Þjóðviljinn - 06.11.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.11.1962, Blaðsíða 12
Nýja Laxnessleikritið ## Prjónastofan Sólin" komin út • Nýja leikritið eftir Halldór Kiljan Laxness,' Prjónastofan Sólin, kom út í gær í tveim útgáfum. önnur útgáfa er á forlagi Helgafells, en hin er hjá Máli og menningu í afmælisbóka- flokki félagsins. Prjónastofuna Sólina nefnir höf- undur gamanleik í þrem báttum. Leikurinn gerist í forskála „frönsku villunnar“ nema síðasti hluti þriðja þáttar á rústum hermar. Persónur eru Ibsen Ljósdal, Sólborg prjónakona, Sine Mani- bus, Fegurðarstjórinn, Þrídís, persóna í þrem myndum sem nefnist La belle dame sans merci, La plastiqueuse og María úr Magdölum, Það opinbera, Líkkistusmiður, Kúabóndi, Moby Dick, brunalögreala, pípari og nokkrar fátækar þokkadísir. Leikritið er 124 bls. Leikritið verður ekki flutt op- inberlega hér fyrst um sinn. Af upplagi þess eru 100 eintök prentuð á forláta pappír, tölu- sett og árituð af höfundi. I gær sendi Helgafell einnig frá sér aðra útgáfu ritgerðar- safns Halldórs Laxness Sjálf- sagðir hlutir, en það hefur ver- ið ófáanlegt um skeið. i Vísnasafn Loks er komið út hjá Helga- felli vísnasafn Jóhanns frá Flögu, Höldum gleffli hátt á ioft. Fyrra bindi safnsins, Ég skal kveða við þig vel, var kc.nið út fyrir alllöngu og hefur það nú verið bundið með nýja bind- inu. f safni þessu hefur Jóhann dregið saman lausavísur hvaðan- ;m I afmæliS' útgáfu M og M komin út • Eins og kunnugt er gefur Mál og menning út 12 nýjar bækur eftir íslenzka höfunda í tilefni aldarfjórðungsaf- mælis síns. Fyrsta bókin í þessari útgáfu „Prjónastofan Sólin“ eftir Halldór Kiljan Laxness er komin út. Ætlunin var að allar þessar tólf bækur kæmu út samtímis um næstu mánaðamót, en sök- um þess að leikrit Halldórs Lax- ness er gefið út í samvinnu við Helgafell þá verður sú bók nokkru fyrr á ferðinni en hinar. Afmælisútgáfa Máls og Menn- ingar kemur út í 530 eintökum og þar af eru hundrað prentuð á sérstakan pappír, tölusett og árituð af höfundi. Þessi útgáfa er nú þegar uppseld nema hvað nokkur eintök eru ennþá fáanleg af árituðu útgáfunni. Mjög hefur verið vandað til útgáfu þessara bóka, þær verða í skemmtilegu broti og band er miklu skemmtilegra og hressi- legra en var til dæmis á bóka- flokki Máls og Menningar. Tólf listamenn hafa gert kápur bók- anna; kápu á hið nýja leikrit Laxness gerði Svavar Guönason, en hann hefur einnig gert aðra kápu fyrir útgáfu Helgafells. Afmælisútgáfan er því sem næst uppseld eins og áður var getið, en auk hennar munu þær VerKsmiðjuvél- srnar reyn^ ust vel ellefu bækur sem eftir eru koma út á forlagi Heimskringlu. Hinar ellefu Rétt er að rifja það upp hverjar hinar bækurnar ellefu eru, einkum þar eð sumum bókaheitum hefur verið breytt síðan boðsbréf var sent út um útgáfuna. Þórbergur Þórðarson segir frá hinni einu sönnu ís- lenzku akademíu í „1 Unuhúsi“. „Vort land er í dögun“ heitir ritgerðasafn eftir Einar Olgeirs- son, Sverrir Kristjánsson lætur okkur í té „Ræður og riss“ og Gunnar Benediktsson „Skxáfta- mál uppgjafaprests". Frá Jóni Helgasyni koma „Tuttugu erlend kvæði“ þýdd og stæld, ennfrem-, ur sér hann um skýringar við „Tvær kviður fornar“. Stefán Jónsson hefur skrifað mikla skáldsögu sem heitir „Vegurinn að brúnni“, Halldór Stefánsson smásagnasafnið „Blakkar rúnir“, og Jóhannes úr Kötlum brýtur enn nýtt land í nýrri ljóðabók. Rannveig Tómasdóttir skrifar ferðasögu „Andlit Asíu“, Og þá er ótalin sú bók sem boðuð var áður: Friðrik Þórðarson, kenn- ari