Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 3
Ftamíudagur 25, október Í962 -É Ummæli blaða Hafnbanni Kennedys er Ifkt við Súezævintýri Edens LONDON 24/10 — Málgagn brezka Verkamanna- flokksins, Daily Herald, segir um hafnbann Kennedys forseta á Kúbu, að það kunni að reyn- ast honum jafn afdrifaríkt glappaskot og árásin á Súez varð sir Anthony Eden. Súezævintýrið batt, sem kunn- ngt er, enda á stjómmálaferil Edens. Þegar á daginn kom í hverja ógæfu hann hafði leitt Bretland, neyddist hann til að segja af sér embætti forsætis- ráðherra og hætta öllum afskipt- um af stjórnmálum. Gefa Krústjoff högg á sér Ummæli margra annarra brezkra blaða um framferði Bandaríkjastjórnar þessa dag- na exu mjög á sömu leið. íhalds- blöðin Daily Telegraph og Daily Mail hafa gagnrýnt hana fyrir að virða bandamenn sína algerlega að vettugi í þessu máli og taka álkvarðanir sínar án nokkurs samráðs við þá. Guardian gagnrýnir hafnbann- ið á Kúbu og segir að með því hafi Bandaríkjastjórn gefið Krústjoff höggstað á sér. Blað- ið sakar hana um „óðagot og klaufaskap“. en telur þó von til þess að betur fari en á horfðist og segir að lausn Kúbumálsins myndi geta .auðveldað samkomu- lag stórveldanna um afvopnun. Times segir að sovétstjómin hafi hitt naglann á höfuðið þeg- ar hún svaraði ákæru Banda- ríkjanna að Kúba ógnaði þeim með því að benda á hinar banda- rísku herstöðvar meðfram landa- mærum Sovétríkjanna. Times gerir sér. eins og Guardian, vonir um að eitthvað go.tt kunni að leiða af Kúbudeilunni: að Sovétríkin og Bandaríkin semji um að leggja niður einhverjar herstöðva sinna í öðmm löndum. „Við erum í stríði“ Bandarísk blöð styðja, eins og við mátti búast, aðgerðir stjómarinnar, Hið útbreidda blað Ncw Vork Daily News, seg- ir Bandaríkjamönnum að þeir verði að líta svo á sem þeir séu í stríði við Kúbu og haga sér eftir því Og blaðið varar þá, við að margar hættur séu fram-1 undan: „Við verðum kannski að færa fómir, skip kunna að sökkva, þrýstingurinn mun auk- ast í Vestur-Berlín, skemmdar- verk verða e.t.v. unnin í eld- flaugastöðvum okkar og svo kann að fara að kjamorkustríð brjótist út“. Serkir eru viS hiiS Kúbubua NEW YORK 24/10. — Serk- neska stjómin hefur frest- að um óákveðinn tíma samningviðræðum við Bandaríkjastjórn út af boði hennar um efnahagsaðstoð til handa Alsír. Fulltrúi Serkja, Múhameð Yazid, er sagður hafa tilkynnt Afríkumálaráðherra Banda- ríkjanna, Mennen Williams, að ekki væri hægt að halda viðræðunum áfram vegna eindregins stuðnings Serkja við Kúbumenn. Málgagn serknesku þjóðfrelsishreyf- ingamihar, A1 Chaab, krafðist þess í dag að Bandaríkin hættu þegar í stað hemaðaraðgerðum sín- um gegn Kúbu. Fidel Castro í ræðu í Havana: Munum aldrei afsala okkur fullveldi okkar og frelsi! Reynt aS koma viti fyrir Bandaríkjastjórn HAVANA 24/10 — Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, flutti í gær langa sjónvarpsræðu vegna hernaðaraðgerða Bandaríkjanna gegn Kúbu og sagði að Kúbumenn myndu aldrei afsala sér full- veldi sínu og frelsi og ekki láta neina erlenda heimsvaldasinna segja sér fyrir verkum..., , Framhald af 1. síðu. Málamiðlunartillaga Hlutlausu ríkin í Öryggisráð- inu, Ghana og Sambandslýðveldi araha, lögðu í kvöld fram málamiðlunartillögu sem ætlað er að forða árekstrum. meðan reynt verði að semja um málin í friði. Samkvæmt henni eiga sovézku- skipin sem eru nú á leið til Kúbu að hætta ferð sinni þangað, en Bandaríkin að aflétta hafnbanni sínu. Skorað er í tilkynningunni Scvétríkin, Bandaríkin og