Þjóðviljinn - 22.05.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.05.1962, Blaðsíða 4
og íslenzkra togarasjómanna Vefrarver- tiB er lokiS Vetrarvertíð á því herrans ári 1962 er að baki. Þó ennþá séu ekki komnar lokatölur um aflann á vertíðinni, iþá er hægt að fullyrða að afli vél- bátaílotans hafi orðið í góðu meðallagi, iþó hann sé ihins- vegar nokkuð misjafn eftir verstöðvum. Síldveiðarnar hér sunnan- lands hafa svo að segja verið samfelldar í allan vetur, og aflamagn oft mikið, og það sem af er vori, er þar ekkert lát á síldarafla. Hinsvegar hefur iþað komið átakanlega i ljós nú í vor, hve menn eru hér vanbúnir til hagnýt- ingar á þessum dý'rmæta afla. Svo rammt hefur kveðjð að þessu nú, að ekki hafa einu sinni verið fyrir' hendi úr- ræði til að hagnýta síldina til mjölvinnslu hér innanlands, heldur: hefur orðið að selja bræðslusíld til Noregs. Síld- arverksmiðja í Kristjánssandi hefur keypt hér síld fyrir ■hærra verð en verksmiðjur hér við Faxaflóa treysta sér til að greiða. Og Síldarverk- smiðjur ríkisins á Norður- landi telja útilokað að kaupa fyrir gangverð, ef þær þurfa að flytja síldina á eigin kostnað norður. Það hljóta allir skynibornir menn að sjá að hér eru ein- hverjir maðkar í mysunni. Og um það er tómt mál að tala, að skjóta sér bakvið þá full- yrðingu að Norðmenn geti þetta sökum þess að þeir fái verðuppbætur á síldina frá norska ríkinu. Þetta er rangt, því norska ríkið greiðir að- eins uppbætur á síld sem veidd er af norskum skipum. En iþetta mál er ekkert nýlt fyrir mig, og rakti ég talsvert hér í þættinum gang þessara mála í fyrrasumar meðan sfldveiðar stóðu yfir fyrir Norðurlandi. Það voru ekki verðuppbæturnar frá ríkinu, sem gerðu stærsta mismuninn á verðinu þá, heldur sú stað- reynd að íslenzkar síldarverk- smiðjur voru ekki samkeppn- isfærar gagnvart þeim norsku. Þvi liggja togararnir? íslenzku togararnir liggja allir með tölu, aðgerðalausir í höfnum, sökum þess að há- setar hafa farið fram á bætt launakjör. Þetta er dálítið sérstætt í útgerðarsögu ís- lendinga, að því leyti að þetta mun vera í fyrsta skipti sem togaraflotinn er bundinn við land yfir bezta tímann á vetrarvertíð, og út alla ver- tíðina. Hitt mun svo hafa. við rök að styðjast, að togar- arnir margir hverjir hafa ver- ið reknir með tapi um nokk- urt skeið, sökum þess hve illa hefur verið að útgerðinni búið, með lágu hráefnisverði á heimamarkaði, ásamt upp- sprengdu verði á útgerðar- vörum, og okurvöxtum af rekstrarlánum, ásamt láns- fjárkreppu, sem gert hefur útgerðinni reksturinn erfiðari á köflum heldur en efnf stóðu til. Og á iþessu virðist ekki vera neitt lát nema síður sé. OÞað er mjög erfitt að fá ör- uggar heimildir um meðal- tekjur togaraháseta á sl. ári, þar sem engin opinber stofn- un hefur það hlutverk að reikna út árstekjur starfs- stétta í hinu íslenzka þjóðfé- lagi. Hinsvegar hef ég séð launareikninga nokkurra tog- ara yfir árskaup háseta, og séð, þá er hér ekki aðeins um hagsmunamál togarasjómanna einna að ræða, heldur engu síður hagsmunamál útgerð- anna, því aðeins með mikið bættum launakjörum verður hægt að manna skipin úr- vals sjómönnum í framtíð- inni, en það er eitt mikilvæg- asta skilyrðið fyrir hagkvæm- um togararekstri. Og þar sem sú staðreynd blasir við á næsta leiti, að togarasjómenn nágrannaþjóða bera meira úr býtum heldur en íslenzkir togarasjómenn, þá ætti öllum að vera ljóst að það er ekki kaup togaraháseta sem sett hefur íslenzka togaraútgerð niður í öldudal, heldur eru önnur öfl þar að verki, og