Þjóðviljinn - 14.07.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.07.1962, Blaðsíða 9
4) — ÓSKASTUNDIN ULFABROÐIR Eítir Rudyard Kipling Eða er það ekki rétt hjá mér, að þetta standd í Lögmálinu? — Gott og vel, sögðu yngstu úlfarnir, sem allt- áf voru svangir. Við skulum hlusta á Bag- heera. Það er leyfilegt að borga lausnargjald fyrir hvolpinn. Það stendur í Lögmálinu. — Með því ,að ég ve’if að ég hef engan rétt til ■að taka hér til máls, þá bið ég ykkur hér með um leyfi til þess, sagði Bag- heera. — Tala þú, sögðu tutt- ugu úlfar einum rómi. — Það er níðingsverk að drepa hárlausan hvo.lp. Þar að auki verð- ur meiri fengur í honum þegar hann er orðinn fullorðinn. Baloo hefur mself með honum. Við það, sem Baloo sagði, skal ég nú bæta spik- feltum vísundi, sem ég er nýbúinn að drepa, og hann liggur hérna rótt fyrir neðan. En þá verð- ið þíð að taka manns- hvolpínn inn í úlfastóðið á löglegan hátt. Víljið þið ganga að þessu? En úlfamir æptu hver 1 kapp við annan: — Já, því ekki það? Hann króknar hvort eð er þeg- ar veturinn og rigninga- tíminn kemur, eða hann stiknar í sólarhitanum. Og hvað ætti hárlaus froskur svo sem að geta gert okkur? Hleypum honum strax í stóðið. Hvar er nautið, Bag- heera? Við samþykkjum að veita hvo.lpinum við- töku. Og enn kvað við hln dimma úlfsrödd ofan af 'stóra steininum: — Úlf- ar, takið vel eftir úlfar. En Mowgli var ennþá með allan hugann við smásfeinana sína. Úlf- arnir komu til hans, hver á fætur öðrum, og virtu hann fyrir sér, en hann veitti þvi enga athygli. Að lokum fóru þeir allir niður af hæðinni, til að gera sér gott af villinaut- inu. Eftir urðu aðeins Bagheera, Baloo og úlfa- fjölskyldan sem tekið hafði Mowgli að sér. Ut- an úr naeturkyrrðinni heyrðust ennþá öskrin í Shere Khan, því hann var bálreiður útaf því að úlfarnir skyldu ekki hafa selt Mowgli á vald hans. — Já, þér er óhætt að öskra, muldraði Bag- heera í kampinn, því sá timi mun koma, að þessi hárlausi vesalingur jafn- ar um þig, svo framar- lega sem ég þekki menn- ina rétt. —- Hér hefur verið unnið gotrt verk, sagði Akela. Mennirnir og af- kvæmi þeirra eru full af vizku. Það getur ein- hvern firna orðið Hð að ho.num. — Sá tími mun áreið- anlega koma, að þörf verði á liðveizlu hans. Enginn getur ráðið fyrir úlfastóðinu til eilífðar, sagði Bagheera. Við þessu þagði Akela. Hann var að hugsa um það, sem sérhver úlfahöfðingi verður eínhvern tíma að reyna, þegar kraftar Framhald á 3. síðu. FJOLSKYLDUMYNDIN EFTIR GERTRUDE CRAMTON Jóns-fjölskyldan er bezta fólk. Bæði herra Jón og frú Jóna, börnin þeirra tvö, Siggi og Sigga, og svo hund- urinn, hann heitir Snati. Það var bara þetfa, að þau voru öll .svo. fljót- fær. Þess vegna fór sem fór, þegar myndasmiður- inn kom. Myndasmiður- inn var mjög gamall, og myndavélin hans var eins þung og hún var gömul. Þegar mynda- smiðurinn sá Jóns-fjöl- skylduna úti á túni að raka kallaði hann: — Ég er gamall og þreyttur, vegurinn ryk- ugur og myndavélin er þung. Viljið þið vera svo góð að gefa mér vatn að drekka áður en ég held áfram ferð minni inn í borgina? — Vertu velkominn og gakktu í bæinn, sagði Jón. — Já, þó það værl nú, sagði Jóna, bjóðið mann- inum inn í eldhús svo ég geti gefið honum mjólkurglas. Það var mikið fum og fát á fólkinu. Siggi skar niður brauð og skar sig auðvitað í fingurinn um leið. Sigga tók fram ný- bakaða köku, Jón náði í ost, Jóna hellti mjólk í glas, en Snati sat bara og dinglaði rófunni. — Jæja, sagði gamli maðurinn o.g tók til mat- ar síns. Þegar hann var búinn að gera sér gott af þessum ágæta mat, sagði hann; — Nú vil ég endurgjalda ykkur gestrisnina með því að taka af ykkur mynd, fallega fjölskyldumynd. Allir í fjölskyldunni urðu yfir sig hrifnir að heyra þetta, og það var skvaldrað og kvakað eins og í fuglabjargi. — Dásamlegt, stórkost. legt, hrópuðu þa-u öll. Svo fóru þau að bolla- leggja hverjum þau setl- uðu að senda myndir, Dísu frænku, Þóru og afa gamla, jæja það Framhald á 2. síðu. Um helginc Tveir stórleikir Vegna landsleiksins og