Þjóðviljinn - 06.06.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.06.1962, Blaðsíða 6
Úrslitin geta ekki ógilt lögmœta kosningu í heild er úrskurður Félags- málaráðuneytisins sem ógildir endurtekningarkosningu toæj- arstjórnaríhaldsins í Sogs- virkjunarstjóm á þessa leið: „Með bréfi, dags 21. maí 1962, hefur borgarstjórinn í Reykjavík skotið ágreiningi sem varð í borgarstjóm hinn 17. maí s.L, um kosningu þriggja manna í stjóm Sogs- virkjunarinnar og íþriggja til vara, til úrskurðar ráðuneyt- isins. Málsátvik eru þau, að á fundi borgarstjómar hinn 17. maí s.l. fór fram kosning þriggja manna í stjóm Sogs- virkjunarinnar og þriggja til vara. Þrír listar komu fram og merkiti forseti þá D-lista. B-lista og G-lista. Atkvæði féllu þannig, að D-listi hlaut 9 atkvæði, B-listi 1 atkvæði og G-listi 4 atkvæði. Einn seðill var auður. Samkvæmt þessum úrslitum hlutu þessir kosningu: Af D-lista Gunnar Thorodd- sen og Guðmundur H. Guð- mundsson og af G-lista Ein- ar Olgeirsson. Við kosningu varamanna komu fram þrír listar og merkti forseti þá D-Iista, B- Jista og G-lista. Atkvæði féllu þannig, að D-listi hlaut 10 atkvæði, B-listi 1 atkvæði og G-listi 3 atkvæði. Einn seð- iil var auður. Samkvæmt þessum úrslitum hlutu þessir kosningu, allir af D-lista: Tómas Jónsson, Helgi Herm. Eiríksson og Gunnlaug- ur Pétursson. Að loknum þessum úrslitum var tekið fyrir næsta mál og það afgreitt, en síðan var gert fundarhlé í 2 klst. og 20 mín- útur. Að fundarhléi loknu bar borgarstjóri fram svohljóðandi málaleitun til iborgarstjórnar fyrir hönd toorgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. „Við undirrituð, sem sát- um toorgarstjómarfund 17. maí' 1962, þegar atkvæða- greiðsla um fulltrúa í stjóm Sogsvirkjunarinnar fór fram og tókúm öll þátt í henni, lýsum því yfir, að við vild- um greiða lista þeim atkvæði, þar sem voru nöfn þeirra Gunnars Thoroddsen, Guð- mundar H. Guðmrmdssonar og Tómasar Jónssonar. t>ar sem listi þessi fékk að- eins 9 atkvæði, gefa úrslitin ekki rétta mynd af vilja borg- arstjómar, og förum við því fram á, að atkvæðagreiðslan verði endurtekin. Geir Hallgrímsson, Guðm. H. Guðmnudsson, Bjötrgvin Fredriksen, Úlfar Þórðarson, Kristján J. Gunnarsson, Auður Auðuns, Einar Thoroddsen, Magnús Jóhannesson, Gísli Halldórsson, Gróa Pétursdóttir". Málaleitun þessi var sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn 4 atkvæðum. Samkvæmt því lýsti forseti borgai'stjómar eftir tillögum um kosningu í stjórn Sogsvirkjunarinnar. Fram kom einn listi, skipað- ur, sem hér segir: Gunnar Thoroddsen, Guðmundur H. Guðmundsson og Tómas Jóns- son. Með því, að ekki kom fram tillaga um fleirí menn en kjósa skyldi lýsti forseti þá rétt kjörna í stjóm Sogs- virkjunarinnar. Við kosningu varamanna kom fram einn listi, skipaður sem hér segir: Helgi Herm. Eiríksson, Gunnlaugur Péturs- son og Geir Hallgrímsson. Með því að ekki kom fram tillaga um fleiri menn en kjósa skyídi, lýsti forseti þá rétt kjörita varamenn í stjóm Sogsvirkjunarinnar. ' Út af þessarí afgreiðslu ósk- uðu borgarfulltrúamir Guð- mundur Vigfússon, Sigurður Guðgeirsson og Alfreð Gísla- son bókað: „Með skírskotun til þess, að forseti lýsti án athuga- semda úrslitum kosningar í stjórn Sogsvirkjunarinnar, sbr. 11. lið fundargerðar þessa fundar, og síðan hefur fund- arstörfum verið haldið áfram með eðlilegum hætti og annar dagskrárliður verið afgreiddur síðan kosningin fór fram, telja undiritaðir borgarfulltrú- ar samþykkt meirihlutans um endurtekningu kosningar- innar tröðkun á reglum og venjum um