Þjóðviljinn - 15.06.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1962, Blaðsíða 1
1 Klukkan rúmlega 3 í gærdag barst Flugfélagi Islands skeyti irá Nordmine námufélaginu í Grænlandi, um að senda þegar ílugvél fyrir sex menn, sem Flugfélagsmönnum skildist að væru mikið slasaðir. Þótti nú mikið við liggja og var Skýfaxi sendur af stað, eftir að læknir hafði verið tekinn um borð og birgðir blóðs. ______ Þegar á staðinn kom, varð Ijóst að ruglingur hafði orðið i skeytinu og staðið „six persons" í stað „sick person“. Var hér um að ræða fársjúka konu og var á- ætlað að Skýfaxi lenti með hana hér á Reykjavíkurflugvelli kl. tæplega ellefu í gærkvöldi. mfn iitifcl ■IUINN Föstudagur 15. júní 1962 — 27. árgangur — 130. tölublað. Hvalfjarðarganga um jónsmessuna Samtök hernámsandstœðinga efna tii mótmœla gegn áformum um herskipahöfn og kafbátaiœgi í Hvalfirði Miðnefnd Samtaka hernámsandstæðinga samþykkti einróma á fundi sínum í fyrrakvöld að efna til mótmælagöngu gegn hernáms- stefnunni um jónsmessuna. Verðiir að þessu sinni gengið frá Hval- firði til Reykjavíkur til þess að leggja sérstaka áherzlu á and- stöðuna við yfirvofandi áform bandarískra og íslenzkra stjórnar- valda um herskipahöfn og kafbátalægi í Hvalfirði. Gangan mun taka tvo daga, laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. júní. Áformað er að leggja af stáð frá Hvítanesi. Þar var miðstöð herskipahafnarinnar á stríðsár- unum, og þar var einn fyrsti íslenzki sveitabærinn sem her- námsstefnan lagði í eyði. Verð- ur lagt aí ' stað úr bænum eft- 'r hádegi á laugardag, þegar menn hafa almennt lokið vinnu, sn síðan gengið til kvölds og gist í tjaldborg á Kjalarnesi. Verður þar kvöldvaka með fjöl- breyttri dagskrá sem nánar verður sagt frá siðar. Á sunnu- Stértjén af rigningu og flééum á Siglufirði SIGLUFIRÐI 14/6 — I morgun gerði norðanátt á Siglufirði með allmikilli rigningu. Fljótlega hafði veðrið vaidið nokkru tjóni víða í bænum, þó hvergi alvarlegú, en upp úr hádegi á- gerðist vatnsveðrið, jafnhliða því 'sem veðurhæðin óx, o.g brátt var svo komið að holræsakerfi bæjarins megnaði ekki að flytja vatnselginn til sjávar. Olli það miklu flóði á evrinni, jafnhliða því sem svokallaður Fjallalæk- ur, sem nú er í márgföldum vexti, brauzt út úr farvegi sín- um og rann niður hliðina. Hef- ur kom.'zt vátn í mikinn fjölda húsa og valdið þar stórtjóni. Þá hafa ’óg‘: orðíð talsverðar skemmdir á færiböndum sí!d- arverksmiðja ríkisins, og bau höfðu nær fokið á hlið.'na. Tókst þó að bjarga meirihiuta þeirra með þvi að saga bau niður, en skemmdir hafa þó orðið all- miklar. Eyrin er nú öll umfiot'n vatni og lítið l?.t á vatnsveðrinu. Óttast menn nú helzt skriðuföl! úr fjallshlíðinni fyrir oían þæ- inn. Hin nýkjörna bæjarstjórn Siglufjarðar sat á fundi þegar frcttir tóku að berast af tjón: vegna vatnsi'ióðanna. Bæjarfull- irúar 'Alibýðubandalapsins fluttu þá tillögu um að bæiarstjóra o? bæjarverkfrœðingi yrði falið að sjá um fafarlausa framræslu á svokölluðum Fialialæk. en hann he-f'ur oí't áður valdið m.'kiu tjóni í vatnavöxtum. Tillaga þessi fékkst ekki tekin til um- ræðu á fundinum þar sem meiri- hlut.i íhalds og krata veitti ekki afbrigði til umræðna um tillög- una. Sýndí hann með þessu vítavert ábyrgðarleysi gagnvart íbúum bæjarins, sem hafa falið bæjarstjórn forsjá mála sinna næstu fjög'ur ár. dag verður siðari áfangi svo genginn og komið til Reykjavík- ur um kvöldið. bar sem mót- mælagöngunni lýkur með úti- fundi. Vegalengdin frá Hvíta- nesi til Reykjavíkur er um 60 kilómetrar, þannig að áfangarn- ir í þessari göngu verða mun auðveldari