Þjóðviljinn - 03.11.1962, Síða 10
10 SÍÐA
MOÐVHjJINN
Laugardagur 3. nóvember 1962
eftir RICHARD CONDON
enska stórglæpamanni. Eva
sagði, að ef það væri í rauninni
satt að spænskum listaverkum
hefði verið stolið frá Cortes og
markgreifinn af Villalba hefði
verið myrtur í því sambandi, þá
hlyti alþjóðlegur glæpaflokkur
að standa bak við það. Maðurinn
hennar — kunnur kaupsýslu-
maður í Madrid — væri saklaus
og hún yrði mjög þakklát fyr-
ir allt það sem Populace gæti
gert til að sanna sakleysi eig-
inmannsins. Gourlay spurði
hvort hún vildi taka á móti Jack j
Tense. ef Populace sendi hanni
til Spánar, og hún svaraði að ,
hún vildi gera hvað sem væri j
til að flýta fyrir því að eigin-
maðurinn iosnaði úr haldi. Sam
sagðist hafa hugboð um að hann
gæti haft eitthvað krassandi
upp úr þessu og hann vonaði að
það mætti verða henni að liði.
að minnsta kosti myndi það afla
lesenda fyrir næsta greinaflokk
Jacks.
Ljósmyndarar og fréttamenn,
fóik af öllu' tagi, fór að streyma
til Madrid. Alls ' staðar var
snuðrað. en enginn fékk að siá
fangana. Eva og hertogafrúin
fengu ekki að finna þá heldur.
Paris Match sendi árangurslaust!
bænarskial undirritað af öllum
frönskum blaðamönnum um að
'fá leyfi til að tala við mann-
inn sem kallaður var „Calbert
vinálausi". Nokkrir hinna ný-
komnu settust að í anddyri gisti-
hússins og fylgdust með ferðum
Evu reyndu að laumast inn
í hús hertogafrúarinnar. en
vopnuð lögregla fjarlægði þá
miskunnarlaust o.g þeir urðu að
láta sér nægja að hrópa hátt um
blaðamannafrelsi.
Fréttakvikmyndir um ahan
heim fengu nýjar upptökur sem
sýndu Cárcel de Carabancheles
á sólríkum degi, hertogafrúna
sem gekk rösklega frá. bíl sín-
um, yfir gangstéttina og inn í
húsið, með blæju og dökk gler-
augu, ásamt nærmyndum af
Valazquez, Zurbarán og Greco —
með fjálglegum skýringum
Picketts nokkurs frá Illionis —
og hinni glæsilégu. ungu eigin-
konu hans á fjölmörgum tungu-
málum.
Pickett fékk mest rúm af öllu
saman — meira en fangelsið,
meira en Gréco, meira en morð-
vopnið, meira en húsvörðurinn í
morðhúsinu, meira en frú Pick-
ett sjálf.
Reyndar næddi talsvert um
hann, þegar republikani frá Illin-
ois hringdi og spurði hvern
fjandann - hartn væri eiginlega að
sluksa þegar hann vissi að þing-
ið sæti á rökstólum. Piekett lýsti
því yfir að hann væri að styrkja
vináttuböndin milli Bandaríkj-
anna og Spánar, auk þess væri
hann afleitur til heilsunnar og
ætti mikið á hættu í samtoandi
við heilsuna, meðan hann væri
að reyna að koma í veg fyrir
að þessi erkiskúrkur að nafni
Bourne eyðilegði alveg hið ágæta
samband milli rikjanna tveggja.
Annars mætti þessi ósvífni ná-
ungi fara fjandans til, Homer
Pickett fúlsaði við honum og
pólitíkinni hans. Hann æsti sig
dásamlega upp og lét fallast
aftur á bak í stólnum með sælu-
bros á vör, þegar hann var bú-
inn að leggja rauðglóandi tólið
á.
„Ég hata svona gauragang“,
sagði hann við konu sína. ,,En
þetta er eina málið sem þessir
hálfvitar virðast skilja. Þessi
bölvaður labbakútur! Ég skal
láta sparka honum úr flokknum,
þótt það kosti mig minn síðasta
dollar. Hann skilur ekki hvað ég
vinn stjórnmálunum mikið gagn
hér á þessum mikilvæga stað!“
,.Til andskotans með hann“,
sagði frú Pickett. „Hann getur
ekki komið þér fyrir kattamef
hve feginn sem hann vildi. Ekki
lengur“.
