Þjóðviljinn - 27.04.1962, Síða 5

Þjóðviljinn - 27.04.1962, Síða 5
rður dauðadómnum yfir iekkij PARÍS — Frönisk íhaldsblöð hafa hafið ákafan áróður^ fvrir því að Jouhaud hershöföingi, sem tvívegis hefur ver- ið dæmdur til dauða fyrir tilræði við öryggi ríkisins og vopnaða uppreisn, verði náðaöur og þykir ýmislegt benda til þ'ess að líflátsdómnum veröi ekki fullnægt. I grein í L’Aurore er komizt þannig að orði: „í landi eins í Frakklandi er maður eins og Jouhaud ekki tekinn af lífi. Það er óhugsandi. Það er útiilokað". Æðstu menn kaþólsku kirkj- unnar og sendimenn Páfastóls hafa þegar beðið honum griða og sama máli gegnir um fyrri fé- laga hans í æðstu stjórn hers- ins. EKKI SÍÐAN NEY Enginn heldur því fram að Jouhaud hafi ekiki unnið til saka eða að dauðadómurinn yfir hon- ium sé ekki lögum samkvæmt, heldur er bent á að hátf önnur öld sé nú liðin síðan háttsettur foringi í hernum hafi verið tek- inn af lífi, en það var Ney marskálkur sem varð að gjalda með lífi sínu að hafa gengið í ,,Viitdlðkveik|ari djöfulsins" GASSKI TOULL, Sahara — Franskir verkfræðingar vonast til. aö geta með aðstoð banda- rískra sérfræðinga slökkt þann mikia eld sem ~nú hefur logað -samfleytt síðan 6. nóvember í borholu í Sahai’a. Gizkað er á að frá því eld- urinn kviknaði þar til nú hafi brunnið um 10 milljón tenings- metrar af jarðgasi. Hinn mikli logi stendur 120 metra upp í loftið og að nóttu sést hann í allt að 160 km fjarlægð. „Vindlakveikjari djöfulsins". en það nafn hafa olíuleitar- mennirnir frönsku gefið eldin- um, hefu.I’ hingað tii hindrað nvtingu hinna auðugu jarðgas- náma sem fu.ndizt hafa í miðri Saharaeyðimörk, u.þ.b. 1.100 km frá Algeirsborg. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að siökkva eldinn. en þær hafa allar mistekizt. Nú hefur verið safnað miklum. birgðum af sprengiefni og er vonazt til að hægt verði að loka borhnlunni og þannig ■slökkva eldinn. lið með Napóleon þegar hann kom frá Elbu. Það var árið 1815. Síðan hafa ótalmargir franskir herforingjar unnið til sömu refs- ingar fyrir landráð og drottin- svik, en enginn þeirra verið líf- látinn. Þrír hershöfðingjar, að- míráll og marskálkur, voru dæmdir til dauða fyrir sam- vinnu við Þjóðverja í síðasta stríði og var Petain marskálk- ur einn þeirra en engum dóm- anna var fullnægt. ANNAR MÆLIKVARÐI Ritstjóri L’Express, Servan- Sehreiber, ræðir þetta mál í síð- asta tclublaði. Hann bendir á að herinn, og þá fyrst og fremst hinir háttsettu herforingjar, ha,fi Ssamt 'kirkjunni verið styrkosta stoð hins borgaralega samfélags, sem ríkisvaldið hafi • þess vegna ekki kært sig um að hrófia við. En hann bendir einnig á að aðr- ir franskir menn hafi verið tekn- ir af Mfi fyrir afskiptj sín af stríðinu í Alsír án þess að máls- snjallir blaðamenn eða yfirboð- arar kirkjunnar hafi talið ástaeðu til að biðja þeim lífs, Þanhig hafi árið 1957 verið hálshöggv- inn Fernand Yveton, félagi í kommúnistaflokknum í Alsír. Sök hans var sú að hann hafi' komið fyrir sprengju í mannlausri gasstöð í Alsír, sem sprakk þó bkki og olii því engu tjóni. BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM Hann ræðir aðra röksemd' sem borin hefur verið fyrir því að náða Jouhaud og þá að sjálf- sögðu aðra handsamaða leiðtoga OAS„ sem sé þá að baráttunni við morðsveitirnar sé brátt lok- ið. Hann ber á móti henni, seg- ir að „meginorustan sé framund- an“ og náðun verði að gins ijúlkuð sem enn eitt undan- hald stjórnar de Gaulle. En hann bendir um leið á að hafi Jouhaud unnið til lífláts, þá sé það vegna þess að hann hafi framið