Þjóðviljinn - 27.04.1962, Side 12
Frá ráðsteínu íslenzkra verkíræðinga:
Orkan ekki þýðingarmest
I erindi um orkunotkun og
þjóðhag eftir Gunnar Böðvars-
son, sem flutt var á ráðstefnu
verkfræðinga í gærdag, komu
fram mjög athyglisverðar upp-
lýsingar um iþátt orku í iðn-
aði, en því hefur löngum ver-
ið haldið fram, að hin ódýra
orka hér á landi væri grund-
völlur undir stóriðju. Um
þetta segir Gunnar m.a. í er-
indi sínu:
„Kostnaður hreyfiorku í há-
þróuðum iðnaði er tiltölulega
mjög lítill liður í heildar-
kostnaði. Það má því full-
yrða, að verðlag og framboð
innlendrar hreyfiorku hafi lítil
eða hverfandi áhrif á iðnaðar-
staðal. Þannig reka Danir og
Hollendingar háþróaðan iðnað,
enda þótt lönd þeirra séu
snauð af orkulindum. Hins
vegar hafa Norðmenn gnægð
ódýrrar innlendrar hreyfiorku,
en ekki verður fultyrt, að iðn-
aðarstaðall þeirra sé hærri en
Dana og Hollendinga. Segja
má, að háþróaður iðnaður
byggist fyrst og fremst á við-
skiptaaðstæðum og tækni-
kunnáttu iðnaðarmanna og
verkfræðinga.
Hér á landi hefur því oft
verið haldið á lofti, að ódýr
raforka gæti aukið ýmsan
minni háttar iðnað og bætt at-
vinnuskilyrði. En staðreynd er,
að önnur atriði eru þýðingar-
meiri en orkan.“
Síðan ræðir Gunnar um
stofnfjárþörf iðngreina og fyr-
irtækja og nefnir athyglisvert
dæmi. Annars vegar, að al-
úmíníumverksmiðja, sem
byggja myndi á virkjun Þjórs-
ár við BúrfelJ og rætt er um
að notiaði 80 MW (MW=1000
kwh) og framleiddi 40000 lest-
ir á ári, myndi kosta 2500
millj. króna virkjun og
vinnsluver en ársvinnslan
nema um 850 millj. króna.
Heildarkaupverð 5 DC-6B
flugvéla Loftleiða er hins veg-
ar aðeins um 150 millj. kr.
en áætlaðar árstekjur 1962
400—500 millj. króna. „Annars
vegar er háþróað samgöngu-
fyrirtæki, sem byggir á tækni-
menntun og framtaki, en
stofnfé er óverulegt. Hins
vegar er mjög stofnfjárþungt
fyrirtæki, sem íslendingar
munu ekki ráða við að koma
upp af eigin rammleik,“ seg-
ir Gunnar.
Og enn heldur Gunnar á-
fram:
„Eins og málum er nú hátt-
að er augljóst, að Islendingar
geta ekki tekið að sér upp-
byggingu stóriðnaðar. Og þótt
nokkuð fjármagn væri fyrir
hendi verður að spyrja, hvort
þes-si stofnfjárþungu fyrirtæki
væru eðlilegur liður í íslenzku
athafnalífi. Uppbygging stór-
iðnaðar á Islandi verður að
verulegu leyti að vera í hönd-
um útlendinga, a.im.k. um sinn.
Við þessar aðstæður getur
hann ekki orðið nein megin-
stoð athafnalífs landsmanna.
Slíkan iðnað, eða öllu heldur
þær orkulindir, sem hann
byggir á, yrði frekar að telja
til landshlunninda en til þýð-
ingarmeiri þátta athafnaiífs-
ins. Að minnsta kosti fyrst um
sinn verða íslendingar að
byggja búskap sinn á annarri
stoð.
Við uppbyggingu athafnalífs
framtíðarinnar virðast Islend-
inguim frekar nauðsyn að
fylgja almennri tækniþróun
og byggja fyrst og fremst á
eigin tækniþekkingu og getu.
