Þjóðviljinn - 28.09.1962, Side 6

Þjóðviljinn - 28.09.1962, Side 6
pfðDVItilNN Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. Uppbótakerfið — skilgetið J afkvæmi Sjálfstæðisflokksins J7kki batnar ritstjórum Morgunblaðsins minnisleysið! í gær skrifa 'þeir hvorki meira né minna en tvo leiðara, sem eiga að heita um sjómannamál. Og eins og vant er minnast þeir Lúðvíks Jósepssonar þegar minnzt er á sjómannamál. Morgunblaðsmenn munu seint fyrirgefa Lúðvdk farsæla forystu í landhelgis- málinu né heldur hitt, að þá var sjávarútvegsmálum á íslandi þannig stjórnað að því leyti er til ríkis- stjórnarinnar tók, að fiskifloti landsmanna var stanz- laust að veiðum. Samanburður þeirrar stjórnar við vesaldóm Ólafs Thors og Emils Jónssonar á þeim mál- um er óþægilega augljós fyrir núverandi stjórnar- flokka, enda sér þess oft merki. \ ¥jað hlálega við Morgunblaðsleiðarana í gær er sú hugmynd Morgunblaðsins, að byrjað hafi verið í tíð vinstri stjórnarinnar eða fyrir tilstilli Lúðvíks Jós- epssonar að tvískipta fiskverði eftir því. hvort það var til sjómanna eða útgerðarmanna, að Lúðvík hafi fund- ið upp „uppbótakerfið“ sem hafi gert það að verkum að menn hafi yfirleitt ekki vitað Ihver fékk hvað af fiskverðinu. Hér mismínnir Morgunblaðsritstjórann alveg hrapaliega, svo rétt er að rifja upp nokkur at- riði, og minna á, að það var stjórn Sjálfstæðisflokks- ins sem „heiðurinrí* á af „uppbótakerfinu", og sjávar- útvegsmálaráðherra þess, Ólafur Thors. Bátagjaldeyr- iskerfið var tekið upp þegar árið 1951, af samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, undir forystu sjávarútvegsmálaráðherrans Ólafs Thors. Og það fyrirkomulag gilti undir stjórn þessara tveggja flokka fram á mitt ár 1956, í einni eða annarri mynd. \ TFjað var á þessu áijaþili sem Sjálfstæðisflokkurinn kom á svo víðtæku uppbótakerfi, að það leiddi til þess að útgerðarmenn voru farnir að fá allt annað verð en sjómenn fyrir fisk sinn. Sjómannafélög neydd- ust til að fara í mál við samtök útgerðarmanna, vegna þess að sjómenn fengu miklu lægra verð fyrir afla- hlut sinn. Sjómenn unnu þessi mál, t.d. í Vestmanna- eyjum, og voru -útgerðarmenn dæmdir til að skila sjó- mönnum viðibótargreiðslum. Þegar svo hafði gengið um hríð neyddust sjómenn til þess að fara að taka fram 1 samningum sínum við hvaða verð skyldi mið- að á aflahlut þeirra í hverju tilfelli, vegna þess að uppbótakerfið gerði ófært að vita fyrirfram endanlega verðið. Allt þetta var upp tekið og blómgaðist í sex ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Ólafs Thors í embætti sjávarútvegsmálaráðherra. I. F»að sem gerðist í þessum málum í tíð vinstri stjórn- arinnar, meðan Lúðvík fór með sjávarútvegsmálin, var fyrst og fremst það að samið var um verulega hœkkun jiskver.ðsins til sjómanna. Samið var um svo mikla hækkun að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn létu það verða eitt sitt fyrsta verk þegar þeir skriðu saman til samvinnu um stjórn landsins að setja lög um lœkkun liins umsamda fiskverðs til sjó- mannanna. Það var fyrsta framlag núverandi stjórnar- flokkasamsteypu til þessara mála. Og síðan hefur ver- ið haldið áfram á sömu braut, hver árásin á sjómenn af annarri. og er skemmst að minnast óþokkabragðs Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins er þeir settu í sumar gerðardómslög til að stela verulegum hluta af samningsbundnu kaupi síldveiðisjómanna og af- henda það útgerðarbröskurunum. Það er ekki von að Morgunblaðsmönnum sé auðvelt . að skrifa