Þjóðviljinn - 20.06.1962, Blaðsíða 11
það sinn tima að elda plokk-
fisk. Ég reiknaði liað fljótlega
út að fyrir það sem það ko.st-
aði okkur að fóðra vinina yfir
sumarið, gætum við Bitta búið á
gisti'húsi árum saman.
Við þetta bættist að við slit-
um okkur bókstaflega út, að
minnsta kosti ég, á þessum ó-
frív.ljuga hótelrekstri. Guð má
vita hvernig þetta hefði allt
saman farið, ef Karla frænka
hefði ekki ákveðið að "leðja
okkur með návist sinni viku
fyrr en ákveðið var.
Karla frænka birtist á föstu-
dagskvöldi og var fljót að hræða
alla hina gestina burt.
— Ég skil ekki hvernig þið
þo'.ið svona ágang, sagði hún.
Me'ra sagði hún ekki. En eitt-
hvað í hreimnum hafð; tilætluð
áhrif. Þeir kunningjar okkar
sem komu á laugardaginn í þeim
augljósa tilgang; að dveljast á
Bittubæ yf:r helgina, skiptu um
skoðun og fóru með kvöldferj-
unni til borgarinnar aftur. Þeir
sem iitu inn á sunnudagsmorg-
uninn, fór næstum undir eins
aftur. Síðan komu ekki fleiri.
Fréttin um Körlu frænku ha.fði
borizt rétta boðleið.
Nú jæja, Karla frænka kom
sér fyrir í gestastofunni og bjó
sig undir að vera hálfan mán-
uð að minnsta kosti. Gagnvart
húsráðendum var hún ekkí mjög
hlýleg í fyrstu. Það var ekkert
minnzt á pönnukökur. En orðið
lá í loftinu. En við gerðum allt
sem við gátum t:l að gera henni
til geðs. Ég viðurkenní fúslega
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
18.30 Úperettulög.
20.00 Varnaðarorð: Óskar Ólason.
20.05 Tónleikar: Mantovani og
ihljómsveit hans leika.
20.20 Erindi: Börn og bækur; I.
(Dr. Símon Jóh. Ágústsson
prófessor).
20.45 Flautuleikarinn frábæri.
ballettsvíta eítir Walter
Piston (Sinfóníuhljóm-
sveit Berlínar leikur; A.
Rother stjórnar).
21.05 Fjölskyida Orra, tólfta
mynd eftir Jrnas Jónasson.
—Leikendur: Ævar R.
Kvaran, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Guðrún Ás-
mundsdóttir. Halldór Karls-
son, Valdir.iar Lárusson og
Richard Sigurbaldursson.
21.35 Sumarkveðja frá þýzku
ölpunum. Létt lög sungin,
jóðluð og leikin.
21.45 Kosningadagur, smásaga
eftir Friðjón Stefánsson
(Höfundur les).
22.10 Kvöldsagan: Þriðja ríkið
rís og iellur.
22.30 Næturhljómleikar: Tónlist
eftir Igor Stravinsky.
a) Sálmasinfónían, b) Sin-
fónía í 3 þáttum.
23.30 Dagskrárlok.
R O Y H E R R E :
að ég sveittist við n'Ia vikuna
til að stjana v.ð Körlu frænku,
stóð á hausnum frá morgni til
kvöids til að bæta fyrir mis-
tökin og kipþa málunum í lag.
ef unnt væri. Morgunverðurinn
var t.lbúinn k’.ukkan nákvæm-
lega niu. Eggíð var hæfi’.ega
linsoðið, ávaxtasafinn mátulega
kaldur, brauðið nýristað, teið
nýtrekkt. Póstur og blöð voru
sótt handa henni á mettima.
Iiress.'ng var framreidd á strönd.
inni þegar veður le.yfði. Mið-
degisverður var framreiddur á
slaginu k.'ukkan 16.00 og Karla
frænka gat þá gætt sér á gufu-
soðnu grænmeti. glænýjum
fisk.i steiktum í soyaoliu eða
gufusoðnum eftir uppskrift
frænku, nýjum berjum með
rjóma. í kvöldmat:. léttum smá-
réttum eða grilleruðum tómöt-
um. Enda lifnaði fljótlega yfir
Körlu frænku og mér varð ljóst
að fyrirhöfn min hafði ekki ver-
íð til einskis.
