Þjóðviljinn - 03.04.1962, Síða 11

Þjóðviljinn - 03.04.1962, Síða 11
 sér. Og Prében Ringstad að sjálf- sögðu líka. Hann komst aldrei úr jafnvægi. Auk þess hafði hann verið á Rosenborg-bíói þennan örlagaríka hálftíma, þegar helzt leit út fyrir að allir hefðu verið á þeysispretti í bílum til og frá. Nú tók hann kryplaðan sígar- ettupakka uppúr vasanum| dró upp sígarettu og kveikti í henni og fór að ganga fram og aftur um gólfið. Það hafði trufiandi áhrif. En þó var eins og and- rúmsloftið yrði ögn léttara. ..Herra Hall,“ sagði hann með hljómþýðri rödd sinni. „Ég veit að sjálfsögðu, að þér eruð ein- fær um þetta, en samt sem áður, — hefur yður ekki flogið í hug, að þér eigið líka völ á tveimur leigubílstjórum sem hugsanlegum morðing.ium?“ Karl-Jörgen lét sem hann heyrði ekki til hans. Hann sat bara og hórfði á Lísu. „Þér hafði logið, ungfrú Lind, logið vísvitandi og af ásettu ráði síðan ég talaði við yður fyrst. Ég verða að biðja yður að gera svo vel að segja mér sannleikanrj annars hljótið þér að skilja að aðstaða yðar er ekki sérlega góð. Þér eruð erfingi Holm-Svensens útgerðarmanns. og þér ókuð aft- ur upp á golfvöllinn." Hún laut höfði. ..Ef ég væri að leita að morð- ingja, þá myndi ég nota allt • annað kerfi," sagði Preben Ring- stad. „Ég myndi byrja á því að ...“ Það var engi.nn sem hlustaði á hann. En mér varð allt í einu ljóst að hann gerði það sem hann gat til að beina athygli Karls- Jörg'ens frá Lísu. Preben Ring- stad var áreiðanlega enginn mannþekkjari. Það var jafnerfitt að trufla Karl-Jörgen núna og að trufla bridgespilara sem hef- ur sagt sjö grönd — dobbluð. Var Preben að revna að bæta fyrir gömlu kærustunni sinni? ..í ykkar sporum.“ sagði Karl- Jö'rgen og leit af öðru beirra á hitt. ..í ykkar snorum myndi ég við fyrsta tækifæri . koma með vi.ðunandi skýringu á því, hvers vegna bið ókuð út þetta kvöld og bvar bið voruð.“ ÉG hafði alltaf dáðst að Karl- Jörgen. en nú var ég að verða hræddur við hann. Og lífið var ekki eins einfalt og ég hafði á- h'tið. Nánustu vinir mfnir gátu átt bað á hættu að rannsóknar- lögreglan yfirheyrði bá í beirra ei.gin stofu. Það var eitt. En svo kom bað líka í ljós að nánustu vinir mínir lugu. ..TT.ngfrú Lind?“ Ég var alveg búinn að gleyma Lísu. I-Tún sat í sófa og hélt á káffibolla í annarri hendi. En ég vissi hvað hún hafði gert, því að ég hafði siálfur ekið henni á leigubnastæðið á Hegdehaugsvegi og séð hana taka leigubfl. heim til sfn. - . En svo tók ég eftir andlitinu á henni. Hún sat og horfði á Karl-Jörgen og hún var eins og fugl sem horfir á slöngu. Svip- ur hennar var gagntekinn ó- blandinni skelfingu. „Ungfrú Lind,“ endurtók Karl- Jörgen. j.Þér sögðuð fyrst við Bakke lektor og síðan við mig. að þér hefðuð farið í leigubíl _____ _____________________,-«i beint heim frá bílastæðinu á Hedehaugsvegi klukkan rúmlega tíu. Það var heimskulegt af yð- ur. Því að lögreglan hefu.r ágæta samvinnu við leigubílstjórana í borginni.