Þjóðviljinn - 02.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.08.1962, Blaðsíða 7
111111 " ' ÉP í ÉPÍ þlðÐVIUINN Otgefandi Sameiningarfiokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Bremsan tekur í JJinn kunni norski hagfræðingur próf. Ragnar Frisch komst svo að orði um efnahagslkerfið, sem komið 'hefur verið í löndum Efnahagsbandalags Evrópu, að það verkaði einna líkast og sjálfivirk bremsa á stöð- ugan og jafnan hagvöxt aðildarríkja og kæmi þannig í veg fyrir örugga þróun til betri lífskjara. Dr. Benja- mán Eiríksson sagði nokkru síðar í Morgunblaðinu, að þetta væru orð að sönnu, og bætti við, að einmitt þann- ig ætti þetta að vera. Morgunblaðið lét heldur ekki standa á sér að gera þessa ályktun dr. Benjamáns að sinni. Þetta er hinn eini og sanni „æðasláttur efna- hagslífsins" að dómi ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar. Og ekki var heldur farið dult með það á sínum tíma, að „viðreisnin" var fyrsta sporið í þá átt að „samrœma“ efnahagslíf landsins því kerfi, sem Efnahagsbandalagið hafði tekið upp. Jgitt meigineinkenni þessa kerfis er viðleitnin að halda niðri kaupmætti almennings. Stjórnendum þess og sérfræðingum er ekkert jafn mikill þyrnir i augum og hröð sókn vinnandi stétta til bættra kjara. Og þar sem bremsan er ekki þegar orðin sjálfvirk, grípa stjórnarvöldin til „neyðarhemlanna" sinna, valdbeit- ingar og framleiðslustöðvana, eins og dýrikeypt reynsla sýnir það sem af er þessu ári. gyrjað var á að stöðva togaraflotann í nær fimm ,mán- uði, og ennþá liggur meirihluti hans í höfn. Næst kom röðin að síldveiðiflotanum, sem stöðvaður var í þrjár vilkur vegna fjárkúgunartilrauna umboðsmanna ríkisstjórnarinnar innan samtaka úgerðarmanna. Rík- isstjórnin hratt af stað veúkfalli járniðnaðarmanna og olli með því miklu framleiðslutjóni vegna seinkunar á nauðsynlegum framkvæmdum, sem af því hlutust. Ekki var hirt um að koma síldarverksmiðjum á Aust- fjörðum í gang í tæka tíð og notlhæf verksmiðja á Seyð- isfirði rifin niður með þeim afleiðingum að þar er bræðsla rétt að hefjast um þessar .mundir. Og loks kom ákvörðun meirihluta síldarútvégsnefndar að stöðva síldarsöltun eftir að rílkisstjórnin hafði neitað síldarsaltendum um ábyrgðarlán út á framleiðslu sína. Bremsan hefur svo sannarlega verið látin taka í. Camt sem áður hefur rákisstjórninni ekki þótt nóg að gert með þessu. Hún hefur í tvígang ráðist sérstaklega á kjör sjómanna, — þeirrar stéttar sem aflar bróðurpartsins af útflutningsverðmætum lands- manna. Fyrst með því að setja lög um gerðardóm til þess að ákveða fiskverð, og nú nýlega með setningu bráðabirgðalaga til þess að koma fram kröfurn útgerð- armanna um lægri skiptaprósentu til sjómanna. Fram- leiðslustöðvanirnar þóttu ekki nægar. Þá var gripið til valdbeitingar til þess að lækka kaupgetu sjómánna- stéttarinnar sérstaklega. það má segja, að það sé kaldhæðni örlaganna, að maðurinn, sem ber opinberlega ábyrgð á öllum þessum stjórnaratihöfnum, er sjálfur formaður Alþýðu- •flckksins, Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra. Ráðsmennska hans er því nokjkyrs konar dæmigert sýnishorn af niðurlægingu AÍ^ýðuflpkksins, enda er nú svo komið að starf hans er manna á meðal nefnt ræfildómur en efcki ráðherradómur. En einmitt þessi „ráðherradómur“ er örlítið sýnishorn aí Homa skal, ef stjórnarflokkunum tekst að> kpma -á hinni,,-: „sjálfvirku bremsu" í efnahagsh'fi- landsinsv-Þetta er aðeins forsmekkurinn að Efnáhágsbandálá’gi 'Evr- . , . ;n ■ . 