélag- anna, svo • og um kröfuna um 25—30% kauphækkun. ,.En þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæ'ðisflokksins og Fram- ióknarfiokksins brást við hart >g hótaði gengislækkun, ef þess- ar kröfur yrðu knúðar fram.“ Þá gerðist þaö að fjöldi verka- lýðsfélaga, með Dagsbrún í broddi fylkingar, krafðist fag- legrar og pólitískrar einingar gégn siíkum hótunum og skor- aði á Alþýðusambandið að „vinna ötullega að stjórnmála- ilegri einingu alþýðunnar gegn gengislækkun og kjaraskerð- iingu, en fyrir myntlun ríkis- istjórnar sem starfi að hagsbót- um fyrir alþýðuna, og verka- lýðshreyfingin gæti því stutt“. Hinn 5. marz 1955 samþykkti þáverandi miðstjórn Alþýðusam- bandsins að skrifa verkalýös- flokkunum báðum, Sósíalista- t'lokknum og Alþýðuflokknum, svo og Framsókn og Þjóðvarn- arflokknum með ósk um við- ræður um vinstra samstarf. í svari Framsóknar var spurt um þingstyrk, en tekin jákvæð af- staða til viðræðna. í svari Al- þýðuflokksins var heitið að til- nefna mann til viðræðna, en annars rætt um hlutverk slíkr- ar stjórnar sem ætti að vera „að koma í veg fyrir að þær launabætur sem verkalýðurinn knýr fram með samtökum sínum. séu að engu gerðar með at- vinnuleysi, neyzlusköttum, milli- liðaokri, gengislækkun eða öðrum ráðstöfunum." — „Menn beri þetta svo saman,“ sagði Hannibal „við ávextina a£ 3tj órnarsamstarfi Alþýðuf lokks- ins nú við Sjálfstæðisflokkinn'‘. Framhald á 11. síðii Mundirðu eftir að flýta klukk- unni í nótt? Þetta er ekki aprílgabb Metorð Vilhjálms Þórs afturkölluð • Enda þótt í dag sé 1. apríl er sú frétt dag- sönn að Seðlabankinn hefur afturkallað þá ákvörðun sína að gera Vilhjálm Þór að aðal- bankastjóra, en í stað- inn hefur tign Jóns G. Maríassonar verið framlengd í tvö ár, til 31. marz 1964! Ekki eru nema fáir dagar síðan Þjóðviljanum barst árs- skýrsla Seðlabankans — gef- in út eftir að saksóknari rík- isins höfðaði málið á Vil- hjáim Þór. Þar var skýrt greinilega frá nýjum met- orðum sakborningsins, og var sú opinbera tilkynning orð- rétt á þessa leið: „Bankastjórnin ákvað í april 1961 að skipta þannig með sér verkum fyrstu þrjú árin, að núverandi banka- stjórar sk:ptist á að vera f ormenn bankastjórnarinuar hver á /ætur öðrum í aldurs- röð og eitt ár í senn. Jón G. Maríasson er formaður til 31. marz 1962, EN I>Á TEK- IIR VILHJÁLMUR ÞÓR VIÐ SEM FORMAÐUR BANKA- ST.TÓRNARINNAR.“ ★ í gærmorgun — eftir að Þjóðviljinn hafði skýrt frá hinum nýju nietorðum sak- borningsins í olíumálinu — kom allt í einu ný frétta- tilkynning frá Seðlabanka íslands, svohljóðandi: „Á fundi sínum í gær 30. marz 1962, ákvað banka- stjórn Seðlabankans að end- urkjósa Jón G. Maríasson forinann bankastjórnarinnar og er kjörtímabil hans til 31. marz 1964.“ ★ Þessi afturköllun á metorð- um Vilhjálms Þórs er fyrsta undanhaldið fyrir þeirri kröfu almennings, sem aðeins hefur þó fengið að koma fram í Þjóðviljanum, að Vil- hjálmi Þór verði tafarlaust vikið úr embætti. En vert er að veita því athygli að einnig þetta undanhald er framkvæmt af mikilli kurt- eisi við Vilhjálm. Það er ekki hlaupið yfir hann, heldur er kjörtímabil Jóns G. Marías- sonar framlengf Og fram- lengingin er látin ná til tveggja óra, þannig að einn- ig Jóhannes Nordal er svipt- ur hinum væntaníegu met- orðum sínum!

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.