“ „Bakke lektor pantaði leigubíl klukkan hálf ellefu sem átti að aka á golfvöllinn og sækja Holm- Svensen útgerðarmann. Leigubíll númer 5331, sem beið á Smestad, fékk boð um að aka á golfvöll- inn. Bílstjórinn beið þar í næst- um tuttugu mínútur, en hann sá engan og ók aftur til næsta bílastæðis." Það glamraði í bollanum í hendinni á Lísu. Hún lagði hann frá sér. „Leigubíll númer 5331 var ekki eini bíllinn sem ók á golfvöllinn þetta kvöld,“ sagði Karl Jörg- cn. Og það var undarlegur hljómur í rödd hans. „Leigubíll númer 5368 ók þang- að líka. Þér náðuð í hann á Hegdehaugsvegi eins og þér sögð- uð. En þér ókuð ekki heim. Þér báðuð bílstjórann að aka beint til golfvallarins, og hann hleypti yður út klukkan tuttugu mínútur yfir tíu.“ LÍSA sagði ekki orð. Hún sat þarna eins og hún væri lömuð. Við hin vorum víst agndofa líka. Það var bara Karl- Jörgen sem hafði allt í hendi Þjóðnýtliig togaraflotans á dagskrá Framhald af 1. síðu. um að heita mátti árið um kring, en allt væri í óvi-ssu um rekst- ur þeirra nú, jafnt þó frum- varpið um aflatryggingarsjóð yrði samþykkt eða ekki. 13.00 „Vii5 vinnuna". Eastir Hðir eins og venjulega. 18.00 Tónlistartimi barnanna (Sig- urður Markússon). 20.00 Framhalds’eikritið „Glæstar vonir”. 20.50 Nvir strnumar í amerískri tónlist: Leifur Þóraririslson tón=káld flvtur erindi með tón’eikum: I. 21.20 Frindi: Dayur frímerkisins (Guðmundur Árnason for- stióri). 21.35 Tónleikar: Tríó í d-moU fvr- ir fim'lu. óbó og sembal eft- ir Bach. 21.50 Sönsrmá’nháttur þióðkirkj- unnar IDr, Róbert. A. Oltós- son söncrmálaistióri). ooi(i Pn.ssiusálma.r (3?). 22.20 T ö<r nr”T'' ró’ksins (Guðrún Ápmundiidóttir). oaio Davskrár’ok. Tözkur til ferðlaga. Innkaupatöskur. Fjölbreytt úrval af kven- töskum, nýjasta tízka. TÖSKU- og HANZKABÚÐIN Skólavörðustíg. @ Vítaverð framkoma togaracigcnda. Afstaða togaraeigenda nú væri svo mál út af fyrir sig. Togar- arnir hefðu verið stöðvaðir og neitað að semja við sjómenn. Og til Alþingis hefðu togaraeigend- ur sent úrslitakosti, krafizt breyt- ingar á vökulögunum og aftur- hvarfs til vinnuþrælkunar en hótað að öðrum kosti að semja ekki við sjómenn og togaraút- gerð skyldi leggjast niður á ís- landi. Vítti Einar harðlegá framkomu þessara manna, er nú hyggðust setja Alþingi stólinn fyrir dyrn- ar. I hótunarbréfi þessu væri al- gerlega óviðeigandi tónn gagn- vart Alþingi, og þyrfti að kenna Afmælisgrein Framhald af 4. síðu. um — fjórum — til mennta. Guðmundur hefur ætíð þegar aðstæður hafa leyft, tekið virk- an þátt í félagsmálum og aldrei kunnað við sig nema í fremstj víglínu. Betri samstarfsmann að hverju góðu málefni get ég ekki hugsað mér, en það er og satt, að lítið er hann fyrir að semja um sjálfsagðan rétt nó sitja lengi á bekk með þeim er honum hafa fundizt svíkja á úrslitastund. Ólíkt er það þér Guðmundui’, að vera of seinn til skips. Það hefur mér nú orðið á er ég skrifa þessar línur nú fyrst á afmælisdaginn þinn, en háttur allra fyrirhyggjumanna sá, að koma slíku skrifi frá sér í tíma. Fyrirgefðu mér seinlætið, — en þagnað með öllu gat ég ekki. — ég vildi þakka þér alla gleð- ina og hlýjuna, hjálpsemina og ekki sízt vináttuna — um leið og ég óska öllum þínum og okk- ur hinum, að enn megum við njóta þín lengi, — enn megi dagarnir styttast, kvöldin lengj- ast — og nóttin aldrei nógu löng — er þú leiðir okkur með sögum þínum og lífsgleði inn i ólfaheima íslenzkra ævintýra, sögu og sagna. 