sem oft eru gjöful. Þó hef ég sannfrétt að afli norskra tog- ara var ekki hlufallslega meiri en íslenzkra togara á sl. ári nema síður sé, þó út- gerðin virðist hafa gengið betur, þrátt fyrir hærri launa- kjör togaraháseta. En í því efni hygg ég að mest hafi ráðið mikið ihærra hráefnis- verð og minni útgerðarkostn- aður, betri lánskjör og lægri vextir af rekstrarlánum. Hér koma staSreyndir Síðan verkfall hófst hér á togaraflotanum, hafa ýmsir • Meðaltekjur háseta á norskum togurum sem leggja all- an afla upp til vinnslu heima, voru síðasta ár meiri en hæstu hátekjur á íslenzkum togurum sem seldu mikið af aflanúm á metmarkaði erlendis. * % gefur það nokkra hugmynd um launakjörln í heild. Það árskaup' háseta sem ég hef séð hefur verið frá 75 þús. krónum og uppí 111 þús. og fjögur hundruð krónur (að- eins á einu skipi). Og svo víðsvegar þarna á milli. Á nokkrum skipum ihefur árs- kaup t.d. verið á'milli 80 og 90 þús. krónur. Úthaldsdagar þessara togara hafa verið frá 324 dögum upp í 365 daga. Nú kann einhver að hugsa, sem ekki hefur bekkingu á togarasjómennsku, að þetta séu allsæmileg kjör miðað við ýmsa aðra vinnu. Þessa menn vil ég upplýsa um, að þetta árskaup togaraháseta er • miðað við 12 klukkustunda vinnu á sólarhring jafnt helga daga sem virka allan ársins hring. Þá má einnig minna á að þessi vinna er oft af hendi leyst við erfiðustu aðstæður í allskonar veðrum. Já, en togarasjómenn hafa líka frítt fæði þessu til við- bótar, hef ég heyrt menn segja. Já, það er alveg rétt. Hin tíðu mannaskipti á tog- urunum á síðustu árum sanna hinsvegar, að þessi launakjör eru ekki eftirsóknarverð, því svo tíð hafa oft mannaskipt- in verið að til vandræða hef- ur horft. En svo kemur allmikill frá- dráttur frá árskaupinu hjá hásetum, sem nemur á mann mörgum þúsundum króna á ári í hlífðarfötum, vinnuvett- lingum, stígvélum og öðrum nauðsynlegum útbúnaði. Sannleikurinn er nefnilega sá, að engin vinna er jafn kostn- aðarfrek á þessa hluti sem togarasj ómennska. Að ' öllu þessu athuguðu verður að slá því föstu, að launakjör togaraháseta þurfa að batna, og verða að hækka talsvert frá því sem nú er. Og frá mínum bæjardyrum gegn þeim þarf að snúast til að. leysa vandann. NorSmenn tekjuhœrri Þrátt fyri það, að íslend- ingar hafa meira en hálfrar aldar reynslu í togaraútgerð, en Norðmenn eru í þeim efn- um algjörir nýgræðingar, þar sem togaraútgerð hófst í Noregi fyrir örfáum árum, er staðreyndin samt sú að norsk- ir togarahásetar höfðu hærri árslaun árið 1961 heldur en íslenzkir stéttarbræður þeirra. Eg ihef áður í þessum þátt- um sagt nokkuð frá hinum mjög svo hagstæða rekstri nýju, litlu skuttogaranna norsku. Þar munu norskir tog- arahásetar hafa náð hæsta árskaupi á sl. ári, eftir því sem ég hef haft fregnir um. En ég mun í þessum saman- d miða við þessi heldur upplýsa um árs- kaup togaraháseta hjá stærsta togaraútgerðarfyrirtæki Nor- egs sem heldur til veiða 15 síðutogurum, og sem eingöngu lögðu aflann á land í heima- höfn til vinnslu. Hammerfest er einn af nyrstu fiskibæjum Noregs. Þaðan eru flutningar langir á alla fiskmarkaði nema ef selt er til Rússlands og skip- að á land í hafnarborginni Múrmansk. Á alla aðra freð- fiskmarkaði eru flutningaleið- ir mikið lengri heldur en héð- an frá íslandi til sömu staða. En Norður-Noregur hefur hinsvegar frá hendi móður náttúru mörg sömu skilyrði og ísland, að þaðan megi halda út flota á fiskimið togarahásetar komið að máli við mig, og beðið mig að út- vega upplýsingar urn launa- kjör á norskum