Þjóðviljinn - 17.04.1962, Page 6
þlÓÐVUJINN
fltMts&dli BkBtinlnnmokkw iIMH —■ B<5>l«llgt«nokknrlnn. - KtotMrui
■tanð* KJmrtansson (áb ), Umarnðs Tortt Olafsson, SlsurBur QuSznundsson. —
Vrðttmrttstjórmr: ívmr H. lónsson, lón BJmmmson. — Auglýalngastjórl: OuSgslr
tanásson - Ritstjórn. mfgrslBslm, mnglýslngmr. nrentsmlBla: SkólavórBust. 1»,
1T-S00 (5 Jlnor). AakrlftarverB kr. B5.00 á mán. — LmusasöluverB kr. 3.00.
PrsntsimlSJm ÞJóBvOJmns hX
Réttlæti í áföngum
jyjeginágreiningurinn um stjórnarfrumvarpið varðandi
kjarasamninga opinberra starfsmanna kom fram
þegar í efri deild með ræðum og breytingartillögum
Björns Jónssonar, en í þeim fólst krafan um óskertan
samningsrétt og verkfallsrétt til handa opinberum
starfsmönnum. Ðjörn taldi, að með samþyklkt breyt-
ingartillagnanna „væri í meginatriðum mætt þeim rétt-
mætu kröfum um jafnrétti, sem opinberir starfsmenn
hafa lengi barizt fyrir og ég hef trú á að þeir nái fram
fyrr eða síðar, þó nú sé eins og svo oft áður í sögu al-
•þýðubaráttunnar reynt að stimpast við og látið sitja
við að slaka eins lítið til og mögulegt er“.
B
jörn minnti lá, að leiðin til fulls samningsréttar og
verkfallsréttar hefði ekki heldur‘,'verið greið fyr-
ir verkalýðsfélögin. „Fyrir samningsréttinum þurfti að
berjast og fyrir hann þurfti að færa mi'klar fórnir
á frumbýlisárum verkalýðshreyfingarinnar. í>á voru
þeir menn til og ekki fáir í stétt atvinnurekenda og
valdamanna sem engum töldu hollt og allra sízt
verkalýðnum sjálfum að verkalýðssamtök yrðu við-
urkennd. Verkföll voru tálin ganga tglæpi næst og
til þess eins fallin að koma þjóðfélaginu á kaldan
klaka. Áratuga reynsla af starfi og baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar hefur gert þessar kenningar að
hlægilegri fjarstæðu. Samnings- og verkfallsréttur
hefur ekki reynzt þjóðfélagsleg. meinsemd’heldur bók-
Btaflega undirstaða efnalegra og mjenningarlegra fram-
fara með þjóðinni-síðdstu hálfa- öldina eða lehgur.“
Oamlíkingin við baráttuna nú gegn samningsrétti og
verkfallsrétti opinberra starfsmanna liggur nærri.
Björn sagði, að: það væri eins .og rám raust úr gröf-
um dauðra afturhaidsmanha frá síðustu öld þegar
því væri haldið fram á Afþingi, að það rrryndi revn-
•ast þjóðfélaginu skaðræði að afnema nú þá réttinda- ■
skerðingu, sem felst í lögunum um bann við verkfaíli
opinberra starfsmanna og minnti á að þau lög hefðu
verið sett fyrir nær hálfri öld. gegn vilja hinna víð-.
sýnustu þingmanna, eins og Guðmundar Björnssonar.
Og Björn gerði napurt háð að ummælum Gunnars
Thóroddsens um hinn „gullna meðalveg“ sem ætti að
vera þræddur í .þessu frumvarpi ríkisstjómar Sjálf-
stœðisfloklksins og Alþýðuflokksins. „Ég er þeirrar
skoðunar að enginn gullinn meðalvegur sé til þegar
um það er að ræða, hvort allir sem skipa lauhastétt-
irnar skuli njóta sömu mannréttinda eða ekki eða
'hvort allir skuli vera jafnir fyrir lögum eða ekki,“
sagði Bjöm og lýsti þvá yfir, að hann teldi það sóma
fyrir Alþingi 'að stíga nú þegar sporið til fulls og
veita .þeirn starfsmönnum sem í þjónustu ríkisins
vinna, fullan samnings- ög samtakarétt.
