Þjóðviljinn - 31.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1962, Blaðsíða 4
 víða um land Fyrst áttum við tal við Helga Elíasson fræðslumála- stjóra og spurðumst fyrir um það, hvað liði kennara- skorti. Helgi kvaðst ekki geta um það sagt að svo stöddu, sérstakur maður vinn- ur úr þeim umsóknum, sem borizt hafa og verður ekki fullljóst hvernig málin standa fyrr en um mánaða- mót, en þá taka barnaskól- arnir til starfa. Annars sagðist Helga svo frá, að það væri landsbyggð- in sem harðast yrði úti. Ekki bjóst hann við kennaraskorti í barnaskólum í Reykjavík o.g nágrenni, en strax og kemur upp ii framhaldsdeildir og gagnfræðaskóla kvað hann skort á mönnum með kennsJuréttindi. Stafar það meðfram af því, sagði Heigi, að menn fá greitt jafnhátt kaup hvort heldur þeir hafa lokið sinni gráðu eða ekki og því minni ástæða fyrir menn að afla sér þessara rétt- inda. ;[ Hafnarfjörður Formaður fræðsluráÖs 1 ,di Hafnarfirði er Árni Grétar Finnsson. Honum segist svo frá, að Hafnfirðingar hafi vprið heppnir í þetta sinn, fleiri umsóknir hafa borizt en voru lausar stöður. Þessa dagana er verið að ganga frá ráðningum og er máiið leyst að þessu sinni í Firðinum. Kennarar við barnaskólann og Fiensborg munu allir vera með full réttindi. Siglufjörður Á Siglufirði höfðum við tal af Andrési Hafliðasyni, kaup- manni, sem verið hefur for- maður skólanefndar. Andrés kvaðst ekki geta sagt nema um barnaskólann, en þeir hefðu auglýst þrjár stöður lausar en aðeins tvær um- sóknir borizt. Er annar um- sækjandinn með full kenn- araréttindi en hinn ekki. — Og hvernig búizt þið við að leysa málið? — Ætli hinir kennararnir skipti þessu ekki milli sín. Neskaupstaður Stefán Þorleifsson er for- maður fræðsluráðs á Norð- firði. Honum segist svo frá, að skipað sé í allar stöður við barnaskóiann, en við gagnfræðaskóiann hafi verið auglýstar tvær stöður. Um- sóknir hafa , borizt um þær og eru það menn, sem að vísu hafa ekki full kennararétt- indi, en þó allvel menntaðir. En, segir Stefán, þó sæmi- lega hafi tekizt nú í þetta skipti hefur þó verið erfitt að fá hingað kennara undan- farið og útlitið ekki bjart á Austfjörðum. 5 Vestmannaeyjar Formaður fræðsluráðs í Vestmannaeyjum, Einar Gutt- Innan skamms hefja skólar landsins starf sitt að nýju og er að vanda mikill skortur á kennurum. Víðast hvar í kaupstöðum hefur þó málið verið leyst á viðunanlegan hátt en lands- byggðin verður harðast úti. Mikið er um það, að reynt sé að notast við réttindalausa kenn- 4 ara. Þjóðviljinn átti tal við formenn fræðslu- j ráða í nokkrum helztu kaupstöðunum og \ spurðist fyrir um þessi mál. MINNI í KAUPSTÖÐUM Yngstu borgararnir fá góða umiinnun. ormsson, sjúkraihússlæknir, er nýkominn úr sumarleyfi og getur ekki gefið nákvæmar upplýsingar að svo stöddu. En hann fullyrðir það, að mikið vanti af kennuruim í Vestmannaeyjum. F áskrúðsf jör ður Á Fáskrúðsjjirði er formað- ur skó'.ánéfndar 'Lúðvík Ingv- arsson fyrrv. sýslumaður og hefur illar fréttir að færa: — Við hofum hér skyldu- nám, þ.e. barnaskóla og ung- lingafræðslu. Undanfarið hef- ur verið hér skóiastjóri og þrir kennaraf, en nú er svo komið. að hér er aðeins éinn kennari. Við höfum auglýst stöðu skólastjóra og tvær kennarastöður en engin um- sókn hefur borizt. — Hvaða leið sjáið þið fram úr þeim vandræðum? — Ef við fáum skólastjóra reynum við að bjargast við réttindalausa kennara. Með skóiastjóra og þrem kennur- um er sama lið og verið hef- ur, en raunverulega þyrfti að vera hér einn kennari til við- bótar. Akranes Sveinn Guðmundsson kaup- félagsstjóri er formaður fræðsluráðs á Akranesi, og við spyrjum hvernig máiin standi með kennara þar. — Þau standa vel. Hjá okk- ur er fullráðið. Einn hætti að vísu í dag og fer til Akur- eyrar. en um þá stöðu hef- ur umsókn borizt. Ekkert hef- ur flutzt eila burt af kenn- araliðinu. — Og eru þetta menn með full kennararéttindi? — Já, allir. Seyðisf jörður