Þjóðviljinn - 03.04.1962, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.04.1962, Síða 6
pIÓÐVILflNN Ctnlandl: Bam»lnln*arflokkTiT alb#Ba — B6«lallataflokknrmn. — Rltatlðrail Macnúa Klartanason (áb.), Maznúa Torfl Ólatason, SlgurOur QuBmundason. — FTáttarltatlórar: ívar H. Jónason, Jón Blamason. - Auílýslngastjórl: Qudaall Maanússon. - Rltstlórn. aíKrelBs'.a, aug'.ýslnsar, prentsmlBJa: SkólavBrBust. 18. Hml 17-500 (6 llnur). AskriltarverS kr. 55.00 & mán. — LausasöluverS kr. 3.00. PrantsmlBJa ÞJóBvllJana ti „Þjóðnýtt“ töp eða betri rekstur T?inkennilegur tvískinnungur er í afstöðu ríkisstjórn- •*-J arinnar til vandræða togaraútgerðarinnar, og hefur komið skýrt fram á Alþingi nú í vetur. Annars vegar liggur fyrir játning ráðherranna og annarra stj órnarþi ngmanna um að togaraútgerð landsmanna megi heita í rúst eftir tveggja ára viðreisn og tvenn- ar gengislækkanir, sem meira og minna hafa sótt afsakanir sínar í þá átt, að verið væri að koma sjávarútvegi landsmanna á heilbrigðan grundvöll. En jafnframt íþyngir ríkisstjórnin og viðreisn hennar útgerðinni með drápsklyfjum skatta og lætur við- gangast óátalið fáránlegasta arðrán á sjávarútveg- inum í formi vátryggingariðgjalda, umboðslauna sölusamtaka, farmgjalda íslenzkra skipafélaga og loks beinnar skattlagningar í mynd stórhækkaðra útflutningsgjalda á sjávarafurðir, sem vera munu einsdæmi í heiminum, og talið óhugsandi með öðrum fiskveiðaþjóðum. _______ Terill einkaframtaksins í togaraútgerðinni er að vísu ekki beisinn þjóðliagslega séð. Hinir svonefndu togaraeigendur hafa löngrun verið á ríkinu eða ríkis- bönkunum með atvinnurekstur sinn, enda þótt flest- ir þeirra virðist hafa fundið leiðir til að veita út úr útgerðinni furðulegum fúlgum í persónulegan lúxus og hvers konar flottræfilshátt. Þeir „stærstu“ hafa notið pólitískrar verndar til að fá að skulda milljóna- upphæðir í bönkum landsins árum saman, meðan hinir ,,smæn’i“ sem ekki voru eins hátt skrifaðir pólitískt hafa verið látnir rúlla. Og synd væri að segja að hátt sé risið á togaraburgeisunum þessar vikumar, þegar þeir neita að ræða hinar sanngjömu launakröfur togarahásetanna og voga sér meira að segja að heimta vökulögin afnumin í núverandi mynd og innleiddan 16 klukkustunda vinnudag á togurunum. En liggja jafnframt flatir frammi fyrir Alþingi og betla um tu gmi 11 j ó nastyrki af almannafé til að henda í skuldasúpu undanfarinna ára. framkoma togaraburgeisanna í verkfallinu hefur vakið sérstaka athygli á þessari styrkjaveit- ingu, sem nú er verið að renna gegnum Alþingi. Menn spyrja að vonum, hvort það muni verða til þess að tryggja þjóðinni rekstur þessara stórvirku atvinnu- tækja, þó hent sé sextíu milljónum af almannafé til þess að borga „töp“ togaraútgerðanna árin 1960 og 1961. Þegar Lúðvík Jósepsson spurði sjávarútvegs- málaráðherra Emil Jónsson að því á þingfundi seint í vikunni sem* leið hvort tilætlunin væri að veita togaraútgerðunum þessa styrki með einhverjum skuldbindingum eða tryggingum varðandi áframliald- andi rekstur þeirra, varðist ráðlierrann allra frétta, og vísaði frá sér til hinnar væntanlegu stjórnar afla- tryggingasjóðs. Kingflokkur Alþýðubandalagsins hefur fyrir mán- uðurn síðan lagt fvrir Alþingi tillögur, sem ein- mitt rniða að því að tryggja framhaldandi rekstur togaraflotans og fiskiflota landsmanna yfirleitt. f frumvarpi Lúðvíks Jósepssonar og Karls Guðjóns- scnar um stuðning við atvinnuvegina er gert ráð fyrir að létt verði af útgerðinni okurvöxtum og verstu arðránsbyrðunum sem minnzt var á hér að framan, svo sem hinum óhóflegu vátryggingariðgjöldum, okri sölustofnana og skipafélaga, og nokkru af hinu furðulega útflutningsgjaldi. Og fáum mun dyljast, að það væri farsælli leið að gera ráðstafanir, sem allar miða að heilbrigðara rekstri fiskiskipaflotans, en láta allt reka á reiðanum og henda eftir á tugum milljóna króna af almannafé