Hertogafrúin gerbreyttisf þenn-
an :tíma:-AHt f einu fór hún að
sækja stjórnarveizlur, sem hún
hafði fyrirlitið til þessa. Hún
hafði opið hús í Madrid. Hún
sendi út boðskort. Mestan hluta
morgunsins sat hún við sím-
ann. Svo borðaði hún hádegis-
verð — með stjómarráðsfulltrú-
um og toppmönnum og eiginkon-
um þeirra, deildarstjórum, sendi-
herrum og prelátum í Madrid-
heimsóknum. Hvert einasta
kvöld var troðfullt í stofum
hennar.
f matarveizlunhi sem fylgdi
á eftir fjórðu móttökunni tókst
henni að fá undanþágu frá þeirri
tilskipun að hvorki Bourne eða
Jean Marie mættu taka á móti
gestum. Hún varð lika mikil vin.
kona hins qpinbera ákæranda.
Eva fékk að tala við Boume
í stóru, ferhyrndu herbergi sem
ekkert var í nema tveir stólar.
Tveir verðir leiddu Boume inn
og drógu sig síðan í hlé. Eva og
Bourne sátu hvort á sínum stól
og horfðu hvort á annað. Hún
bauð honum sígarettu sem hann
afþakkaði. Hún stakk pakkanum
í veskið sitt aftur án þess að
fá sér sjálf.
„Þetta fór alveg eins og ég
sagði“, sagði hún.
„Skiptir engu máli“,
Hann uppgötvaði gildi þess
sem hún hafði veitt honum —
skyndilega eins og drengur sem
áttar sig á þýðingu dáins, ný-
skotins fugls í hendi sér. Hann
tók andlit hennar millum hand-
anna og kyssti hana. gagntek-
inn þrá og iðrun vegna þess sem
hann hafði ekki veitt henni.
Hann dró stólinn fast að stóln-
um hennar og talaði ofurlágt í
eyra hennar, til þess að geta
huggað hana án þess að hugga
hljóðnema sem herbergið var
■sjálfsagt fullt af.
„Við sleppum úr þessu. Mér
er alvara. Þeir eru alveg ólmir
yfir missi Goya-málverksins.
; Þeir vilja áreiðanlega eiga
| kaup við okkur“. Hann horfði
| á hana. Hún sneri sér við og
I horfði á hann full af trausti án
þess að skilja. ..Svaraðu ekki“,
sagði hann. „Kinkaðu bara kojli
þegar ástæða er til. Er það í
lagi?“ Hún kinkaði kolli.
„Blanca. Hingað. Bráðum“.
Hún kinkaði kolli
„Við verðum að fara hátt. Svo
hátt að þeim komi ekki tij hug-
ar að svíkja. Sammála?" Hún
kinkaði kolli.
Hann reis upp, setti stólinn
aftur á gamla staðinn og greip
um hendur hennar. „Aldrei
framar vinna af þessu tagi. Þú
mátt treysta því að ég dreg mi<*
í hlé. Við opnum bókabúð i Svi-
þjóð eða gistihús í Sviss“.
Hún laut fram og lagði hand-
legginn um hálsinn á ho.num.
Varðmennimir komu inn og til-
kynntu með samúð að tíminn
I væri útrunninn.
i
Jack Tense hringdi í Evu
næsta morgun. Hann kynnti sig
ekki, lét röddina hafa fyrir því
og spurði blátt áfram hvort hún
hefði hugsað sér að borða há-
degisverð á flugvallarveitinga-
húsinu. Þá myndi hún trúlega
fá nýjar fréttir að heiman um
tvöleytið. Svo rauf hann sam-
bandið einé og símaklefinn hefði
allt i einu fyllzt af lögreglu-
þjónum.
Hún ók effir hinni glæsilegu
Advenida de Americas, sem allt
í einu varð andstæða sjálfrar
sín. — götubútur sem sýndist
hafa orðið fyrir sprengjuárás á
hverjum morgni undanfarin tíu J
ár. Svo lagði hún bílnum við
flugvöllinn.
Tense horfði gegnum hana úr ,
sæti sínu. Hún settist við hlið-
ina á honum. „Alveg réttur,
klæðnaður", sagði hann án þess
að opna munninn. „Enginn man
eftir þessum fötum. Dugleg
stúlka".
