Þjóðviljinn - 01.04.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.04.1962, Blaðsíða 6
pfóÐýiniNN Btnfuidl: B»««lnin*»rílokk'Br »IMB* — B«sí*Ust»flokknrtim. — Itltitlðrui Ifunús KJsrtansson (áb.). Uasnús Torfl Ólafsson. BlsurBur OuBmundsson. — FráttarltstJúrar: Ivar H. Jónsson. J6n BJarnason. — Auílýslngastjórl: OuB*«lr Karnússon. — Rltstjðm, sfgrelBsIa. suglýslngar, prentsmlBJa: SkðlavBrBust. 1«. Blatl 17-500 (5 llnur). AskrlftarverB kr. 55.00 á mán. — LausasöluverB kr. 3.00. FrsntsmlBJa bJóBvilJans h.X Sálfræðileg viðreisnarstefna Togaraútgerðin er í andaslitrunum, segir ríkisstjórn- in. Afkoma hennar er slík, þrátt fyrir tvennar geng- islækkanir sem áttu að bjarga henni sérstaklega og hverskyns aðra viðreisn, að útgerðarmenn sjá sér ekki fært að starfrækja togarana írema sjómenn séu skyldaðir til að vinna að minnsta kosti 16 klukku- stundir á sólarhi’ing, og það enda þótt nýjar millj- ónafúlgur séu í boði hjá stjómarvöldunum. Og menn látast tala um það í fullri alvöru að næsti áfangi viðreisnarinnar þurfi að vera sá að hætta gersamlega að starfrækja mikilvirkustu framleiðslutæki Islend- inga, láta togarana grotna niður bundna eða selja þá úr landi fyrir smápeninga. pn á sama tíma og því er haldið! fram að togaraút- gerðin sé í vanda er enginn skortur á f jármagni í þjóðfélagi okkar. Allir þeir aðilar sem skipta við togaraútgerðina raka saman gróða, söluhringarnir sem koma afurðunum í verð láta tugi og hundruð milljóna hverfa eftir annarlegum leiðum erlendis og hérlend- is, og umboðsmennimir sem Jhirða 2 prósent af hverj- um farmi sem seldur er í Bretlandi og Þýzkalandi lifa gullöld og gleðitíð, og hluti af arði þeirra renn- ur til sumra þeirra manna sem nú gráta bágmdi sín hvað mest. Ríkisbankamir safna til sín meiri fjármun- um en nokkru sinni fyrr, m.a. með því að láta „gjald- þrota togaraútgerð" greiða hærri vexti af lánum sín- um en dæmi em um í víðri veröld. Heildsalar og iðn- rekendur hirða meiri arð af fyi’irtækjum sínum en þeir hafa nokkm sinni áður fengið, og yfirleitt býr auðstéttin við einstakt býlifi á þessurn viðreisnar- áram. Hér eru risin upp fleiri vertshús og drykkju- staðir en dæmi munu um í hliðstæðri borg annars- staðar í heiminum, og eigendur þeirra skýra svo frá að það séu 5% bæjarbúa sem haldi stöðunum uppi með sífelldum viðskiptum. Víst eru til nægir fjár- munir í íslenzku þjóðfélagi, en þeim er aðeins svo annarlega misskipt, að þeir eru ekki hjá undirstöðu- atvinnuvegunum, heldur hjá millihðum og hverskyns afætustofnunum. I 1 i i I I i ¥jetta mætti virðast mikil veila í viðreisnarkerfinu, * Hugmyndin í því kerfi er sú að gróðinn eigi að stjórna athöfnum þjóðfélagsins, og þá skiptir öllu máli að gróðinn leiti til þeirra athafna sem mestu máli skipta, atvinnuvega þeirra sem eiga að tryggja stöðuga og sívaxandi framleiðslu. Jafnvel þótt við- reisnarhagfræðingar ríkisstjórnarinnar séu skringileg- ir, kemur þeim naumast tii hugar að Islendingar geti lifað á því sem atvinnugreinum að stunda bankavið- skipti, kaupskap eða selja hver öðrum mat og brenni- vín. F'n þetta er samt engin veila, heldur þaulhugsaður liður í viðreisnarkerfinu. Stjórnarflokkarnir þurfa á því að halda að láta virðast svo sem þjóðfélagið sé alitaf að farast vegna þess að atvinnuvegirnir rísi ekki undir tilkostnaði sínum. Þetta er sálfræðileg við- reisnarstefna sem á að fá fólk til að sætta sig við skert kjör og síauknar ,,fórnir“, enda þótt menn hafi fyrir augum dagvaxandi gróða fámennrar forréttinda- stéttar. Stöðvun togaraútgerðarinnar á ekki aðeins að brjóta á bak aftur hinar réttmætu kröfur togarasjó- manna; ætlunin ier einnig að segja við verk&fólk í Iandi að það geti sannarlega ekki farið fram á kjara- bætur þegar við höfum naumast lengur efni á því að draga fisk úr sjó! — m. IJngur örn situr á