Þjóðviljinn - 04.11.1962, Síða 1

Þjóðviljinn - 04.11.1962, Síða 1
' . - / y Efgr'V. N ~ÍÍV Enn verður ekki þverfótað fyrir hermönnum, vopnum og öðrum hergögnum í hafnarbæjum Florida sem næst Iiggja Kúbu og á flugvöllum þar í fylkinu eru hvers konar herflugvélar reiðu- búar til að hefja árás á Kúbu, cins og t.d. á MacDill-flugvellinum, en af honum cr þessi mynd. Utgerðarmenn vilja efheUi en ekki lýðræðisleg málalok Bílar sem vinnandi í happdrættinu má velja um ^sí°ð9a ★ Stjórnendur Eandssam- bands íslenzkra útvegsmanna virðast ekki vilja lausn síld- veiðideilunnar eftir venjuleg- um lýðræðisleiðum, að sjó- menn og útgcrðarmenn al- mennt geri út um málið. jc títgerðarmenn hafa hindrað slíka Iausn með al- gjörri þrjózku í samningaum- leitunum sem nú hafa staðið árangurslaust vikum saman, og er ekki annað áýnilegt en þeir stefni að einhverri of- beldislausn i ætt við gerðar- dóminn í sumar. Þeir hafa bitið sig fasta í kjaraskerðing- arkröfuna og heimta að sjó- menn semji um miklu verri kjör en gerðardómurinn al- ræmdi skammtaði í sumar. Sjómenn neita einhuga kjara- skerðingarkröfunni. ★ Röksemdir útgerðar- manna, að þeir eigi að fá til sín verulegan hlut af afla- hlut sjómanna vegna nýrra veiðitækja, er fjarstæða, sem hvergi hefur þekkzt, ekki heldur við aðrar veiðar hér á Iandi. Útreikningar útgerð- armanna um kostnaðarauk- ann af nýrri tækni hafa reynzt cinskær marklcysa. ★ Sjómenn bera ekki of mikið úr býtum og þeir vinna fyllilega fyrir hlut sínum á sxldveiðum sem öðrum veið- um, með ótakmörkuðum vinnutíma og hinum mikla og verðmæta afla sem þeir færa á Iand. Xryggvi Helgason jc Þessi atriði og fleiri til skilnings á síldveiðideilunni ræðir Tryggvi Helgason í við- ta!i, sem birt cr á 4. síðu, en Tryggvi hefur staðið f kjarasamningum íslenzkra sjómanna um nær þrjátiu ára skcið. — SJá 4. síðu. Castro minnti á í ræðu sinni, að Bandaríkjamenn hefðu ráðizt á Kúbu fyrir rúmu ári. Við höfum alltaf farið að alþjóðalögum, sagði Castro, en Bandaríkjamcnn hafa fótum troðið alþjóðarétt og siglingalög um frelsi á höfum úti. Hvers vegna ætt- um við að fallast á alþjóð- Iegt eftirlit með vörnum okk- ar frekar en aðrar þjóöir? Og hvernig er hægt að ætl- ast til þess, að við afsölum okkur varnarstöðvum, sem vinir okkar hafa hjálpað okk- ur að koma upp, en séum samtimis neyddir til að sitja uppi með herstöð óvinarins í landi okkar. Hann krafðist þess aftur og aftur, að Banda- ríkjamenn yrðu á brott frá Kúbu. Það hefur vakið nokkra at- hygli, að í ræðu sinni minntist Kennedy ekki einu orði á þess- ar sanngjömu kröfur Kúbu- manna. Þess í stað lagði hann einungis áherzlu á það að hafn- banninu yrði haldið áfram, þó að hann viðurkenndi að brott- flutningur sovézku eldflaug- anna væri langt kominn. Nýja brúin yfir Blöndu Flokkurlnn DEII.DARFUNDIR annað kvöld, mánudag. — Sósíalistafélag Reykjavíkur. Félagsfundur í Sósíalistafélagi Reykjavíkur verður á fimmtu- dagskvöld. Á fundinum verða kosnir fulltrúar á þing Sósíalista- flokksins. Tillögum um fulltrúa þarf að skila á skrifstofu félags- ins fyrir kL 7 á miðvikudags- kvöld. Dagskrá að öðu leyti verður augýlst