Þjóðviljinn - 11.09.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.09.1962, Blaðsíða 12
kona ók út af ju og druknar Um-kl. 1,30 sl. laugar- dag varð það slys á Skagaströnd, að ung kona, Iris Jónsdóttjr, ók bifreið fram af bryggj- unni og drukknaði. Tvær ungar dætur hennar og og systir hennar, er voru með henni í bifreiðinni, björguðust. Iris, sem var 25 ára að aldri, gift Hákoni Magnússyni . skip- stjóra á Húna HU 1, var á leið fram bryggjuna til þess að taka á móti manni súnum, en Húni var að koma heim til Skaga- strandar af síldveiðunum. Með henni í bifre ðinni, sem var Volvo stationb.il, voru dætur hennar tvær, 4 og 6 ára, og systir hennar Dóra. Sat Dóra í framsætinu hjá Iris en telpurn- ar voru í aftursætinu. Á TALSVERÐRI FERÐ Ekki er vitað með vissu hvernig slvsið hefur viljað til, en bifreðin mun hafa ver- ið á taisverðri ferð, því að hún fór fram af bryggjunni yfir um 25 cm háa brún, sem er fremst á henni. í ljós kom, er bifreiðin var dregin upp, að hemlapípa hennar var slitin sundur, en hún kann að hafa bilað, þegar verið var að ná bifreiöinni upp. Nokkrir menn voru að vinnu þarna rétt hjá, er slysið varð, en enginn þeirra sá til, er bif- reiðin fór fram ai bryggjunni. 19 ára piltur, Sigurður Björnsson, Iheyrði, er bifreiðm skall í sjóinn og hljóp fram á bryggjuna og sá þá báðar telpurnar og Dóru á íloti í sjónum. Kastaði hann sér í sjóinn og tókst að halda telp- unum uppi þar til hjálp barst. Skipverji á Húna, Birgir Þor- bjömsson, sem er 18 ára að aldri, kastaði sér einnig (L sjóinr. og aðstoðaði Dóru þar til lífbát- num af Húna hafði verið komið á flot og var þeim öllum bjarg- að um borð í hann. NÁÐIST UPP EFTIR NÆR 2 KLUKKUSTUNDIR Maður írisar, Hákon Magnús- son, og Karl Berndsen skipverji Iris Jónsdóttir ásamt dætrum sínum Guðbjörgu fjögurra ára og Margréti 6 ára. á Ilúna reyndu báðir að kafa® niöur að bílnum til þess að bjarga konunni, en bifreiðin lá á rösklega 7 metra dýpi og tókst þe'm ekki að komast nið- ur að honum. Er engin kafara- búningur til á Skagaströnd. Náðist bifreiðn upp um síðir með því að krækja í liana þorskanetadreka, en þá voru liðnar nær tvær stund'r frá því slysið varð. Báru lífgunartil- raunir cngan árangur. Báðar afturhurðir bií'reiðarinn- ar voru opnar, er hún náðist upp, og munu telpurnar hafa hrokkið út, er þær opnuðust. Framhurðirnar voru báðar lok- aðar en framrúðan brotin. Gerii Dóra sér ekki ljóst, hvernig húh komst út úr bílnum. íris vai með áverka á enni, sem hún mun hafa fengið við það að kastast á framrúðu bílsins. þlÓÐVILIINH Þriðjudagur 11. september 1962 —* 27. árgangur — 196. tölublað Sildðrðflinn 2 millj. og 320 þás. mál og tunnur í síldveiðiskýrslu Fiskifélagsins segir, að sið- ustu viku hafi aflinn numið 225.187 málum og tunnum. Enginn afli var í sömu viku í fyrra. í vikulokin var heildaraflinn orðinn 2.320.023 mál og tunnur. Enginn afli var- síðustu daga vikunnar og er mikill meirihluti skipanna nú hættur veiðum. Eftir hagnýtingu aflans skipt- ist hann þannig í vikulokin: í salt 372.906 uppsalt. tunnur. í bræðslu 1. 908 100 mál. í frystingu 39 017 uppm. tunn- ur. 113 skip höfðu fengið 10 þús. mál og tunnur og þar yfir. Afla- hæstu skip: Ólafur Magnússon AIC 29.565 Víð.r II. Garði 29.500 Höfrungur II. Akranesi 29-200 Helgi Helgason, Vestm. 28.066 Seley, Eskifirði 27,124 Guðmundur Þórðarson R 26.973 Eldborg Hafnarfirði 24.302 Guðrún Þorkelsd., Eskif. 24.275 Helgi Flóventss. Húsav. 