klettasnös tekin við Breiðafjörð. AÍ8ÍHS tíu varppör til á öllu Izndinu Agnar Ingólísson Agner Ingálfsson, ungur dýra- fræðingur svararspurning- um u» örninn Fyrir kemur að Islendingar á ferð erlenclis ganga sig inn í náttúrugripasafn og fá þar í einstökum söfnum ('xvæn ta kveðju frá íslandi: Við egg nokkurt stendur nafnið ísland og við nánari lestur kemur í Ijós að egg það var á sínum tima tekið norður á Islandi frá fugli þeim er geirfugi nefndist — en er nú aldauða ,í heimin- um. Síðasti geii’fuglirm var drepinn og etinn fyrir sunnan ísland. Nánar tiltekið gerðist þetta í fyrstu viku júru’ áriö 1844 að tveir geirfuglar voru og skimar eftir bráð. Myndin er (Ljósm. Björn Björnsson). drephir í Eldey — þeir siðustu í heiminum, og er þess þó ekki getið að þá hafi ekki verið gnægð annars fugls tii mataj- svöngum fugladrápurum. I>ótt maðurinn sem naut þeirra ein- stöku forréttinda að eta síðasta geirfugl heimsins hafi .óneitan- lega unnið sér nafn í náttúru- fræðisögunni mun ekki til siðs að halda því á lcfti nú til dags. Margir óttast nú aí) arnarins bíöi sömu örlög hér á landi og geirfugisins á sinni tíð. Á még- inhluta landsins hefur crninum þegar verið útrýmt. í þremur Iandsfjórðungum hefur dráp- girniin sig/rað. Aðeins á Vest- fjörðum og við Breiðafjörð heldur örninn enn velli. Þess hefur þó ekki heyrzt getið að neinn legði sér emi til munns, en til eru menn sem halda að þeir vaxi ef þeir geta drepið fugl, telja guð hafa skapað manninn með þeim eiginleika, — og skal ekki frekar farið út í þann vísdóm hér. ★ Ungur íslendingur hefur ný- lega rannsakað örninn, stærð stofnsins hér á landi og lifn- aðarhætti hans. Það er Agnar Ingóifsson (sonur Ingólfs Davíðs- sonar grasafræðinsgs). Hann lauk prófi í náttúrw.fræði við há- skóiann í Aberdeen á sl. vori og fjallaði önnur prófritgerð hans um ísl. örninn en hin um teistuna. Við höfum beðið þennan unga mann að segja lesendum Þjóðvil.ians ofurlítið um örninn. — Hvað er að segja um örnmn hér á landi áður fyrr? — öminn var algengur um Gand allt íram undir aldamct, en befur þó alltaf verið mest á Vestfjörðum. Ég gæti tníað að fyrir síðustu ald.amét hafi verið u.m 1S0 varphjón hér á land.i, en um og uppúr alda- mótunum fór eminum mic-g aö fækka, og alilt fram til 1920, enda var hann ófriðaður fram til 1913. Það voru P. Nielsen faktor á EyrarbakJca og Bjarni Sæ- mundsson fiskifræðinj’ur, sem beittu sér fyrir friðun. Þeir neyndu hvor í sínu lagi að rannsaka hvað stofninn væri stór á landinu, með því að skrifa sýslumönnum og hrepp- stjórum og íá þá til að senda upplýsingar um varpstaði. Níel- sen mun hafa lcocmist að þeirri' niðurstöðu að á liu landinu væru aðeins þrenn hjón er verptu, en það mun ekki hafa verið rétt, heídur heíur sú niðu.í’staða verið byggð á því hve treglega slíkum fyrir- spurnum er svarað hér á landi. Síoliiinn mun aldrei hafa orð- ið eins Iítóll og hann cr nú. — Þú hefur rannsakað stærð ai-narstofnsins hérlendis? — Já, sumurin 1959 og 1960 fór. ég kringum allan Breiða- fjörð og um Vestfirði til að at- huga stofninn og sumarið 1960 athu-gaði ég lifnaðarhætti hans. — Og hvað reyndust arnar- hjónin mörg á landinu? — Það voru 11 örugg varp- pör sem cí'tir eru og þau eru öíLl á Vestfjörðum. og við Breiðafjörð, en alls var þá vit- að um- 38 fullorðna emi á land- inu. — Eitt íþessara varppai'a fórst raunar á eitri á s.l. sumri. — Hvar var það? — Það var í Breiðafjarðar- eyjum. Það var eitrað í fisk- slor —; þó það sé raunar bann- að — og átti að drepa svartbak, en báðir emirnir fóru á slor- ið og drápust. — Er öminn þá hrææta? Því -hefur mjög verið haildið fram að hann draepi allt sér til mat- ar, t.d. lömb. Arnarungi og egg í hreiðri við ísa £) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. apríl 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.