Þjóðviljinn - 22.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.08.1962, Blaðsíða 4
Hannibal Valdimars- son, forseti ASÍ, ritar formála að bæklingi Alþýðusambandsins, „ísland og Efnahags- bandalagið“, (Sjá frétt á forsíðu), og birtist formálinn hér í heild: Þegar Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, ósk- aði þcss á síðastliðnu sumri, að flest helztu félagasamtiik íslenzks ,atvinnu- os við- skiptalífs tilnefndu fulltrúa í nefnd til viðræðna við ríkis- stjórnina um hagsmuni ís- Iands og Efnahagsbandalag Evrópu, varð iþað að ráði, að Haukur Helgason, liagfræð- ingur, tæki að sér að verða fulltrúi Alþýðusambandsins í þeirri nefnd. Nú hefur Haukur Helgason eiimig orðið við þeirri ósk, að semja fyrir Alþýðusam- bandið fræðslurit það, sem hér birtist og nefnist: ÍSEAND OG EFNAHAGS- BANDALAG EVRÓPU. Vill Alþýðusambandið vænta þess, að hver sá, sem það les. verði uin jmargt sannfróðari uni hina voldugu auðhringa- og ríkjasamsteypu, sem liér er í uppsiglingu, og ríkis- stjórnin vinnur nú að leynt og Ijóst, að ísland gerist með einhverju móti aðili að. Verði íslandi þvælt inn í bandalagið, cr aðeins um tvennt að velja; Að ísland serist fullgildur aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu. Eða að ísland sæki um aukaaðild að bandalaginu. Þriðja leiðin er sú, að fs- land standi utan þess, gcri við það almeBna /viðskiptasamn- inga, og liakli sér óháð öllum slíkum samsteypum. I»að er að mínu áliti leið fslands. Á miðju sumri vildi ríkis- stjórnin liraða umsókn um fulla aðild. en Alþýðusam- bandið beitti sér strax á móti iþví. — Sem betur fór hvarf ríkisstjórnin frá því ó- viturlega áformi. Og nú segja stjórnarblöðin, að full aðikl komi ekki til mála. En fsland verði að sækja um AUKA- AÐILD. Enginr* getur ennþá um það sagt, hvað í þessari svo- köl’uðu aukaaðild felst, en flestir Iíta á liana sem fyrsta skrcf að ful'.ri aðild, enda er liún af ráðamönnum Efna- hagsbandalagsins hugsuð sem úrræði fyrir þjóðir, er ekki geta sti.gið skrefið í einu. Um Grikkland, sem fram að þessu er eina ríkið, er gerzt hefur aukaaðili cr það þó /vitað, að það verður að undirgangast öll úrslitayfir- ráð þingsins, framkvæmda- stjórnarinnar og dómstólsins, og afsala sér þannig sjálf- stæði í þýðingarmiklum mál- um — án þess að eiga þó nokkurn fulltrúa í þcssum yfirþjóðlegu valdastofnunum Efnahagsþandalagsins. Að þesisú íeytj virðist auka- aðild jafnvel vera þjóðum ermþá óhagstæðari en full að. ild. Ekki er hcldur annað vit- að, en að aukaaðild sé ÓUPP- SEGJANLEG alveg eins og full aðild. Þá virðist líka næsta ó- scnnilegt, að ísland fengi und. anþágur frá ýmsum helztu grundvallarákvæðum Rómar- sáttmálans, eins og ákvæðun. um um frjálsa tilfærslu fjár- magns og vinmuafls milli bandalagsríkjanna, svo og um allsherjarjafnrétti þeirra í fiskveiða- og landhe’gismál- um. „Og hvað er þá orðið okk- ar starf í sex hundruð sum- ur — —?“ Hver árangur sjálfstæðisbaráttunnar, ef út- lendir gætu keypt cg stofnað hér fyrirtæki, útlendur verka- Iýður í hundraða og þúsunda. tali boðið hér fram vinniuafl sitt og útlend auðfélög stefnt stórútgerð sinni á íslandsmið með sama rétti og íslending- ar sjálfir? Og sé það rátt, að í þessum mcginatriðum séu undanþág- ur óhugsandi, hver getur þá lagt nokkuð verulegt upp úr því barnahjali ráðherra vorra. sem verið hafa í Bonn og Róm og segja þaðan þær fréttir, að málum okkar liafi verið tekið af fyllstu vinsemd. Hver átti þess von, að við yrðum hraktir burt með harð. yrðum, þegar við erum að biðja um, að þeim fjötri aukaaðildar verði á okkur smeygt, sem