um sjó- mannamál af einhverjum rckum, með þessa fortíð í huga, og grípi til minnisleysisins, svo tekin sé sú skýring sem mannúðlegust er í garð ritstjóranna. • Sú var tíðin að miklir vöruflutningar áttu sér stað frá hafnar- bænum Seyðisfirði upp yfir Fjarðarheiði til Fljótsdalshéraðs og allt upp á Jökuldal. Nú er þessu öfugt farið: allskonar varningur er flutt- ur frá Egilsstöðum niður yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar. Einn er þó sá varningur sem oftast fer hina gömlu, hefðbundnu flutningaleið frá Seyðisfirði upp yfir Fjarðarheiði; hann er í aflöngum glerumbúð- um og kemur frá ríkiseinkasö lu. YFIR • Ef þið trúið þessu ekki skuluð þið spyrja Þorstein Kristjánsson, stofnanda Vöruflutn- ingamiðstöðvarinnar í Reykjavík. Þorsteinn Kristjánsson við einn bíl sinn. Húm ágústkvöldsins er enn ekki orðið að náttmyrkri þegar yfirbyggður vöruflutningabíll staðnæmist við hornhús á göt- unni sem liggur næst og sam- hliða Iþjóðveginum. Kona og maður, enn ung, ásamt tveimur drengjum innan fermingar taka þegar til við að losa bílinn. Það eru furðumargir kassar og varningur í allskonar umbúðum sem getur rúmazt í slíkum bíl. Þessum flutningi fylgir farm- skrá, og varningi á hvern stað er hlaðið sér í geymsluna svo sem kostur er svo greiðar gangl að hlaða aðra bíla til fram- haldsflutnings. Ágúströkkrið hefur breytzt í náttmyrkur þeg- ar því verki er lokið. Við erum stödd á Egilsstöð- um, hinni nýju sveitaborg þeirra Austfirðinga. Þangað er\» 730 km frá Reykjavík, en frá Reykjavík er bíllinn kominn, yfir heiðarnar sjö að ógleymd- um Möðrudalsöræfunum. Og maðurinn og konan eru kunn- ingjar margra Reykvíkinga: Bryndís Karlsdóttir, gamall Vesturbæingur og Þorsteinn Kristjánsson, fyrrum nábúi á Skólavörðustígnum, er eitt sinn iék sér á sömu slóðum og dóms- málaráðherrann. Þau eru nú ibæði landnemar í nýju sveita- borginni fyrir austan. Við skulum taka þau tali. — Hvenær byrjaðir þú á þessum vömflutningum, Þor- steinn? — Það var sumarið 1959. Þá voru engir vöruflutningar á foíl- um hingað austur. — Hvernig stóð á því að þér datt í hug að fara að flytja vörur á bílum alla leið hingað austur? — Við vorum tveir sem fór- um að hugsa um þetta. Til Austfjarða koma ekki skip nema á um það bil þriggja vikna fresti. Við athuguðum í- búafjöldann á Austfjörðunum og komumst að þeirri niður- , stöðu að þörf my.ndi vera orðin fyrir: flutninga á landi, einnig þangað, en .fram ^ð, þeim tíma foafði enginn sinn;t,þeim flutn- ingum vegna . þea% ,hyp vega- ; lengdin er .löng. Og svo byr>j- uðum við flutningana. — Hvernig ■ stendur á því að uði seinna. Nú er ég með 4 bíla, 3 sem ég á sjálfur og 1 bíl á leigu. Eina vikuna í sum- ar varð ég auk þess að fá 3 leigubila , til að anna flutningn- • um. | Hvað fíytjið þið venjui- . léga mikið á viku? — Mestu annavikuna munum við hafa flutt um 55 tonn, en fastúf flútHingur á viku er 35— 40 tonn. - »— Hvenær stofnuðuð þið fé- lag um vöruafgreiðsluna syðra? nema með mikilli eftirvinnu. Á vetrum eru afgreiðslumennirnir ekki nema 3. — Það eru strjálar skipa- ferðir til Austfjarða, en nú eru daglegar skipaferðir til Akra- ness — og samt er mikið flutt með bíium þangað frá Reykja- vík, fover er skýringin á því? — Það er tilfellið að þar sem hægt er að koma flutningum með bílum við á góðum vegum, þá þola önnur flutningatæki ekki samanburð. Rætf við ÞORSTEIN KRISTiÁNSSON vSíílíi* 5 stofnanda Vöruflutningemiðstöðvarinnar ífi fe % f r lai il l II i y það getúr borgað sig að flytja með bílúifo