Þjóðviljinn - 01.04.1962, Side 2

Þjóðviljinn - 01.04.1962, Side 2
1 dag er sunnudasurinn I. apríl Húgó. Tunsl í hásuðri kU 0.36. Árdegisháfiaiði kl. 2.26. Siðdegis- háflæði kl. 14.55. Næturvar/.la vikuna 31. Tnarz. tii 6. apríl er í Vesturbæjarapó- teki, sími 22290. Eiir.'ikipafélag- lslands Brúarfoss kom til New York í gær frá Dublin. Dettifoss fór frá New Yoork 30. f.m. til Reykjavík- ur. Fjallfss fer frá Rotterdam 4. þ.m. til Hamborgar, Amsterdam, Anaverpen og Hull. Gooðaf'oss fór frá New York 23. þ.m., væntan- legur til Reykjavíkur í dag. Gull- foss fer frá Ka.upmannahöfn 3. þ.m. til Leith oog Reykjiavjkur. Lagarfoss kom til Lleipeda 30 f. m., fer þaðan til Hangö og Rvk. Fjallfoss fór frá Rceitock í gær til Gautaborgar og austur oog norðu,r um land til Reykjavikur. Selfoss fór frá Hamborg 29 f.m. fer þaðan til Siglufjarðar og New York. Tungufoss fór frá Kristi- ansand 30. .fm. til Reykjavikur. Zeehaan fór frá Hull 27. f.m. til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins Hak’a er í Reykjavik. Esja er í Reykjavík. Herjólfur er í Reykja- vík. I’yrill vtar út af Ingólfshöfða í gær á Ieið til Austfjarða. Skjald- breið er á Norðurlandshöfnum. Herðubreið er á leið frá Reykja- vík til Kópaskers. Skipadeild SlS Hvassafell er í Reykjavík. Arnar- fell er í Gufunesi. Jökulfell fer í dag frá Hornafirði til Húsavik- ur. Disarfell kemur .til Rieme á morgun. Litlafell losar á Breiaaifjarðarhöfnum. Helgafell er i Odda. Hamrafe'l er í Reykjavík. Hendrik Meyer lestar á Aust- fjörðum. •rwr'“ Loftleiðir Snorri Sturluson er væntanlegur frá New York. Fer til Luxem- borgar kl. 7,30; er væntanlegur aftur kl. 22,00. Fer til New York kl. 23,30. Flugfélag Islands anlegur til Reykjavíkur kl. 16.30. Miliilandaflug: Skýfaxi er vænt- í dag frá Kaupmannahöfn og Oslo. iHrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.00 -í fyrra- málið. Tnnanlandsflug: 1 dar; er áætlað að fljúga itil Akureyrar og Vest- mannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Horna- fjarðar, Isafjiarðar og Vestmanna- eyja. félflcislíf Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund i Sjómannaskó’anum þriðjudaginn 3. april kl. 8,30. Frú Krist'n Guðmundsdóttir hibýla- fræðingiir flvtur erindi og sýnir skuggamyndir. Kirkjunefnd kvenna Hómkirkj- nnnar heldur bazar þriðiudaginn 3. apríl kl. 2 e.h. í Góðtemp’arahúsinu. Bazarmunir verða til sýnis í gluggum h,f. Teppis í Austur- stræti um helgina. Mæðraf élagskonur Munið skemmtifundinn í Breið- firðingabúð (uppi) í dag kl. 8 e.h. ; Til skemmtunar verður bingó, S tvist-danssýning o.fl. I Dansk kvinde-klub Island j he’dur fund mánudaginn 2. apríl ; kl. 8,30 í Iðnó uopi. Sýndar verða. | tvær dianrkar kvikmyndir. Kvenfélag T.augarnessóknar Afmælisfundur félagsins verður mánuda^gifl.rj, 2^,^^!, kl. 830 i fundarsal kirkiunhar. Skemmtiat- riði. Konur fjölmehnið. Minningarsjóður Landspítalans. Minningarspjöld sjóðsins fást 6 %ftirtöldum stöðum: Verzl. öcúlus. áusturstræti 7. Verzl. Vik, Lauga- vegi 52 og hjá Sigríði Bachmann 'orstöðukonu, Landakotsspítalan- um. Minningarspjöld ' styrktarfélags lamaðra og fatlaðru fást á eftirtöldum stöðum: Bóka- verzlun Braga Brynjólfssonar, verzluninni Rpða, Laugavegi 74, verzluninni Réttarholt, Réttar- holtsvegi 1 og á skrifstofu féla.gs- ins að Sjafnarg. 