Þjóðviljinn - 24.06.1962, Blaðsíða 6
I
ll
PIÓÐVIUINN
iMalaadli ■•■•InUiKarfloKlnr alfcíBs - Mílaliataflolknrlnn. — BltcUAnui
lasaú* KJartanoson (áb.), Macnúo Torfl ÓlaísBon. BlíurBur auBmnndsaon. -
'TáttarltBtJórar: ívar H. Jónsson. JOn BJameson. — Auclýslngastíóri: GuUísU
fasnðsson. — Rltstjóra. aíerelðsla, auelýslnEar, DrentsmlSJa: SkólavðrSust. 18,
Bml 17-800 (i llnur). AsfcrlítarverS fcr. 55.00 á mán. — LausasðluverB fcr. 3.00.
Þess vegna göngum við
jjess vegna göngum við, að örlögin hafa gefið okkur
land sem er eitt af undrum veraldar, hvort sem
það blasir við okkur í dýrð jónsmessunæturinnar eða
í grimmd vetrarhörkunnar. Þetta land er hluti af
okikur öllum, töfrar þess og galdur hafa mótað tilfinn-
ingar okkar og skapgerð. Þessu landi má aldrei farga,
allra sízt undir viðurstyggð morðtóla og vígvéla, og
því göngum við.
Bærinn í Hvammi og túnið sem Valgerður Guðmundsdóttir hefur grætt upp úr örtröð hernámsins.
Enn valda vírflækjur og annað skran sem ieynzt hefuv írá stríðsárunum tjóni á búpeningi.
j>ess vegn-a göngum við, að við heyrum til þjóð sem
er einstætt fyrirbæri í heiminum. Með hagspeki-
legum rökum kann að mega sanna að slík þjóð eigi
ebki tilverurétt, allir draumar hennar séu tóm róm-
antík sem standist ekki í hörðum heimi, en allt eðli
okibar og sagan sjálf rísa gegn þvílíkum kenningum.
íslendingar þraukuðu af langar kúgunaraldir vegna
þess að iþeir vissu að þjóðin hlaut að eiga sér fram-
tíð, að jafnvel hin hörðustu örlög einnar kynslóðar
myndu skila þeirri næstu dýrmætum arfi. Eflaust
hafa oft verið til menn, ekki síður en nú, sem töldu
betra að deyj-a fyrir vandamál samtíðar sinnar en lifa
vegna framtíðarinnar, en engu að síður hélt þjóðin
ófram að lifa í trássi við öll lögmál hinnar köldu
hagspeiki og hefur fært okkur sem nú byggjum land-
ið nærtækari og stórbrotnari framtíðarhorfur en nokk-
urri kynslóð annarri. Við viljum lifa og skila ókomn-
um kynslóðum nýjum arfi, og því göngum við.
•
Jjess vegna göngum við, að landið og þjóðin hafa
fært okikur dýrmætan menningararf, bau andlegu
verðmæti sem skera úr um það hvort þjóð er sjálf-
stæð. Tunga og menning eru hluti af allri vitund
okkar og þeim verðmætum viljum við eikki glata með
því að láta sökkva okkur í milljónamúg stærri þjóða.
Islenzk menning verður ekki látin í skiptum fyrir
ibandariíska sýndarmennsku og prjál, og bví göng-
um við.
■Ijess vegna göngum við að hver heilbrigður íslend-
ingur geymir í hugskoti sínu þá tilfinningu sem
Snorri Hjartarson skáld hefur lýst:
Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein,
þér var ég gefinn barn á móðurkné;
ég lók hjá þér við læk og blóm og stein,
þú leiddir mig í orðs þíns háu vé.
Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
í dögun þeirri er líkn og stormahlé
og sclkn og vaka: eining hörð. og hrein,
þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til j þér.
Örlagastundin nélgast grimm og köld;
hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann iþitt og útlegð fram á hinzta kvöld.
ísland, í lyftum heitum höndum ver
ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.
m.
Hvalfjörður er enn allur at- .
aður hernámsörum.
Beggjamegin fjarðar blasir
enn við umrót hersins, bragga-
grunnar og rústir víghreiðra og
vegatálmana. Á Miðsandi stend-
ur enn braggáþorp — nú byggt
íslenzku fólki. En uppi á barð-
inu utan þess er enn kvikt
Kanahreiður, með gaddavírs-
girðingu og öllu tilheyrandi, og
hliði út á þjóðveginn, þar sem
ýmist stendur tvífættur ólund-
arlegur dáti og glápir á vegfar-
endur út um gat, eða við hlið-
ið stendur ferfættur hundur
með loðinn belg, — og er hann
sýnu glaðari með hlutskipti
sitt en hinn tvífætti starfsbróð-
ir hans.
—O—
Hvítanes var sá bærinn þar sem
herinn rak bóndann í burtu
einna fyrst. Þangað hefur eng-
inn bóndi flutt aftur, enda er
meginhluti þess svæðis er eitt
sinn var tún enn stráð rústum
cg steyptum braggagrunnum.
