Þjóðviljinn - 03.06.1962, Síða 8
plðÐVILJINN
'Mwtazidl! IRaw«nlnciirfloKk«r alfcfff* - íóilnUitcfloknrlnn. - Rltotjórnri
■acnlli Klartansson (&&.). M&znús Torfl ólafsson. BlzurSur auSmundsaon. —
frittsrltstlórar: 1 rar E. Jónsson, Jón EJarnason. — Auglýslng&stjórl: QuSsslr
Mwnósson. — RltatJórn. afgretSsla, aczlýslngar, prsntsmiSJa: BkólavörBust. 1«.
nntl 17-500 (» Unnr). AskrlltarverB kr. 65.00 & mán - LausasöluverS kr S OC
Sj ómannadagur
J dag er hinn árlegi hátíðisdagur sjómanna og dags-
ins verður minnzt með venjulegum hætti hér í
Reyikjavík. Við munum fá að heyra mörg fögur orð
um gildi sjávarútvegsins fyrir 'þjóðaiheildina, og ekki
verður gleymt að ræða um hetjur hafsins, sjómennina
sem vinna erfiðustu og áhættusömustu störfin og afla
þeirra verðmæta sem eiga að hrökkva fyrir þorran-
um af innflutningi íslendinga. Við munum fá að heyra
rómantíska söngva og skrúðyrt þakkarávörp. En all-
ur sá 'hátíðleiki stingur óþyrmilega í stúf við hinn
kaldranalega veruleika þessa dags.
Á þessum sjómannadegi eru liðnir nær þrír mán-
uðir síðan stjórnarvöldunum þóknaðist að stöðva
allan togaraflota landsmanna, mikilvirkustu fram-
leiðslutæki þjóðarinnar. Fyrirsjáanlegt er að þjóðhags-
legt tap af þeirri stöðvun mun nema hundruðum millj-
óna ‘króna áður en lýkur. Og ástæðan til stöðvunarinn-
ar er sú að útgerðarmenn og stjómarvöld hafa neitað
að tryggja togarasjómönnum smávægilegar kjarabæt-
ur, en þeir eru miðað við vinnutíma launalægsta
stétt landsins. Og hinir háu herrar hafa ekki aðeins
neitað um sjálfsagðar kjarabætur; þeir hafa krafizt
þess að kjörin yrðu stórlega skert, að vökulögin væru
afnumin þannig að unnt væri að taka upp gamla
ofþrælkunarfyrirkomulagið.
í þessum sjómannadegi er einnig svo ástatt að út-
^ gerðarmenn og stjórnarvöld hóta því að stöðva
allar síldveiðar nema sjómenn fallist á að skerða
kjarasamninga sína. Röksemd þeirra virðist vera sú
að stærri bátar og aukin tækni megi ekki koma sjó-
mönnum að gagni, heldur skuli allur arður af bættum
vinnubrögðum renna óskertur til atvinnurekenda. Er
ekki annað sjá’anlegt en ráðamönnunum sé full alvara
með því að reyna að koma í veg fyrir síldveiðarnar
í sumar, því til enn frekari öryggis hafa þeir stöðvað
allar járnsmiðjur landsins og komið þannig vikum
saman í veg fyrir eðlilegar viðgerðir og óhjákvæmi-
legt viðhald á síldveiðiflotanum.
^ r J ' ■ '
Fjað hefur verið tryggt áð' ’a-fstaða sjómanna til
þessara vandamála setji ekki svip sinn á hátíðahöld
dagsins; þar talar enginn af þeim togarasjómönnum
sem hafa staðið í verkfalli í nærfellt þrjá mánuði, eng-
inn þeirra síldveiðisjómanna sem berjast nú gegn
kröfum um beinar kauplækkanir. I staðinn á Emil
Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra að flytia ræðu, sá
maður sem ber á því pólitíska ábyrgð að togaraflot-
inn er stöðvaður og hefur ekkj fundið nein úrræði til
að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir stórvirk-
ustu framleiðslutæki landsmanna. Ennfremur á að
tala Ingimar Einarsson, fulltrúi stórútgerðarmanna
þeirra sem vilja ræna togarasjómenn hvíldartíma og
síldveiðisjómenn umsömdum hlut. Og síðastur ræðu-
manna er Pétur Sigurðsson, sem tryggir sér
þeim mun meiri og margþættari metorð hjá stjórn-
arflokkunum sem fastar er sótt gegn réttindum cg
kjörum siómannastéttarinnar. En úti í Reykjavíkur-
höfn er brezka herskipið Russel, sem vasklegast gekk
fram í því að herskipum henr.ar hátignar Bretadrottn-
ihgar >að reyna að myrða íslenzka sjómenn.