14. í Hafnarfírði hjá Bókabúð Olivers Steins. Frá Loffleiðum til Þjáðleikhússins KEYSTONE-myndir eru þékktar um allan heim. Því þetta fyrirtæki sér fjöimörgum blöð- um og tímaritum og fréttastofnunum fyrir fréttamyndum af hverskonar atburðum. M.a. héfúr ÞJÖBlVILJINN um nokkurra ára skeið haft skipti við KEYSTONE og fengið sendan urmul mynda, scm æfti margar hafa birzt á síðum blaðsins. Um daginn fengum við sendar frá KEY- STONE myndina hér fyrir ofan af Völu Kristj ánsson, og vafalaust hefur hún farið víða um lönd. Myhdinni fylgdi viðeigandi texti um að þcssii geðuga 22 ára gamla flugfreyja hjá Loft- lciðum hefði verið valin til að leika aðalhlutverkið í söngleiknum „My fair Lady“, þetta væri dýrasta sýning sem sett hefði vcrið á svið á eyjunni í Norður-Atlanzhafi o.s.frv. í sama dúr. — Þess má aðeins geta til viðbótar að í gærkvöld hafði Þjóðlcikhúsið sýnt „My fair Lady“ 13 sinnum, ætíð við húsfylli, og í gær voru allir aðgöngumiðar þegar seidir að næstu tvcim sýn- dngunum sem auglýstar hafa verið. Aldarfjórðungsafmœli Ríkisútgófu námsbóka Ríkisútgáfa námsbóka hélt uppá 25 ára starfsafmæli sitt á f östudaginn, með hóf i í Þjóðleíikhússkjallaranum. Framkvæmdastjóri útgáf- unnar, Jón Emil Guðjónsson, flutti skýrslu stjórnarinnar og ikom þar fram margt merki- legt og fróðlegt, sem of langt yrði upþ að telja. Otgáfan hefur á ferli sínum látið prenta 136 mismunandi bækut og hjálpargögn í tæplega 4.1 millj. eintaka. Stærsta upp- ,’ag einstakrar bókar, sem út- gáfan hefur látið prenta, er 35.000 eintök, en algengustu stærð upplaga er 10—12 þús. Meðal annarra verkefna, sem eru í undirbúningi hjá. útgef- unni, er litprentuð íslenzk landabréfabók. Hún er sniðin eftir sænskum atlas og er prentuð í Stokkhólmi. Mun hún nægja bæði barnaskólum og gagnfræðaskólum auk þess, sem hún verður handhæg til heimilisnota. Upplag hennar verður 40.000. Útgáfan átti allt til ársins 1956, við mikla fjárhagsörðug- leika að stríða, þar eð hið 'lága námsbókagjald dugði hvergi nærri til að standa straum af útgáfunni, en með •lögum frá 1956 var ákveðið að ríkið stæði undir einum þriðja’hluta kostnaðarins og jafnframt var námsbókagjald- ið hækkað upp í 95 kr. Sl. ár var gjaldið svo 154 kr. og ættu tekjur útgáfunnar því að nema rúmum 4 millj. fyrir síðasta ár. Loks var svo ákveðið í lög- um þessum, að unglingar við skyldunám fengju ókeypis námsbækur frá útgáfunni. í fyrstu námsbókanefndinni áttu sæti þessir menn: Vil- mundur Jónsson landlæknir formaður. Guðjón Guðjónsson og Jónas Jónsson. Nú er námsbókanefnd skipuð 5 mönnum og eru þeir þessir: Séra Jónas Gíslason formaður, Gunnar Guðmundsson ritari, Helgi Elíasson, Helgi Þor- láksson og Pálmi Jósefsson. Varaformaður er Kristján J. Gunnarsson og hefur