er- lendra heimsókna heíur verið nokkurt hlé á leikjum í fyrstu deild, en nú um þessa helgi fer „spenningurinn" að segja til sín aftur hvað snertir bar- áttuna í fyrstu deild. Mun langt síðan hún hefur verið eins hörð og nú, og iná segja að næstum hver leikur geti haft úrslita- þýðingu. Tekst Fram að ná báðum stigunum á Akranesi? Leikurinn á Akranesi milli Fram og Akraness verður vafa- laust mjög „spennandi“ og fyrir fram verður ekki annað séð en að hann verði mjög jafn og tvísýnn. Akranes hefur sótt sig ótrúlega eftir að á leið keppnis- tímabilið en byrjuðu heldur lak- lega. Varðandi Islandsmótið er Akranes þó ekki lakara en það að þeir eru eina liðið í fyrstu deild sem ekki hafa tapað leik til þessa. Þeir hafa gert tvö jafntefli, og hafa leikið aðeins fjóra leiki. Hinsvegar hafa Framarar leikið fimm leiki og eru með hæsta stigatölu eða sjö stig, en fjögur næstu lið hafa sex stig og ísa- fjörður 1. Að vísu hefur Akra- nes leikið báða leiki sína við Isafjörð sem telja verður veik- asta lið'ið:’' ~ Leikir Fram hafa verið all- misjafnir í sumar, stundum góð- ir og stundum langt undir þvi sem þeir geta. Takist Akranesi hinsvegar að leika eins vel og á móti SBU um daginn og takist Ríkharði að stjórna liði sínu eins vel og þá, verður erfitt fyrir Fram að ná í bæði stigin. Vafalaust munu báðir selja sig eins dýrt og hægt er og þar stendur Akra- nes heldur betur að vígi að leika heima. Tekst Akureyri að ná sínu bezta gegn KR? Leikur þessi er nokkuð óviss Rafniagnsveitur ríkisins óskav eftir að ráða R.4ÐSKONU fyrir vinnuflokk úti á landi. Upplysingar í síma 17400 kl. 10—12 f.h. á mánudag 16. þ.m. íbúð óskast til kaups Vönduð 5 herb. íbúð í Hlíðunum eða Háaleitishverfi óskast til kaups nú þegar. 1 herb. þyrfti að vera með » sér inngangi, JÓN Ó. HJÓRLEIFSSON. viðskiptafræöingur, Fasteignasala — Umboðssala, Tryggvagötu 8. Viðtalstími ld. 11—12 f.h. og kl. 5—7 e,h, Sími 20610— Heimasfmi 32869 á margan hátt, og tvísýnn. KR hefur ekki náð sér verulega upp í þessu íslandsmóti til þessa, þó það sé með sömu stigatölu og íjögur önnur lið, eftir fimm leiki. Það er eins og að það hafi vantað lckaátakið í sóknina, þó liðið hafi leikið allsæmilega úti á velli. Yfirleitt er það álit manna að Akureyrarliðið hafi ekld enn náð því fram sem í því býr. Leikni þeirra og hraði ætti að gefa því meiri árangur en það; hefur hingað til náð, þó það sé í fjögra félaga hópnum með sín sex stig. Takist liðinu að ná því bezta ■ fram er ekki að efa að KR mun eiga fullt í fangi með að sigra liðið. Einhverntíma kemur að því að því tekst að ná saman og fá árangur af kunnáttu sinni. Það er því greinilegt að báðir þessir leikir í fyrstu deild eru þýðingarmiklir og að með þeim verður fylgzt af miklum áhuga. önnur deild: Um þessa helgi fara fram 2 leikir í annari deild og eru það Víkingur og Reynir sem eigast við í Reykjavík. Síðast þegar liðiri áttust við sigraði Reynir 6:3, og gera má ráð fyrir að Víkingi reynist erfitt að sigra þá Suðurnesjamenn , þó heima sé. Hinn leikurinn er milli IBH og Keflavíkur, og þó Hafnfirð- ingar leiki heima eru allar lík- ur til þess að Keflvíkingarnir hafi hug á að ná báðum stig- unum og þeir ættu að hafa getu og vilja til þess, því tap getur þýtt það fyrir þá að þeir kom- ist ekki upp í íyrstu deild að þessu sinni en þeir eru jafnir Þrótti eins og er, og hafa mesta vinningsmögulika. Frftriann. íslandsmétið í goEfi hcfið Islandsmót í gqlfi hófst í Vestmannaeyjum á fimmtudag, að afloknu þingi Golfsam- bandsins. Fyrst var keppt í öldungaflokki, iþ.e. 50 ára og eldri. Sigurvegari án forgjaf- ar varð Hafliði Guðmundsson Akureyri með 86 högg, annar varð Júlíus Sölvi Snorrason Vestmannaeyjum með 88 högg. í keppni með forgjöf: 1. Júl- íus Sölvi Snorrason 74 högg (nettó), 2. Stefán Árnason Ak- ureyri 80 högg. í gær hófst svo meistaramótið. Eftir fyrsta daginn eru þessir efstir í meist- araflokki: Ólafur Bjarki Ragn- Framhald á 4. síðu.; Laugardagur 14. júlí 1962 ÞJÓÐVILJINN — (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.