Þegar fram í sótti varð hún
næstum örlát á hrósið. — Ein-
staklega myndarlegt heimili,
sagði hún kannski os kinkaði
kolli til Bittu með viðurkenn-
ingarsvip. — Það eru ekki mörg
gistiihús sem láta í té svona góða
þjónustu, ijú.fan mín.
Ljúfan mín var auðvitað
Bitta. En jafnvel veslingurinn
ég fékk líka fáein viðurkenning-
arorð:
— Það er gaman að sjá að þú
skul.'r geta tekið til hendi til
að hjálpa konunni þinni. Þið
karlmennirnir hafíð það alltaf
svo náðugt. Það er gott að þú
skulir hjálpa til í leyfinu.
Ég froðufelldi í kapp við þvol-
ið í uppþvottavatninu. En það
stoðaði lítið. Það þurfti ekkert
minna en kr.aftaverk til að fá
frænku til að skipta um skoð-
<un á slæpingshætti karlmann-
anna og striti kvenfólksíns. ihugs-
aði ég í gremju minni. En svo
gerðist einmitt kraftaverk.
• • •
Ytri orsakir kraftaverksms
voru reyndar aðeins Jotti (að
hugsa sér!). Hann birtist óvænt
annað laugardagskvöldið og
dylgjum Körlu frænku um
snikjudýr vísaði hann á bug með
því að veifa stærðarpoka af
rækjum og berja m'g í bakið
með hálfum metra af parísar-
brauði. Síðan dró hann upp sæg
af flöskum úr bakvösunum.
— Jæja, þá byrjum við, sagði
hann. Ög það gerðum við. Við.
þ.é;a.s. ég og Jotti. Karla frænka
sat ógnandi ó svölunum með
þandar nasir og glóandi af vand-
lætingu, meðan við Jotti blönd-
uðum okkur hvern sjússinn af
öðruim.
— Hvernig væri að fá sér dá-
litinn uppstrammara? spurði
Jotti. Agnarögn af Suzette, þá
litur maður bjartari augum á
tilveruna.
— Hættu þessu blaðri, sagði
Bitta stutt í spuna. Þú veizt
ósköp vel að Karla frænka
drekkur ekki.
— Nei, það er alveg satt, hún
étur bara, tautaði Jotti. Að
hugsa sér að tvær systur —
Já. því að hún Kit frænka mín
hún drekkur bara. Eitt af því
fáa manniega sem hún hefur til
að bera.
Karla frænka hnussaði óhe'lia-
vænlega. Ég ræskti mig og Bitta
byrjaði í skyndi að skamma
Melinu Mercouri til að leiða
athyglina frá umræðuefninu. En
Jotti skilur ekki rósamál.
■— Viiið þið hveriu hún hefur
nú fundið uppá? Vitið þið hverju
hún hefur fundlð uppá? sagði
hann og horfði djúpt í augun á
okkur ö’.lurh eftir röð. Ég á að
gifta mig! Ef ég kvænist og sezt
í heigan stein. eins 0;g hún seg-
ir bá fel’.st hún á að draga
sig í hlé til ættstóru kattanna
og hleypa mér Inn í fyrirtækið
upp á 50%.
— Já, er þetta ekki ágætt til-
boð, Jotti? sagði Bitta sefandi.
— Fyrír að selja freisi sitt!
Fyrir að láta gera sig að hús-
dýri eins og Roy! Dráttarjáiki —
múlbundnum vinnuþræli!
— Svona nú, Jotti, sagðj ég.
Kannski getur manni stundum
fundizt þetta sjálfum þegar yf-
ir mann þyrmir. Annað mál er
það að láta óviðkomandi að'la
skella þessu á sig. Jotti hafði
oft talað um þessa eiginmenn ú.
v. kvenna sem iáta gera sig að
húsdýrum. En mér hafðj skil-
izt að hann l:ti á mig sem eins
konar undantekningu. —- Það er
nú samt sem áður hjónabandið
sem heldur lífinu við, sagði ég
þungum rómi.
— Aldrei, sagði Jotti og kéyrði
glasið í borðið. Ég ætja að láta
ætt mína deyja út i karllegg, það
er viðeigandi endir á hetjulegri
baráttu.
— Og það er nú svo sem ekki
alveg víst að nein vilji þig, sagði
B'tta hæðnislega.
— Vilji mig! hrópaði JJqtti.