Hann sneri sér beint að efn-
inu. „Hvað hefur maðurinn þinn
eiginlega flækt sér í?“
Hún leyndi engu. Það var
léttir að mega leysa frá skjóð-
unni. Henni lá margt á hjarta
og Tense hafði orðið einn af
þrem beztu vinum hennar dag-
inn sem hún hitti hann í fyrsta
sinn. Honum líkaði vel að
Boume skyldi hafa Goya í bak-
höndinni, það var rétt út reikn-
að. Hún vildi gjaman fá það
staðfest að Bourne myndi losna
úr fangelsinu og Ijómaði af á-
nægju, þegar Tense sagði að
kaupin yrðu áreiðanlega gerð og
málið ‘strikað út strax að rétt-
arhöldunum loknum. Hann
spurði hvort hún gæti hugsað
sér nokkurn, sem vildi koma
morðinu á Munoz yfir á mann-
inn hennar. Hún vissi ekki um
neinn.
Þau fengu paella, vín. flan og
kaffi. Hann sagði að Merton á
Populace hefði orðið stórhrifinn
af henni þegar búið var að taka
manninn hennar fastan fyrir
svo vinsælt afbrot. Hann kom
henni hvað eftir annað til að
hlæja. Þegar þau komu að kaff-
inu, spur^i bpnn hvort hún hefði
ræ+*- —.’ ”‘nn sameiginlega
ynrique López
á þeirri spurn-
sfði aldrei komið
að ræða þetta við,
López sem hún hafði aldrei hitt
persónulega. Tense benti henni
á, að López gæti áreiðanlega
komizt að þvi hver væri að
reyna að koma manninum henn-
ar í bölvun, það væri í verka-
hring skikkanlegra samtaka. Eva
fvlltist áhuga og Tense lofaði
að hann skyldi tala við López.
Hann yrði að fara í kurteisis-
heimsókn til hans hvort sem
var. Hún sagðist ekki vita hvern-
ig hún ætti að bakka honum, og
hann sagði að ef henni væri
alvara. þá gætu þau flýtt sér,
heim á hótelið og háttað. því
að nú þyrftu þau ekki að ótt-
ast eiginmanninn. Hann veltist
um .af hlátri jrfri því hve hneyksl- i
uð hún varð.
Þau gengu saman út Þegar
Eva fór framhjá Tárþégsraf^t
greiðslunni hitti hún Gomez |
ofursta, yfirmann í to.llaeftirlit-'
inu. Hann roðnaði og gekk fram-
hjá henni án þess að mæla orð
Réttarsalurinn í Dómshöllinni
í Madrid var einn hinn glæsileg-
asti í Evrópu Á veggnum bak
við sæti dómarans hékk hið
Þrátt fyrirskipanir Banks færði Þórður skip sitt aftur of hættulegt. Á meðan þessu fór fram biðu Ross og
upp að ströndinni um morguninn til þess að vera stúlkurnar í nágrenni við aðalstöðvar trúfiokksins eftir
viðbúinn að taka á móti Ross ef hann kæmi. Lof- tækifæri til þess að ná tali af piltunum tveimur. Það
skeytamaðurinn hlustaði stöðugt eftir sendingum frá var ekki fyrr en undir morgun sem þau sáu þá koma
honum en ekkert skeyti barst, enda hefði það verið út úr byggingunni ásamt fleiri mönnum.
UNGLINGA
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfr
Langholt
Meðalholt
Hringbraut.
Kleppsveg
Teigar
Kársnes I og II
Talið strax við afgreiðsluna — sími 17500.
NOKKRIR UNGIR MENN
geta komizt í nám í jámiðnaði.
Verkamannakaup.
Vélaverkslæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f.
Aðvörun til smábátaeigenda
Með tilvísun til 12. gr. Hafnarreglugerðar fyrir Reykja-
víkurhöfn eru eigendur þeirra smábáta, sm legið hafa
og liggja í höfninni og ekki eru í notkun, áminntir
um að fjarlægja þá fyrir 15. nóvember. Að öðrum
kosti verður þetta gert á kostnað eigenda.
HAFHARSTJÖRI.
AÐVÖRUN
til gjaldenda í Kópavogi
Lögtök fyrir þinggjöldum eru að hefjast. Skorað er
á gjaldendur að reyna að greiða nú þegar til að
ekki komi til þeirra óþæginda og þess kostnaðar
sem lögtaki fylgir.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Keflvíkingar
I 0 L!U S GUDffiUNDSSON
flytur erindi í samkomusalnum í Vík, Hafnarstræti 80,
sunnudagskvöldið 4. nóvember kl. 8.30.
Erindið nefnist:
Á hverju byggist vonin
um betri framtíð?
Jón H. Jónsson og félagar hans syngja.
ALLIR VELKOMNIK.
Áskrifendasöfnunin
Ég undirrit:
óska hér með að gerast kaupandi ÞJÓÐVILJANS.
Dags.......... 196.
Tekið á móti áskrifendum í símum:
17500, 22396« 17510« 17511.
4