Kúbu að forðast allt sem torveldað gæti lausn málsins, en Ú Þant framkvæmdstjóra falið að taka upp viðræður við stjómir allra rikjanna í því skyni að þægja frá hættunni á friðrofum. Engu er spáð um það hvaða afgreiðslu þessi tillaga muni fá í ráðinu, en nái hún fram að ganga, sem ekki er ósennilegt, mu.n hættunni á heimsstyrjöld bægt frá a.m.k. í bili. Enn engir árekstrar Við því var búizt í allan dag að til árekstra myndi koma milli sovézkra skipa sem vitað er að eru á leið til Kúbu (þau eru sögð vera 25 að tölu) og voru farin að nálgast eyna og hinna bandarísku herskipa sem eiga að framfylgja hafnbanninu, en það kom til framkvæmda kl. 14 í dag. Engir slíkir árekstrar höfðu þó orðið um miðnætti og var leita að afsala sér herstöðvuM WASHINGTON 24/10. — Banda- riska utanríkisráðuneytið neitaði í dag að nokkur fótur væri fyr- ir blaðafregnum þess efnis að Bandaríkjastjórn myndi fús að leggja niður einhverjar herstöðv- ar sínar í öðrum löndum gegn þvi að niður væru lagðar stöðv- ar þær á Kúbu sem hún telur sér stafa ógn af. Talsmaður ráöuneytisins sagði að ekkert samband væri miUi þess sem væri að gerast á Kúbu og á- standsins annars staðar í heim- inunv. ýmsum getum að því leitt, hvernig á því hefði staðið. Ein tilgátan var sú að sovézku skip- in hefðu fengið fyrirmæli um um að hægj.a ferðina (til að forða slíkum árekstrum, meðan enn er von til þess að Bandaríkja- stjórn sjái sig um hönd. Síðustu fréttir Eftir miðnætti bárust fréttir um að sovézku skipin hefðu Hún leggur til að hersveitir beggja hörfi 20 km frá þeim stöðvum sem þær hafi nú í hin- um umdeildu landamærahéruð- um, en að Því loknu hittist for- sætisráðherrar ríkjanna, Sjú Enlæ og Nehru, annaðhvort í Nýju Dehli eða Peking. Indverjar setja skilyrði Indverska stjómin svaraði Vörum hamstrað vegna hins ótrygga ástands VESTUR-BERLÍN 24/10. — Mat- vöruverzlanir í Vestur-Berlin fylltust af fólki í dag sem vildi birgja sig upp af matvælum, og er ótta við hið ótrygga ástand i heiminum um kennt. Fréttir hafa borizt af slíkri hömstrun matvæla frá öðrum stöðum í Vestur-Evrópu, t.d. frá BrussdL breytt stefnu sinni til að forðast árekstra við hin bandarisku her. skip. Fulbright, formaður utan- ríkisnefndar bandarísku öld- ungadeildarinnar, sagði að eng- inn mætti líta á þær f'réttir sem sönnun þess að Sovétríkin hefðu látið hlut sinn í deilunni. Eftir öllu að dæma mætti búast við því að ljóst yrði á næsta sól- arhring cða tveimur hvemig fara myndi. þessu boði í dag. Hún segir að Sjú Enlæ myndi vera velkominn til Nýju Delhi, ef Kínverjar hörfuðu með her sinn til þeirra stöðva sem hann hafði áður en átökin hófust á landamærunum í september sl„ eða mun lengra til baka en gert er ráð fyrir í kínversku tillögunni. Á það er þó um leið bent, að Indverjar bafa slakað á kröfum sínum. Þeir hafa jafnan lýst yfir að engar samningaviðræður komi til mála fyrr en Kínverj- ar hafi alveg hörfað úr þeim héruðum sem indverska stjóm- in telur innan sinna landamæra. Málamiðlun Fréttaritari brezka útvarpsins í Nýju Delhi sagði í dag að þar væru taldar meiri líkur en áður á því að deiluaðilar sett- ust að samningaborði Hefði ver- ið lagt mjög að jndversku- stjórn- Hann sagði að hafnbann Bandaríkjanna á Kúbu væri ó- tvírætt brot á alþjóðalögum og kallaði Kennedy sjóræningja. „Aðgerðir Bandaríkjanna gegn Kúbu eru árásir heimsvaldasinn- aðs stórveldis á litla* og frið- sama þjóð. Þetta er ekki fyrsta inni að taka upp samningavið- ræður við þá kínversku, einkum af Nasser forseta. Nehru