allá þessa Jeið? — Menn athuga : ekki hvað hraðinn er orðinn mikið atriði í flutningsgjaldinu. Hér á Aust- fjörðum líða 20 dagar milli skipaferða, og margsk. starf- ræksla getur ekkj beðið svo lengi. Flugvélar neituðu t. d. að taka súrhylki til flutnings — og heil verkstæði voru stöðvuð Auk þess er meðferðin á vör- unum allt önnur í bílum en skipum. Margar vörur þarf að negla niður í ramgerða kassa eigi þær að komast óskemmdar á leiðarenda með skipum — og gengur oft misjafnlega fyrir því. Það er mjög sjaldgæft að vörur skemmist í bílum, ef sómasam- lega er hlaðið á þá. — Og hefur flutningurinn aukizt hjá þér? — Við : byrjuðum: með einn bíl, og bættum við öorum mán- — Það var árið eftir að við 'hófum flutningana hingað aust- úr, eðá 1960, sem við stofnuðum Vöruflutningamiðstöðina. Stofn- endur vöru 12, eiristakhngar og félög; bílstjórár, kaupfélög og bílstjórafél. — Og nú er þetta orðin mið- stöð fyrir vöruflutninga út um allt land? — Já, við tökum í 40—50 kaupstaði á landinu, allt frá Vestfjörðum til Austfjarða. Þrjátíu t\a fleiri bílar hafa af- greiðslu á stöðinni nú, og ég gæti trúað að yfir sumartímann væru flutningaafköstin 400—500’" tonn á viku, sem flutt er með bílum ,;stöðvarinnar, til og frá Rieykjavík. Þegar ég tók við stöðinni, um áramót 1961, var ég eihn með stúlku hálfan daginn við af- greiðsluna', nú vinna 5 við af- greiðsldna, og háfa ekki undan Flutningsgjgld með skipum hefur hækkað mikið — og þó er talað um að það sé lágt. En ríkið borgar milljónir meðskip- .unum, Við gætum. líka haft lágt flutningsgjald, ef ríkið vildi borga með bílunum. — Eru ekki hærri flutnings- gjöld með bílum? — Flutningsgjald er svipað, nema á lengri leiðum, þá er það hærra. Það sem sparast við stærri vöruflutninga með bílum er að bílarnir afhenda vöruna á staðnum og eigandinn þarf ekki að greiða uppskipun, hafnar- gjöld og flutning frá og að skipi — En hvað segirðu um veg- inn hingað austur? — Það gengur alltof hægt að koma áfram Austurlandsvegin- um. Það er langur kafli, líklega 50—60 krn, sem Vegagerðin við- urkennir ekki sem veg, heldur sem ruðning, það er kaflinn yf- ir Möðrudalsfjallgarðana og Jökuldalsheiði. Sá kafli fcr af- skaplega illa með bílana — og ökumanninn sjálfan. Það þarf stóra jarðýtu og nokkra karla, þá gæti gengið fljótt að ryðja upp yfir Möðrudals- fjölnn. —r En vegirnir hér niðri á ?í fjörðunum? . V — Fagradalsvegurinn nýi, það sem komið er af honum, er fyrsta flokks, einnig er senn kominn fyrsta Jlokks vegur frá Eskifirði, út á Hnimanesið. — En Fjarðarheiði. og Odds- skarð? — Það er allt í lagi með Oddsskarð, það er breiður og góður vegur, þó hann sé bratt- ur. — Þeir segja að tvgggja km göng gegnum fjallið myndu nægja til þess að fært væri til Norðfjarðar allt árið. Vegurinn til Fáskrúðsfjarðar er andstyggilegur, brattur, hlykkjóttur og laus. — Er ekki mjög erfitt að vinna við þessa fiutninga? — Jú, þetta er erfitt, en akst-. ur hingað austur'frá Reykja- vik finnst mér skemmtilegur. Það er sérstaklega lestun og losun sem er erfið og Aust- fjarðabæirnir eru svo þröngir að það er varla hægt að snúa þar við stórum bílum, það þarf oft að aka langa leið til að geta snúið þeim við. — Og héðan frá Egilsstöðum dreifirðu flutningnum? —r Bílarnir að sunnan eru losaðir hér og vörur til einstakra Austfjarða ílyt ég svo héðan á minni bfl. — Qg þú hefur trú á að þess- ir flutningar aukist en minnki ekki? — Já, og með batnandi veg- um lækkar flutningsgjaldið , með bílum. — Það er margháttað sem þú flytur? — Já, þar