En afturhaldið sat við .sinn keip, trútt þeirri afstöðu
að þrjózkast eins lengi og það þorir við öllum
auknum réttindum til verkalýðssamtaka og annarra
hagsmunasamtaka fólksins. Og þannig hefur orðið a.ð
þoka réttlætismálunum áfram, gegn hinu skynlausa,
steinrunna í'haldi, sem aldrei'hikar við að misnota Al-
þingi til að skapa sér forréttindi ög arðránsaðstöðu.
Þannig hefur orðið með baráttu utan þings og innan
að koma í gegn vökulögunum, afnámi sveitarflutninga
fátæks fólks, orlofslögum, atvinnuleysistryggingum,
umbótum í tryggingalöggjöf og húsnæðismálum, enda
þótt segja megi að á sumum þessum sviðum sé furðu
mikið enn óunnið. AlLar breytingartillögúr Bjöms Jóns-
sonar um fulían samningsrétt, afnám híns illa þokkaða
gerðardóms, qg afnám laganna um verkfallsbann op-
inberra starfsmanna voru felldar. Afturhaldið hefur
enn þingmeirihluta til að stimpast gegn þeim réttlæt- •
ismálum, en hvað léngi?
Hannes Stephensen er sex-
tugur í dag-. tangt er nú lið-
ið frá þeim degi er hann kom
austan yfir Fjall sem „ópóli-
tískur sveitamaður“ og settist
að hér í Reykjavík. Það
reyndist ekki aðefins Dags-
brúnarmönnum góður dagur
heldur og verkalýð hvarvetna
um land, sem notið hefur
árangursins af forustu Dags-
brúnar. Hannes var einn
þeirra manna er Signrður
Guðnason vaídi að samstarfs-
mönnum fyrir 20 árum til að
hefja Dagsbrún úr þeirri nið-
urlægingu er hún þá var
sokkin í. Reynslan hefur sýnt
að þar valdi Signrður réttan
mann, einn giftudrýgsta -for-
ustumann í allri sögu Dags-
brúnar. Hér skulu ekki þulin
öll þau störf er Hannes hef-
ur unnið fyrir Dagsbrún —
það yrði löng saga — hitt
verður að nægja að minna á
að hann hefur nú senn verið
30 ár í trúnaðarráði félagsins,
varaformaður Dagsbrúnar í
10 ár og•formaður hennar í
sjö, eða allt fram á síðasta
ár að hann krafðist að maður
með fullri starfsorku tæki
við því starfi, en veikindi
hafa þjakað hann á annað ár.
Vonandi eiga Dagsbrúnar-
menn þó eftir að njóta starfs
Hannesar enn um langt skeið.
Hannes Stephensen
sextugur
Hanne's Stéphensen er gest-
'Tisinn maður — en hann er
ekki greiðvikinn á að ræða
um sjálfan s-g. Það leið því
langur tími þar til hann fékkst
til að segja mér að dags:ns
ljós hefði hann fyrst litið’ á
Berustöðum í Ásahreppi í
iRangárvallasýslu. Foreldrár
hans voru Magnús Hannesson
Stephensen frá Austvaðsholti í
Landsveit og Sesselja Jóns-
dóttir frá Berustöðum.
Hannes ólst þó ekki upp
austur þar því foreldrar hans
fluttu til Reykjavíkur þegar
hann var 6 mánaða gamall og
áttu heima við Bergstaðastræti
og . Skólavörðustíg 33. Faðir
hans gerðist skútukarl á vetr-
um en vann annars í landi.
-— Svo þú hefur þá leikið
þér við Skólavörðústíginn sem
strákur.
