Þjóðviljinn - 22.05.1962, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.05.1962, Blaðsíða 14
Till&ga Alþýðubandalagsins í borgarstjórn: íhaldið og Magnús XI. vísuðu tiilögunni írá Alfreö Gíslason flutíi á síðasta fundi borgarstjórnar tillögu um að „gerðar verði í tíma sérstakar ráðstai'anir til að útvega Reykja- víkurbörnum sumardvöl í sveit á komandi sumri.“ „Auður vor aJIí,a“ yarð til J),ess að mæla gegn tillögunni serii Fiskimál Framhaid aí 4. .síðu eru árstekjur togaraháseta hjá Findus sem nefndar eru hér að frainan fengnar meö ‘'að! togarhir lán'dá 611- • um ' ársáflánum í heimáhö’fii ' til viníislu. Þessu mega menn ekki gleyma þegar borið er saman. HvaS er að hjá okkur? í þættinum hér að framan hef ég reynt að gefa dálitla fnnsýn í árstekjur íslenzkra og norskra togarasjómanna. Ég hef í höndum tölur yfir árskaup íslenzkra togarahá- Seta allt niður undir ikr. 50 þús., en þá hefur ekki verið um heils árs úthald að ræða. svo ég sleppti þeim tölum úr upptalningunni hér að fram- an. Þá hef ég líka vitneskju um, að árstekjur á litlu skut- togurunum norsku eru mikið hærri en á þeim norsku tog- urum sem ég hef vitnað til. Mundu meðaltekjur norskra togaraháseta stórum hækka ef skuttogararnir væru teknir með. Hinsvegar tel ég- vel sambærilegt að bera saman íslenzka og norska síðutogara. Þá er rétt að það komi fram, að flestir togararnir sem Findus heldur úti eru með gufuvélum. Skýrslan frá Findus, yfir árstekjur norskra togarahá- seta hjá félaginu sannar, að það er hægt að leggja aflann á land til vinnslu þó afla- magn hjá skipunum sé ekki meira en verið hefur á s.l. tveimur árum, og veita þó sjómönnunum lífvænlegar tekjur. Þó er vitað að kaup við fiskvinnsluna í landi er talsvert hærra í Noregi held- ur en hér, svo ekki byggjast hærri árslaun norskra togara- háseta á lægri vinnslukostn- aði í landi. Það sem þarf að gera, er að veita íslenzkri togaraútgerð svipuð rekstrar- skilyrði og þeirri norsku. En þá verður líka að gera þá kröfu jafnframt að íslenzkir sjómehn béri ekki minna úr býtum heldur en stéttarbræð- ur þeirra í Noregi. og að verkafólk sem að vinnslunni vinnur hafi sambærileg kjör við norskt verkafólk. Þetta á að vera hægt þegar um samskonar framleiðslu er að ræða, sem seld er á sömu mörkuðum. „óþarfa“ og samþykkti íhaldið — og Magnús XI. að vísa tillögu Alfreðs frá. Tillaga Alfreös var svohljóð- andi. „Borgarstjórnin te’iir,. pauð- sjp. til þfis^ beijfy a,ð gcrð^r ayeir^r í tíma sérstakar ráðstafanir, tíl að útvega Reykjavíkurbörnuin sumardvöl í sveit á komandi sumri. í þessu skyni telur borgar- stjórnin hvort tvcggja nauðsyn- legt, að auka aðstöðu til sumar- dvalar þeirra aldurflokka barna, er Rauði Kross fslands og Vor- boðinn hafa með höndum, en gcta ekki fullnægt, og að skapa möguleika til sumardvalar barna á aldrinum 7—11 ára. Telur borgarstjórnin vel koma tii greina að hafa samvinnu við ofangreinda aðila um lausn máls- ins og rekstur sumardvalarstarf- scminnar. Borgárstjórnin felur borgár- ráði og borgarstjóra.framkvæmd- ir í þessu efni 6g heimilar að tekið verði á leigu nauðsynlegt húsnæði, t.d. heimavistarskólar úti á landi, ef fáanlegir eru. Þá heimilar borgarstjórnin einnig nauðsynlegar greiðslur úr borg- arsjóði til þess að auðvelda tekjulágum og barnmörgum fjöl- skyldum afnot sumardvalarinn- ar“. Alfreð kvað þessa tillögu sína ekki nýmæli, svipaðar tillögur hefðu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins flutt á hverju vori. Þörf- in fyrir sérstakar ráðstafanir hefði þó aldrei verið jafnbrýn og Nýir hjólbarðar á fólks- og vörubíla af öll- um stærðum f nylon og rayon CONTlNENTAIi FIRESTONE ENGLEBERT BARUM o« fleiri íegundir. Sendum um allt land. Gúmmí- vinnustofan h.f. Skipbolti 35, Reykjavík Sími 18955. félogslíf Gagnfræðingar 1947 frá GA. Munið fagnaðinn í Silfurtunglinu n.k. fimmtudag klukkan 21.00. nú, bæði vegna sívaxandi barna- fjölda í bænum og aukinna ’ erf- iðleika á að koma börnum til sumardvalar í sveitum landsins. Ég tel, sagði Alfreð, að bær- ínnr.