kennir margra grasa. Fyrstu 2 árin voru bíl- arnir alltaf troðfullir á haustin af búslóðum suður, en nú flyt ég búslóð hingað austur — meir að segja sumt sama fólkið og ég flutti suður! — Og hvernig kunnið þið við ykkur hér á Egilsstöðum? — Egilsstaðir eru upprenn- andi bær og samgöngumiðstöð. Við kunnum prýðilega við okk- ur — nema hvað! Þetta er eini staðurinn sem ég vildi eiga heima á hér á Austurlandi. J. B. Námsflokkarnir Innkaup neyt- námsgrein Það er margt handtakið við losun og umhleðslu t il hinna einstöku staða á annatímanum á sumrin. Námsflokkar Reykavíkur hefja vétrarstarf sitt þriðjudaginn 2. oktcber. Innritun stendur nú yfir í Miðbæjarskólanum kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. í haust verður tekin upp ný námsgre.in: Vöruþekking og inn- kaup neytendá. Kennslan verður í samvinnu við neytendasamtök- in. Foreldrafræðslan, sem byrj- að var á í fyrrahaust og var þá rrijcg vel sótt, starfar nú einnig í framhaldsflokki auk 1. ílokks, sem verður með svipuðu sniði og í fyrravetur. í 1. flokki verður foreldrum leiðbeint um uppeldi barna fram að skóia- skyldualdri, fiutt verður erindi, kenndir le’ikir og söngvar, og samtaistímar hafðir með þátttak- endum. 1 íramhaldsflokknum verður fjallað um uppeldi barna á skólaskyldualdri. Kennt verð- ur í fyrirlestrum og samtölum. Meðal kennara í þessum flokk- um verða: Sigurjón Björnsson, Sálfræðingur, prófessor Matthías Jónasson og frk. Helga Magnús- dóttir kennari. Nokkrar breyt- ingar verða á kennaraliði Náms- flokkanna, t.d. tekur dr. Alan Bou.cher frá London við kennslu í 5. og 6. flokki í ensku. Hann er eldri námsflokkanemendum að góðu. kunnur frá því hann kenndi þar fyrir allmörgum ár- um. Námsgreinar í vetur verða: ís- lenzka (2 flokkur), danska (4 flokkar), enksa (6 flokkar), þýzka (4 flokkar), spænska (2 flokkar), franska (1 flokkur), reikningur (2flokkar), algebra (1 flokku.r), bókfærsia (1 flokk-. u.r), vélritun byrjenda- og fram- haldsfjokkur), barnafatasaumur. kjólasaiimur, sni.ðteikning; (byrj- endá-. . og. framhaídsflokkur'. föndur (þyrjenda- og framhalds- flokkúr) sálarfræði,. og. foreldra- fræðsla (2 flokkar). Nýjustu bœkurn ar frá ísafold Ný útgáfa bókarinnar Hvern- ig' fæ ég búi mínu borgið?, 93 ostaréttir eftir Helgu Sigurð- ardóttur og al'margar kenns'u. bækur handa framhaldsskóla- nemendum ery í hópi nýjustu útgáfurita ísafoldarprentsmiðju h.f. Höfundur bókarinnar Hvern- ig fæ ég búi mínu borgið? er Orvar Josephsson, en þýðing- una hafa gert þau Sigríður Haraldsdóttir og Arnljótur Guðmundsson. Segjast þau í formála hafa gert ýmsar breyt- ingar á bókinni til þess að hún kæmi að sem beztum notum hér á landi, með öðrum orðum staðfært bókina. sem á frum- málinu heitir ,.Hur man sköt- er sin ekonomi". Bókin kom fyrst út á ís- lenzku árið 1950 og hefur á undanförnum árum verið not- uð við kennslu í heimilishag- fræði við húsmæðraskólana. Var af þeim sökum ráðizt í að gefa bókina út aftur, þar sem fyrri útgáfa hennar er uppseld. í formála fyrir 2. út- gáfu bókarinnar segir Sigríð- ur Haraldsdóttir m.a.: — Á efni því sem bókin fjallar um hafa orðið allmiklar breyting- ar á undanförnum árum. og hef ég reynt að lagfæra það eftir föngum. Uppsetningu á heimi!(isbókha(ldi hefur verið' bætt inn í bókina, og kaf’.inn „Innkaup gegn staðgreiðslu eða gjaldfresti“, sem sleppt var í fyrri útgáfu. er tekinn með að þessu sinni. Ólafur B.jörns- son prófssor tók að sér að end- ursemja kaflann um skatta og álög'ur, ráðstöfun sparifjár og tryg.gingar, og Eiríkur Briem rafmagnsveitustjóri kaflann um húshitun, suðu, lýsingu o.fl. — Hvernig fæ ég foúi minu borgið? er 127 blaðsíður að stærð. 