í grísku og latírtu við há- skólann í Oslo, hefur tekið sam- an og þýtt „Grískar þjóðsögur| og æfintýri". Tálknafirði 5/11 — Vélar síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hér í Tálknafirði voru settar í gang í gær í fyrsta skipti eftir stækk- un vcrksmiðjunnar og reyndust þær eins og vonir stóðu til. Landssmiðjan sá um fram- kvæmdir við stækkun og breyt- ingar á verksmiðjunni og stóðu þær yfir í mánaðartíma. Einnig var reistur nýr lýsisgeymir sem tekið getur 130 lestir. Afköst beinamjölsverksmiðj- unnar eftir stækkunina verða um 714 tonn eða 150 pokar á sólarhring. Af síld á að vera hægt að bræða 400—500 mál á sólar- hring en auka má þau afköst með því að stækka sjóðara og pressur. Þurrkarinn í verksmiðj- unni er gerður fyrir 1000 mála afköst á sólarhring. — JE. Rafhlöður Mariners bilaðar PASADENA, Kaliforníu 1/11 — Komiö hefur í Ijós að sól- arrafhlöður bandaríska Ven- usarfarsins Mariners II. eru bilaðar og kann svo að fara að geimfarið geti ekki leyst af hcndi þau verkefni sem því hafði verið ætlað að gera. Þó standa vonir til að venju- legar rafhlöður sem geimfar- ið hafði með sér geti hlaupið í skarðið, ef sólarrafhlöðurn- ar komast ekki aftur í lag. Halldór Laxness æva af landinu frá ýmsum tím- um. Einskorðar hann sig við vísur ortar undir rímnaháttum. Vænir di vestra Þúfum 26/10 — Slátrun er lok- ið fyrir nokkru hjá Kaupfélagi ísfirðinga, og var siátr.að á tveimur stöðum. á ísafirði og í Vatnsfirði. Meðalþungi þeirra dilka, sem slátrað var á ísa- firði var 15.2 kg, en í Vatns- firði 16 kg. Hæsta meða,]vigt af innieggjendum á ísafirði hafði Hallgrímur Jónsson Sætúni. 19.7 kg. í Vatnsfirði hafði hæsta meðaivigt séra Baldur Vilbelms. son, 17.2 kg. Þess má geta, að hans fé gengur úti aljan vetur- inn í eyju einni. f ótíðinni síðastliðnar tvær vikur hefur víða fennt nokkuð. Vegir eru nú ófærir á Snæfjalla- strönd og fénaður allur á húsi þar. — ÁS- Þriðjudagur 6. nóvember 1062 27. árgangur — 142. tölublað. FélagsJómar dæm■ ir í læknamálinu Félagsdómur kvað í gær upp úrskurð um frá- vísunarkröfuna, sem @ Hesturinn var fyrr á tímum þarfasti þjónn alþýðu, þó að hlutverk hans hafi minnkað við aukna vélvæðingu í landinu. @ 1 víðari skilningi má lita á sterkt málgagn alþýðu gegna sama hlutverki, en aukin samkeppni í blaðaheiminum krefst hinsvegar bætts vélakosts og aukinnar tækni, sem kostar mikið fé. @ Engum er Ijósara en okkur, þegar hart sverfur að alþýðuheimilum á þesum viðreisnartímum, hve erfitt er að láta fé af hendi rakna, cn aldrei hefur íslenzk alþýðu svikið málgagn sitt, þegar mikið hefur verið í húfi. @ Raunar uppsker hún ávexti sína í sterkara málgagni gegn stórtæku auðvaldi og réttir við hag sinn. @ Rétt er að bcnda á það hagræði að skipta hlut sínum í fleiri en cinn áfanga og tekur skrifstofa happdrættisins, Þórsgötu 1 á móti slíkum innleggum og er hún op- in hvern virkan dag frá kl. 10 til 7 síð- dcgis. Símanúmer skrifstofunnar cru 22396 og 19113. Veturínn tók með leiftursókn uppi var höfð í lækna- málinu svonefnda. Var krafan ekki tekin til greina, þannig að réttur- inn mun leggja efnisdóm á málið. 