hann starfað reglulega í néfndinni allt frá árinu 1956. Aðrir varamenn inefndarinnar eru: Frímann Jónasson, Guðmund- ur Þorláksson og Þórður Kristjánsson. Menptamálaráð- herra skipar námsbókanefnd. Formenn nefndarinnar, aðr- ir en þeir, sem nefndir hafa verið hafa verið: Sigurður Thorlacius, Steinþór Guð- mundsson og Jónas Jósteins- son. ® Bókamarkaður op- inn í dag kl. 2—22 Bókamarkaður Bóksalafé- lagsins í Listamannaskálanum er opinn klukkan tivö til 22 í dag. sunnudag, en ekki klukk- an 10 til 22 eins og sagði í auglýsingu í blaðinu í gær. ® Sérstakur stimp- ill á degi frí- merkisins í tilefni af degi frímerkis-i ins’ n.k. þriðjudag 3. apríl verður eins og áður hefur ver- ið tilkynnt notaður sérstakur stimpill á póststofunni í Rvík og geta menn þann dag fengið stimpluð með honum öll ís- lenzk frímerki, sem eru í gildi. Þeir, sem þess óska, geta sent frímerkjasölu póststjórn- arinnar umslög með álímdum frímerkjum og fengið þau stimpluð með stimplinum. 1 því sambandi þurfa menn að taka það fram hvort umslög- in eiga sjálf að setjast í póst og þurfa þau þá að vera með utanáskrift viðtakanda og að sjálfsögðu frímerkt fyrir burðargjaldi eða hvort -þeir vilja láta búa um þau í sér- stöku bréfi, en þá verður greiðsla fyrir burðargjaldi að fyigja. Það skal að endingu tekið fram, að hvorki pósthúsið né frímerkjasalan munu hafa til sölu sérstök umslög fyrir dag frímerkisins. ® Alþióðaleik- húsdaguiinn Alþjóðaleikhússdagsins, hins fyrsta í röðinni, var minnzt hér á landi með leiksýningum í Þjóðleikhúsinu og hjá Leik- félagi Reykjavíkur sl. þriðju- dag. Skuggasveinn var sýndur í Þjóðleikhúsinu af þessu til- efni og Kviksandur í Iðnó. Bæði leifchúsin Yoru þéttsetin þetta kvöld. Ráðherrar, þing- menn, borgarfulltrúan blaða- menn o.fl. voru boðnir í Þjóð- leikhúsið, en Leikfélag Rvíkur bauð vistfólki af Elliheimilinu Grund og Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Þetta kvöld flutti ríkisútvarp- ið sérstaka dagskrá sem helg- uð. var alþjóðaleikhúsdeginum. ® Norræna leik- aravikan í Danmörku Norræna leikaravikan svo- nefnda var að þessu sinni haldin í Kaupmannahöfn dag- ana 18.—25. þ.m. Það er Hót- el Rich-mond og danska leik- arasambandið sem standa að boði þessu og er boðið ein- um leikarar frá hverju land- anna: Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Tiigangurinn er efling nánari kynna milli leikara og leik- arasambanda á Norðurlönd- um. Þetta er í áttunda sinn sem Danir halda norræna -leikaraviku og hafa þær orð- ið mjög vinsælar. Þórður hélt um borð 1 Starlight með nokkrum mönnum til þess að kanna skemmdimar af eldinum. Þeir komust fljótt að raun um, að með því að koma með dælu um borð væri aauðvelt að ráða niðurfögum eldsins. Síðan mætti lagfæra skemmdirnar svo að skipið yrði sjófært. Þetta yrði að vísu erfitt starf fyrir alla, en engu að síð- ur starf sem gæfi mikið í aðra höndn. : E ■ : 2) ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. apríl 1962 h,:>Á ■

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.