30. marz 1962, Pétur Sumarlíðason. Sundmótið Framhald af 9. síðu. sund karla, þar sem keppa 6 sveitir og baráttan verður ef - laust jöfn og hörð og ekki er ólíklegt að ísl. metið standist ekki átökin í þetta sinn. Eins og sjá nfá af öllu þessu verður mikið um að vera í Sundhöllinni í kvöld og enginn má missa af h’inni spennandi keppni. stjórnendum F.Í.B. að fitja ekki upp á slíku aftur. 1 sambandi við hótun togara- eigenda í bréfinu til Alþingis benti Einar á, að í rauninni væri verkfa-11 togarasjómanna breytt í verkbann togaraeigenda, sem af- segðu að gera út nerna Alþingi breyti vökulögunum. Með þessu hafi F.Í.B. raunar vísað málinu til aðgerða Alþingis, Og gagnvart framkomu sem þess- ari væri einungis ein rétt lausn, og sú lausn væri þjóðnýting tog- araflotans, eða a.m.k. þess hluta hans sem illa væri rekinn og óvíst hvort rekinn yrði að öðrum kosti. Um bæjarútgerðirnar væri ■sennilegt að til þyrfti að koma samvi-nna ríkis og bæjanna, því ríkisvaldið ætti miklu fremur í fuilu tré við þanka og þau öfl 'sem réðu vaxtarbyrði, vátrygg- ingaiðgjöldum og öðnjm álögum. en einstakar bæjarstjórnir. Einar rninnti á að þjóðnýting togaraflotans hefði verið eitt mesta baráttumál Alþýðuflolcks- ins fyrr á árum. Með því móti yrði fært að gera róttækar breytingar á rekstri togaraflotans (og tryggja þjóðhagslegt gagn af þeim. ...Hitt að ætla nú að fara inn á styrkja- og uppbótaleiðina án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því að togaraflotinn yrði rekinn væri skammgóður vermir. Þórarinn Þórarinsson fordæmdi einnig framkomu togaraeigenda og úrræðaleysi ríkisstjórnarinn- ar. Emil Jónsson -vildi sem mi-nnst tala öTn hið gam-la baráttumál Alþýðuflokksins, þjóðnýting tog- araflotans, og lét sér nægja að fullyrða, að meirihluti fengist ekki á Alþingi fyrir slíkri ráð- stöfun. Núverandi verkfa-11 taldi hann algerlega óviðkomandi um- ræðum um aðstoð til togaraflot- ans, venjan væri að „láta verk- föll ganga sér til liúðar”, og mun alþýðufólk sem lyft hefur Ernil og flo-kki hans ti-1 valda fá nýtt umhugsunarefni í þessum um- mælum ráðherrans. Umræður um þetta niál héldu áfram á kvöldfundi í neðri deild, og töluðu þá m.a. Hannibal Valdi- marsson og Einar Olgeirsson. Um „starísmenn . . . . glaða og prúða" .. . . ! Framhald af 7. síðu leið og launþeginn hyggst njótá hennar, mun ekki finnast greið gata til aukinnar vinnugleði og vaxandi framleiðni. Þetta er þvert á móti ástandið, sem á dögum danska oksins drap vinnuþróttinn í íslenzkri þjóð um aldaskeið. Það var þá, sem enginn árangur sást, hversu lengi sem stritað var. Vilji valdhafarnir í dag læra einn hlut, serh reikningsmenn þeirra vantar ,.takka“ fyrir á reiknivélar sínar, þá