Kað er útlátalaust að kalla íslenzka sjómenn hetjur
* hafsins og syngja um þá munklökkvasöngva milli
ræðuhaldanna. En hin raunverulega afstaða ’birtist í
því hvort menn vilja leyfa hetjum hafsins að sofa
og borga þeim sómasamlegt kaup fyrir áhæftusöm-
fustu og erfiðustu störf þjóðfélagsins. — m.:
• ; i" M ..... ........■■■■ .......•. ,........
Baldur Gudmundsson dengir ljá sinn.
Þau tu'ðindi gerðust í byrjun
s.l. vetrar að Baldur Guð-
mundsson bóndi á Þúfnavöllum
í Hörgárdal tók sér „sumarfrí“,
hið fyrsta síðan hann hóf þar
búskap 1918, og dvaldi hér í
Reykjavík s.l. vétur. Þó kunni
hann ekki við sig þegar líða
tók á vetur, nema fara í vinnu.
Og nú er hann kominn norður
í Hörgárdaf. Fyrir góðs manns
tilstuðlan bar fundum okkar
saman, en lítt raeddum við um
búskap og sjálfs sín búskap
vildi hann ekki að ég minnt-
ist á, en frá öðrum en honum
sjálfum fékk ég þá vitneskju
að aldrei hefði komið frá hon-
um nema I. fl. mjóik til sam-
lagsins á Akureyri, og segir
það nokkuð. — Föðurætt hans
er eyfirzk, móðuramma af
Höfðaströnd, móðurafi frá
Þverá í V-Hún.; verður það að
nægja ættvísum mönnum.
— Hvenær hófst þú búskap?
— Ég byrjaði að búa vorið
1918, en svo' hætti ég búskap
1929 cg flutti til Reykjavíkur.
Um sumarið var ég í kaupa-
vinnu, en um veturinn vann ég
Ihér hjá SÍS.
— Nú, þú hefur verið á hinni
grænu grein?
— Ég bjó hér á Grímsstaða-
holti og húsaleigan þar var 100
ikr. á mánuði en kaupið mitt
hjá SfS 150 kr.
— Og hafði dvölin hjá SÍS
Hann reyndi með öllum ráðum að kenna sveitungum sínum að
meta bækur Halldórs Laxness, en margir þeirra fengu víst aldrei
skilið hversvegna hann gæti lagt það á sig að lesa svo leiðinlegt og ó-
merkilegt kjaftæði, — þar til eitt haust að Kiljan var gerður nóbel
úti í Stokkhólmi.
„Sumir dá refjar í viðskiptum, „sniðugheit“ og svindl — þótt þeir
vilji ekki láta beita því við sjálfa sig. Svo kalla þeir svindlið, und-
irferlið og svikin dugnað og útsjónarsemi! — Ég hata enga meir en
svindlara“.
Svcar norðlenzks bónda sem eSskar llfið
þau áhrif á þig að gera þig að
kommúnista?,
— Ég fór að hugsa vegna
þess sem ég sá í kringum mig,
og síðan hef ég ailtaf fylgt
„byltingarlýðnum", en hef aldr-
ei verið í einum flökki. Það
var aöallega heimskreppan sem
sneri mér. Ég fór að hugsa um
hvernig á því stæði að fólk
skyldi verða að svelta vegna
þess að það var of mikið til af
mat. í þriðja lagi held ég að
þetta hafi verið meðfætt.