togurum. Út af þessu sneri ég mér beint til framkvæmdastjóra stærsta norska togarafélagsins sem er Findus A/S í Hammerfest og bað um upplýsingar, jafnhliða því sem ég greindi tilefnið. Ég fékk svár eftir hálfan mán- uð, þar sem framkvæmda- stjórinn sagði að sér væri sönn ánægja að því að veita mér umbeðnar upplýsingar, ásamt glöggum svörum við því sem spurt var um. Fyrir þetta vil ég flytja fram- kvæmdastjóranum mínar beztu þakkir. Það sem hér fer á eftir eru heimildir frá framkvæmdastjóranum, svo það fer ekkert á milli mála að upplýsingarnar eru réttar, því þær eru komnar frá fyrstu hendi án milliliða. Upplýsingar frá Findus Findus í Hammerfest gerir út til fiskveiða 15 togara og auk togaranna leggja upp nokkrir línuveiðarar hjá fyr- irtækinu. Þarna er starfrækt eitt stærsta og fullkomnasta frystihús á Norðurlöndum. Afköst frystitækjanna eru eftir því sem forstjórinn upp- lýsir 70 smálestir af flökum á dag. Áætlun fyrirtækisins fyrir árið í ár er um, vinnslu úr 20.000 smálestum, og er þá miðað við hausaðan og slægðan fisk. Laun togaraháseta og neta- manna eru samningsbundin milli fyrirtækisins og sjó- mannasamtakanna og eru á ísfiskveiðum 27% af afla sem skiptist í 18 staði. (Á norskum fiskiskipum skiptist hlutur aðeins á milli manna sem vinna á þilfari). Netamenn hafa frítt fæði, en hásetar greiða sjálfir sitt fæði, og var fæðiskostnaður á dag á mann á sl. ári kr. 8,50 norsk- ar hjá Findus. Hásetahlutur á aflahæsta togaranum var árið 1961 23.500 norskar krónur, en meðal hlutur hinsvegar á öll- um togurunum 21.500 norsk- ar krónur. Þetta verður í ís- lenzkum krónum samkvæmt skráðu gengi 141.564,00 og 129.516,00. Frá þessum upp- hæðum ■ er svo eftir að draga fæði hjá hásetum til að fá .rétta útkomu samanborið- við íslenzkar ,-árstekjur hjá tog-, arahásetum. Sé miðað við 350 úthaldsdaga verður fæðis- kostnaður á mann í íslenzk- um krónum 17.885. (En þessí úthaldsdaga fjöldi er líklega alltof hár. miðað við árið 1960 sem ég hef séð tölur um. Og frádráttur á fæðispening- um þar af leiðandi of mikill. Hreinar árstekjur verð.a þá , að frádregnu fæði sé miðað við 350 daga. Á hæsta Find- us togaranum kr. 123.679,00 og meðaltekjur ,á öllum Find- ustogurunum kr. 111.631,00 íslenzkar. Við þetta segir svo fram- kvæmdastjórinn að bætisi nokkur upphæð, eftirvinnu- kaup. En hann nefnir ekki hvað sú upphæð hafi orðið há á mann árið 1961. Ennfremur fá netamenn aukagreiðslu til viðbótar ihlutnum og fríu fæði. en framkvæmdastjórinn upplýsir ekki hvað þær greiðslur hafa numið hárri upphæð á árinu 1961. Að síðustu segir fram- kvæmdastjórinn áð aðsókn að hásetaplássum hjá Findus sé góð, nema þá helzt á tíma- bilinu júní—september, en á því tímabili taka margir tog- arasjómenn sér frí. Óliku saman oð jafna Það ber svo að hafa í huga, að árstekjur íslenzkra togara- manna 1961 hefðu orðið mikið lægri en raun varð á, ef tog- ararnir hefðu landað öllum afla sínum hér heima og fengið gildandi verð hér til vinnslu. Sannleikurinn er. nefnilega sá ,að aflasölur .éin'- stakra skipa á sl. hausti í Englandi og Þýzkalandl, þeg- ar fiskskortur var á mörkuð- unum þar, lyfta árstekjum háseta á þessum skipum það mikið upp, að þær verða á engan hátt sambærilegar við það, sem orðið hefði, ef skip- in hefðu lagt aflann hér á land til vinnslu. Hinsvegar Framhald á 14. síðu. \ <» ) <» \ \ \ \ FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld '$) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagurinn 22. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.