en KeflavíkUrganga, þegar 50 kílómetrar hafa verið gengnir á einurn degi. Harðsóttir sáttafundir í fyrradag hélt sáttasemjari fund með deiluaðilum í síldveiði- deilunni og stóð sá íundur írá klukkan 4 sd. framundir morgun. I gær boðaði sáttasemjari ann- an fund og hófst hann klukkan 5 sd. og stóð enn þegar blaðið fór í prentun í nótt. • Skrásstnins þátttakcnda er þegar hafin. Skrifstofa sam- takanna í Mjóstræti 3 er opin alla daga kl. 9—22, og símar þar eru 2-36-47 og 2-47-01. Eru allir þeir sem taka vilja þátt í göngnnni að öllu eða ein- hverju leyti beðnir að hafa sambared við skrifstofuna sem allra fyrst. • Að sjálfsögðu er mikjlvægt að sem flestir taki þátt í g'öng- unni alla lcið, en þeim scm ekki hafa tiik á því skal bent á að síðarí áfanginn verður nú auð- veldur viðfangs. Geta menn til dæmis komið á kvöldvökuna á Kjalarnesi á laugardagskviild, gist þar Og tekið þátt í göng- unni síðari daginn. Einnig verður séð fyrir ferðum til móts við gönguna á sunnudags- morgun. • Þeir sem hafa tök á að leggja til tjöld eru beðnir að skýra frá því á skrifstofunni, en öðrum mun vcrða séð fyrir tjöldum. • Samtiik hernámsandstæð- inga þurfa á margvíslegum stuðningi að halda til þess að undirbúa mótmælagönguna, fjárhagsaðstoð og sjálfboðaliðs- vinnu. og eru allir þeir sem á einhvern hátt geta lag't liönd að verki beðnir að gefa sig fram sem fyrst. Halldór Kfrjan Laxness Þórbergur ÞófOnrson Jóhannes úr Kötlum Tólf bœkur íslenzkra höfunda íveg- iegri útgófu Móls og menningar • Bókmenntafélagið Mál og menning verður 25 ára á sunnudaginn, 17. júní, og héfur félags- stjórnin ákveðið að stofna til veglegrar afmælis- útgáfu af því tilefni á næsta hausti. í útgáfu bessari verða 12 bækur, ný frumsamin verk eftir nokkra helztu rithcfunda og skáld þjóðarinnar. Er stjórnarmenn Máls og nennitigar skýrðu blaðamönnum rá þessu í gær sögðu beir að élagsstjórnin vonað. að útgáí'- m yrði l'élaginu til sóma og illir sem hana fengju í hend- ir myndu hafa ánægju af að úga hana o g varðveita. Af- nælisútgáíah vévður aðeíns i 'fí' e.ntökúm og ;se!jást al'ár bækurnar í einu lagi til áskrif- enda. Af bessum 500 eintökum verða 100 í sérstak’.e.ga vönduð- um búningí. tölusett og árituð af höfundum. E'n þessara 12 bóka er enn ekki fyllilega ákveðin en verður skáldverk íslenzks höfundar. Aðrar bækur fmælisútgáíunn- 'ar eru þessar; Miimingar úr Unuhúsi eftir Þórberg' Þórðarson, skrásettar efíir Stefáni frá Hvítadal. Þessi bók fjallar um íbúa Unuhúss á árunum íyrir 1910. þessa húss sem var annað heimili margra íslenzkra skálda og listamanna áratugum saman. Skriftamál uppgjafaprests eft- ir Gunnar Benediktsson. í bók þessari, sem helguð er 70 ára afmælí höi'undar. eru helztu i fyrirlestrar o,g ritgerðir Gunn- ars, írá beim árum beear orðið var of þröngt um hann innan ; kirkjunnar og hann hóf boðskap s.'nn um réttlæti í þjóðfélaginu. Pr.jónastofan Sólin, nýtt leik- ! rit. eftir Halldór Kilian Laxness. í Þessarar bókar er þeðið með eftirvæntingu, enda ekki síðu_' fylgzt með leikr.'tasmíð höfund- ar eh sagnagörð. Prjónástöfan Sólin er sögð fióknara leikrit ea Strompleikurinn, öldin í grímu- búningi, heimsvlðburðir í hnot- skurn, ragnarök gerast og. líða hjá. Tuttugu erlend kvæði, þýdcl og stæld af Jóni Helgasyni pró« fessor. Af undirtektum þeim að dæma sem Jón hlaut þegar hann las úr þessum Ijóðaþýðingum ú vor, er óhætt að fullyrða' a® bókin verðl á sína vísu annar eins bókmenntaviðburður og fyrsta útgáí'a frumsaminna Ijóðjf höí'undar fyrir 23 árum. Ný l.ióðabók eftir Jóhannes úf, Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.