'i'. - opu. — O. -•.■lA—■ 11'IIIIII i ; l. < .1 II «■■»■. «1 .. I. Ilimtl l 1 ■ Ui. iii ' n ■• -.-II f- X - fii) óö' Hversá iiyrðh-.gurinn 4 12 tonna súðbyrðingi. Sennilega er maður innani skipinu, því lærlingurinn heldur bara við með hamrinum. (Ljósm. Þjóðviljans GO.) Dýrt er það oroið að lifa! Það væri ekki tekið út með sæbiinni fyrir Adam og Evu að standa alls- uakin í íslenzkum kaupstað hér í sumar og eiga að fata sig og giíta sig og fá sér húsaskjóL En einmitt þ-:-;ð hugleiðir r.orðlenzkur höfundur í þessu sögukorni, og styðst við tölur engu síður en við- reisnarhaaíræði. m meira til að klæðast sómasam- lega en han.n. Þó áttu þau eftir að komast að ennþá merkilegri niðurstöð- um í sambandi við það vanda- mál að klæðast fötum á þessa kalda landi. Þau urðu t.d. að eiga allt til skiptanna og þá tvöfaldaðist þes-si tala, var orð- in 21.748 kr. Þau urðu að fá sér spariklæðnað og vétrar- Það gerðist einhvern góðviðr- Kjóil — 1000.00 klæðnað og þá sáu þau líka, að isdag, að Adam og Eva komu í Skór — 500.00 alltaf versnaði samanbui'ðurimn kaupstað á því kalda lamdi Is- Kápa — 2500.00 milli verðlags á karla- og landi. Þau voru bæði eins og Hattur — 500.00 kvennafatnaði. guð skapaði þau, nakin. Nú var Hainzkar — 100.00 En það sem tók þó út yfir það bæði, að Iþeim var hroll- Veski — 200.00 allan þjófabálk var, að Eva kalt, þrá'tt fyrir góðviðrið, og Peysa — 400.00 þurfti al'ltaf að vera að kaupa svo hitt, að vinsamlegur lög- nýtt og nýtt. Nylonsokkarnir regluimaður benti þeim á, að svona gengju menn ekki á al- manmafæi'i. Hann ráðlagði þeim að fara inn í verzlun iþar á staðnum og kaupa sér eitthvað til að hylja nekt sína. Þau hjónaleysin tóku þessu með vinsemd og þökk og fóru svo að ræða málið. Þeim kom saman um að klæðast sem 'hag- kvæmast og iíkast sumartízku landsins. Engan lúxus, aðeiins að líta þokkalega út. Adam var eins og það 'kyn, ekki auraríkur og sá í öll óþarfa útgjöld, eink- um fyrir konu sína. Þau komu inn í fahegá og stóra búð, afgreiðslustúlkan fór hjá sér,„ ,en af taminni spurði hún, hvað hægt væri að gera fyrir þau. Þau sögðust vilja kaupa klæðnað eins og annað fólk, og Eva byrjaði að líta . á brjóstahöld og ibelti. Síðan keypti hún hvað af hverju utan á sig, iþar til enginn gat þekkt hana frá ann- arri venjulegri alþýðukonu. Reikningur hennar leit þann- ig út: Brjóstahöld og beiti kr. 535.00 Buxur — 35.00 Millipils — 250.00 Sokkar — 39.00 Samtals kr. 6059.00 Adam hafði haldið sig að tjaldabaki meðan konan verzl- aði. Bæði var það, að hann blygðaðist sín og svo hitt, að 'hann sá að konan keypti yfir- leitt það ódýrasta. En það hvarflaði að honum enn einu