Efnahagsbanda- Iagið er stofnað til að koma á öll Vestur-Evrópu-lönd beint eða óbeint? Ekki átti ég von á því. GrundviiIIur Efnahags- bandalags Evrópu er Rómar- sáttmálipn. Um þennan sáttmála hefur einn vitrasti hagfræðingur, sem nú er uppi á Norður- löndum, Norðmaðurinn Ragn- ar Frisch sagt þetta meðal annars: „Róm'arsamningurinn hefur að markmiði al- gera sameiningu Vest- ur-Evrópu, bæði póli- tíska, viðskiptalega og hernaðarlega. — Sátt- málinn er stórbrotin tilraun til að endur- vekja og styrkja þá efnahagsstefnu, sem kalla má hið óupp- lýsta peningaveldi.“ !7"—s Hannibal Valdimarsson Það er sannfæring, mín\, að ísland eigi hvorki að sækja um fulla aðild, né aukaaðild að Efnahagsbandalagi Evr- ópu. — Það verður ekki aftur tekið, ef gróðaþyrstu auð- magni Evrópu verður stefnt á lítt numdar auðlindir ís- lands. Ég heiti á þjóðina að kynna sér þetta stærsta mál íslenvkra stjórnmála vandlega — forðast að Iáta blekkja sig — hefja málið langt yfir alla flokka og krefjast þess, að það verði ekki afgreitt, án þess að þjóðiii verði áður spurð annað hvort með þjóð- aratkvæðagreiðslu eða bein- um alþingiskosningum, sem fyrst og fremst snúist um þetta mál. Reykjavák í maí 19*62. Hannibal Valdimarsson. Þorsteinn frá Hamri: Lif- andi manna land, ljóð. Heimskringla, Rvík 1962. Þetta er þriðja ljóðabók Þor- steins. Ilin fyrsta, I svörtum kufli, kom út árið 1958. Þessi fiögur ár hafa því verið frjór tími íyrir skáldið. Fyrsta bók Þorsteins vakti talsverða at- hygli. Þótti mörgum höfundur kunna vel til verks þá 19 ára gamall. Þær vonir er sú bók gaf hafa ekki brugðizt. Mikil breyting hefur orðið á skáldskap Þorsteins þessi fjög- ur ár. Ljóð hans verða inn- hverfari með hverri bók, og jafnframt persónulegri. Þótt skáldskapur Þorsteins sé inn- hverfur er ekki þar með sagt að hann sé sérlega torskilinn eða moldviðrislegur. Þvert á móti finnst manni það oftast ljóst að höfundurinn veit hvað hann er að segja. Annað mál er það, að Ijóð (Þorsteins þurfa meira en finimmínútnalestur. Þau þola margendurtekinn lestur, eins og allur góður skáldskapur. „Þú horfir fram á við og íinnst þú vera kjarkmaður“ segir skáldið á einum stað. Skyldi ekki þurfa nokkurn kjark til þess að horfa framaní nútímann, að ekki sé talað um framtíðina. Atómsprengjur eru sprengdar sitt á hvað í austri og vestri. Hótanirnar dynja á mannfólkinu: „Ef þú hefur þig ekki hægan góði, útrýmum við mannkyn- inu.“ „O þegiðu bara, ef þú hreyfir þig um eitt hænufet enn, getum við sprengt jörðina í tætlur.“ Það eru forystumenn Iþjóðanna, sem tala. Og enn er sprengt til að leggja áherzlu á orðin. Böm fæðast vansköpuð, og nýlendur fá vanskapað frelsi. Peningarnir, og vopnin eru enn tekin framyfir líf fólks- ins. í miðjum þessum ósköpum situr ungur heimilisfaðir í Kópavoginum og festir stafi á blað, eftir háttatíma. Við and- ardrátt sofandi barna sinna skrifar hann ljóð sín. Sú iðja hans er staðfesting á von. Ekki aðeins von þessa eina manns, heldur allra manna. Alls hins ó- breytta lífs. Þvi skáldið er fólk- ið sjálft, innri rödd þess. Skáld- ið segir hugsanir mannanna. Von skáldsins er því von allra heilbrigðra manna. Eitt einlæg- asta ljóð -bókarinnar heitir Leit og er þannig: „Svo leitarðu dauðaleit að nýjum fögnuði því einhversstaðar er hann — sá eilífi er jafnvel ekki vonlaus, Samt koma menn utanúr auðninni og segja: Þér er ekki til neins að berjast þeir hafa gefið út skipanir sínar og hér nemum við staðar. En þú lætur þér ekki segjast — kannski hafði þig dreymt fífil í haga einhversstaðar er hann — Þótt allir staðhæfi að þú