Herinn rak íólkið á næsta
bæ, Hvammi, einnig burt frá
heimilum sínum. öll stríðsárin
ríkti. herinn einn á löngu svæði
í fi.rðinum. Og mörgum er enn
í minni að á landleiðinni milli
Suðurlands og Vestu.i'- og Norð-
urlands urðu þeir á þeim árum
tvívegis að ganga undir eftirlit
og rannsókn. sem hvergi þekk-
ist nema þar sem menn fara
úr einu ríki yfir í annað. Um
Hvalfjörð fóru íslendingar ekki
frjálsir ferða sinna, þar réðu
erlendir herir, jafnvel bænd-
urnir þurftu vegabréf, útgefið
af erlendum her, til þess að
geta sinnt bústörfum sínum.
Saga þessara tveggja bæja
er mjög ólík. Hvítanes er enn
í eyði, en bóndinn í Hvammi,
Valgerður Guðmundsúóttir, —
flu.tti þangað aftur jafnskjótt
og herinn fór, enda er þar nú
fagurt tún og blómlegt bú sem
áður. Fyrir nckkru hi.tti ég
Valgerði að máli og spurði hana
u.m hernámið.
— Það voru Bretar sem
komu, svaraði Valgerður, og
sögðust ætla að vera hérna.
— Og hverju svaraðir þú?
— Þeir töluðu við manninn
minn, og hann samdi við þá.
Ég tók svo við þeim samning-
um eftir að við vorum skilin.
(Valgerður og maður hennar
Ihöfðu ákveðið að skilja, en
bóndinn var rétt ófarinn þeg-
ar Bretarnir komu, og því var
hann enn „ráðsmaður" á heim-
ilinu. — J.B.).
— Og svo varstu áfram kyrr?
— Ég var hér um sumarið
og fram á veturinn, en þá voru
þeir alltaf að fjölga hér mönn-
um og illt að vera hér af
þeim sökum, og þeim þótti ó-
næði að okkur, þeir voru
hræddir við okkur. Og svo varð
það úr að við fórum ........ Já,
það voru íslenzkir menn sem
sömdu um að við færum.
— Einhver hefur sagt mer að
þú hafir rekið þá úr túninu hjá
þér?
— Já, það var um sumarið
áður en ég f ór. Þeir höf ðu Höfð-
ann og voru með þunga bíla
og mikinn flutning og vegurinn
þangað tróðst sundur, og þá
fóru þeir að aka þungum bíl-
um yfir túnið.
— Og þá rakstu þá úr tún-
inu?
— Já, ég fór og sagði þeim
að þeir mættu ekki aka yfir
túnið.
— Og þeir hlýddu?
— Já, þeir þorðu ekki annað
en að hlýða mér; þeim leizt
ekki á mig. Þeir fóru og gerðu
vi.ð veginn og fóru síðan eftir
honum.
Þetta er nærmynd af ferhyrndu þústinni sem sést uppi á liólnum 1
höfðu Bretar á stríðsárunum aðalfjarskiptai
Um sólstöðurnar, þegar ís-
lenzk sumarnótt' er björtust,
þegar sól ekki hverfur af
fjöllum og náttúran kann sér
ekki læti fyriu. lífsfögnuði jafn-
vel þar sem vetrarríki getur
verið mest — einmitt þá er
Þorkell Björnsson borinn í
iþennan hei.m fyrir sjötíu árum.
— Hann er sem sé fæddur ár-
ið 1892 kl. 2 á jónsmessunótt
að Hreinsstöðum í Hjaltastaða-
þinghá.
Segja má að Þorkell hafi.,
með nokkrum hætti, borið með
sér svipmót hinnar björtu ör-
laganætur að Hreinsstöðum á
sjötíu ára lífsferli sínum.
Að því er undirritaður bezt
veit er iÞorkell uppalinn á
Fl.iótsdalshéraði og á þar ættir
sínar að rekja. — Hann kvænt-
ist ungur Þóru Þóriardóttur,
frá Gauksstöðum í Jökuldal,
systur Þórðar bónda á Gauks-
stöðum, Sigursteins, Skúla mag-
isters og þeirra systkina, sem
margi.r kannast við.
Þau hjón byrjuðu búskap
sinn á heiðarbýlinu Veturhús-
um á Jökuldalsheiði. En svo
‘"rnsson s
öndvert blés þar efra fyrir
byrjendunum á þeim árum að
íþau hjón urðu áður en langt
leið að bregða búi og fluttu
niður á Seyðisfjörð. Þar munu
iþau hafa búið nálega aldar-
fjórðung.
Sá, er þessar línur ritar,
kynntist Þorkeli og hinni á-
gætu konu hans á Seyðisfirði
nokkru eftir 1930, á kreppuár-
unum, og hefur síðan haft af
iþeim allnáin kynni. Á þessum
áru.m þurftu verkamenn tí að
heyja harða baráttu fyrir full-
nægingu brýnu.stu lífsþarfa og
fyrj.r tilverurétti stéttarsamtaka
sinna. — 1 þá tíð stóð hann í
fremstu barátturöð verkafólks-
ins, gegndi um árabil for-
mannsstarfi verkamannafélags-
ins á staðnum. auk fjölda ann-
arra trúnaðarstárfa á vegum
samtakanna, að ek'ki séu upp-
talin hér þau mörgu störf er
hann hafði með höndum fyrir
flokk verkamanna á þeirri tíð,
kommúnistaflokkinn, og síðar
Sameiningarflokk alþýðu —
Sósíalistaflokkinn. — öll þessi
0) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 24. júní 1962