Leita ber að stofnfjárléttum
atvinnu- og þjónustugreinum
og stuðla sem bezt að fram-
vindu þeirra með rannsóknum
og þjálfun."
pJÓÐVIUINII
Föstudagur 27. apríl 1962 — 27. árgangur — 93. tölublað
Buenos Aires 26/4 — Jose Guido Argentínuforseti tók
sér í nótt alræðisvald fyrir tilstuðlan hersins. Guido tók
við forsetaembættinu fyrir fáeinum vikum eftir að herinn
hafði hrifsað völdin í landinu.
Guido gaf út yfirlýsingu um
einræðisvald sitt, og segir þar m.
b. að kosningamar til þjóðþings-
ins, sem fram fóru 18. marz, séu
gerðar ógildar með lagaboði. I
þeim kosningum unnu perónist-
ar mikinn sigur. Einnig er lýst
yfir þv£ að forsetakosningamar
verði ekki látnar fara fram fyrr
en 27 október á næsta ári. Per-
ónistum er bannað að taka við
þeim ríkisstjóraembættum, sem
þeir voru kosnir til. Þjóðþing-
ið verður leyst upp og herinn
ræður lögum og lofum í landinu.
Mikil ólga er nú í Argentínu,
einkum í Buenos Aires, en ekki
ISAFIRÐI — Nýlega opnaði
kaupfélgið hér á Isafirði nýinn-
réttaða vefnaðarvöru- og skó-
verzlun. Verzlunin er í sömu
búsakynnum og áður, en þeim
hefur verið gjörbreytt og færð
í nýtízku snið.
hefur komið til neinna átaka
ennþá. Lögreglan hefur ráðist
inn í skrifstofur perónista og
lokað þeim víðast hvar.
f þirtgkosningunum fengu per-
ónistar um 30 prósent atkvæða
og 47 þingmenn. Auk þess unnu
þeir meirihluta og fengu ríkis-
stjóra kosna í nokkrum fylkjum,
m.a. í Buenos Aires-fylkí.
Fjöldi þingmanna hefur opin-
beí-lega mótmælt einræði hers-
ins, og valdbeitingu Guidos, sem
þeir segja að herinn noti sem
lepp að vild sinni. Andúðin gegn
'einræði Guidos og hersins er
sögð mjög almenn og fari vax-
andi.
Framboð Alþýðubandalags-
ins í Keflavík, Akranesi, Sel-
ffarnarnesi og Seyðisfirði
Hernaðareinrœði er
komið ó í Argentínu
Stuðningskonur Alþýðu-
bandalagsins: Munið fund
Kvenfélags sósíalista í kvöld
★ Fundtír Kvenfélags sósíalista um borgarmálastefnuskrá Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík hefst kl. 8,30 í kvöld í Tjarnargötu 20.
Frummælendur verða: Guðmundur Vigfússon borgarráðs-
maður og Alfreð Gíslason Iæknir,
ir Félagskonur eru hvattar til að sækja fundinn og taka með
sér gesti, en aðgangur er heimill öllum stuðttingskonum Alþýðu-
bandalagsins.
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins við bæjarstjórnarkosn-
ingarnar í Kefiavík 27. maí er
þannig skipaður:
1. Kr.'stinn Revr Pétursson,
bóksali
2. Gisli Þorsteinsson, verkam.
3. Karl Sigurbergsson, skipstj.
4. Magnús Bergmann, skipstj.
5. Ágúst Jóhannesson, verkam.
6. Hafsteinn Ólafsson, húsa-
smiður
7. Guðmundur Guðnason, verka.
maður
8. Ólafur Sigurðsson, sjómaður
9. Haukur S. Bergmann, skip-
stjór;
10. Baldur Sigurbergsson, skipa-
sm’ður
11. Alexander Jóhannesson, sjó-
maður
12. Einar Franz Ingólfsson,
verkamaður
13. Gunnlaugur Jóhannesson,
sjómaður
14. Sigurður M. Brynjólfsson.
verkamaður.