Þær vilja mig allar! Það er ekki
til sú eiska í þessum bæ að hún
vilji mig ekki, en hvað hún vill
mér, — þa, er sko annað mál!
— Ég held við ættum að koma
út á bát. sagði Bitta og reis á
fætur. Finnst ykkur það ekki?
— Jú, sagði Karla.
— Nei, sagði ég. Ég sagði það
svo hátt að þær hrukku við.
Kannski óþarflega hátt. Að
minnsta kosti hrukku þær i kút.
— Jæja, jæja, sagði Bitta í
skyndí. Þá skreppum við Karla
frænka útá vatn og þið verðið
heima. Allt í lagi?
— Þið kunnið ekki á utan-
borðsmótorinn, sagði ég önug-
ur.
— Við róum, sagðí Bitta. Það i
er gott að fá dáiitla hreyfingu.
Síðan fóru þær. Og skiidu
okkur eftir uppþvottinn, eða
réttara sagt mér.
— Láttu hann eiga sig, sagði
Jotti.
En mér er ekkj um að láta
uppþvott eiga sig. Ég vll hafa
snyrtilegt í eldhúsinu, þegar ég
fer að taka til morgunmatinn.
Og þess vegna þvoði ég upp og
Jotti horfði á.
— Ég hjálpa þér ekki, sagði
hann og blandaði níunda sjúss-
inn sinn. Það er til bess sem
maður hefur kvenfólkið. Og auk
þess, — þvi fyrr sem þú
springur. iþví betra. Að hjálpa
þér væri bara að lengja þján-
ingarnar. Einhvern tíma hlýtur
þér að skiljast að þetta hús-
dýralíf er fyrir neðan þína
virðingu. Þú getur ekki og átt
ekki lengur að þræla svona und-
Friðarrannsóknir Gdtungs
Framhaíd af 4. .síöu
hernám eða atómstríð? Þeir
voru 2 V2 sinnum fleiri, sem
kusu hernámið, en stjórnmála-
menn okkar haga sér eins og
svarið hefði verið öfugt!
® Undarlegur
þjóðflokkur
— Ættu vísindamennirnir
heldur að vera stjórnmála-
menn?
— Nei, alls ekki en það væri
skynsamlegt hjá þeim að
kynna sér niðurstööur okkar.
Ég óska ekki eftir stjórnmála-
legu valdi vísindamönnunum í
hendur. Þeir eru undarlegur
kynflckkur. Því hæfari sem
vísindamaöurinn er, þeim mun
mikilvægara heldu.r. hann, að
hans eigið stóra eða smáa svið
sé. Átakarannsóknir skila að-
eins árangri með almennvís-
inUalegri úrvinnslu. Kæmi vís-
indamaður með sérgrein til
valda færi hann kannski að
stjórna eftir henni! Mér vit-
anlega er það aðeins einn fé-
lagsfræðingur, sem hefur póli-
félagslíf
Starfsmannafélag Reykja-
víkurbæjar
fer gróðursetningarferð í Heið-
mörk í dag. Lagt verður af stað
frá biðskýlinu við Kalkofnsveg
klukkan 20.00. Félagar mætið vel
og stundvíslega.
Farfugladet.d Reykjavíkur:
Jónsmessuferðin út í bláinn er
um næstu helgi. Upplýsingar á
skrifstofunni miðvikud. klukkan
8.30—10, fimmudag og föstudag
klukkan 3.30—5.30 og 8.30—10. —
Sími 15937.
Kvenréttindafélag Islands
Sjöunda fulltrúaráðstefna félags-
ins verður haldinn dagana 20. og
21. júní í félagsheimili hins ís-
lenzka prentarafélags að Hverf-
isgötu 21. Fundurinn hefst kl. 10
árdegis á miðvikudaginn. Konum
er heimill aðgangur að fundinum.
Frá orlofsnefnd húsmæðra í
Rcykjavík
Þær húsmæður, sem óska eftir
að fá orlofsdvöl að húsmæðra-
skólanum á Laugarvatni í júlí-
mánuði, tali sem fyrst við skrif-
stofuna, sem er í Aðalstræti 4
uppi og er opin alla daga nema
iaugardaga frá kl. 2—5 sd. Þar
er hægt að fá nánari upplýsing-
ar. Sími: 16681.