— Áttu við, að róttækni sé
meðfædd?
— Sumir eru fæddir kapítal-
istar, eða svo hefur mér íund-
izt af kynnum mínum af fólki.
Má benda á að systkin sem
alin eru upp við sömu skilyrði,
við sömu venjur á sama heim-
ili geta orðið andstæðingar í
þjóðfélagsskoðunum. Það eru
því ekki eingöngu utanaðkom-
andi áhrif sem verka þar á.
Sumir dá t.d,. refjar í við-
skiptum, „sniðugheit“ og svindl,
Iþótt þeir vilji ekki láta beita
því við sjálfa sig. Svo kalla
þeir svindlið, undirferlin og
svikin dugnað og útsjónarsemi!
og allskyns slíkum nöfnum. Ég
hata enga meir cn svindlara.
— Hvað kom til að þú varst
ekki kyrr hjá SlS?
— Ég fór næsta vor norður
aítur að búa og aðalástæðan
var að Björn sonur minn, sem
þá var 9 ára, vildi óvægur
komast norðúr aftur, hann gat
ekki hugsað sér að eiga heima
hér, — og í annan stað voru
engir atvinnumöguleikar hér á
þeim árum.
Svo berst spjallið að bóka-
lestri norður í HÖrgárdal.
—. Ég er einn 'áf mörgum að-
dáendum Kiljans, — þeir voru
ekki margir- í gamla daga. Ég
hygg að það hefðu ekki verið
margar bækur eftir Laxness í
bökasafninu okkar ef ég hefði
ekki gengið fram í að kaupa
þær . . . Ég var þá í stjórn
lestrarfélagsins heima, ásamt
tveim öðrum og komum við
okkur saman um hvaða bæk-
ur Skyldi kaupa. Þá var Kiljan
enn ungur. Annar þeirra fór til
Akureyrar og átti að kaupa m.
a. Sjálfstætt fólk eftir Kiljan.
.Þegar hann kom aftur vantaði
Sjálfstætt fólk. Ég spurði
hversvegna hann hefði hætt við
að kaupa hana. Ástæðan var sú
að hann hafði hitt einhvern
mann á Akureyri' er sagði hon-
um, að Sjálfstætt fólk væri sú
dómadagsvitleysa að það næði
ekki nokkurri átt að kaupa
hana. Næst þegar ég fór til Ak-
v.reyrar keypti ég bókina.
— Lásu þeir þá bækurnar ef
þær voru keyptar?
— Ég held að sumir hafi alls
eltki lesið bækur Kiljans, einn
henti Sölku Völku fram á gólf
þegar hann hafði lesið nokkr-
ar blaðsíður! Sumir lásu þær
raunar, en töldu þær svo ó-
merkilegar og leiðinlegar að
þær væru alls ekki lesandi.
Enga persónu þekktu þeir líka
Bjarti í Sumarhúsum! Bónda
þekkti ég þó í dalnum sem
var eftirmynd Bjarts að öllu
leyti nema hann vantaði að-
eins karlmennskuna hans.
.... Höll sumarlandsins nota
ég sem nokkurs konar handbók
heima; gríp hana alltaf þegar
liggur illa á mér — og les um
Pétur, þá kemst ég.í gott skap!
Seinustu kaflarnir í Fegurð
himinsins eru það dásamlegasta
sem .ég hef lesið.
Mér finnst bækur Laxness
verka, -á mig eins og tónverk.
Fyrst þegar ég les þær finnst
mér eitthvað kitlandi við að
lesa þær, þó ég grípi þær ekki
til full við fyrsta lestur, les ég
þær aftur og finn alltaf meira
'Og meira við hvern lestur —
alveg eins og í fallegu tónverki.
Þegar ég keypti Paradísar-
'heimt og sagði frá því á lestr-
arféiagsfundi spurði einn kunn-
ingi minn hversvegna ég keypti
svo dýra bók. Ég svaraði, að ég
hefði þegar lesið hana þrisvar
og þá kostaði lesturinn ekki
nema 100 kr., og væri það
miklu ódýrara en hjá honum
að kaupa reyfara fyrir 200 kr.
sem hann henti svo frá sér til
ilið, en bróðir minn lærði dá-
lítið að leika á það á Akureyri.
