Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 7
r ) Mnwateöagiír 25. ofcG&ber 1068 MFÓBVHjJINN síða 7 Hauskúpusmetti valdstefnunnar - -awif . Mikið þykir Bandaríkjastjóm við liggja að steypa bylt- ingarstjómirmi á Kúbu af stóli. Á undanförnum árum hafa valdamenn í Washington leitað ýmissa ráða til að ná þessu marki, sem þeir settu sér jafn- skjótt og ríkisstjóm Fidels Castro sýndi að henni var al- vara að framkvæma þjóðfélags- byltingu og tók í því skyni að þjóðnýta eignir bandarískra stórfyrirtækja, sem drottnuðu yfir arðvænlegustu atvinnuveg- um á eynni. Fyrst var banda- ríska markaðnum lokað fyrir sykri Kúbumanna, helztu út- flutningsvöru þeirra. Síðan var stjómmálasambandi slitið og viðskiptabanni skellt á. Reynt befur verið með misjöfnum ár- angri að knýja önnur Ameríku- ríki til að fara að dæmi Banda- ríkjanna og rjúfa verzlunar- tengsl og önnur samskipti við Kúbu. Bandaríska leyniþjónust- an stofnaði og þjálfaði innrás- arher, fékk honum í hendur vopn, þar á meðal flugvélar og herskip, og sendi til innrásar á Kúbu. Undirróðurs- og skemmdarverkamönnum er laumað inn í landið sjóleiðis og fiugleiðis. Allt þetta hefur byltingin á Kúbu staðið af sér, hvort heldur var slit hefðbundinna og eðlilegra viðskiptasambanda eða landgöngu bandarískra máialiða. Kúbustjóm. hefur margoft boðizt til að setjast að samningaborði með Bandaríkja- mönnum og reyna að jafna á- greiningsmál með góðu. Síðast bar Dorticos forseti slíkt boð fram á þingi SÞ fyrir nokkrum vikum, en var ekki einu sinni virtur svars. 1 þess stað sneri Bandaríkjastjórn sér til banda- manna sinna og krafðist þess að þeir tækju þátt í því að svelta Kúbumenn til undirgefni með því að banna skipum sín- um að flytja vörur til eyjar- innar og frá henni. Siglinga- þjóðirnar í A-bandalaginu, Bretar, Norðmenn og fleiri, svöruðu að eftirlit væri haft með að skip þeirra flyttu ekki vopn til Kúbu. Bandaríkja- stjórn fannst það hvergi nærri nóg, hún vildi einnig að þessi ríki bönnuðu þegnum sfnum að selja og flytja vörur til Kúbu sem þýðingu hafa fyrir atvinnu- líf eyjarskeggja, svo sem vélar og efni í verksmiðjur og orku- ver og hráefni til iðnaðar. Þessu höfnuðu siglingaríkin. Þá tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún myndi banna skipum sem flyttu vörur frá sósíalist- iskum ríkjum til Kúbu að taka vörur í bandarískum höfnum. Jafnframt hófu kúbanskir út- lagar sem hafa bækistöð á bandarísku eynni Puerto Rico árásir með vopnuðum hraðbát- um á skip á siglingaleiðum við Kúbu. Samtök útgerðarfélaga Vestur-Evrópulanda mótmæltu harðlega fyrirhuguðum refsiað- gerðum Bandaríkjanna gegn skipum sem héldu uppi sigl- ingum til Kúbu, og brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti að yfirmaður brezka flotans á Karíbahafi hefði fyrirskipun um að vernda siglingafrelsi við Kúbu ef reynt væri að hindra brezk skip í að reka lögmæt erindi sín. Kosningabarátta fyrir þing- kosningarnar 6. nóvember stendur nú sem hæst i Banda- ríkjunum, og repúblíkanar hafa deilt hart á Kennedy fyrir að láta ekki til skarar skríða gegn Kúbu. Þegar forsetanum tókst ekki að fá bandamenn Banda- ríkjanna til að taka þátt í sam- eiginlegum aðgerðum, ákvað hann að grípa til örþrifaráða á eigin spýtur. Á mánudags- kvöldið, hálfum mánuði fyrir kosningarnar, tilkynnti hann öllum heimi að bandaríska flotanum hefði verið skipað að hefja umsát um Kúbu og hindra allar samgöngur á sjó við eyna sem Bandaríkjastjórn féllu ekki i geð. Hótað var að láta um- sátina síðar ná til flugsam- gangna. Valdbeiting af þessu tagi er skýlaust brot á alþjóða- lögum. Hafnbann er