Sjómannakonur
er stóðu fyrir kaffisölunni á sjó-
inannadaginn þakka innilega öll-
um þeim, sem lögðu þeim lið
með gjöfuih, vinnu og annarri
fyrirgreiðslu. Sérstakar þakkir
færa þær forstjórum Ilafnarbúða
og Sjálfstæðishússins fyrir lán á
húsunum. Öllum ágóða verður
varið til jólaglaðnings vistfólks
á Hrafnistu.
Félag frímerkjasafanra.
Herbergi félagsins verður í sum-
ar opið félagsmönnum og aj-
menningi alla miðvikudaga ,frá
kl. 8.it, sídaegis. Ókeypis upp-
Iýsingar veittar um frímerki og
frímerkjasöfnun.
tísk völd. Hann heitir Ver-
woerd!
® Öháð stofnun
-— Hér í Danmörku höfum
við einnÍH svona rannsóknar-
stöð á döfinni.
— Já, mér er sagt svo.
— Teljið þér, að reynandi
væri að leysa málið á norræn-
um grundvelli?
— Það er erfitt um að segja,
fyr'r mér er ,.norrænn grund-
völlur“ nýtízku aðferð til að
segja: Við skulum fresta mál-
inu! Ég þekki ekki dönsku
ráðagerðirnar, en ef við skyld-
um fá slíka samnorræna írið-
arrannsóknarstöð vildi ég auð-
vitað óska þess, að hún yrði
í Noregi. Kannski væri bezt,
að hvert land hefði sína eigin
deild en einhverskonar sam-
eiginlega stofnun. Við erutn
vel á veg komnir hjá okkur
og verðum að halda tekinni
stefnu. Við æskjum þess, að
stofnun okkar verði opin öll-
um. Við viljum ekki ha/^L
hana undir neins kcnar rikis-
stjórnareftirliti. — Auðvitað
verða stjórnmálamennirnir að
geta komið með tillögur um
viðfangsefni, en þeir mega ekki
geta krafizt þess, að þau séu
tekin upp, og þó einkum ekki
geta hindrað, að tekin séu til
rannsóknar efni, sem e.t.v.
kynni að mega telja andstæð
utanríkispólitískum hagsmunum
Noregs í svipinn. M.a. þess
vegna verðum við að vera fjár-
hagslega sjáifstæðir. En svo er
fyrir að þakka, að þessar rann-
sóknir eru ekki dýrar. Fengj-
um við tæpa hálfa milljón ár-
lega væri okkur borgið. ViS
höfum einfaldlega ekki menn
til að sinná meiru.
|
i
• Þykir vænt um
fólk
— Hafið þér orðið mann-
hatari af að fást við deilu-
mál?
— Nei, síður en svo. Mér
þykir vænt um fólk og æ
vænna. Það hljómar e.t.v. ein-
kennilega, en þannig hefur það
farið. Ég óska þess aðeins, að
hinir stórfenglegu mannlegu
eiginleikar allra manna fái
skilyrði til að þróast — að
við vængstýfum ekki hver ann-
an. Ég var Rabat, þegar Ben
Bella hélt innreið sína, þegar
ung og ný þjóð fæddist. Þvt
gleymi ég aldrei! í Alsírstríð-
inu misstum við af tækifæri
til þess að öðlast vini, því í
Noregi og raunar í Danmörku
líka „gleymdum" við að sýna
með hvorum við slóðum.
— Haldið þér að átaka- og
friðarrannsóknir geti komið
okkur að gagni?
— Auðvitað vona ég það, en
ég veit, að til þess að öðlast
frið verðum við að vilja frið,
vilja hann svo sterklega. að
það eitt útaf fyrir sig verði til
þess að stuðla að friði. Við
verðum að hata stríðið svo
heitt. að stríðið geti ekki kom-
ið. Engan möguleika fyrir friði
má láta órannsakaðan — hcld-
ur ekki friðarrannsóknir.
SendiWI! K£ft
StoHonblll 1202
FEUCIA Sportblll
OKTAVIA Fólksbíll
SKODII ®
TRAUST BODYSTAL - ORKUMIKLAR OS
VIÐURKENNDAR VÉLAR- HENTUGAR
ÍSLENZKUM AÐSTÆÐUM - LAGT VERO
POSTSENDUM UPPLÝ5INGAR
TÉKKNESKA BIFREIDAUMB0DI9
IAUGAVEOI 176• SÍMI57B8B
*
Miðvikudagur 20. júní 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (1 lj