Listi Alþýðubandalagsins við
bæjarstjórnarkosningarnar á
Akranesi er þannig skipaður:
1. Sigurður Guðmundsson, hús-
gagnasmiður
2. Ársæll Valdimarsson, bif-
reiðastjóri
3. Halldór Bachmann húsa-
smíðameistari
4. Brynjólfur Vilhjálmsson vél-
virki
5. Árn; Daníelsson, verkamaður
6. Jón Z. Sigurðsson verkam.
7. Unnur Leifsdóttir, húsfreyja
8. Gunnar Bjarnason, verkam.
9. Knútur Gunnarsson, hús-
gagnabólstrari
10. Hafsteínn Sigurbjörnsso.n,
.iðnnemi
11. Guðmundur Pálmason, sjóm.
12. Þórður Valdimarsson, bif-
reiðastjóri
13. Hafliði Stefánsson, verkam.
14. Árni Ingimundarson; húsa-
smiður
15. Gunnlaugur Bogason, sjó-
maður
16. Einar Kristjánsson, sióm.
17. Páll Jóhannsson iðnnemi
18. Ásgrímur Sigurðsson, verka-
maður.
Framboðslisti Alþýðubanda-
lagsins til hreppsnefndarkosn-
inga á Seltjarnarnesi er skipað-
ur þegsu fólki:
1. Konráð Gíslason, kompása-
smiður
2. Auður Sigurðardóttir, húsfrú
3. Styrkár Sveinbjarnarson,
prentar;
4. Tómas Einarsson, efnarann-
sóknamaður
5. Hjálmar Helgason, sjómaður
6. Stefán Jónsson, verkamaður
7. Sigurður Benediktsson, múr-
ari
8. Sveinn Vigfússon, verka-
maður
9. Magnús Norðdahl, múrari
10. Valur Sólmundsson, hús-
gagnasmiður.
Til Sýslunefndar;
Styrkár Sveinbjarnarson og Kon-
ráð Gíslason.
Lagður hefur verið*-fram listi '
Alþýðubandalagsins við bæjar- :
stjórnarkosningarnar á Seyðis-
firði og er hann skipaður eftir-
töldum 9 mönnum:
1. Steinn Stefánsson, skólastjóri '
2. Gísli Sigurðsson, skrifstofu-
maður
3. Sigmar Friðriksson, bakara-
meistari
4. Sveinbjörn Hjálmarsson,
verkamaður
5. Ragnar Nikulásson, múrara-
meistari
6. Hjálmar Níelsson, vélvirki
7. Emil Bjarnason, sjómaður
8. Margrét Þorsteinsdóttir,
verkakona
9. Einar H. Guðjónsson, ver'ka-
maður.
AFMÆLISHAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS
• ÞÁ KEMUR árangurinn
eftir fyrsta daginn, en hann
varð 2% að markinu.
• ÍMSIR HAFA brugðið
fljótt og vel við. Sem dæmi
má nefna Þórð Jónsson, Sam-
túni 30. Um leið og hann
greiddi 4 heimsenda miða bað
hann um einn I viðbót. „Það
er ekki hægt að hafa þá 39“,
sagði kona hans, Jóhanna
Benediktsdóttir, til skýringar,
því að þetta var fertugasti
miðinn sem þau kaupa. Hafi
þau sómahjón þökk fyrir sinn
rausnarskap og erum við sér-
staklega ánægðir að geta sagt
frá því um leið, að um dag-
inn fengu þau aukavinning.
• NC ERU aðeins 10 dag-
ar eftir tii 6. maí. Þá verður
dregið um 2 volkswagenbíla
að verðmæti 1/4 milljón kr.
• MUNIÐ 300 aukavinning-
ana sem enn eru eftir. Komið
í skrifstofuna og gerið skil, en
hún er opin frá kl. 10—7.
Afmælishappdrætti
Þjóðviljans,
Þórsgötu 1, sími 2 23 96.