aðeins við- urkennt sem liður í hernaðar- aðgerðum hafi styrjöld verið lýst yfir. Taka skipa á opnu hafi án stríðsyfirlýsingar er hreint sjórán. Bandaríski flot- inn hefur fyrirskipun um að skjóta í kaf skip á siglinga- leiðum við Kúbu, ef yfirmenn annan endann með því að afla sér vasapeninga á þann hátt að selja vissri leyniþjónustu teikn- ingar af ryksugum undir því yfirskini að þær sýndu dular- full hernaðarmannvirki í fjöll- um Kúbu. Kennedy bar ekki við að reyna að sanna mál sitt, hann staðhæfði aðeins að bandaríska leyniþjónustan væri óskeikul. Fyrsta viðbragð Diefenbakers, forsætisráðherra Kanada, var líka að Jeggja til að send yrði nefnd hlutlausra ríkja til Kúbu til að ganga úr skugga um hvort nokkur fótur væri fyrir því sem forseti hins volduga nágrannaríkis hafði sagt. Kúbustjóm hefur lýst yfir að fullyrðingar Kennedys um stöðvar fyrir árásareldflaugar á Kúbu séu uppspuni frá rót- um. En jafnvel þótt eldflaug- arnar væru þar fyrir allra aug- eru á annað borð fylgjandi friðsamlegri sambúð, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að iðka hana á vesturhveli jarðar eins og í öðrum heims- hlutum”. Þessi ummæli reittu James Reston, aðalfréttaritara New York Times í Washington, svo til reiði að hann talaði af sér. „Auðvitað er það rétt,” sagði Reston, „að bandarískt al- menningsólit er svo sannfært um eigin verðleika að það ætl- ast til að við höfum herstöðvar í íran og Tyrklandi rétt við sov- ézku landamærin, en neitar Rússum um sama rétt á Kúbu.. Ef í þessu gætir hræsni . . . verðum við bara að biðja Breta að umbera hana . . . Banda- Fidcl Castro brýnir fyrir löndum sínum í sjónvarpi að vera á verði gagnvart árásarfyrirætlun- um Bandaríkjanna. þeirra neita að lúta fyrirskip- unum umsátursmanna. Engin þörf er á að útlista hvaða af- leiðingar slík ofbeldisárós get- ur haft á öld kjarnorkuvopna og eldflauga sem draga heims- álfa á milli. Kennedy viður- kenndi líka berum orðum i ræðu sinni, að ákvörðun hans drægi heiminn fram á brún kjarnorkustyrjaldar. Réttlæting Bandaríkjaforseta á hernaðaraðgerðum gegn siglingum til Kúbu var sú, að það hefði komið í ljós fyrra þriðjudag að verið væri að reisa skotpalla undir eldflaugar á Kúbu. Það voru ekki nýjar fréttir, sjálfur hafði hann áður tilkynnt að þess hefði orðið vart að Kúbumenn fengju frá Sovétríkjunum loítvarnaeld- flaugar og eldflaugar til varn- ar gegn herskipum. En nú kvað hann njósnaflugvélar Banda- ríkjanna hafa ljósmyndað skot- palla undir eldfiaugar af stærri gerðum, sem borið gætu kjarn- orkusprengjur 1600 til 3200 kílómetra. öll frásögn Banda- ríkjaforseta af þessum mann- virkjum var með þeim hætti að enska skáldið Graham Greene ætti að geta krafið hann með góðum órangri um bætur fyrir rithnupl. Islenzkir útvarpshlustendur fengu eitt sinn að heyra sögu Greenes af enska ryksugusalanum í Hav- ana, sem kom heiminum á um, hefur Bandaríkjastjórh ekki snefil af rétti til að grípa tii ofbeldisaðgerða af þeim sök- um. Sjálf hefur hún dreift flug- stöðvum og eldflaugastöðvum allt í kringum Sovétríkin, jafn- vel þétt upp að landamærum þeirra eins og í Tyrklandi. Hafi Bandaríkin rétt til að ráðast ó samgönguleiðir Kúbu vegna þess að vopnum frá Sovétríkj- unum sé komið fyrir á eynni, þá hafa Sovétríkin nákvæm- lega sama rétt til hernaðarað- gerða gegn öllum þeim löndum A-bandalagsins og annarra hernaðarbandalaga Vesturveld- anna sem hafa leyft Banda- ríkjunum að koma sér upp her- stöðvum sem beint er gegn Sovétríkjunum. Mégi Banda- ríkin setja hafnbann á Kúbu að geðþótta sínum, leyfast Sov- étríkjunum samskonar aðgerð- ir til dæmis