kosningar í borg- arstjórn og mótmælum henni sem lögleysu og broti á fund- arsköpum og starfsreglum borgarstjómar. Undirritaðir borgarfulltrúar munu ekki taka neinn þátt í þessari lög- leysu og áskilja sér allan rétt til að kæra hana til æðri stjórnarvalda og krefjast úr- skurðar þeirra um framferði forseta og meiri hlutans. Guðmundur Vigfússon, Sig. Guðgeirsson, Alfreð Gíslason". Þórður Bjömsson, borgar- fulltrúi óskaði ibókað: „Kosning þriggja manna í stjórn Sogsvirkjunarinnar og þriggja manna til vara hefur þegar farið fram fyrr á þess- um fundi, fundarritari toókað úrslit hennar í gerðarbók borgarstjómar og fonseti lýst yfir úrslitum kosninga. Ný „kosning" er lögleysa og markleysá, og í henni tek ég ekki þátt“. Bar ;þá borgaretjóri fram svohljóðandi tillögu fyrir hönd borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins: Með því að ágreiningur er um lögmæti kosningar á full- tnium Reykjavíkuitoorgar í Sogsstjóm ólyktar borgar- stjóm að æskja eftir úrskurði félagsmálaráðuneytisins um á- greiningsefnið. ^ Tillaga þessi var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Hinn 25. f.m. baret ráðu- neytinu toréf. frá Guðmundi Vigfússyni, Alfreð Gíslasyni og Guðmundi J. Guðmunds- syni, þar sem umdeildri kosn- ingu toorgarstjómar Reykja- víkur á þremur aðalmönnum og þremur varamönnum f stjóm Sogsvirkjunarinnar, er skotið til úrskurðar ráðuneyt- isins. Hinn 2. þ,m. barst svo ráðuneytinu toréf frá 10 borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, dags. 24. f.m., þar sem gerð er nánari grein fyrir málinu. Samkvæmt 37. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 58, 29. marz 1961, skulu kosningar í nefnd- ir vera leynilegar og hlut- bundnar, ef þess er óskað. Fyrri kosningin á þrem mönnum í stjóm Sogsvirkjun- arinnar, sem fram fór í borg- arstjóm fyrir fundarhléð var ihlutbundin og leynileg. Ekk- ert liggur fyrir um það, að á henni hafi verið neinir meinbugir. Virðist því bera að telja þá kosningu lögmæta. Úrslit kosninga, ein út af fyr- ir sig, geta ekki valdið því, að annars lögmæt kosning verði ólögmæt vegna þess eins, að úrslit ihafa orðið á þenna veg en ekki hinn. Sá ályktun borgarstjórnar að á- kveða endurkosningu í stjórn Sogsvirkjunaiinnar, er byggð á þvi einu, að úrslit kosn- ingarinnar urðu með þeim hætti, sem raun varð á. Eins og fyrr segir getur það ekki haggað gildi hinnar fyrri kosningar. Það toer því að ó- gilda síðari kosninguna. Samkvæmt þeisu eru rétt- kjörnir í stjóm Sogsvirkjun- arinnar sem aðalmenn þeir Gunnar Thoroddsen, Guð- mundur H. Guðmundsson og Einar Olgeirsson og sem vara- menn iþeir Tómas Jónsson, Helgi Herm. Eiríksson og Gunnlaugur Pétursson. F. h. r. Hjálmar VUhjálmsson. ’ Hallgrímur Dalberg. Lífsnauðsyn... Framhald af 16. síðu. skal fréttum bandarískra blaða. Leiðtogar Alþýðu- flokksins eru sem kunnugt er drengir góðir og vinfastir. Jafnframt segir Alþýðublaðið svo auðvitað það sem segja þarf: „Talað er urn hernaðarlega þýðingu íslands, sem er mik- il, hvernig sem á hana1 er lit- ið. Hafa Isiendingar gætt þesg við mótun utanríkissteínu sinnar, enda verður hver þjóð að taka tftlit til ná- granna sinna í þeim efnum.1* Hvalfjörður er það „tillit" sem næst á að taka. I Mjólkurbar Mjólkursamsölurmar er framreiddur heitur og kaldur matur — Smurt brauð — skyr og rjómi allan daginn. Allir ferðamenn eiga leið hjá Mjólkurbarnum, Laugavegi 162 er þeir koma til Reykjavíkur. ursamsalan g) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 6. júní 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.