Þjóðviljinn - 18.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1962, Blaðsíða 4
Frú Iouleikha Bekaddor frá Alsír og frú Ilie Thiele fra DDR. María þorsfeinsdótíir: Alþjóðaráðstefna kvenna um afvopnunarmál var haldin í Vín dagana 23.—26. marz s.l. Af hálfu íslands tók undirrit- uð þátt i þessari ráðstefnu og mætti þar sem fulltrúi Menn- ingar- og friðarsamtaka ís-. lenzkra kvenna. Ráðstefnuna sátu meir en 300 fulltrúar frá 59 löndum. Eitt af því sem maður varð var við að sérstaklega ein- kenndi þessa ráðstefnu fram yfir önnur alþjóðaþing, sem haldin hafa verið á vegum Al- þjóðasambands lýðræðissinn- aðra kvenna var hve margir fulltrúar sóttu það og tóku þátt í umræðum þar, sem ekki em í Alþjóðasambandinu. Má þar nefna 6 konur frá Banda- rikjum Norður-Ameriku, • 10 konur frá Englandi, 14 frá Vestur-Þýzkalandi, nokkrar frá Japan og allmargar frá Frakk- landi. Þingið hófst með því að Madame Cotton, forseti A.L.K., hélt ræðu, bauð konur vel- komnar og þakkaði austurrísku konunum hve vel þær hefðu undirbúið ráðstefnuna og fyrir þá vinsemd. sem þær sýndu 'þ'éssu mikilsverða málefni með því að bjóðá fram hina fögru höíuðborg sína sem aðseturs- stað þessa þings. Þá bauð hún velkomna elztu konuna sem íulltrúi var á þinginu, frú He’.ene Guneseh, vin og sam- starfskonu hinnar miklu hug- sjónakonu og brautryðjanda í friðarmálum, frú Berthu von Suttner. Að síðustu skýrði hún frá því að óveniu mikið starf í þágu friðarin? yrði unnið á Iþessu ári, þar eð auk þessar- ar ráðstefnu vrðu haldin tvö önnur heimsþing um frið og afvopnun. það er nð segja þmg Heimsfriðarráðzins í Mokvu og þing Alþjóða kvennasambandsins fyrir frið og frelsi, sem haldið yrði í Bandaríkjunu.m á sumrinu Fyrstu framsöguræðu þings- ins hélt prófessor Klara-Maria Fasobinder frá Vestu.r-Þýzka- . lándi, var ræða: hennár gevsi- /ró’ðleg. é.t.v. það fróðlegasta sem sagt var á þessari ráð- stefnu. Hún byrjaði á því að tala um prússneska herveldið og þann hernaðaranda, sem síð- an hefur jafnan verið grunnt ef tirstríðsárann a. hættulegri væri Jafnvel enn sú þróun er átt hefði sér stað í uppeldis- og skólamálum og hvernig al- menningsálitið í landinu væri smám saman að taka aJ-gerri breytin'gu. Hún rakti fyrir okk- ur hvernig lygar og áróður væri rekinn í blöðum, útvapi, sjónvarpi o.g skólum, ekki ein- göngu gegn Austur-Þjóðverjum og hinum sósialska heimi, held- ur og gegn öllu þvi fólki heima fyrir sem á einlhvern hátt tæki þátt í friðarstarfi eða áróðri fyrir friði. Aðra framsöguræðu hélt Dr. Alide Daughton frá Bretlandi. Skýrði hún af visindaþekkingu hv.erjar afleiðingar yrðu af iheimsstyrjöld, sem rekin væri með kjarnorku og vetnisvopn- um Hún kvað það mjög hættu- lega villu, sem fram kæmi víðs- vegar í heiminum og e t. v. fyrst og fremst' í Bandaríkjun- um, að hægt væri að lifa af kjarnorkustyrjöld. Fólk væri jafnvel svo skammsýnt að byggja dýrindis loftvarnar. byrgi til þess að flýja í ef til styrjaldar ksemi. Þennan hugs- unarhátt taldi hún í hæsta máta hættulegan, þetta fólk hugsaði bersýnilega ákaflega skammt, þó að því tækist að lifa af sjálfa styrjöldina, þá myndi það ekki eiga langt líf fyrir höndum er henni lyki. Jörðin yrði áreiðanlega lítt byggileg eftir slíkan hddarleik þar er bæði jurtir og dýr, að ógleymdu sjálfu andrúmsloft- inu, yrði baneitrað á þeim svæðum er