gagnvart Borg- undarhólmi eða Tyrklandi, svo ekki sé minnzt á Vestur-Berlín. Með umsátinni um Kúbu hefur Bandaríkjastjórn hafið svo hættulegan leik að jafnvel þeir sem að jafnaði telja verk henn- ar vammlaus fá ekki orða bundizt. Fyrir rúmri viku sagði brezka í- haldsblaðið Observer, en eig- andi þess er Astor lávárður, sem á bandaríska móður og jafnan hefur verið einn helzti talsmaður brezk-bandarískrar samvinnu: „Ef Bandaríkjamenn ríkjastjóm hefur ekki í hyggju að iðka friðsamlega sambúð við kommúnista á þessum helmingi jarðar, hvað sem sumir banda- menn okkar í Bretlandi leggja til . . . Frá sjónarmiði Banda- ríkjastjórnar er málið í raun- inni pólitískt viðfangsefni: Hvernig fara skuli að því að hindra Kúbu i að ná pólitísk- um áhrifum eða undirróðurs- aðstöðu utan landamæra sinna, og hvemig koma eigi í veg fyr- ir að Kúba verði aðlaðandi sýningargluggi fyrir kommún- isma hér á vesturhveli jarðar.” Þessu hyggst Kennedystjómin koma til leiðar með því að ein- angra Kúbu út á við og efla mótspymu gegn Castro innan- lands með öllum ráðum, segir Reston. Hann nefnir bandarísk- ar vopnasendingar til skæru- liða' í fjöllum Kúbu, leiðangra skemmdarverkamanna og njósnara sem enginn vandi sé að koma á land á langri og vogskorinni strönd eyjarinnar. ITmsátur bandaríska flotans J um Kúbu er eðlilegur liður í þeirri undirróðurs- og ein- angrunarherferð gegn bylting- arstjóminni sem Reston lýsir. Einn starfsmanná hans í Wash- ingtonskrifstofu New Yorlc Times, Max Frankel, lýsir því í blaðinu 15. októbér hve Bandaríkjastjóm sé sár raun að því hve erfitt sé að egna Kúbumenn til viðbragða sem unnt sé að nota sem átyllu til aðgerða gegn þeim: „Ríkis- stjóm Fidels Castro hefur ekki veitt nánu og stundum ögrandi eftirliti með Kúbu neina mót- spyrnu. Skýrt hefur verið frá því að her Kúbu hafi lagt sig í framkróka til að forðast á- rekstra við (bandarísk) herskip og flugvélar á eftirlitsferðum... Á austurhluta eyjarinnar virð- ast Kúbumenn einnig hafa gert ráðstafanir til að hindra að til nokkurra árekstra komi milli liðs þeirra og Bandaríkjamanna í flotastöðinni við Guantanamo- flóa . . . Þrátt fyrir ítrustu við- leitni Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra viðKaríba- haf til að hafa upp á sönnun- um fyrir ólöglcgum • vopnaflutn- ingum frá Kúbu, hefur enn ekki fundizt „svo mikið sem ein vatnsbyssa”, eirts og (banda- rískur) embættismaður orðaði það.” Observer víkur einmitt að því i svari til Restons, að noti Kúba vopn fró Rússum til árásar á eitthvað annað land í Rómönsku Ameríku, myndu ekki aðeins bandamenn Banda- ríkjanna heldur einnig flest önnur ríki telja bandaríska í- hlutun réttlætanlega. „En það væij, alveg jafn fordæmanleg árás,” bætir blaðið við, „ef Bandaríkin réðust ó Kúbu og legðu hana að velli vegna þess eins að bandarískum ráðamönn- um gezt ekki að stefnu dr. Castro eða sambandi hans við Sovétríkin sem hann hefurfull- an rétt til að halda uppi. . . . Það sem er skelfilegast við af- stöðu Bandaríkjamanna til Kúbu, eins og svo oft á öðrum sviðum þar sem kommúnismi kemur við sögu, er sú algera blindni, sú fyrirlítning á sjón- armiðum annarra, sem ein- kennir þjóðina allt frá New Tork Times til hafnarverka- manna í New York,” segir hið brezka íhaldsblað. Uggurinn sem árásarfyrir- ætlanir Bandaríkjanna gagn- vart siglingum til Kúbu hafa vakið um allan heim stafar af því, að þegar menn hlýddu á Kennedy ílytja sjónvarpsræðu sína sáu þeir fyrir sér nakið hauskúpuandlit valdstefnunnar. Kúbustjórn segir Bandaríkja- forseta fara með staðlausa stafi, þegar hann heldur því fram að verið sé