93 ostaréttir er 64 blaðsíðna bók. Höfundurinn, Helga Sig- urðardóttir. 'ségir í formála að toókinni sé ætlað að bæta fyrir að enginn sérstakur kafli er um ostarétti í „Mat og drykk“ og ..Lærið að matbúa“. Mannkynssaga sú er þeir Ó’- afur Hansson. menntaskó'a-. kennari og Knútur heitinn Arn- grímsson settu saman og no.tuð . var við kennslu i mörg ár er i nú komin út í nýrri útgáfu og endurskoðaðri af þeim Magn- úsi Guðmundssyni og Agli J. Stardal. Er þessi útsáfa einkum æfuð til kennslu í Verzlunar- skóla íslands. Mannkynssaean er i fiórum 110—140 blaðsíðna bindum- Fornöldin. Miða’dir. Nvia ö’din 1500—1789. Nýja ö’din frá 1789 Af öðrum foýiúm kenns’.ú- bókum frá ísafold má nefna Ágrip af efnafræði eftir Helga Hermann Eiríksson. 4. útgáfa, og Verkefni í enska stíla handa miðskólum eftir Önnu Bjarna- dóttur. íiá Sjáifsbjöig í blaðinu Sjál.fsbjörg 1962 var •fors'ðumynd sögð eftir Jón A. á3jarhasórí ljósmyndara en Bnyndlna tóK. ísák E. : Jónéson frá * ísáfirði. R tsitjórar blaðsins biöja þá er hlut eiga að. in,áli velvirðingar á þessum mistök- um. Bæjarfréttir Framhald af 2. síðu. ar kl. 08.00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 22.40 í kvöld. Flugvélin fer til Bergen, Oslo, Kaupmannahafnar og Ham- borgar kl. 10.30 í fyrramálið. Millilandaflugvélin Skýfaxi fer til London kl. 12.30 í dag. Vænt- anleg aftur til Reykjavíkur kl. 23.30 í kvöld. Millilandaflugvélin Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 08.00 í fyrramálið. Innanlandsflug í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir), .Egilsstaða, Fag- ui'hólsmýrar, Hornafjarðar, Húsa- víkur, Isaf’arðar og Vestmanna- eyja (2 ferðir)! Á morgun er áætlað að fijúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Hornafjarð- ar, Isafjai'ðar, Sauðái'króks, Skógasands og Vestmannaeyja (2 íerðii'). Kvenfélag Laugarnessóknar. 1 fundur haustsins verður. rnánu- daginn 1. október kl. 8.30 í íundarsal félagsins í kirkjunni. Konur, sem tóku band til að vinna úr fyrir bazárinn,- eru sér- staklega beðnar að mæta. Körfuknattleiksfélag Reykja- víkur * Æfingar eru hafnar að Háloga- landi: Þriðjud. kl. 22.10—23 M og II. fl. Fimmtud kl. 20 30— 21.20 IV. fl Laugardaga kl. 15.30—17.10 M og II. fl. Æfing- ar fyrir III. fl. og viðbótaræf- ing fyrir IV. fl. verða auglýstar bráðlega. Kvenfélag Hallgrímskirkju Kaffisala félagsins er á sunnu- daginn kemur, 30. þ.m., í S'lfur- tuniglinu við Snorrabraut. Þær félags- og safnaðarkonur, sem hafa hugsað sér að gefa kökur eða annað til kaffiveitinga, eru vinsamlega beðnar að koma því í Silfurtunglið fyrir hádegi á sunnudaig. Treystum ykkur að gefa rausnarlega og hjálpa til við kaffisöluna eins og vant er. Hausl f ermingarbörn Frfki’nkjunnar eru beðin að mæta í Fríkirkjunni í dag föstu" dag kl. 6. Séra Þorsteinn Björnsson. Feiöafé’.ag íslands ráðgerir . 1V2 dags ferð í Þórs- mörk á morgun, laugardag. Lagt veröur af stað kl. 2 frá Aust- ui’velli. Upplýsingar í skrif- stofu félagsins símar 19533 og 11798. Kvenfélag Óháða safnaðai'ins K rkjudagurinn er á sunnudag- inn. Félagskonur eru vinsam- lega beðnar að koma kökum upp ‘1. Ki'ikjubæ á laugardaginn kl. 3—7 og á mánudag kl. 10— 12 fih. 6) ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 28. september 1962 Föstudagur 28. september 1962 ÞJÓBVILJINN (7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.