haldir för þinni til streitu af hjátrú“. Það er um að gera að Íáta sér ekki segjast við diilbúnar. eða naktar, hótanirnar. Það er vissu- lega til nokkurs að berjast: Allt lífið er í veði. Allt áframhald- andi líf á jörðinni. Hugur Þor- steins nær um alla jörðina. Það sýnir áþreifanlega ljóð hans um svörtu hetjuna Patrice Lú- múmba, sem lét lífið í baráttr unni við peningavaldið. Þar, eins og oftar, var seðlaveskið tekið framyfir mannslífið. Blóð krefur þig dansari, er eitt bezta nútímaljóð, sem ég hef lesið. „heyrirðu svartar striðandi hendur brjóta leið í þykkninu brjóta veggi dýflissunnar brjóta hlekkina: uppaf nótt úr svívirtu blóði mun morgunninn rísa yfir þrep kvalanna.'* Þorsteinn er vel heima f gömlum íslenzkum bókmennt- um og íslenzkri sögu, og gætir þess stundum í skáldskap hans. Málfar hans er knappt og meitlað. Á öllum hans skáld- skap er svipmót sannrar mennt- unar og einlægrar mannúðar. Þytur af ferðum kynslóðanna berzt til okkar gegum ljóð hans. Hann -stendur föstum fót- upi í jarðvegi ættfólks síns og forfeðra. Miðja vega milli sög- unnar og framtíðarinnar sendir hann innstu hugrenningar sínar samtíðinni, að hún megi átta sig betur á sjólfri sér. Það er kannski óþarfi að segja það, en Þorsteinn frá Hamri er þegar orðinn eitt af okkar -beztu ljóð- skáldum. - ! Jón frá Pálmholti. Sundmólið í Leipzig Framhald af 3. síðu. ver.ja vantar. og er það eitt a£ mörgu til marks um nágranna- kærleikana. Því standa hér auð- ar brautirnar fyrir Evrópumet- hafana Hetz og Kuppers. Allt bendir þó til, að farið verði fram úr tímunum frá Budapest, þar sem síðasta Evrópumeist- aramót var iháð 1958. Það tryggja nöfn eins o*g Per O’.a Lindberg frá Svíþjóð (Evrópumet'hafi í 100 metra frjálsri aðferð karla (55,5 sek.)), Karetnikow frá Sovét (óstaðfestur methafi í 200 metra bringusundi með 2:32,8), Ria van Velsen frá Hollandi (ó- staðfestur methafi í 100 metra baksundi kvenna, 1:10,2), Kar- in Beyer austur-þýzk. methafi í 200 metrá bringuslindi kvenna (.2:48,0) og svo mætti lengi teíja. Ókrýnd drottning mótsins er annars óiympíustjarnan frá Róm, í Jistdýfingum, Ingrid Krámer. Sem kunnugt ir taka tveir íslenzkir. sundgarpar þátt í mótinu, Guðmundur Gíslason i 400 metra fjórsundi og 200 m. baksundi og Hörður Finnsson i 200 metra 'oringusundi, Farar- stjóri þeirra og um leið þjá’f- ari er Jónas Ha.ldórsson, Keppnin hófst í morgun og kom þegar röðin að Guðmundi í 400 metra fjórsundi, undanrás- 'im. Þátttakendur voru um 20 i þrem riðlum. Guðmundur varð t. í aínum riðli á mjög þokka- legum tíma, 5:29.2. Sigurvegari í riðlinum var Heima Toivonen frá Finnlandi á 5:19,1. 2. Baslo frá Portúgal á 5:23,9 (portú- galskt met); 3. van Osch' frá Hollandi -á 5;27.Ö. Tírtíi Guð'- mundar naégir ekki til þátttöku t úrslitakeppninni, en næst stingur hann sér ó þriðjudaginn í undanrásum *í 200 metra bak súndi. Bezta timanp. í íjórsund inu átti annars .Hollendihgurim hsköot, 5:08,4, sem jafnfram er landsmet. Á fimmtudaginn kemur röði: að Ilerði i undankeppni í bringu sundinu. Mótinu lýkur laugar daginn 25. ágúst. Hjörleifur. vmn- isiga, Caeller einn Sovézku skákmcistararnir Paul Keres og Efrím Geller heyja nú einvígi um 2. sæti áskorenda- mótsins, cn sem kunnugt cr hlutu þcir jafnmarga vinninga á mót- inu. Einvígiö er átta skákir og eru úrslit í þrem fyrstu skákunum •kunn. Jafntefli várð í fyrstu og annarri skákinni, en þá þriðju vann Keres. Hann héfur því að 3 skákum loknum 2 vinninga gegn einum vinning Gellers. ^) — ÞJÓÐVILJ'INN — Miðvikudagur 22. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.