að koma upp á Kúbu skotpöllum fyrir sovézkar eld- flaugar sem dragi um mestöll Bandaríkin og víðar um Amer- íku. I rauninni skiptir það ekki^ mestu hvor fer með rétt ,aál. Eldflaugastöðvar á Kúbu gera hvorki til né frá um valdajafn- vægið í heiminum, enda þótt aukin stríðshætta fylgi jafnan hverri slíkri stöð. Washington er jafn berskjölduð fyrir eld- flaugum hvort sem þær kæmu frá Kúbu eða Sovétríkjunum, alveg eins og eldflaug frá Bandaríkjunum gæti leikið Moskvu jafn grátt og önnur sem skotið væri frá Tyrklandi. Eldflaugastöðvar á Kúbu skerða ekki öryggi Bandaríkjanna um hársbreidd. því engtnn staður á hnettinum býr við neitt öryggi sé eldflaug með kjarnorku-' sprengju á annað borð beint að honum. Bandaríkjastjórn er því ekki að vemda öryggi þegna sinna með aðgerðum gegn sigl- ingum milli Sovétríkjanna og Ben Bella forsætisráðherra Als- ír (t. v.) og Dorticos forseti Kúbu. Kúbu. Hún er að le-itast við að sýna vald sitt, að hún hafi mátt til að kyrkja í greip sinni hvert það ríki á áhrifasvæði sínu sem gerist svo djarft að bjóða' henni byrginn. Bandaríkjamaður, sem deildi við -evrópska kunningja um framkomu stjórnar sinnar gagn- vart Kúbu, minnti á að til væri bandarískt máltæki, vandlega innrætt mönnum í þjóðfélagi samkeppninnar: Nice guys fin- ish last. Þýða mætti það eitt- hvað á þessa leið: Heiðarlegir menn tapa alltaf. Síðan Kenne- dy-fjölskyldan hófst til áhrifa í bandarískum stjómmálum hefur því verið lýst þráfald- lega, hversu ættfaðirinn Joseph Kennedy hafi lagt á það mikla áherzlu að innræta afsprengi sínu kapp og ófyrirleitni, bæði í leik og starfi. Síðasta Stjóm- arráðstöfun sonar hans bendir eindregið til að þrátt fyrir margyfirlýstan skilning hans á að breyttur heimur krefst breyttra hátta í skiptum ríkja, nái hlýðni við boðorð gangster- siðferðisins yfirtökum þegar á reynir. Það verður ekki Kenne- dy að þakka, ef Kúbudeilan leysist betur en á horfist nú sem stendur. Eins og jafnan þegar svipað hefur staðið á undanfarinár em vonir manna um að vand- ræðum verði afstýrt einkum bundnar því að hin fjölmenna fylking hlutlausra ríkja fái borið klæði á vopnin áður en það er um seinan. Afstöðu þeirra má nolckuð marka af framkomu og ummælum Ben Bella, frelsishetju og forsætis- ráðherra Alsír. Hann heimsótti Kennedy forseta fyrstan er- lendra þjóðhöfðingja eftir valdatöku sína að unnu frelsis- stríðinu gegn Frökkum. Sú heimsókn var eðlileg, því Kennedy hafði einna fyrstur bandariskra stjómmálamanna kveðið uppúr með að Banda- ríkjunum bæri að stuðla að því að Frakkar létu af blóðsúthell- ingum í Alsír og gengju til samninga við landsmenn. Af fundi Kennedy hélt Ben BeJla beint til Kúbu á fund Castro og Dorticosar. Þar fordæmdi 'hann yfirgang Bandaríkjanna gagnvart Kúbu og sagði: „Við erura andvígir heimsvalda- stefnu og nýlendustefnu í öll- um mvndum, bæði opinskáum og dulbúnum ....... 1 okkar augum er Kúbumálið iafn hættulegt heimsfriðnum og Ber- línarmálið .... Alsír stendur og mun alltaf standa með Kúbu“. Ben Bella kvaðst vænta þess að SÞ fordæmdu banda- rískt hafnbann á Kúbu ef til slíks kæmi. M. T. ó. Stúdentar í Róm Andmæla Franco Um síðustu helgi umkringdi ítalska lögreglan mannfjölda sem safnazt hafði saman um- hverfis byggingu þá í Róm þar sem Vatican-sendiráð Spánar er til húsa. Voru þar saman komnir stúdentar sem létu í ljós and- úð sína á Franco-stiórninni. Stúdentarnir hrópuðu: „Spagna si, Franco no“ og hugðust setjast niður á gang- stéttunum. Skarst þá lögreglan í leikinn, handtók marga og hrakti hina á brott með of- beldi. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.