— Ég var nú ekki lengi í
Reykjavík í það sinn. Það átti
ekki við pabba að vera í kaup-
stað; hann vildi miklii heldur
búa í sveit. Og vori.ð 1904 flutti
hann austur að Meðalholtshjá-
leigu í Gaulverjarbæjarhreppi.
Þar bjó hann þar til hann lézt
,á bezta aldri árið 1921. Þá var
móðir mín dáin fyrir tveim
árum en við ,systkinin, 5 að
tölu, fluttumst að heiman.
— Var þetta mikil jörð?
— Þegar við fluttum austur
var jörðin í mestu niðurníðslu.
En pabbi var dugnaðarþjark-
ur og réðst strax í það, þó
hann væri eígnalaus einyrki,
að byggja upp og festa kaup á
jörðinni. Uppvaxtarár mín þar
þættu erfiðleikaár nú, svo. ekki
sé meira sagt, enda þekkti
fjöldínn ekki annað þá.
Hitt er annað ■mál, að ég á
margar góðar minningar að
austan, og hef alltaf maetur á
Flóanum og því ógæta fólki.
sem þar byggir, þótt mörgum
hafi fundizt hann vera ljótur.
— Þú hefur alizt upp fyrir
austan?
— Ég var þar óslitið til 1918.
að undanskilinni námsdvöl í
Reykjavík 1916. En frá árinu
1919 fór ég að vera hér
að nokkru leyti, og 1923
fluttist ég hingað öðru sinni
og hef átt hér heima síð-
an, þó að veturna 1924—1927
væri ég á vertíðum í Vest-
mannaeyjum og oftast í sveit
á sumrin fram til 1929 nema
0’tt sumar við sjó á Seyðis-
firði.
— Svo þú hefur þá snemma
gengið í Ðagsbrún?
Ónei, þakka þér' fyrir.
Fýrs'tu .árin 'serh ég var her í
verkamannavinnu var ég auka-
'félagf í Dágshrún.
— Var ekki mikil vinna hér
fram að 1930?
■ —-“ Á þessum árum var tölu-
verð vinna í bænum, — en
kaúpið lágt, þó það væri ekki
eins mikið haiiæri og á fyrra-
stríðsárunum. Ég var töluvert
í byggingavinnu, en annars
voru ákaflega fábreytt vinnu-
brögð hér þá, hví auk bygg-
ingarvinnu var uppskipunar-
vinna, en þó mest vinna við
saltfiskinn. Þá voru hin miklu
stakkstæði, hér í bæ.
— Stundaðir þú aðallega
byggingavinnu?
námi í Fífuhvammí, sem við
nokkrir karlar höfðum í félági
til að sjá okkur fyrir atvinnu.
Svq kemur árið 1940 — og
þá byrjar stríðið. Fram eftir
því ári var atvinna ákaflega
slitrótt. Ég var seinast í at-
vinnubóiávinmi Z í vegagerð
áustur- á Mósfellshetði. Þá kom
herínn og þegar herinn fór að
fláeðá i'nn ’ í landið' varð að
breikka'og lagá alia vegi. Við
urðúm því :áfram hjá Vegagerð-
'ínni." óg vorum sendir austur á
Hellisheiði og síðgn í brýrriar
á EUiðaánúm. En 1941 leri'ti ég
• aftur austur í saridnáminu í
Fífuhvammi — þá byrjuðu
Bretar að kaupa sand í flug-
völlinn. Þar . var ég svo af og
tll, hæði við þá vinhu og aðra,
þar ' til'ég' réðst til starfs hjá
Dagsbrún árið 1945.
— Gerðist þú snemma rót-
tækur, Hannes? , ,
— Árið' 1929 fór ég í þann
fræga stað sandgryfjurnar við
Elliðaár, þar var ég fram til
1938, . . . Já þá var tekið þar
alit byggingarefni til bæjarins.
Við sem unnum þarna vor-
um taldir vera í fastri vinnu
— góðri abvinnu. Það var þó
þannig að okkar var venjulega
sagt upp nokkra mánuði á ár-
inu; venjulega unnið fram til
jóla og byrjað aftur að vorinu.