sinni, að ódýrara hefði nú fíkjublaðið verið og þó klætt frúna betur. Síðan fór hann að kaupa utan á sig. Hans reikningur leiit þannig út: Nærföt kr. 80.00 Sok'kar — 60.00 Skyrta — 300.00 Buxur — 970.00 Belti — 55.00 Peysa — 300.00 Bindi — 100.00 Jakki — 1200.00 Skór — 350.00 Hattur — 500.00 Hanzkar — 100.00 Frakki — 800.00 Samtals kr. 4815.00 Adam mátti makka út með 10.874.00 krónur fýrir einfaldan klæðnað á þau hjónaleysin og það aðeins hversdagsklæði. Honum iþótti líka athyglisvert að 'konan þurfti 1244 krónum gliðnuðu strax í sundur í lykkjuföllum. Skórnir voru af- ar óhentugir til að ganga á og fóru framúrskarandi illa á fæti, sólarnir slitnuðu fljótt á mal- bornum vegi og hælarnir sner- ust undan. Kápan var strax úr tízku, kjóllinn sömuleiðis. Karl- tízkan breyttist aftur á móti ekkert og allur klæðnaður hans var rniklu endingarbetri og hentu.gri í úthafsloftslagi norð- ur í höfum. Það var því ekkert undarlegt þótt þessi spurning vaknaði: Hvers á Eva að gjalda? Hvers vegna er a-llt, sem hún þarf til klæða svo miklu dýrara og endingarverra en hans klæðn- aður? Hvers vegna leikur tízk- an hana svona grátt? Hún varð að henda hálfslitinni kápu, hatti, kjól o. s. frv. til að „skera sig ekki úr”. Hann gat fullnýtt sín föt. Staðreynd er þó, að konur hafa yfirleitt miklu lægri laun og fiestar bókstaflega eng- ar sértekjur. Út af þessu kviknaði svo ó- fr.iðarbál milli þeirra Adams og Evu. Hann snéri reiði 'sinni að henni, sem ékki var þó full- komlega rétt. Hann sagði: Þú hefur skapað þetta ástand sjálf með hégómagirnd þinni og í- stöðuleysi. Þú lætur spekúlanta hræra í tiilfinningum þínum með nýjum og nýjum breyt- ingum og tízkutildri. Þú klæð- ist veizlutízku Parísarbúa við vinnu þína og innkaup norður í höfum. Þú hefur ekki nóg stolt og nógan persónuleika til að ganga á undan, klæðast hag- kvæmt, hlýtt og fallega. Móta þannig með þínum yndisleik nýja og skyn.samlega venju, sem hæfir landi og loftsilagi. Þú átt að fara ti.l iðjuhölda og segja: Ég vil láta smíða sterka og þægilega götuskó, sem mis- þyrrna ekki fætinum og mjaðmagrindinni. skó sem henta bleytu og snjó hversdagsins. Ég vil að þið kaupið nýjar vélar, sem geta unnið fínustu þræði úr þeli ullar okkar, síðan gjör- ið þið okkur sókká úr þeini þræði, sokka sem herita úti og inni. Þú átt að segja.,til um það sjálf hve síð éða stutt föt þín skuilu vera. Ekki láta aura- sníkjur hræra í klæðavenju ár- lega. Þú átt að muna, að okkur bar að landi, þar sem veðurfar og árstíðir gera aðrar kröfur til klæðnaðar en suðlægari lönd. í samkvæmislífinu máttu fylgja allra þjóða tízku fyrir mér. Þannig hélt hann áfram að suða. En konan varð ekki orðlaus. Hún sagði manni sínum, að hann hefði all-a daga verið úr- ræðalaus poki og hann skyldi passa sinn don,t. Hún ætlaði ekki. að láta benda á sig sem einhverja gamaldags dræsu. Hann skyldi sjálfur fara í prjónabrók og vinnuskóm í búðirnar hérna á . . . .eyri. Sér væri ósárt þótt að honum yrði hlegið. Og Adám lét ekki segja sér það tvisvar. Hann snaraúi sér út, fékk sér bíl tíg' keýf'ði beint í