Hann fékk svo orgel heim rétt
fyrir jólin — ég man enn þegar
það kom. Sama kvöldið settist
hann svo við orgelið og ég varð
svo hugfanginn að ég stóð yfir
honum allan tímann.
— Og svo fórstu að spila
sjálfur?
— Bróðir minn kenndi mér
að þekkja nóturnar og svo fór
ég að spila sjálfur, og þegar ég
var 15 ára fór ég til Einars
Magnússcnar á Akureyri til að
læra hjá honurn,. Þegar *ég fór
til hans gat ég orðið spilað
léttari sálmalögin. Hjá Magnúsi
var ég tvo vetrartíma — annað
hef ég ekki lært í tónlist.
— Þú munt hafa reynt að
glæða tónlist í heimabygð
þinni.
— Já, ég hef verið að reyna
að halda uppi kirkjukór, en
það er strjálbýlt og fátt fólk,
— samt e'ru þar góðir söng-
kraftar ei.ns og annarsstaðar,
en það er erfitt að halda þessu
fulls eftir fyrsta lestur.
— Fékk ekki Kiljan uppreisn
æru eftir að hann varð fræg-
ur?
— Jú, eftir að hann fékk nó-
belsverðlaunin sljákkaði mikið
í andstæðingum hans. Hann er
meira lesinn nú en áður —
annars er mörgum voða lítið
um hann gefið enn.
Er mikið lesið í Hörgárdaln-
um?
— Já, mér mun óhætt að
segja að Hörgdælir séu bók-
elskir menn, þótt þeir væru á
móti Kiljan.
— Var það ekki fyrir íhalds-
semi?
— Bændur í Hörgárdal eru
ekki íhaldssamir heldur yfir-
leitt vinstri sinnaðir — og
mjög andvígir erlendri hersetu
á íslandi.
— Áttir þú aðgang að bókum
þegar þú varst ungur?
— Já, pabbi, sem bjó á
Þúfnavöllum frá 1892—1917 að
Einar bróðir minn tók við, var
afskaplega mikill bókamaður,
safnaði miklu af bókum og las
alltaf — las um ailt, en þó sér-
staklega sögu og ættfræði.
— Þú sagðir áðan, að bækur
Kiljans orkuðu á þig eins og
tónverk. Leikurðu kannski á
hjóðfæri?
— Já, ég leik dálítið á hljóð-
færi. Ég var ekki nema 8 ára
þegar hljóöfæri kom á heim-
BELGRAD — Edvard Kardelj, varaforseti Júgóslavíu,
hefur í þingræöu boðaö verulegar breytingar á stjórn
efnahagsmála landsins og gert ráð fyrir að auka afskipti
bæði sambandsstjórnarinnar í Belgrad cg stjórna hinna
einstöku lýðvelda af atvinnulífinu.
- I ræðu sinni lagði Kardelj á; komið hefðu í ljós á fram-
það áherziu að sigrast yrði á | kvæmd „sjálfstjómar" atvinnu-
þeim miklu erfiðleikum semllífsins á öllum sviðum. Með
þeirri sjálfstjórn er átt við at-
hafnafrelsi hvers einstaks fyrir-
tækis innan ákveðins ramma
sem því er sett af stofnunum
í'íkisins, en stjórn fyrirtækjanna
er í höndum verkamanna og
starfsmanna þeirra.
„Við höfum flýtt okkur svo að
koma á sjálfstjórarfyrirkomulag-
inu“, sagði Kardelj, „að við höf-
um vanrækt það hlutverk ríkis-
ins að hafa á hendi yfirstjórn
þjóðfélagsþróunarinnar og þessi
vanræksla hefur ýtt undir að
hver reyndi að skara eld að
Sinni köku og þannig grafið und-
an sjálfu fyrirkomulaginu“.