bað níðingsverk gegn þjóð sinni að beita hervaldi til að steypa stofnupum lýðveldisins. En svo vilii til að sá maður Framhald á 11. síðu BfiC méðgaSi sænska diplémata LONDON — Brezka útvarpið 1 (BBC) hefur beðið sænska ( sendiráðið afsökunar vegna J þess að nöfn margra sænskra | diplómata voru notúð í sjón- ] varpskvikmynd þar scm sagt var frá skemmdarverkum t skandinavískra manna á \ brezkuin flugvélum. ^ Myndin scm sýnd var 2. apríl átti að gerast í ónafn-) greindu Norðurlandi og fjail- aði m.a. um skemmdarverk i sem ollu því að fimm brezkar í orustuþotur fórust. Spell- j virkjarnir voru f jórir og hétu i Hagglöf, Luthman, Pripp og Hammarling, en þetta eru allt' heldur sjaldgæf nöfn. „Hins vegar heitir Sendi-| herra Svía í Lohdon cinmitt i Gunnar Hagglöf, vararæðis-, maðurinn heitir Gösta Luth- man og núverandi sendihcrra! Svía í Perú, Malthe Pripp, ( gegndi störfum í London þeg- j ar myndin var samin. Fyrr- ( vcrandi blaðafulltrúi við, sænska sendiráðið heitir Vil- got Hammarling. Heimssýningunni í Moskvu frestcð ) MOSKVU — T ASS-f réttastof an skýrði frá því að ákveðið hafi verið að fresta hinni miklu heimssýningu sem ætlunin hafði verið að halda í Moskvu áricf 1967. Þess er ekki getið hvenær Skyldi þessi vera nógu namm-namm til að duga á Iandhelgisbrjóta? verði haldin,_ Haag - úrskurður harðlega gagnrýndur ó Danaþin Færeyskur prestur spyr hvort meiningin sé að nota eigi myndir af hálf- strípuðum stelpum til að handsama brezka iandhelgishrjóia við Færeyjar K AUPMANN AHÖFN — Ekin af þingmönnum Fær- eyja á danska þinginu, séra Johan Nielsen, hefur harð- lega gagnrýnt úrskurð sem alþjóðadómstóllinn í Haag kvað nýlega upp út af land- helgisbrotj brezka togarans um Red Crusader sem í fyrra var staðinn að ólöglegum veiðum við Færeyjar. Málsatvik voru þau að danska herskipið Niels Ebbesen varð vart við togarann að veiðum í land- helgi og. setti raenn um borð í hann. Skipstjórinn hafði fyrir- mæli þeirra að engu, heldur hélt til hafs. Niels Ebbesen veitti hon- eftirför og skaut nokkrum skotum að honum, en brezk her- skip komu honum til hjálpar og fylgdu honum í brezka höfn. Til starfa í sveitum á komandi sumri, ráðum við karlmenn og konur til almennra bústarfa, og til ráðskonu-hlutverka. — Fjölskyldufólk getur komið til greina á vissum stöðum. — Unglinga yngri en 12 ára getum við ekki vistað. — Viðtals- tími kl. 9 til 12 og 1 til 5, nema laugardaga kl. 9 til 12. Ráðningarstofa landbúnaðarins Búnaðarfélagshúsinu. Stjórnir Danmerkur og Bret- lands urðu eftir no-kkurt þóf ásáttar um að skjóta málinu til alþjóðadómstóísins og vítti hann Dani fyrir að hafa s-kotið föst-, ,um skotum að togaranum. Séra Johan Nielsen spurði í ræðu á þingi, hvernig þá ætti að handsama landhelgisbrjóta. Eigum við kannski að festa myndir af hálfstípuðum stelpum upp á borðstokkinn og vona að landhe’gisbrjótarnir komi þá af sjálfum sér eða eigum við kannski að veiða þá í snörur? spurði hann. Dómstóllinn hafði tekið rnark á þeim framburði skipstjórans á Red Crusader að hann hefði alls ekki \ærið að veiðum, iþótt hann hefði verið í landhelgi. — Þétta er sannast sagna hlægilegt, sagði hi.nn færeyski þingmaður. Þegar við hinir höfum línuna, netin eða önnur veiðarfæri úti, iþá er þa§> af því við erum' að fiska en ek-ki að spila biljarð. Tapað fundið Tobaksponta úr silfri fannst á götu í gær. Réttur eigandi vitji hennar á auglýsingaskrif- stofu Þjóðviljans gegn greiðslu þessarar auglýsingar. Föstudagur 27, apríl 1962 — ÞJÓÐVILJINN —* j[|j|

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.