Áfengið. En iSvártidauðinn hafði þá ré.tt nýlega hækkað um 20 kr. ,,, Nú viilja lesendur sjálfsagt vita meira um þessi hjónaleysi, er hóí'u tilveru sína nakin en þó fullvaxta í norðlenzkum bæ, og höfðu fatað si.g sæmilega, en orðið ósátt útaf þeim vanda- málum. Þá getum við vel gert þau að fulltrúum þeirra þús- unda u.ngra og efnalausra hjónaefna ei' setja saman bú. í borg og bæ, án þess að eiga nokkurt fé li.l þess mikla fyrir- tækis, og jafnvel ekki mikið utan fötin, sem þau standa i. Langflestir unglingar eru ný- komnir úr skólum og foreldra- húsum. Hafa því ekki getað stundað launuð störf eða lagt fé til hliðar. En ástin grfpur unglingana fyrr og fyrr, en ást og fyrirhyggja eiga fátt skylt saman. Útkoman er því sú, að þessu. fólki verður að nægja það fé, sem þau, þó oft- ast aðeims maður'nn. getur unn- ið inn frá degi ti.1 dags. Þakka má fyri.r ef þau geta fengið ■lán til 'nauð'synleg'ustu útgjalda við stofnkostnað heimilis, svo sem í fyrirfram greiðslu hús- næðis, húsmuna- og búsáhalda- kaupa. Það lán. ef fæst, skapar þá rýrnun framtíðartekna, því vextir eru vægast sagt óhag- stæðir, og hlutir keyptir með afiborgunar.-kilmálum verða að ‘greiðast af tekjum hvers mán- aðar. Það er því margur steinn í vegi þeirra. er hefja búskap — og verður þó enmþá óyfir- stíganlegra þeirn er ætla að gerast bændur í svei.t. Þar er nú stofnkostnaður slíkur, að nær óhugsandi er að kljúfa. Þess vegna munum við hasla vfnum okkar völl. í kaupstað. Við skildum við vini okkar síðast, ósátt út af innkaupum, og Adam fékk sér í staupinu til að sætta sig við tilveruna. En þetta varð þó til þess, að næs’tu þrjá sólarhringana var ástin ekki alveg eins heit. Þeg- ar upp S'tytti, setti Eva fram þrjú skilyrði fyrir áframhald- andi sanivistum: Fyrsta, þau yrðu að gifta sig. Annað: Hann yrð.i að útvega sér fasta vinnu. Þriðja: Þau yrðu að fá sér í- búð og stofna sitt eigið heimili. Auðviitað gekk Adam að öll- u.m þessum skilyrðum til þess að halda stúlkunni og friðnum. En það kcstaði aúmikiil heila- Framhald á bls. 10. Suður í Silfurtúni, niður við Arnarvog, þar sem sveitaróm- antíkin ræður enn ríkjum aö mestu cg forsetahöllin að Bessa- stöðum blasi.r við au.gum íbú- anna og Gálgabraunið hefur hrúgazt upp á aðra hönd, er mikið jarðrask þessa dagana. Þar heíur þegar risið ein skipasmíðastöð og önnur er í undirbúningi. Sú sem þegar er risin smíðar smábáta enn sem komið er, en undirbúningur er hafinn að húsnæði þar sem hægt verður að smíða 100 t nna báta og jafnvel stærri. Stöðin heitir NÖKKVI og nú er um það bil ár liðið síðan fyrsti báturinn hljóp þar af stokum. Blaðamaður Þjóðviljans lagði leið sina þangað suðureftir á dögunu.m t'.l að hafa tal af þeim, sem þar vinna að því að stækka íslenzka , bátaílotann. Eigendur eru þeir Syerrin Gunnarsson skipa:míðaméistari, Sigu.rður Sigu.rðsson húsasmið- ur og Sigurður Sveinbjörnsson vélsmiður, sá hinn sami og frægur er orðinn af allskonar spilverki í báta (vökvavindum og þess háttar). Þegar inn kom voru menn önnum kafnir við að reka nagla í súðbyrtar síðurnar á á að