st.vrjöldin hefði geisað. , Þá 'töluðu .konurnár frá fyrr- verandi nýlendum Asíu og Af- ríku og lýstu með hrifningu hinu nýja lífi i löndum sinum, var þar mikil. breyting á o.rðin frá Heimsþingi kvenna 1953 þegar öll þessi lönd lutu er- lendum yfirráðum og þjóðir Iþeirra lifðu á yztu mörkum mannlegrar túveru. Minnisstæð er mér ræða ungrar konu frá Alsír; hún lýsti á átakanlegan ihátt hörmungum þeim er geng- ið hefðu yfir þjóð hennar af völdum frönsku heimsvalda- sinnanna, hún kvað sár þau er land hennar hefði hlotið verða lengi að gróa, en hún kvað það ósk og von þjóðar sinnar að uppbyggingin í Alsdr mætti verða í anda friðar og vináttu og að land hennar ánetjaðist aldrei framar erlendu herveldi. Konurnar frá Suður-Ameríku höfðu dapurlega sögu að segja. Fulltrúi Argentínu sagði m. a.: „í Argentínu fer 40% útgjalda ríkisins til vígbúnaðar, 3% er varið til skólamála og 8% tU heilbrigðismála“. Fulltrúi Mexí- kó lauk máli sinu á þessa leið: ,,X hinni rómönsku Ameríku liiða 2/3 barnanna af fæðu- skorti, þó að landið hafi meir en nóg auðæfi handa öllum sínum börnum, í rómönsku Ameríku faer enginn þegnanná þau laun sem honum ber, það er dimmt yfir rómönsku Ame- ríku í dag. Þó erum við ekkí vonlaus — hin rómanska Ame- rika er þó einnig Kúba‘ Þinginu lauk með því að Framhald á 10. síð;*- á í Þýzkalandi Þá sagði hún okkur frá árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, en þá taldi hún að almennur friðarvilji hefði ri'kt meðal þýzku þjóðar- innar, svo almennur að virzt hefði sem enginn gæti hugsað sér hervæðingu á nýjan leik. Meira að segja hefðu Adenau- er og Strauss sa'gt á þessum árum: „Megi sú hönd visna er tekur upp byssuna að nýju“. „Hvað hefur þá skeð í Þýzkalandi eftir stríðið að blaðinu skuli svo gersamlega snúið- við?“ sagði. hún. Taldi hún ástæðurnar ,eílaust margár, en 'áðalsökin ;væri þó' hja' Bandaríkjunum. Eftir dauða Roósevelts hefpá ðr.dkommún^ isminn, er' íalsvert bar á þar' fyrir stríð farið að skjóta upp kollinum að nýju, og síóriðju- höldar og afturhaldssinnar ótt- uðust að sósíalskar hugmynd- ir fengnar frá Evrópu eftir- stríðsáranna myndu einnig ná til Bandaríkjanna. Með efna- hagsaðstoð til handa Vestur- Þýzkalandi tókst Bandaríkjun- um að hafa áhrif ú efnahags- lega þróun Vestur-Þýzkalánds og eftir það fór fljótlega að verða vart áróðurs fyrir end- urhervæðingu landsins. Hver átti svo upptökin að því að stofnaður yrði þýzkur her? Sagt er að Eisenhower hafi hótað Adcnauer því að Marshallað- stoðinni yrði hætt ef Þýzka- land legði ekki til hermenn, e.t.v. liggur skýringin þar. í fyrstu. var allvíðtæk and- staða gegn hugmyndinni um endurhervæðingu meðal al- me.onings, t. d. meðal æskunn- ar og alveg sérstaklega meðal trúaðs æskulýðs. Kvaðst próf- og hinum sósíalska heimi, held- óíf blaða katólsks æskulýðs, „Án mín, án mín,“ var þar hið a’imenna viðkvæði. Því miður náði þetta þó ekki almennum 'hljómgrunni, raddir hinna, s&m stríðsáróðurinn ráku, urðu yfir- st.erkari og brátt var b’.aðinu algerlega snúið við, Þó kvaðst hún ekki endilega álita sjálfa endurhervæðinguna hættuleg- asta af þeirri þróun, er átt hefði isér stað í Vestur-Þýzkalandi . t>- lýr s'gur friðarins Ilver geimflaugarferð umhverfis jörðina leggi nýjau fjötur á stríðsöflin. Bidstrup teiknaðþ 4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.