öigr- að’styrkja mannúðarfé- tóg sem ád! þéssú ' Vinnaj en auk þéSS jþarf 'Reykjavíkurborg að takast sjálf á hendur slíka starf- semi. Auður Auðuns varð fyrir svör- um af hálfu íhaldsins. Kvað hún 9—10 félagasamtök hafa unnið að þessum málum undanfarið og ekki væri vitað hve þau mundu auka starfsemi sína mikið í sum- ar, en gaf í skyn að þau myndu fullnægja "eftirspurn. Árið 1960 hefðu 1900 börn komizt í sveit. Auður varð margorð um kostn- aðinn sem væri því samfara að koma börnum í sveit og sagði: „Ég tel ekki tímabært, meðan ckki er viðað nema eftirspurn- inni verði fullnægt, áð slá því föstu að ráðast í þarin tilkostn- að“, Iágði húri til ,að vísa tillögu Alfreðs til borgarráðs og fela borgarstjóra áð fylgjast fheð þessu ’máli. Alfreð Gíslason kvaðst ekki véfengja !þá tölu er Auður nefndi — að árið 1960 hefði 1900 börn komizt í sveit, en það segir ekki allt, sagði Alfreð. Sum þeirra fengu aðeins skamma dvöl og sumardvöl í 1—2 vikur er raun- ar ekki nema nafnið eitt. Þótt ekki sé vitað um cftir- spurnina brcytir það engu um tillögu mína sagði Alfreð. Borg- arstjóri léti þegar í stað auglýsa almenningi að sækja um dvöl fyrir börn í sveit — þá fyrst yrði vitað um þörfina. Slík könnun væri upphafið á framkvæmd til- lögu minnar. Síðan þyrfti að kanna hjá mannúðarfélögum hve mörgum börnum þau gætu tekið á móti. Sýni það sig að eftirspurnin sé meiri en félögin anna tel ég það skyldu borgar- stjórnar Reykjavíkur að koma upp sinni eigin stofnun til að geta veitt sem flestum börnum sumardvöl í sveit. Auður Auðuns kvað fleiri börn en þessi 1900 á vegum mannúð- arfélaga hafa komizt í sveit, því allstór hópur í Reykjavík á sum- arbústaði, sagði hún. Andmælti hún eindregið að kannað væri hve margir vildu koma börnum sínum í sveit, slík auglýsing gæti orðið til þess að ekki væri hægt að fullnægja eftirspurninni, sagði hún. Betur gat hún vart túlkað þá sannfæringu sína að þörfinni væri ekki fullnægt. Ihaldssálirnar 10 og Magnús XI. réttu svo upp hendur með því að vísa tillögu Alfreðs til borgarráðs. Á að afhenda auðmönnum fyrirfceki Reykvíkinga? V0 Framhald af 1. síðu. haldi fýrir kröfuný vinstrimanna — því allur ' bæjarrekstur, hverju nafni sem hann nefnist, stríðir gegn stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Að undaníornu hafa einnig verlð háværar raddir um það innan Sjálfstæðisflokksins að einstaklingum skyldu afhent öll fyrirtæki borgarinnar. Hefur Eyjólfur Konráð Jónsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, haft for- ustu fyrir hessari sókn. Hefur hann lagt til að stofnuð verði svokölluð „almenningshlutafélög“ sem taki við þessum fyrirtækj- um, en með því fyrirkomulagi á að reyna að fá almenning til að leggja fram fé til kaupa á eignum borgarinnar, en síðan eiga einstakir gróðamenn að ráða lögum og lofum og hirða arðinn — e:ns og menn þekkja frá »,almenningshlutafélaginu“ Eimskipafélag íslands. Þefta áhugamál var rætt á fundi í Varðarfélaginu fyrir skömmu, og þar risu gróðamenn Sjálfstæðisflokksins upp einn af öðrum og lýstu því ,hvaða fyr- irtækjum þeir hefðu ágirnd á. f sambandi við þær viðræður lýsti Jóhannes Zoega, þáverandi framkvæmdastjóri Landssmiðj- unnar^ t;d. yfir' því að sjálfsagt værj að gera > hana að einkafyr- irtæki. Hann hefur síðan verið settur yfir hitaveifuna og hefur efiaust sömu viðhorf til hennar. Vitað er að innan Sjálfstæðis- flokksins hefur verið verulegur ágreiningur um þessa stefnu, ýmsir varkárari framámenn fiokksins hafa talið óskynsam- legt að eignir Reykvíkinga yrðu þannig