gizka 12 tonna báti. Þegar þeim hafa fallizt hendu.r og fara að virða 'íyrir :ér -þennan fúgl,’ sem 6- íorvarandis er kominn þar inná pall vefður nógu -hljótt til að heegt sé að. spyrja eftir Sverri Gu.nnarssyni meistara og trónar hann þá uppundir rjáfri yíir stefni bátsins, en fikar' sig aft- i'.reítir á plönkum til að frétta 'v.m erindi, . komumanns. Við. gengum inná skrifstofuna til að hata hljóð. —, Hvénærv var þetta •fyrir- -’ tæki stofnað-Sverrir? ■ — 1 október 1960, en nú er ár síðan við lukum við 1. bát- inn. Sá sem við erum með núna er sá firhmti í röðinni. Þetta hafa -yfirieitt verið litlir bátar, uppí 12 tonn, einsog sá sem við erum nú að vinna við. — ’ Er þetta eftirsótt stærð? — Já, það er óhætt að segja það, við höfum selt alla þessa báta og eftirspurnin virðist mest á vorin. Fyrsta bátinn séldu.m við til , Raufarhafnar, hann er 9 tonn og heitir Gný-* þór. Annars hafa þeir farið hingað og.þangað út um land ,og til Reykjavíkur. Sá sem nú <er í smíðum fer til Keflavíkur. — Hvað kostar -svona bátur fullbúinrt? Eitthvað í kringufn -700.000 kráBur með vél og öllu' sáman. Annars er þetta síðasti bátur- inn sem við smíðupi af þessari Nökkvi er ti) húsa í flæðarmálinu i Arnarvoginuni. TJppslátturinn er byrjunin á nýja hús- inu, scm sagt er frá í greininni og verður fr;untíöarhú.,næði fyrirtækisins. Þar verðúr haigt að smíða upp í 100 tonna sk.ip. eða 4—6 smábáta í einu. ”, - • ú ■:•:. ') na - stærð í bili. Þegar hann er frá snúum við ckkur af fullum kfaíti að því að smíða skemmu hérna íyrir . framart óg þar get- um við svo smíðað stára ‘báta, 100 tonn eða meira. En við munum líka í framtíðinni halda| áíram með litlu bátana. — Hvenær réiknið þið með| að. nýja húsið verði til? — Núna í haust og þá byrj-r um við strax á þeim stóru. —- ’Öváá1 vinrtið jííð1, margir héi'rtg 'hvfer feF-'rriéistári? — Váð. '«4jm sjaiog,; það á að heita ;svo ;^jég sé meistgrinn, annars er ég allt, aílt neðan frá forstjóra og uppí sendil. Áðu.r vann ég við dráttarbraut- ina í Neskau.pstað. — Er góð aðstaða hér ' til skipasmíða? — Já, mjög góð. Hér er höfn frá náttúrunnar hendi, skjól- gott og aðdjúpt. Þú hefur tek- ið eftir jarðraskinu hér við hliði.na. Þar er verið að grafa fyrir snnarri skipasmíðastöð, sem á að smíða stálskip allt að 300 tonna stór, erda heitir hún Stálvík. Þeir eru búnir að grafa grunninn cg eru að byrja að steypa sckklana, það verður mik'ð fyrirtæki þegar það er komið upp. Aðirieigandi þar er Si.gurður Sveinbjörnsson. — Hvernig stóð á því að þið settuð ykkur hér nlður? — Fyrst og íremst vegna að- stcðunnar, en við fengum ekki jafngctt land annarsstaðar. Sig- urður keypti þetta tún u.ndir starfsemina og allt útlit er fyr- ir að hér verði mikil skipa- smiðastöð síðar meir. Hér iétum v.ið staðar numið, en gaman verður að fylgjast með rnálum í Garðahreppi í íramtiðinni. G. O. '»iiiiit>.iii>iiii ii>iiw.i^.l.ii^ii»j.:>,'ii gj — ÞJÓCViLJINN — Fimmtudagur 2. ágúst 1962 ’frtt .ida egr 1 Fimir.tud-.gui' 2. agúst 1962 — ÞJÖÐVILJINN — a

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.