Á Seyðisfirði höfðum við tal af séra Erlendi Sigmunds- syni o,g spurðum um kennara- skort. — Hann er enginn, allt fullskipað. Hjá okkur eru sömu mennirnir ár eftir ár. Að vísu er lausráðið í eir.a stöðuna, en það er sökum iþess, að við viljum halda henni opinni þar eð sérmennt- aðan mann þarf í hana, nfl. handavinnukennara. — Eru þetta fullimenntaðir kennarar? — Já, allir. Við höfum að- eins barnaskóla og skyldu- nám, þessir menn hafa allir j kennarapróf og það er full- gilt. hefur fpIpS siðan 19 Akureyri PEKING — íbúar Kína eru nú scnnilcga orðnir 700 milljónir talsins, segir blaðið „Kínvcrsk æska”. Samkvæmt blaðinu hefur Kínverjum fjölgað siðustu tíu árin um 13 milljónir að meðaltali árlcga og má því fastlega reikna með að fjöldi þeirra sc nú kom- inn yfir 700 milljónir. AUsherjar manntal var síðast tekið í Kína árið 1953 og rcyndust íbúar Iandsins iþá vera 601.938.035. Síðan hefur þeim sem sagt fjölgað um 100 milljónir. Brynjólfi Sveinssyni á Ak-1 ureyri segist svo frá, að mál- in standi vel hjá, þeim og . ekki sé unnt að tala um kenn- i araskort í höfuðstað norður- < iands. — Við auglýstum nokkrar stöður og bárust fleiri um- sóknir en stöðurnar voru. Að vísu. getur komið fyrir að1 kennara vanti, kennarar eiga 1 það til að Ihætta á miðjum , vetri. en yfirleitt standa mál- in vel og tíðindalaust á þess- um vígstöðvum. — Kennaramenntun? — . E.kki. þefur vepið mælt, með öðrum í stöðurnar en þei.m, er fulla anenntbn höfðu. ísafjörður Skólastjóranum við Gagn- fræðaskóla ísafjarðar, Gústaf 1 Lárussyni, segist svo frá, að málin standi enn no.kkuð ó-1 Ijóst vestur þar. Tveir kenn- aijar við gagnfræðaskólann hafa sótt um kennarastöður | við Kópavogsskólann óg hlot- ( ið meðmæli fræðsluráðs. Menntam'álaráð hefur ekki enn afgreitt það mál en fari 'Svo, að þeir fái stöðurnar i eins ög ýmislegt bendir til, vantar kennara fyrir þá. Auk þess hafa svo verið auglýst- i ar lausar ein til tvær kenn- i arastöður við skólann. For- maður fræðsluráðs hefur ver- ið fjarverandi um skeið svo skólastjóri hefur ekki enn at- hugað þær umsóknir. er bor- izt hafa. Það gildir jafnt um ísafjörð og aðra staði, að þar ' verður að notast við réttinda- lausa kennara. — Þið hafið gripið til þess að veita staðaruppbót á laun? — Já, kennarar fá hér 750 króna mánaðarlega uppbót á 1 laun og gildir það j’afnt um kennara við barnaskólann og , gagnfræðaskólann. Síldarafli 53% meiri m BEGEN 29/8 — Síldarafli Norð- manna á miðunum við fsland hefur aldrci verið nándar nærri cins mikill og á þessu sumri og er hann nú orðinn 53 prósent Ráðherrafundur vesturveldanna WASHINGTON 29/8 — Kennedy forseti skýrði frá því á blaða- mannafundi í dag að utanríkis- ráðherrar vesturveldanna myndu koma saman á fund í næsta mánuði til að ræða viðsjárnar í Berlín og koma sér saman um sameiginlega afstöðu gagnvart Srvétríkjunum í Berlínarmálinu. Trúlegt cr að fundurinn verði haldi.nn í Washington rétt áður en allsherjarþing SÞ kemur sam- an í New York 18. september. meiri en heildaraflinn var i fyrra. Um síðustu helgi Ijöfðu borizt á land í Noregi 1,400.000 hektó- lítrar af bræðslusíld, en alls fengu norsku skipin 947.000 hektólítra af bræðslusíld í fyrra. Enn er ekki vitað með vissu hve mi,kið hefur veiðzt í reknet, en reikna má með því að salt- síldaraflinn muni a.m.k. nema 150.000 tunnum, sem er iþað tunnumagn sem skipin hafa með sér. Og heildaraflinn ætti því að vera 1,7 milljónir hektólítraj en var í fyrra 1,135.000 hektó- lítrar af bræðslu- og saltsíld. Það má nefna sem dæmi um hve mikilvægar veiðarnar við Island eru orðnar Norðmönnum,- að heildarafli þeirra á vetrar- vertíðinni við Noreg fram að áramótum varð aðeins 904.000 hektólítrar, en síðan um ára- mót hafa veiðzt 1,4 millj. hl. við Noreg. . . . og guð er hún ekki í verlcalýðsfélagi ^ — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 31. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.