„Við gerðum okkur vonir um“,
hélt hann áfram, „að verka-
mannaráðin myndu geta- haft
sjálfstjórnina á hendi svo að vel
færi. En meginreglur fyrirkomu-
lagsins voru túlkaðar á mjög
mismu.nandi hátt og cft alveg
gagnstæðan. Það er því nauðsyn-
legt að stofnanir ríkisins hafi
framkvæmd skipulagsins í sínum
höndum, svo að try^gt sé, að
haldið sé réttri stefnu“.
„Við höfum ofmetnazt", sagði
hann ennfremur, ,.af hinum
mikla árangri sem við höfum
náð á undanförnum árum og talið
oklcur trú um að framsókn okkar
væri engin takmörk sett. Þeir
erfiðleikar sem við eigum nú við
að stríða ættu að vera okkur til
aðvörunar og kenna okkur að
miða allt okkar starf við þau
skilyrði, sem fyrri hendi eru“.
Þingið sam'þykkti að loknum
umræðum ýmsar breytingar á
Framhald á 14. síðu.
uppi þar sem unga fólkið fer
mikið burt á haustin, sérstak-
lega kvenfólkið.
— Hvaða söngvara dáir þú
mest?
— Stefán íslandí. og falleg-
astur þykir mér söngurinn á
ökuljóðunum, með Karlakór
Reykjavíkur og Ave María, eft-
ir Schubert.
— Þú sagðir áðan að Hörg-
dælir væri yfirleitt róttækir.
— Já. Mér er óhæ'tt að full-
yrða að sveitungar mínir eru
það vinstri sinnaðir, að þeir
vildu taka höndum saman við
verkalýðinn um stjám mála.
Það eru ekki. fleirj, en 2—3
menn sem eru' kapítalistar í
hugsunarhætti.
Verkalýðshatrið, sem var áð-
ur, er nú úr sögunn.’. menn
skilja að þeir eiga sam.leið með
verkamcnnum. Kaupavinna er
úi' sögunni, nú hafa þeir rakstr-
arvélar og útrýma öllu kven-
fólki (eins og það er þokka-
legt!) En Rússagrýlunni er ó-
spart haldið að þeim, og þeir
sem eru nógu heimskir gleypa
við henni.
— Telu.r þú slíka samvinnu
bænda cg verkamanna nauö-
synlega?
— Náttúi'lega tel ég nauðsyn-
legt að fólki.ð hefði þann þroska,
að vinnandi i’ólk í bæjum og
sve'tuni tæki höndum saman
móti auðvaldsskipulagi og auð-
söfnun á einsíakra manna
hendur.
— Hvað telur þú þurfa að
gera til að koma slíkri sam-
vinnu á?
— Maöur getur orðið undr-
andi á rckum sem gripið er til
gegn slíkri samvinnu. Eitt
hamlar rnest móti því að fólkið
taki höndum sáman: einstakir
menn innan vinstri flokkanna
setja öðrum skilyrði: Eí þú ert
ekki. svona eða svona þá vil ég
ekker't með þig haía! eins og
efirminnilegast var þegar Þjóð-
varnarflokkurinn sagði víð sós-
íalista: Ef við eigum að vinna
sarnan ,að bagsmunamálum ís-
Framhald á 14. síðu.
Þúfnavellir, bær Baldurs Guömundssonar, standa undir fjallinu, sem heitir Slembimúli, fjallið yzt
til vinstri: Grjótárfjall.
Úr Hörgárdal. Slembimúli og Þúfnavellir tii vinstri, hægra megin við múlann opnast Barárdalur, 15
km langur afréttur; þar sat Baldur hjá þegar hann var strákur únz Barði (sagnfræðingur) bróð-
ir hans túk við því starfi. Inni í dal þessum voru áður 2 bæir, Baugasel cg Fáeggsstaðir, og
er annar í byggð ennþá. Þar sér ekki sól nær hálft árið. á
g) — ÞJÓÐVILJINN — Stumudagur 3. júni 1902
Sunnudagur 3. júní 1962 — ÞJÓÐVILJINN