forsæt- isráðherra hefðu einnig borizt eindregin tilmæli um að hefja samningaviðræður í bréfi, sem Krústjoff sendi honum. Kínverjar sækja enn fram Kínversku hersveitimar sækja enn fram bæði í austur- og vesturhémðunum og voru í kvöld aðeins sagðir eiga eftir | nokkra kílómetra að Tavang, helzta bænum í héraðinu milli Tíbets og Bhutans. „Leikið á hörpu á meðan Kóm brennur“ NEW YORK 24/10. — I tveggja tíma fundarhléi Öryggisráðsins í dag hlýddu fulltrúar á hljóm- leika eins og venja er til á degi Sameinuðu þjóðanna, Sovézki fiðluleikarinn Davíð Ojstrak lék sónötu eftir Beethoven og sinfón- íuhljómsveit Leningrad sinfóníu eftir Tjækovskí. Varð þá sumum að orði að þetta væri líkast því þegar Neró lék á hörpu sína meðan Róm brann. tilraunin sem Bandaríkin hafa gert til að bæla niður bjdtinguna á Kúbu, en þeim mun ekki verða að ætlun sinni nú fremur en í fyrri skiptin", sagði Castro. Rannsóknarnefnd yrði gerð afturræk Hann tók fram að Kúbustjóm myndi aldrei taka i mál að er- lendir menn á hverra vegum sem þeir væru fengju að hnýsast í einkamál Kúbumanna. Þeir væru frjáls og fullvalda þjóð og þyrftu engan að spyrja að þvi hverra vopna þeir öfluðu sér til landvama og engum að gefa skýrslu um þau. Yrðu slíkir menn sendir tii Kúbu myndu þeir gerðir afturreka. Kúba er ekki Kongó „Við munum standa vörð um fullveldi okkar og sj’áífir cáða því hverjum við hleypum inn í föðurland okkar. Kúba er ekki Kongó“, sagði Castro, sem minnti á hvernig Sameinuðu þjóðimar hefðu haklið á mál- um þar. f ** • þ. i ' Nauðsynlegar ráðstafanir gerðar Castro sagði að þegar hefðu verið gerðar allar nauðsynlegar ráðstafanir til að spoma við þeirri hættu sem að þjóðinni stafaði af hinni .„svonefndu bandarísku herkví, sem í rauninni er bein hernaðarárás á land okkar*‘. Vopnuð þjóð Blaðið Hoy í HaVana hvetur í dag alla vinnandi menn til að hafa með sér vopn sin í vinn- una, en sleppa engri vinnustund. Rektor háskólans í Havana hef- ur einnig hvatt stúdenta tíl að halda áfram námi, þótt þeir séu jafnframt við öllu búnir. Brezki Verkamannaflokkurinn: Hafnbannið mjög varhugavert LONDON 24/10 — Gaitskell leiðtogi brezka Verkamanna- flokksins birti í dag fyrir hönd stjórnar flokksins yfir- lýsingu út af Kúbumálinu. Segir þar að ef það reynist rétt að á Kúbu séu langdræg flugskeyti, þá geti þau ógnað Bandaríkjunum. Verka. mannaflokkurinn telji það engu að síður ákaflega var- hugavert að Bandaríkin skyldu hafa ákveðið svo skyndilega hafnbann sitt, sem hvíli á vafasömum lagagrund- velli og geti haft mjög ör- lagaríkar afleiðingar i för með sér. Flokkurinn harmar alvcg sérstaklega að Banda- ríkin skyldu hafa tekið á- kvörðun sína án þess að leita samráðs við bandamenn sína og áður en um málið væri fjallað í Öryggisráðinn. Wilson, talsmaður flokksins í utanríkismálum, lét sömu skoðun í Ijós í viðtali við brezka útvarpið. Bandarikin hefðu reynt mjög á þolrif bandamanna sinna í þessu máli og hefði þó varla verið á bætandi. Þvi væri heldur ekki að neita að sovétstjórn- in hefði mikið tíl síns máls, þegar hún benti á að Banda- ríkin hefðu komið upp flng- skcytastöðvum allt í kringnm Sovétríkin. Landamæradeila Indverjá og Kínverja Auknar líkur eru taldar á samningavibræðum aðila PEKING og NÝJU DELHI 24/10. — Líkur eru taldar hafa aukizt heldur á því aS Indverjar og Kínverjar hefji samningaviöræSur til aS binda enda á landamæra- deiluna, en kínverska stjórnin hefur gert þeirri ind- versku enn eitt boS um slíkar viSræSur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.