Þá var kreppan í algleymingi
og atvinnubótavinná, svo þá
var þetta -kannski með tekju-
meiri váunu í. bæmim þótt okk-
ur væri alltaf sagt upp nokkra
mánuði á árinu.
* Meðan atvinnuástandið var
knappast og mest var herjað
á að komast í atvinnubóta-
v.nnu, var vinnutíminn stytt-
ur hjá okkur niður i 6 stundir
á dag. Vikukaupið okkar var
þá 44 kr. Meginið af bæjar-
vlununni var þá komið í at-
vinnubótavinnu. Rétt er að
taka það fram að þetta hjá
okkur var þó betri hlutur en
allur þorri verkamanna varð
að búa við, því þeir ko.must
niður í 1000' kr. árstekjur og
jafnvel enn lægra.
— Hvers vegna hættir þú í
sandgryf júnum?. :
— Þegar Óðinn var stofnað-
ur og íhaldið fór að troða
fidkksmönnum sínum allstaðar
var verkstjóranum okkar sagt
upp fyrirvaralaust og okkur
nokkrum verkamönnum, sem
ekkí höfðum réttan lit, en
okkur var fyllilega gefið i
skyn áður, að e£ við gengjum
ekki í Óðin yrði „minna um
okkur hugsað“!
— Hvað tók svo við hiá þér,
sem ekki vildir hlita fyrir-
mælum íhaldsins í Óðni?
— Það skiptist á atvinnu-
leysi og atvinnubótavinna, en
1939 fór ég að vinna í sand--
... — ,Nei, .það er iangur vegur'
frá ópolitískum sveitamanni
seip kemur, austan yfir Fjall og
vili hafa frið við guð og menn
— og verður ekki um sel þeg-
ar hann sér Ölaf Friðrikssón í
ham í fyrsta sinn — til þess
að vera farinn að stjórria verk-
föllúm í Dagsbrún. j
— Var lítið hugsað um þjóð-
félagsmál fyrir aus’tan? •
.' — Nei, menn fylgdust tölu-.
vert með' fyrir austan. PabbL
vár frjálslýndur í skoðunum og
hjá okkuf var góður blaðako.st-
ur, eftir því sem h'ánn gerðist
þá. — Fyrsta - blaðið sem ég
man eftir var Ingólfur sem
var á móti' Hannesi Haf stein.
Pa-bbi átti töluvert \ af bókum,
dg svo átti ég'góðán frænda í
Reykjavík, Þorvald Guðmunds-
son, sem var góður haukur í
horni í þeim efnum.-
Nei, fólkið í minni sveit rök-
ræddi málin þá ekki síður en
gert- er nú til dags.’En þá var
iítið farið að bóla' á þessum
„bolsévíkum“. ‘
Nokkrir j útgerðarmenn í
Reýkjavík ætl’uðu í verkfalli að
koma togurunum sínum út með
þvi' að sniðgánga Sjómannafé-
lagíð, hringdu austur fyrir Fjall
óg réðu menn ' á-skipin: Eg
lenti í -hópi þessara manna á
suðurleið ■ í: atvinnulteit. Vð fór-
um éins og leið liggur yfir Hell-
isheiði og niður að Lögbergi.
Þar mættum vð tveimur mönp-
úm, ekki gustmlklurn en þó á-
kveðnum. Þeir sögðúst vera þar
til iþess að taka á » móti yerk-
fallsbrjótunum: Þettá - 'voru
verkfállsverðir. Á ’leiðinni til
Reykjávíkur 1 bættust ailtaf
fleíri óg fleiri' verkfallsverðir
í hópinn, svo ’þegar þangað
kom var >hringurinn um aust-
•anrnérin orðinn istójr.f Það var
' farið' með þá beint niður í
Alþýðuhús og lesið barl'dug-
lega ' yfir1 hausaníótunum': á
mmm
MimMmÉm
mmmmrn
mmiM
gj' — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 17. apríl 1982