Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 25. október 1962 — 27. árgangur 232. tölublað. Akranes, Grinda- vík boða stöðvun MeÖ hverjum degi fréttist um verkalýös- og sjómaima- | i félög sem boöa verkfall á síldveiöibátunum til aö heröa á samningunum um síldveiðikjörin. Verkalýösfélag Akraness hefur nú boðað vinnstöðvun á síldveiðibátum frá og með 1. nóvember og einnig Verkalýðsfélag Grindavíkur, frá sama tíma. Fleiri félög munu hafa boðað verkfall frá mánaðamótum auk fé- laganna á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum sem þeg- ar hefur verið skýrt frá, og önnur undirbúa verkfalls- boðun. ★ Kjaraskerftingarkrafan Staðreyndir síldveiðideilunn- ar liggja alveg ljóst fyrir. Það eru útgerðarmenn, sem sagt hafa — Kannski tilvonandi bankastjóri, sagði ljósmyndarinn þegar hann afhenti myndina af menntaskólabusanum í háa loft með Iðn- aðarbankann í baksýn. Okkur þykir Iíklegt að ncminn hafi hugsað í flugferðinni eitthvað á þessa leið: — Verst að maður skyldi gleyma að fara i óvandaðri buxum að hciman í morgun. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Rannsókn Brimness- máisins seinkar Eins og skýrt var frá hér í blaðinu fyrir skömmu var búizt við, að rannsókn Brimnessmálsins lyki í síð- ustu viku. Samkvæmt upplýsingum setudómarans í málinu, Loga Einarssonar yfirsaka- dómara, hefur orðið nokkur dráttur á því að rannsókn geti lokið sökum þess að maður sem dómarinn þarf að ná til í sambandi við rannsókn málsins er stadd- ur erlendis um þessar mundir og er ekki vænt- anlegur heim fyrr en und- ir helgi. Friðsamlegar tolleringar Það voru tolleringar við Menntaskólann í gær. Hreyfing hafði verið uppi um það meðal kennara skólans að banna skyldi þessa athöfn, þar eð ærslin þóttu ganga mjög úr hófi. Nemendur sendu samninganefnd á fund rektors og var sætzt á málið með þeim skilyrðum að cnginn yrði tekinn nauðugur til toller- ingar og athöfnin færi skipulega fram. í gær kom svo til framkvæmd- anna í norðan bálviðri og hel- kulda. Busamir voru leiddir út á skólalóðina einsog fé til slátr- unar og hver hópur var toller- aður í einu. Stelpurnar lágu flissandi í gluggunum á stofum sínum og strákarnir jörmuðu upp til þeirra til að leggja á- herzlu á líkinguna við fé í rétt. Smáhópar stóðu niðri á tún- inu og hituðu sig upp fyrir á- tökin, ýmist með söng, slags- málum eða tvisti. Kennararnir ráfuðu um eins og illa gerðir hlutir, dálítið taugaveiklaðir á svipinn. Tolleringin mun hafa farið friðsamlega fram, ekki komið til neinna átaka né orðið -slys. Ekki er að efa að krökkunum finnst mikið til þess kojna að vera hent upp í loftið við dynj- andi fagnaðarlæti og tróna svo kannski á síðum Þjóðviljans daginn eftir. — G. O. Hefur malað 400 milEjón- ir ó 25 árum 1 dag, 25. október, eru Iiðin 25 ár síðan Ljósa- fossstöðin tók til starfa. Á þessum aldarfjórðungi hefur öll orkuvinnsla henn- ar numið tæpum 2 millj- örðum kílóvvattstunda. Sé verðmæti orkuvinnslunnar reiknað miðað við verð- Iag nú 20 aurar á kílówatt- stund, hefur Ljósafoss- v!irkjun malað verðmæti í formi raforku, er nemur 400 milljónum á þessum 25 FARlS 24/10. — Kommúnistar, róttækir og kaþólski flokkurinn skoruðu í dag hver í sínu lagi á fylgismenn sína að greiða at- kvæði gegn de Gaulle forseta í þ j óðaratkvæðinu. Veitingahús á Búðardal brann I gœr BtíÐARDAL 24/10. — KI. 4.30 síðdegis í dag varð elds vart í veitingahúsinu Bjargi í Búðar- dal. Þá var hvöss norðan átt og þó að ein véldæla væri notuð við slökkvistarfið varð ekkii við neitt ráðið og tókst ekki að bjarga húsinu. Brann það á 2 i klukkustundum, en nokkuð i bjargaðist af innanstokksmun- um. Tjón áf völdum bruna þessa er mjög tilfinnanlegt fyrir hús- eigendur, hjónin Borghildi Hjartardóttur og Ásgeir Guð- mundsson, sem rekið hafa greiðasölu í Búðardal undanfarin ár og höfðu fyrir skömmu lok- ið við smíði gistiherbergja og stækkun á veitingasalnum. Þá hefur bamaskóli Búðardals ver- ið til húsa hjá þeim hjónum undanfarin ár og var svo fyrir- hugað í vetur. Þá