á þriðjudag. STJÓRNIN. orii á herstöð USA á Kúbu WASHINGTON 3/11. — Herstöð Bandaríkjanna á Kúbu, Guantanamo, er komin í brennidepil Kúbumálsins. Fidel Castro hefur krafizt þess, að Bandaríkjamenn yfirgæfu herstöðvar sínar við Guantanamo, um leið og sovézku vopn- in eru flutt burt frá eyjunni. Nú bregður svo við, að Kenne- dy lætur sem hann hafi ekki hugmynd um þessar herstöðv- ar Bandaríkjamanna. í ræðu sinni í gær lýsti forsetinn þvf yfir, að brottflutningur sovézkra vopna frá Kúbu væri haf- inn, en minntist hins vegar ekki á Guantanamo. Kennedy forseti hélt ræðu í gærkvöld og sagði, að verið væri að rífa sovézku eldflaugastöðv- amar á Kúbu. Hann sagði, að hafcbanninu yxði haldið áfram, þar til Kúbustjóm hefði fallizt á alþjóðlegt eftirlit með vígbún- aði sínum. Með þeim orðum var Kennedy í rauninni að svara ræðu Castros, sem lýsti því yf- ir í fyrrakvöld, að Kúbumenn mundu ekki fallast á alþjóðlegt eftirlit. Sunnudagur 4. nóvember 1962 - 27. árgangur — 241. tölublað Félagsdómur Sker úr 2 stór- málumívikunni mynd fengum við senda frá Blönduósi. Hún sýnir okkur hina nýju og veglegu brú yfir Blöndu, sem tekin var I notkun fyrir skömmu. Allir þeir, sem ferð- azt hafa með rútunni milli Reykjavíkur og Akureyrar, muna það ugglaust, að gaml- ar og þröngar brýr töfðu víða ferðina. Ein þeirra var brúin yfir Blöndu. En þær gömlu týna óðum tölunni og í stað þeirra koma aðrar nýj- ar og breiðar. FyTstu bflarnir fóru yfir nýju Blöndubrúna 27. október sl., en tveimur dögum seinna var gamla brú- in tckin. af. Þökk þeirri gömlu, en heill hinni nýju. (Ljósm.: B. P.). Nú í vikunni fellir Félagsdóm- ur úrskurði eða dóma sem beð- ið er með mikilli eftirvæntingu. Á morgun, mánudag, er búizt við að úrskurður verði kveðinn upp í læknamálinu svonefnda, en málflutningur fór fram svo sem áður hefur verið skýrt frá sl. föstudag. Læknamálið, sem skotið var til dómsins eftir að mál Lands- sambands íslenzkra verzlunar- Eldur í Höfrungi II. í gærdag Laust fyrir hádegi í gær kom upp eldur í káetu vélskipsins Höfrungs II. frá Akranesi þar sem það lá við Grandagarð. Er slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í káetunni en hann varð fljótt slökktur og breiddist ekki út. Skemmdir urðu miklar á káetunni. Við slökkvistarfið brenndist einn slökkviliðsmaður í andliti og hár sviðnaði á tveim öðrum. manna gegn Alþýðusambandi Islands var dómtekið 26. fyrra mánaðar, hefur valdið drætti á dómsuppkvaðningu í síðamefnda málinu, en samkvæmt upplýs- ingum sem Hákon Guðmunds- son hæstaréttarritari, forseti Félagsdóms, veitti Þjóðviljanum í gær, er þess að vænta að dómur verði upp kveðinn síðar í þessari viku. Dómendur í læknamálinu eru, auk dómsforseta, þeir Einar B. Guðmundsson hrl., Ragnar Jóns- son hrl., Einar Amalds yfir- borgardómari og Theódór Líndal prófessor. I máli LlV gegn ASl dasma, auk dómsforseta, þeir Ragnar ( ölafsson hrl., Einar B. Guð- mundsson hrl., Benedikt Sigur- Jónsson hrL og Gunnlaugur Briem ráðuneytisstjóri. Kenneúy mlnntist ekkí einu Tryggvi Helgason skýrir frá staðreyndum síldveiðideilunnar: 1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.