23.849 Steingrímur trölli, Rvík 22.748 Helga, Reykjavík 22.696 Jón Garðar, Garði 22.584 Pétur Sigurðsson, Rvík 22.500 Fyrirlestur um heyrnarhjálp í kvöld kl. 8,30 flytur dr. med. Christian Röjskjær yfir- læknir. við StatenS Hörecentral í Cðinsvéum á Fjóni fyrirlestur fyrir almenning um heyrnarhjálp í 1. kennslustofu Háskólans. Teknir fyrir ölvun við akstur Um helgina tók Jögreglan nokkra menn, sem grunaðir voru um að aka bifreið undir áhrif- um áfengis svo o,g réttindalausa ökumenn. @ sœsingar stjórninni ó WASHINGTON 10/9 — Meðal bandarískra stjórn- málamanna verða þær raddir æ háværari er kref j- ast þess að enn verði gerð innrás á Kúbu. Hafa innrásarinnar gerzt ólmari en nokkru sinni fyrr eftir að Sovétríkin tilkynntu að þau myndu veita Kúbumönnum hernaðarlega aðstoð og Kennedy forseti gengið til móts við kröfur þeirra með því að bjóða út 150.000 manna varaliði. í byrjun mánaðarins voru Kúbumálin til umræðu á banda- ríska þingnu. Meðal þeirra sem ákafast beittu sér fyrir nýrri innrás vom tveir þingmenn Demókrata. Annar þeirra, Storm Thurmond öldungardeildarmað- ur, minnti á það að innrásin sem misheppnaðist fyrir hálfu öðru ári hefði verið skipulögð af Eisenhower og framkvæmd í samráði við Kennedy. Sósíalistofélag Reykiavíkur: í hagsmdl verða rœdd annað kvold Sósíalistafélag Reykjavíkur byrjar nýtt starfs- ár með almennum félagsfundi í Tjarnargötu 20 miðvikudaginn 14. september klukkan 8,30. Þjóðviljinn hal'ði tal af formanni félagsíns, Páli Eergþórssyni, og spurði fyrst um íundarefnið. — Umræðuefnið er kjara- mál:n, svarar Páil, stórmál sem alla snertir. Að sjálf- sögðu verða viðreisninni þarna gerð skil sem vert cr. En alvarlegasta umræðuefn- ið verða þó fyrirætianir rík- isstjórnarinnar um innl mun Islands í Stór-Þýzkaland hið nýja, sem gengur undir nafninu Efnahagsbandalag Evrópu. , FJÓRIR FRAMSÖGUMENN — Eg býst þarna við mikl- um umræðum, heidur Páll á- fram. Þess er þá fyrst að geta, að f.jórir færir fram- sögumenn skipta þarna á m:lli sín þessu umfangsmikla efni. Þeir eru: Sigurður Guð- geirsson, Björn Bjarnason, Guðrún Guðvarðardóttir og Hjalti Kristgeirsson. Eg tel ástæðu til að búast við mik- illi fundarsókn. — Á hverju byggirðu það? — Á þessum minum stutta formannsferli hef ég orðið á- þreifanlega var við það að mikill bugur cr í félags- mönnum að láta eítirminni- lega til sín taka á nýbyrjuðu starfsárh Stjórnin hefur þeg- ar af því ánægjúlega reyrsslu, að gott er að leita til félagsmanna um lausn á miklum og erfiffum verkefn- um. — Hvaða verkcíni eru það? — Um það munum við tala seinna. — Hvern;g líkar þér að starfa í félagssljórninni? — Beíta samstarfsfólk verður ekki kosið. „Ef aðstæðurnar 1960 og 1961 réttlættu ákvörðun tveggja rik- isstjórna um að innrás í Kúbu væri nauðsynleg, hvernig getur það þá átt sér stað nú, að enn alvarlegri aðstæður krefjist ekki ins sama?“ sagði öldungardeild- arþingmaðurinn. Hann sagði að aðgerðarleysi gæti ekki leytt til sigurs. „Því lengur sem Bandaríkin hika við að uppræta kommúnismann á Kúbu, því erfiðara verður verk- efnið viðfangs." Sumir þingmenn hafa haldið því fram, að Sovétríkin hafi sent herlið til Kúbu og byggt eldflaugastöðvar á eynni. Bandaríska utanúikisráðuneytið hefur v^sað þeim sögusögnum algjörlega á bug. Sovétrlkin hafa samið við Kúbumenn um hernaðarlega að'stoð. Munu Sovélríkin sam- kvæmt samningnum senda vopn og sérfræðinga til ieyjarinnar. I opinberri tilkynningu um þetta, segír að vegna ógnana heims- valdas'nnanna verði Kúbumenn að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir til að tryggja öryggi sitt og landsréttindi og að vinir Kúbu hafi fyllsta rétt til að verða við lögmætum málaleit- unum Kubumanna. Repúblikanar taka undir Þingmenn Repúblikana hafa að sjálfsögðu ekki viljað vera eft'rbátar íelaga sinna úr flokki Demókrata í hatursherferðinni gegn Kúbumönnum, og á föstu- daginn skýrði leiðtogi þeirra í öldungadeildinni, Everett Dirk- scn, frá því að þeir væcu nú að undirbúa lagafrumvoip sem ve ta myndi Kennedy forseta Framhald á 3. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.