Þjóðviljinn - 14.07.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.07.1962, Blaðsíða 12
Kjarnovopnum mótmœlt í Moskvu ón leyfis yfirvaldn MOSKVU 13/7 — Tólf kjarn- orkuandstæðingar frá auðvalds- ríkjunum héldu í dag til Rauða torgsins í Moskvu og höfðu á loftj spjiild sem á voru letruð mótmæli gegn kjarnorkUspreng- ingum í austri jafnt sem vestri. Mennirnir tólf eru allir fulltrú- ar á friðarþinginu sem nú situr í Moskvu. Áður en þeir hófu mótmæla- aðgerðirnar báðu þeir yfirvöld- in um leyfi en var synjað. Efcki höfðu þeir iengi haldið spjöld- um sínum á loft, er Rússa dreif að og þrifu þeír spjöldin. Ekki voru þar lögreglumenn að verki, heldur venjulegir vegfarendur. Bráð’.ega safnaðist saman all- mikill mannfjöldi á tqrginu. Var þá aftur brugðið á loft kröfuspjöldum og gat þar að líta álétranir eins og: „Niður með stríðið“ og ,,Niður með banda- rískar og sovézkar kjarnorku- ti’.raunir“. Var þetta ritað bæði á rússnesku og ensku. Fjörugar umræður hófust á torginu og stóðu þær í fullar tvær stund- ir. Allt fór þetta friðsamlega fram og án þess að lögreglan blandaði sér í málið. Meðan á umræðunum stóð ■skoruðu Rússar á mótmælamenn að hegða sér skynsamlega. Bandariski blaðamaðurinn Sam Jaffey var beðinn um að hætta að ljósmynda atburðinn og holtzer, segir að hvað eftir ann- að hafi venjulegir borgara ko.m- ið til hans og truflað hann meðan hann var í óða önn að starfsbróðir hans, Frank Bourg- I kvikmynda. Endarbætur á varðskipinu Þór Skipf um marga ráðherra í brezku ríkisstjórninni . LONDON 13. 7. Harold Mac- millan, forsætisráðherra Bret- Jands, tilkynnti í kvöld að hann hefði gert miklar breytingar á stjórnarliði sínu. Heíur hann skipt um menn í sjö ráðherra- stöðum. Meðal þeirra ráðherra sem fara frá er Selwin Lloyd íjármálaráðherra. Við embætti hans teku.r Reginald Maulding sem áður var nýlendumálaráð-: herra. Bu.tler lætur af störfum i sem innanríkisráðherra og verður ráðuneytisstjóri. Við stöðu hans .tekur Henry Brooke vara-fjár- málaráðherra. Harold Watkinson, landvarnarráðherra er meðal þeirra er hverfa úr stjórninni. Þessi endurskipulagning Mac- millans hefur vakið mikla ólgu meðal brezkra stjórnmálamanna, enda eru slíks ekki dæmi í Bret- landi eftir stríð. Macmillan hef- ur með þessu vikið úr embætt- um mörgum þeim er stariað hafa með honum um langan aldur. Talið er að fylgishrun brezka íhaldsins sé orsök þessara ný- mæla. dag að sáttaviðræðurnar hafi al- gerlega farið út um þúfur. 1 dag hélt Ben Bella blaða- mannafund. Sagði hanm að Ben Khedda forsætisráðhérra nyti ekki, stuðnings nema lítil-s hluta Þjóðarráðs Þjóðfrelsishreyfingar- innar. Kvaðst hann ekki mundu semja við Ben Khedda nema því aðeins að Þjóðarráðið yrði kvatt saman. Fréttaritari sænska blaðsins Attonbladet náði tali Ben Bella í Orcn í dag. Ben Bella sagði að framtíð Atsírs væri bezt borg- Í.