hefur þama og verið aðalsamkomustaður sveit- arinnar. Útveggir veitingahússins voru að hluta úr steini, en innrétting að mestu úr timbri. Ekki er kunnugt um eldsupptök. — Fréttaritari. upp samningum og gert fárán- legar og freklegar kröfur um kjararýrnun, á sama tíma og allar aðrar starfsstéttir krefjast og hljóta að fá hækkað kaup vegna óðaverðbólgunnar, sem ríkisstjórnin skipuleggur. Útgerðarmenn láta sig hafa að krefjast þess að hlutur sjó- manna í aflanum fari Iangt nið- ur fyrir það sem ákveðið var í hinum alræmda gerðardómi f sumar, auk nýrra hugmynda um að vissir kostnaðarliðir útgerðar- innar verði teknir af óskiptu. Afstaða sjómanna mun hins veg- ar í aðaldráttum vera sú að þeir vilja halda óskertum kjörum og munu fáir lá þeim það. ★ Öblilgimi útgerðarmanna Vísir raíðir enn um „óbilgirni og milljónatugatjón vegna deil- unnar um síldveiðikjörin, og má hvort tveggja til sanns vegar færa. Ofstæki og óbilgjamar kröfur útgerðarmanna, sem vSrð- ast treysta á nýja ofbeldislausn frá ríkisstjórninni, eitthvað í lík- ' ingu við gerðardómslögin í sum- ar, hefur nú þegar bakað þjóð- inni stórtjón. öllum má ljóst vera, að það er eingöngu þessi ósvífna kjaraskerðingarkrafa út- gerðarmannanna í skjóli ríkis- stjórnar íhalds og krata, sem stöðvað hefur síldveiðiflotann fram á þennan dag. * BELGRAD 24/10. — Bandaríkin hafa tekið á sig þunga ábyrgð með einhliða aðgerðum sínum gagnvart Kúbu, sagði Tító for- seti í dag. Leika bráBSega undir plast- tjaldi, ehki þó í kvöid Ekki verður margum- talaður plasthiminn kominn upp í Háskóla- híói fyrir tónleika Sin- fóníusveitar íslands þar í kvöld, en vonir standa til að uppsetning hans dragist nú ekki lengi úr þessu. Sem kunnugt er verður plast- tjaldi þessu komið fyrir í Há- kólabíói ofan við sviðið, beint upp af hljómsveitarpallinum, og á að bæta hljómburðinn í hús- inu á hljómsveitartónleikum. STOKKHÓLMUR 24/10. — Sænska akademían veitir í dag bókmenntaverðlaun Nóbels í 57. skipti. Þau nema í ár 257.219 sænskum krónum. Meðal þeirra nafna sem hæst ber í ágizkun- um eru Bandaríkjamaðurinn John Steinbeck og Chilebúinn Pablo Neruda, en sumir hallast aC því að r-' vði rithöfundur tré Asíulandi fyrir valinu. 2. tónleikar Sl á starfsárinu Tónleikamir í kvöld em aðr- ir tónleikar Sinfóníusveitar- innar á þessu starfsári. Stjóm- andi verður William Strickland, en einleikari fiðluleikarinn Béla Detreköy. Á efnisskránni eru sinfónía nr. 104 í D-dúr (Lundúnasinfónían) eftir Joseph Haydn. Symphonie espagnole fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Edouard Lalo og leikur Detreköy á einleiksfiðluna. Loks leikur hljómsveitin sinfóníu nr. 5 opus 50 eftir danska tón- skáldið Carl Nielsen. Béla Detreköy er ungverskur að uppruna en er nú danskur ríkisborgari, settist að í Kaup- mannahöfn 1945. Þar er hann meöíimur í konunglegu kapell- unni. Hann hefur komið fram sem einleikari víða um lönd og hvarvetna hlotið mjög góða dóma fyrir leik sinn. Þriðju hljómsveitartónleikam- ir verða 8. nóvember n.k. og þá flutt verk eftir Berlioz,, Hindemith, Magniís Bl. Jó- hannsson, Leif Þórarinsson, Þor- kel Sigurbjörnsson og Smetana. I Rétt fyrir hádegið í gær varð heilmikil sprenging í Hallgrímskirkju. Að vísu spraiík hún ekki í loft upp, en svona hér um bil. Verið er að grafa fyrir undirstöð- um undir turninn, en þar voru einhverjar steypuklump- ar fyrir verkamönnunum. Þeir settu dínamit í drasiið og hleyptu svo straumi á allt saman eftir að hafa breitt mottur og stálplötur yfir. Það varð sprenging og steypubrotin flugu niður á Sprenging í guðshúsi Njarðargötu og Skólavörðu- stíg og vítt og breitt um um- hverfið. Við sjáum nokkur af verks- ummerkjum á þessum mynd- um. Bárujárnsgirðingin hef- ur lagst pent útaf og á hinni er gígurinn og steypusallinn inn eftir öllu gólfi kirkjunn- ar. Ekki mun hafa orðið slys þó undarlegt megi virðast eftir grjótregninu að dæma, en einhverjar skemmdir urðu á nærstöddum bílum. — G.O. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.