afhentar einstökum fjár- plógsmönnum. Þessi ágreiningur var ein helzta ástæðan til þess hvernig hreinsað var til á fram- Vísað úr landi Framhaid af 16. síðu. vegna kaupa á tékkneskri flug- vél, en þeir Sigurður hafi verið kunnugir frá fyrrj árum er Stochl starfaði vð verzlunar- dejld tékkneska sendiráðsins ,í Reykjavík á árunum 1956—1961. Eru í vitnaieiðsium raktir fundir þeirra Sigurðar og Stochl, framburður Sigurðar sem um getur í fréttatilkynningu ráðu- neytisins, „og neitar kærði því að hafa beðið Sigurð um að afla nokkurra upplýsinga um gerð- ir og flugvélategundir varnar- iiðsins á Keflavíkurflugvelii, eða nokkuð slíkt hafi borizt í tal“, segir í endurritinu. í framhaidi rannsóknarinnar héldu bæði Sigurður og Stochl fast við framburð sinn, en dóms- máiaráðuneytið hefur nú sem fyrr segir visað Tékkanum taf- arlaust úr landi. I dag verður sextugur Sig- tryggur Björnsson bóndi á Seyðisfirði. boðslista Sjálfstæðisflokksins, Ilinum gætnari miirsinum var þar umsvifalaust vikið til hliðar, en gróðamennirnir röðuðu sér allt niður í neðstu sæti. Það voru einmitt Eyjólfur Konráð Jóns- son, Birgir Iíjaran og aðrir slík- ir sem stóðu fyrir þessari lneins- un, og' þeir virðast hafa haft það sjónarmið að gera vist á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins að einskonar aðgöngumiða að eigum bæjarbúa. Það er þannig full ástæða til að ætla að íhaldið hyggi á stór- felldar, breytingar, ef það tap- ar ekki fýlgi í kasningum á sunnudaginn, og að nsesta skref- ið eigi að verða það iað afhenda auðmönnunum opinskátt eignir þær sem þeir hafa misnotað í laumi í sína þágu á undanförn- um árum og áratugum. KRogFram Framhald af 13. síðu. hann gerði á sínum tíma. Jón Sigurðsson gerði margt skemmtilegt, og eins Sigurþór, en það var of lítið leikið á hann. Ellert ;má líka muna sinn fífil fegri. Framverðir KR voru beztu menn, liðsins og þá sér- staklega þeir Garðar og Sveinn, og í heild var vörnin betri helmingur liðsins. Þó var eins og sókn Fram ylli oft óró og svolitiu öryggisleysi í vörn KR. Framarar líflegri og hættulegri. Þrátt fyrir það að Fram tæk- ist ekki að skora í leiknum, er ekki að efa, að hið nýja „blóð“ í framlínu Fr^m, Þeir Ásgeir og Hallgrímur, hafa gért fram- línu liðsins í heild virkari og hættulegri. Ásgeir hefur ekki enn náð þeim hraða sem nauð- synlegur er, en hann kemur, það bætir hann riokkuð upp upp með leikni sinni. Hann hefur líka enn of mikla tilhneigingu til að vera þar sem knötturinn er og verður við það of „laus“ í leik sínum. Grétar er orðinn einn skársti miðherji okkar, er hreyfanlegur og vinnur mikið. Guðmundur fær ekki enn það út sem mað- ur hefur eiginlega alltaf verið að bíða eftir. Baldur Scheving er sambland af slöku og góðu, og virðist engin breyting á því, og á meðan verður hann ekki útherji af „klassa“. Það var nokkuð sameiginiegt hjá báðum, að vera seinir að átta sig á að senda knöttinn, og töpuðu þeir honum oft af þeím sökum. Stafar þetta mest af því að menn hafa ekki yfirsýn yfir leikstöðuna, og eins af hinu, að þeirýsem ekki eru með knöttinn hafa rétta skynjun á því hvað staðsetning er, og hvaða þýðingu hún hef- Ur fyrir þann sem er með knöttinn, og þá um leið fram- vindu samieiksins. Þetta stafar einnig af því, að leiknin er ekki í nógu góðu lagi, athyglin beinist um of að knettinum, glíman við hann er ekki ósjáifráð hreyfing, eins og það þyrfti að vera, þar sem aðalhugsunin (ef menn hugsa þá) ætti að beinast að sam- herjunum, stöðu þeirra og möguleikum til frekari áfram- halds í leik og sókn? Þetta er ef til vill höfuðljóð- úrinn á knattspyrnunni hér í dag. Dómari var Magnús Péturs- son og dæmdi vel. Frímann [£4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagurinn 22. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.