ð með bví móti að har -starf- aði einn bjóðernissinnaður stjórn- málaftokkui*. Sjálfstæðið er ekk- ert takmark í sjálfu sér. sagði hann. það er efnahagslcg og uinðféia.as'es bvtting á sósíat- Vt’ckum grundvelli scm máli skiptir. Eins og ku.nnugt er fer varð- skj.pið ÞÖR nú að nálgast 12 ára aldurinn (smíðaður 1951), en þá íer oftast fram gagnger skoðun á venjulegum skipum. Hjá varðskipunum hefur það verið venja að dreifa svo um- fangsmiklum skoðunum á fleiri ár. Er hún þess vegna þegar byrjuð um borð í ÞÖR, og hafa undanfarið m.a. farið fram lag- færingat' á botngeymum, matar- geymslum, eldhúsi, íbúðum o.fl. Ennfremur er verið að endur- bæta bakborðsaðalvél skipsins (stb. aðalvél var endurbætt til- svarandi 1958) og vinnur að því sérfræðingur frá verksmiðjunni. Loks má geta þess að ætlunin er að breyta útbúnaði á báta- þilfari þannig að þyi'la geti at- hafnað sig þar eins og á varð- skipinu ÓÐNI. Meðal annars verður aftursigla skipsins tekin burt og önnur sett framar upp frá reykháf, fyrir loftnet og rad- ara, sem jafnframt verða hækk- aði.r nokkuð frá því sem nú er, til þess að fá meira langdrægi. Auglvsingaspjald friðarþingsins með merki Picassos. Övíst að sættir náist inn- an Serkjastjirnarinnar ALGEIRSBORG 13/7 — Deilu- aðilar innan Serkjastjórnar sem nú sitja á sáttafundi í Rabbat munu hafa ákveðið að kalla sam- an til fundar ráð það er fer með yfirstjórn herjanna í hinum cin- stöku héruðum í Alsír innan tveggja sólarhringa. Ráðið mun meðal annars ræða brottvikningu æðstu yfirmanna Þjóðfrelsishers- ins og hvort kalla skuli saman serkneska byltingarráðið. í herráðinu eru 30 fulltrúar. Ekki er vitað hvar fundur þeirra verður haldinn og talið er að hann muni fara fram í hinni mestu leynd. Heimildir herma að Ben Bella varaforsætisráðherra og Mo- hammed Yazid upplýsingamála- ráðherra hafi gengið frá upp- kasti að samningi um lausn deilumála meðal forystumanna Serkja. Ahmed Boumendhjel, sem áður gegndi mikilvægu em- bætti. í upplýsingaþjónustu Þjóð- frelsisstjórnarinnar, fullyrti samt sem áður á blaðamannafundi i þJÓÐVILIINN Laugardagur 14. júlí 1962 — 27. árgangur — 155. tölublað. Tvö umferða- slys í fyrrinótt í fyrrinótt urðu tvö umferðar- slys af völdum of hraðs aksturs og ölvunar. Alvarlcg slys urðu ckki á mönnum en tvær bifreiðir stórskemmdust eða eyðilögðust. Annað slysið varð um kl. 1.40 á Skúlatorgi. Var bifreiðinni R-12659 ekið á mikilli ferð aust- ur Skúlagötu og missti ökumað- urinn vald á bifreiðinni, þegar á torgið kom og lenti hún utan í hringbrúnni og valt. Bifreið- in kastaðist síðan yfir akbraut- ina og lenti á ljósastaur og stað- næmdist þar. Var höggið svo mikið að staurinn kengbognaði og bifreiðin lagðist inn bæði af staurnum og götukantinum. í bifreiðinni voru þrir menn og voru tveir þeirra drukkn- ir. Sá sem ódrukkinn var hafði haft bifreiðina til viðgerð- ar og segir hann, að drukknu mennirnir tveir hafi neytt hann ti.l þess að afhenda þeim bíllykl- ana og settist síðan annar þeirra undir stýri með framangreindum afleiðingum. Hafði sá verið svipt- ur ökuréttindum nýlega um þriggja ára skeið. Drukknu mennirnir tveir sluppu ómeiddir en sá ófulli brákaðist