Þjóðviljinn - 11.04.1962, Blaðsíða 4
BRÉF FRÁ BORGARLÆKNI
I 19. febrúar sl. sendi borgar-
læknirinn í Reykjavík verka-
lýðsfélögum bæjarins eftirfar-
andi bréf:
„Að gefnu tilefni vill
heilbrigðiseftirlitið í Reykja-
! vík vekja athygli yðar á eft-
irfarandi:
Bæjar.búum hefur ætíð
staðið til boða að koma á
framfæri kvör.tunum varð-
andi brot á heilbrigðissam-
þykkt Reykjavíkur. Hafa
slíkar kvartanir ávallt ver-
ið teknar til athugunar og
afgreiðslu, eftir því sem til-
efni heíur gefið tiil. Kvartan-
ir frá starfsfólki eða trúnað-
aðarmönnum starfshópa á
vinnustöðum hafa einnig
borizt, en tiltölulega mjög
sjaldan.
Er þess hér með farið á
leit við félag yðar, að það
hvetji sína trúnaðarmenn til
að veita heilbrigðiseftirlitinu
vitneskju um, ef þeir telja
hollustuháttum á vinnustöð-
um ábótavant.
Tekið er við kvörtunum
í síma 22400 kl. 9—10 og
13.30—14.00.
Eftirlitsmaður er til við-
tals kl. 9—9.30.“
Hið gefna tilefni þessa bréfs
til verkalýðsfélaganna mun vera
skrif Þjóðviljans og tillögur í
borgarstjóm um aukið eftirlit
með heilbrigðismálum vinnu-
staðanna í bænum.
Enda þótt bréfið sé orðað
sem afsökun fyrir ófremdará-
standi, sem lengi hefur rikt i
til verkalýðsfélaganna
í Reykjavík
þessum málum, þá er ekki nema
gott eitt um það að segja, að
hreyfing er hér komin á um
samstarf heilbrigðisyfirvaldanna
við verkalýðsfélögin. Hvatning-
in, sem í bréfinu er fólgin er
góð svo langt sem hún nær, en
tvennt er þó við hana að at-
huga:
í fyrsta lagi þurfa trúnaðar-
menn vinnustaðanna að eiga
þess kost, að ’ afa í höndum
greinargóðan útdrátt úr heil-
brigðissamþ. og gildandi lög-
um varðandi starfsgrein sína;
þá fyrst geta þeir veitt „vitn-
eskju um, ef þeir telja holl-
ustuháttum á vinnustað ábóta-
vant“. Enginn slíkur útdráttur
fyrir hinar ýmsu greinar, er
ennþá til, hvorki hjá bæ né
ríki, og allt á huldu um það,
eftir hvaða starfsreglum efitir-
litsmenn hins opinbera fara,
varðandi einstakar greinar iðn-
aðar og framleiðslu, Nauðsyn
ber til að gerðir verði slíkir
útdrættir hið bráðasta, þeim
síðan dreift í hendur starfs-
fólks, trúnaðarmanna og at-
vinnurekenda og hafðir uppi
á vinnustöðum, svo aðilum sé
fullljós réttur og skyldur í
þessum efnum. Skortur á grein-
: argóðum og afdráttarlausum
upplýsingum, svo og sambands-
leysi efitirlitsmanna við trúnað-
armennina, hefur án efa átt
sinn þátt í því, hversu tiltölu-
lega fáar kvartanir hafa borizt
frá starfsfólki og trúnaðar-
mönnum vinnustaðanna. Ekki
skortir tilefnin eins og ástatt
hefur verið í þessum málum
og er enn.
1 öðru lagi er rétt að taka það
fram í sambandi við bréf borg-
arlæknis, að eftirlitsskyklan
hvílir fyrst og fremst á emb-<$>
ætti hans cn ekki trúnaðrmönn-
um vinnustaða, enda þótt þeir
hafi skyldum að gegna við þáj.
sem hafa valið þá til starfa og
beri að sjálfsögðu að gefa eftir-
litsmanni borgarlæknis sem
fyllstar upplýsingar, þegar til
þeirra er leitað. Hins vegar er
það í flestum tilfellum líkiegra
til árangurs, að auk efitirlits-
mannsins leiti stjórnir félaganna
álits trúnaðarmanna og afili hjá
þeim upplýsinga um ástand
vinnustaðanna: frá stjórnunum
berist heilbrigðiseftirlitinu síðan
þær óskir til úrbóta, sem nauð-
synlegar þykja. í reyndinni mun
það vera svo að margur trúnað-
armaður veigrar sér við að
snúa sér beint til hins opin-
bera með kæru á vinnustað
sinn, þar sem hann telur það
engan veginn tryggt, að honum
verði það jafn óþægindalaust
og það ætti að vera. Ýmsum
atvinnurekendum er gjamt að
líta á það sem fjandskap við
sig, þegar bent er á það sem
betur mætti fara í fyrirtækjum
þeirra, og eins þótt það brjóti
í bág við gildandi samþyidct og
Iög. Og enda þótt trúnaðar-
menn á vinnustöðum njóti sér-
stakrar verndar laganna, þá
hefur reynslan sýnt að til eru
ýmsar leiðir að gera mönnum
lífið leitt, ef andúðar gætir frá
þeim, sem húsum ráða.
