Þjóðviljinn - 01.04.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1962, Blaðsíða 4
12 KJÖRBÚÐIR Á 5 ÁRUM KRON opnaði sjálfsafgreiðslubúð 28. nóv. 1942 og var það fyrsta kjörbúðin í Evrópu. Sú búð varð þó ekki langlif — en 1957 var þráðurinn tekinn upp að nýju, og kjörbúðir byggðar eða gö mlum búðum breytt sem hér segir: 1. Hlíðarvegi 19, Kópavogi 2. Skóiavörðustíg 12 3. Langholtsvegii 130 4. Dunhaga 20 5. Hrísateigi 19 6. Tunguvegi 19 7. Nesvegi 31 8. Bannahlíð 4 9. Álfhólsvegi 32, Kópavogi 10. Borgarholtsbraut 19, Kópavogi 11. Ægisgötu 10 12. Þvervegi 2, Skerjafirði Marz 1957 Sími 15963 Sept. 1958 — 11245 , Des. 1958 — 32715 Júní 1959 — 14520 Febr. 1960 — 32188 Des. 1960 — 37360 Fcbr. 1961 — 15661 Ágúst 1961 — 15750 Okt. 1961 — 19645 Nóv. 1961 — 19212 Febr. 1962 — 14769 Marz 1962 — 11246 Aðrar búðir K R OIN Matvörubúð, Grettisgötu 46 Matvörubúð, Bræðraborgarstíg 47 Matvörubúð, Langholtsvegi 24 Vefnaðarvöru- og skóbúð Skólavörðustíg 12 Bókabúð, Bankastræti 2 Raftækjabúð, Skólavörðustíg 6 Búsáhaldabúð, Skólavörðustíg 23 Járnvörubúð, Hverfisgötu 52 Sendum heim samdægurs Vinsamlegast gerið tíðan ef pöntun berst fyrir há- samanburð á verði IÍRON pönlioi berst á föstudag og annarra verzlana degi — Á laugardögum ef Sími 14671 — 13507 — 34165 — 12723 — 15325 — 16441 — 11248 — 15345 Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis o “ Enn nokkur orð um þýðinguna á söngvunum í „My Fair Lady" # Vegna þess sem ofgert kann að hafa þótt eða vangert eða ranggert 1 grein minni í Þjóð- viljanum 18. marz (ég villtist í vitley^unni og tók rangt dæmi, en raunar gerði það lít- inn mismun) ætla ég að til- færa örfá dæmi til marks um hitt og þetta til viðbótar því sem áður var komið. f söng Higgins í fyrsta atriði annars þáttar stendur þetta: The blackguard wlio uscs the science of speech inore to blackmail and swindle than teach. Þýð. f sauðargæru úlfur sannur er hann og sitt undirförla hlutverk kann. He made it the devilish business of his „To find out who this miss Doolittle is.“ Þýð. Með djöfuls kænsku kauði sá hugðist þar komast að því hver ungfrú Doolittle var. Ev’ry trick tbat he could play He used to strip her mask away. Þýð. Hann með brögðum hugði snar sig hljóta að fiska hver hún var. Og síðar í sama kvæði: Never leaving us alone, never have I ever known a ruder pest. Brosandi og blaðrandi buktandi og flaðrandi mcð hundanest. (Hundapestinni er reyndar sleppt í endurbótinni). Whereas others are instructed in their native language. English people aren. Þýð. Ekkert blæst í máli. Ber rctt fram, en Bretar 'þetta hvorugt lengur gera. Og hér er eitt dæmi enn, sem ég get ekki stillt mig um að taka: Oozing charm from ev’r.y pore He oiled his way around the floor. Þýð. Asýnd hans var æst og rjóð, eftir gólfi sviíaflóð (svitaslóð). Ekki eru þessi dærni herfi- legri en margt annað, og rn'ætti ætla að auðvelt væri að sýna fram á það hvernig öllu er hér jafnt misþyrmt, anda og efni frumtextans ( sem er lipur), tungúnni, öllum brag- reglum, og eftir vei'ður ekki annað en fálmkenndar til- raunir til að böggla þessu saman, þýðing getur það ekki heltið. En í efjunni þeirri arna er ekki að festa hendur á neinu sérstöku. Ég hef fyrir satt að meist- arar og snillingar séu sjaldan ánægðir með verk sín, tortími þeim jafnvel ef þeim þykir eitthvað á skorta, og mætti margur nokkuð af því læra. En þó er ekki fyrst og fremst um að sakast við sjálfan klaufánn þó að honum sé fengið verk; -því minna sem hann kann í verkinu, því ólík- legra er að hann kunni að sjá hvernig til tekst, það er hús- bónda hans að meta það. Mér er sagt að það hafi aldrei borið við, að sönglaga- textar við verk, sem Þjóðleik- húsið hefur tekið til flutn- ings, hafi verið sérprentaðir, og að þeir séu sjaldan eða aldrei birtir í blöðum. Ef þess- ir textar hefðu ekki verið prentaðir, hefði enginn vitað neitt (það er samhljóða dóm- ur leikhússgesta, að textinn í söngvunum heyrist illa) og miskunnsöm hula gleymsk- unnar hefði fallið á verkið. Auðséð er að mikils hefur þótt við þurfa, að kynna það sem bezt. Það má búast við að við fáum að heyra þetta sung- ið og sungið og sungið næstu misseri, eða hver veit hvað lengi, en ólíklegt er, að þeir sem að þessu prentverki stóðu hafi gert sér það Ijóst hvílík- ur bjamargreiði það var við þá sjálfa, og hrelling við alla sem eitthvert skyn bera á skáldskap. Og nú kom enn glefsa í Vísi í dag (27. marz), þar sem ekki dugir rninna en að kalia þýðingu þessa snilldar- lega af hendi Ieysta. Hver skil- ur þennan óttalega leyndar- dóm? (Raunar er sagt að snilldarlega hafi tekizt að koma „mállýzkunni" til skila yfir á íslenzku, en betta er út í bláinn sagt, þvi að i fæstum söngvunum á að bera neitt á neinni mállýzku). Málfríður Einarsdóttir. ORÐSENDIJVG frá Gleriðjunni Flcstar þykktir af rúöugleri Slípað gler í spegla. Matt glcr. — Svart opalgler. öryggisgler i bíla nýkomið. Vinsamlegast cndurnýið eldri pantanir. GLERIÐJAN Skólavörðustfg 46 — Sími 113 86 4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. apríl Í962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.