á fæti. Bifreiðin er stórskemmd. Hitt slysið varð á Suðurlands- vegi nálægt Rauðavatni. Var þar ölvaður maður á ferð einn í bíf- reið og ók mjög greitt. Ók hann útaf á beygju, sem þarna er á veginum, og valt, lenti hann fyrst á steini og kastaðist af honum og flaug um 4 metra og enda- stakkst síðan unz hann stað- næmdist á hjólunum við girð- ingu um- 40 metrum utan við veginn. ökumaðurinn segir svo frá, að þegar hann hafi rankað við sér eftir slysið, hafi hann legið framan við bifreiðina með hægri handlegg fastan undir stuðaranum. Hann gat þó krafl- að sig lausan og brölti upp á veginn og lá þar hálfmeðvitund- arlaus þar til Carlsen minka- bani fann hann seint um nótt- ina og kallaði á lögreglu og siúkrabifreið. Getur niaðurinn ekki gert sér grein fyrir því, hve lengi hann hafi verið búinn að liggja þarna er hann fannst. Maðurinn var fluttur í slysa- varðstofuna til rannsóknar en reyndist þótt furðulegt megi heita lítt meiddur. Bifreiðin er talin gerónýt. | Norðmenn | feliSt við | metveiði \ Alasundi, 13/7. — (NTB) — • í dag byrja reknetaveiðai' við j ísland og hefur 81 skip með f 150.000 tunnur látið skrá sig j til veiðanna. Er það 50 þús. i tunnum minna en í fyrra. ■ Reiknað er með að nokkur j önnur skip sem ekki ilytja i sjálf síld til Noregs mui taka ■ þátt í veiðunum þannig að j tala skipanna verði um 100. j Síðustu dægur hafa komið i 17 síldveiðibátar og tvö flutn- J ingaskip komið með bræðslu- j síld af íslandsmiðum til Möre i og Romsdal, samtals 54 þús. | hl., sem verður skipt milli i verksmiðjanna á Vesturland- j inu. Á vertíðinni í fyrra var j bræðslusíldaraflinn alls 940 { þús. hl. en búizt er við, að í i ár verði sett nýtt met í síld- i veiði til bræðslu. Veiðileyfi fyrir síld í salt i á íslandsmiðum hefur verið i framlengt til 5. október en : var áður bundið við 30. sept- 5 ember. Mikil síld er á mið- j unum og er útlit með veiðar j í salt gott. Síldveiði í bræðslu i lýkur líklega í ágúst en veið- j um í salt verður haldið áfram i út september a.m.k. Helmingi i færri bátar taka nú þátt í j veiðunum en í fyrra svo hætta j er á að ekki fáist upp í gerða • samninga um sölu á íslands- i síld. Fylgfð hrynur af brezka *|_ I !• * B I • LEICESTER 13 7. — I gær fóru fram aukakosningar í Leicester í Bretlandi og beið íhaldið mik- inn ósigur þar eins og annars staðar sem slíkar kosningar hafa farið fram undanfarið. Vrerka- mannaflokkurinn hélt þingsæti sínu og jók l'ylgi sitt. Frjáls- lyndir buðu nú fram í þessu kjördæmi í fyrsta sinn í tólf ár og urðu í öðru sæti. Fylgið hrundi af íhaldinu sem rak lest- ina. Kosningaþátttakan var 60,8 prósent. Frambjóðandi Verka- mannaflokksins, Tom Bradley, hlaut 11.274 atkvæði eða 41,4 , prósent. Frjálslyndir 9.326, 34,3 | prósent, Ihaldsmaðurinn hlaut 6.578 atkvæði eða 24,2 prósent. 1 þingkosningunum 1959 hlaut fi'ambjóðandi Verkamannaflokks- ins 19.421 atkvæði (51,9 prósent) og íhaldsflokkurinn 17.990 at- | kvæði (48,1 prósent).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.