í svonefnd „töp“ togaraútgerðar- innar, án nokkurrar tryggingar fyrir því að togara- flotinn verði látinn ganga framvegis. ■— s. Brynja Benediktsdóttir í lilut- verki sínu Sá minnisverði og- ánægju- legi atburður gerðist fyrir skemmstu að eitt af kvikmynda- húsum borgarinnar breyttist í leikhús: Tjarnarbíó varð að Tjamarbæ. Það var Gríma sem vígði leiksviðið nýja, enda hlaut félagið eldskírn sína í haust í sama húsi og 'þótti vel farnast, og ernn reynist það trútt ætlun sinni og stefnu. „Biedermann og brennuvarg- arnir“ er frægasta leikrit Sviss- lendingsins Max Frisch, en hann er ásamt landa sínum Friedrich Dúrvenmatt mikil- hæfast og frumlegast leikskáld á þýzka tungu á síðari árum. Báðir hrærast af lífi og sál í ölduróti nútímans, báðir eru menn djarflegra og nýstár- legra tilrauna; ótti og öryggis- leysi okkar daga er þeim efst í hugá, hvorugur getur kallazt sérstakt uppáhald hinna rót- grónu og efnuðu svissnesku borgara og hafa hneykslunum valdið, og hvorugur er áður kynntur íslenzkum leikgestum; hér er réttilega lagt á nýjar slóðir, bætt fyrir vanrækslu undanfarinna ára. „Biedermann og brennuvarg- arnir“ er beinskeytt ádeila og í senn þrungin siðrænni alvöru mögnuðu tvísæju háði og GRÍMA: Biedermonr brennuvargi mergjuðu skopi, nýtízk líking eða dæmisaga; Frisch er læri- sveinn Bertolts Brechts, en ó- háður meistara sínum. Það er eðlisskyldast „Nashyrningun- u.m“ þeirra leikrita sem hér hafa verið sýnd. en gagnorðara log skipulegar samið, mun síyttra og þó síz.t áhrifaminna; tímabærara verk mun torvelt að finnai Skáidið kallar verk sitt „prédikun án boðskapar“, þar er síðari orðunum ofaukið. Max Frisch er manna ómyrk- astur í máli og boðskapur hans og dæmisaga einföld og skýr með afbrigðum og skiljanleg hverjum manni; hann er ár- gali og reynir að vekja okkur a£ djúpuml svefni. Biedermann kallar skáldið aðalhetju leiksins í háði og/þýð- ir dánumaður og valmenni, for- nafnið Gottieb talar líka sínu máli. Biedermann er sannur burgeis og oddborgari, heiðar- legur á ytra borði, en harð- drægur í viðskiptum og lítt vandur að ráðum. Hann vill framar öllu fá að njóta óáreitt- ur auðæfa sinna og illa fengins gróða;, ró og friður er kjörorð hans; hann er hávaðasamur og ærið borginmannlegur, en mjög auðtrúa, hræddur og htkandi inn við beinið, blauður og óstyrk- ur á taugum. En okkur þýðir . ekki að afneita honum þrátt fyrir blindu hans og hlægi- lega bresti — Biedermann og fólk hans, það ,eru hver og einn, það erum við sjálf. Tíðir eldsvoðar geisa í borg- inni, hvert stórhýsið af öðru brennur til kaldra kola með skjótum og dularfullum hætti og án þess að brunalið og lög- regla fái nokkuð að gert; Biedermann uggir mjög um sinri hag, frúnni kemur ekki eftir MM FB3SCH Leikstjóri: Baldvin Halldóisson dúr á auga vegna eldhræðslu. Þá gista tveir yfirlýstir brennu- vargar og tugthúslimir heimili hans og gera sig ærið heima- komna, hreiðra um sig uppi á lofti, fylla það benzíntunnum og búast til að kveikja í hús- inu. Biedermann veit ekki sitt rjúkandi ráð, en óttast svo mjög um auðæfi sín að hann þorir ekki að móðga hina óboðnu gesti cg því síður hringja í lög- regluna — það eru einu úrræði hans að reyna að vingast sem ákafast við illræðismennina, sefa þá og friða, halda þeim dýrlega veizlu — hann þorir ekki fyrir nokkurn mun að horfast í augu við sannleikann, neitar augljósum staðreyndumj, reynir að slá öllu, saman upp f gaman, stingur hausnum nið- ur í sandinn. Loks fær hann sjálfur brennuvörgunum eld- spýtur í hendur, en þeir kveikja í húsinu að vörmu spori; allt leikur á reiðiskjálfi, hávaðinn gengur fjöllum hærra og rauð- ar eldtungur ber við himin; æfi Biedermanns ‘ er lokið, borgin aska og auðn. Við sem erum' jafnaldrar skáldsins þekkjum bessa söau Slökkviliðsmen nirnir — kórinn. 16) — ÞJÖÐVILJiNN — Þriðjudagur 3. apríl 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.