Ég gæti trúað að borgarlækni
væri það hollt, svo góður á-
hugi hans til að rækja mikil-
vægt skyldustarf, fái notið sin,
að gera sér það enn ljósara en
fram hefur komið til þessa, að
helzti þrándur í götu þess að
hér verði verulegum árangri
náð, eru atvinnurekendur, ekki
starfsfólkið. Það er tregðan við
að leggja í stundarkostnað til
þess að bæta vinnuskilyrði
fólksins, sem mestu ræður. Þess
vegna þurfa kröfur heilbrigðis-
eftirli.tsins, reglur þess og
starfsaðferðir að vera fastmót-
að og fylgt fram af fullum
myndugleik.
Framangreint bréf borgar-
læknis til verkalýðsfélaganna er
vonandi aðeins fyrsta skrefið
á samstarfsleið þessara aðila
um mikilsvert hagsmuna- og
heilbrigðismál vinnandi fólks í
þessum bæ. Og verkalýðsfélög-
um ber að fagna því að til
þeirra er nú leitað og efila svo
sem verða má mikið óunnið
nauðsynjastarf. St.
LOFTLEIÐIS LANDA MILLI
- :jj
Fró 1. april til 31. október 1962 munu
Lofticiðir fljúga 22 ferðir i viku til og fró íslandi
Viðkomustaðir: New York, Glasgow, London,
Stafanger, Osló, Gautaborg, Helsingfors,
Kaupmannahöfn, Hamborg, Amsterdam og
Luxemborg —-
Tryggið far með fyrirvara
BJÖRN BJARNASON: ]
Alpjóðaráðstefna
iðnverkaf ólks
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM
Dagana 15.—20. maí n.k. verður
haldin alþjóðaráðstefna verka-
fólks í vefnaðar-, fatagerðar-,
skó- og leðuriðnaði. Ráðstefna
þessi er boðuð af alþjóðasam-
bandi verkalýðs í þessum iðn-
greinum, Textile, Clothing,
Leather and Fur Workers Trade
Unions International, fagsam-
band innan Alþjóðasambands-
ins, W.F.T.U. Ráðstefnan verður
haldin í Búkarest í boði verka-
lýðssambands Rúmeníu.
Ráðstefnan verður opin öllum
verkalýð í þessum iðngreinum
án tillits til alþjóðlegra skipu-
lagstengsla eða nokkurs annars.
í Fagsambandinu eru yfir 8
millj. meðlima og nú þegar er
vitað úm þátttöku stórra sam-
taka utan þess svo gera má
ráð fyrir mjög fjölmennri ráð-
stefnu.
Fagsambandið, í þeirri mynd
sem það nú er, var stofnað ár-
ið 1958, með samruna tveggja
eldri sambanda, Textile-Cloth-
ing og Leather and Furs. Stofn-
þingið var haldið í Sofia í júlí
1958, og hefur frá stofnun verið
helzti málsvari verkafólks í
þessum iðngi'einum.
í þeim iðngreinum er hér um
ræðir eru laun almennt lægri
en í flestum öðrum og veldur
þar miklu um að þar vinna
fleiri konur og jafnvel börn en
í flestum öðrum iðngreinum,
eða frá 55—30% af vinnuaflinu.
Af þessu leiðir að eitt helzta
baráttumál Fagsambandsins er
að minnka bilið milli launa
karla og kvenna. Á síðari árum
hafa orðið miklar tæknilegar
framfarir í þessum iðngreinum,
sjálfvirkni er orðin mikil og
gjörnýting vinnuaflsins á háu
stigi. I auðvaldslöndunum þýðir
þetta einfaldlega að verkafólki
fækkar í þessum iðngreinum og
atvinnuleysið fer vaxandi. Árið
1958—59 fækkaði verkafólki í
þessum iðngreinum um 60 þús-
und í Vestur-Þýzkalandi, þrátt
fyrir verulega vaxandi fram-
leiðslu. Þetta ástand hefur leitt
af sér hörð verkíallsátök í þess-
um iðngreinum. Sl. ár náðu þau
til meir en hálfrar þriðju millj-
ónar er háðu skemmri eða lengri
verkföll. í ítalíu voru yfir 400
þús. í verkfalli í lok ársins og
náðu fram tveggja stunda stytt-
ingu vinnuvikunnar án launa-
lækkunar og nokkrum launabót-
um fyrir konur sérstaldega. Skó-
gerðarmenn á ítalíu knúðu fram
þriggja stunda styttingu vinnu-
vikunnar auk annarra fríðinda.
I Frakklandi, Belgíu, Austur-
ríki, Grikklandi og Bretlandi
háðu þessar stéttir verkföll á sl.
ári og unnu alls staðar nokkuð
á, einkum með styttingu vinnu-
tímans, sem áherzla er lögð á
vegna vaxandi hættu á atvinnu-
leysi.
Aðalviðfangsefni ráðstefnunn-
ar verður að ræða kjaramálin
og hvernig víðtækust eining
verði sköpuð í baráttunni fyrir
þeim. Eins og áður er sagt er
ráðstefnan opin hverjum þeim
verkalýðssamtökum úr þessum
iðngreinum er hana vilja sækja.
, INNNEIMTA
t ÖOEHÆ9l’STÓUF
Barnarám með
grind
ÖSKAST.
Upplýsingar í síma
16173 og 32481.
Nýtízkn húsgögn
m
Fjölbreytt úrval.
Póstsendum.
Axel Eyjólfsson,
Sklpholti 7. Sími 10117. •
— ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 11 apríl 1962