er það þetta: Til þess, að maðurinn vinni veþ — framleiði mikið. — þá þarf hann að vera frjáls rnaður, sem hefur fullan rétt og aðstöðu til þess að verð- leggja vöru sína — vinnuna. Hann þarf með öðrum orðum að sjá árangur verka sinna í aukinni hagsæld fyrir sig og sína, — góðum frítíma. irjórri og fullkomnari lífsnautn. Það er undirstaða aukinnar fram- leiðni. St. MATVÆLI SKÖMMTUD ÖLMUSA EKKI ÞEGIN Jarðarför. mannsins míns KRISTJÁNS einarssonar framk-væmdastjóra, ( t. fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. apríl kl. 10,45 f. h. Húskveðja hefst ki. 10 að heimili okkar, Smáragötu 3. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Ingunn Árnadóttir. . | HAVANA —Stjórn Kúbu hefur orðið að gera ýmsar neyðar- ráfftslafanir vegna viðskipta- banns þess sem Bandaríkin og fylgiríki þeirra í Ameríku liafa sett á Kúbu og valdið hefur mikliim erfiðleikum. Fidel Castro skýrði frá þess- um ráðstöfunum í sjónvarps- ræðu og sagði að hjá þeim yrði ekki komizt. Vegna viðskipta- bannsins yrði að taka upp skömmtun á mörgum nuuðsynja- vörum enda þótt framleiðsla bæði landbúnaðar og iðnaðar hefði aukizt í landinu. í ræðu sinni reyndi Castro ekki að gera lítið úr þeim erf- iðleikum sem framundan eru og sagði að nú reyndi á bylting- una og byltingarsinna. Allt kapp yrði nú að leggja á að auka landbúnaðarframleiðsluna svo að þetta tilræði heimsvalda- sinna við byltinguna færi út um þúfur. um siðustu helgi visaði hátt- settur embættismaður á ICúbu á bug bandarísku tilboði um að senda til landsins nauðsynja- vörur vegna skömmtunarinnar. Carlos Rafael Rodirques, for- seti þeirrar stofnunar á Kúbu sem annast framfaramál land- búnaðarins, visaði á bug til- kynningu um að George Mc- Goivern, framkvæmdastjóri á- ætlunar Bandaríkjanna um að- stoð með nauðsynjavörum, væri reiðubúinn að fara þess á leit við ýmis góðgerðasamtök að þau sendi nauðsynjavörur til Kúbu. — Við’ tökum ekki á móti ölmusum, sagði Rodriquez x sjónvarpsræöu. Þrátt fyrir þá skömmtun sem nú liefur ver- ið komið á er kúbanska þjóð- in mun betur sett en flestar aörar þjóðir I Suður-Ameríki® þar sem þúsundir nianna deyja úr hungri. Afli Hellissands- ! báta 1. apríl ’ HELLISSANDI, 2. apríl. — 1. apríl var heildarafli bátanná hér orðinn sem hér segir: Tonn RóðraP Arnkell 432 4® ;. ' Hamar 411 52 .i Sæborg 390 45 Tjaldur 376 47 Skarðsvík og Svala 343 39 Þégar Skarðsv.ík fórst hélt mannskapurinn á henni áfram róðrum á Svölu. KAUPMANNAHÖFN .?2»3í — Danski gestapó-maðuripn .Óþrist- ian Mekkelscn, sem dæmdur var vár í ævilangt fangelsi í Viborg 1948, er nú lögreglufulUi’úi og yf- ii’maður spjaldskrárdeildar lögJ reglunnar í Kiel, segir dagblaðið Information. Mekkelsen var einn alræmd-i asti gestapó-maður Danmerkur á stríðsánmum og nafn hans stóð efst á hinum svarta lista and- spymuhreyfingarinnar. Hann átti þátt í að útrýma mörgum and- spyrnuflokkum og var talinn al- gjörlega miskunnarlaus. j I Þriðiudagur 3. apríl 1962 — ÞJÓÐVILJINN — m

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.