1 úrskurði Félagsdóms er það eigi talið hamla því að dómur- irm fjalli um dómkröfumar sem gerðar eru í málinu þó að upp- sagnir læknanna hafi farið fram í aprílmánuði s.l., áður en lög nr. 55/1962 tóku gildi. Ennfrem- ur segir svo í forsendum úr- slcurðarins: „1 2. gr. laganna segir að fjár- málaráðherra fari með fyrirsvar ríkissjóðs að því er varðar kjara- samninga og aðrar ákvarðanir af hendi ríkisvalds samkvæmt lögunum, og í 3. gr. er svo mælt að Bandalag starfsmanna ríkis og bæja fari með fyrir- svar ríkisstarfsmanna um kjara- samninga og aðrar ákvarðanir skv. sömu lögum, Eru fjármála- ráðherra vegna ríkissjóðs og BSRB þannig samningsaðiljar um launakjör og aðrar ákvarð- anir í því sambandi. Læknar þeir sem sögðu upp stöðum sín- um 12. og 13. aprfl s.l. og sem stefnt er í máli þessu, voru allir ríkisstarfsmenn, sem 1. gr. laga nr. 55/1962 tekur til, er þau lög gengu í gildi, og varð BSRB þannig samningsaðili þeirra vegna um launakjör sbr. 4. gr. sömu laga, og fyrirsvars- j aðili þeirra að lögum um aðrar j ákvarðanir af þeirra hálfu í sambandi við launakjör þeirra. Skv. þessu og ákvæðum 3. mgr. 25. gr. nefndra laga var stefn- anda rétt að beina gegn nefndu bandalagi sem löggiltum fyrir- svarsaðilja hinna stefndu lækna málssókn út af því, að þeir hafi eigi í launakjaradeilu fylgt fyr- irmælum laga nr. 55/1962 Skv. 25. gr. laganna dæmir Félags- dómur í málum, sem rísa á milli samningsaðilja út af brot- um á þeim lögum og með því að hér er um þesskonar ágrein- ing að ræða, er því réttilega stefnt fyrir Félagsdóm". HALLORMSSTAÐ 5/11 — Vet- urinn tók völdin hér eystra með leiftursókn, og hefur ekki komið svona snemma síðan 1940. Sókn- in hófst með hörkuáhlaupi fyrri laugardag (27. okt.). Ofli það strax bilunum á raflínum, t.d. varð þá rafmagnslaust í Eiða- þinghá. Svo var hvassviðrið mik- ið, að raflínustrengimir snerust saman. Ófært varð þá um alla fjallvegi. Raflínur slitna Á mánudaginn í fyrri viku gerði svo mikla fannkomu með frosti. Slitnaði þá raflínan milli Egilsstaða og Hallormsstaðar vegna ísingar. Fyrstu tvo dagana var ekki hægt að athafna sig til viðgerða fyrir veðrinu, og á efsta hluta veitunnar, Hallormsstað or nágrenni, var rafmagnslaust í þrjá sólarhringa. Vegir í byggð urðu ófærir, og fyrst s.l. laugar- fm ®j| 1 3 mWÍ 1 f4 m Takmarkið er þetta: fyrir 25. nóvember! 1000 nýir óskrif endur Safnið óskrifendum! dag var rudd jeppabraut frá Grímsá niður að Egilsstöðum. Fjóra sólarhringa 3ja tíma leið Þann dag kom til Egilsstaða bílalest að norðan, fimm vöru- flutningabílar og þrír fólksbílar. Hægt hafði gengið þeirra f„rð, því að 9 dagar voru liðnir frá því þeir komu að Grímsstöðum á Fjöllum. Sunnudaginn 28. okt. komu þeir að Möðrudal, og það- an lögðu þeir upp á þriðjudags- kvöld og höfðu sér til hjálpar jarðýtu, stóran trukk og veghef- il. Til Egiisstaða náðu þeir svo á laugardaginn, sem fyrr segir. Að sögn eins bílstjórans var ekki mikill snjór á heiðinni, en mjög mikill á Jökuldalnum. Frá Möðrudal til Egilsstaða er ró- leg 3ja tíma ferð að sumarlagi. Veturinn kom að óvörum Talsvert mun hafa fennt af fé hér um slóðir, og hafa bænd- ur verið að leita það uppi und- anfarna daga, en ekki er vitað j hve margt hefur týnzt. Segja má, að menn hafi verið algjör- lega óviðbúnir þessum vetraré- hlaupum. Snjóbílar eru til á Seyðisfirði, Egilsstöðum og á Reyðarfirði, en enginn þeirra var í lagi. Einn bílstjóranna. sem var í fyrmefndri bílalest, hefur til umráða snjóbfl, og 1 hafði hann meðferðis vél í bfl- inn og vinnur nú að því að setja hana í hann. 1 dag og í gær hefur verið sæmilegasta veður. Snjórinn er að þjappast, og er auðvelt að leggja jeppaslóðir. — sibl — Engin friðar- verðlaun í ár OSLÖ 5/11. — Nóbelsverðlauna- nefnd norska Stórþingsins til- kynnti í dag að samkomulag hefði orðið innan hennar að út- hluta friðarverðlaunum Nóbels ekki í ár. Ulbricht farinn heim frá Moskvu MOSKVU 5/11, — Walter UI- bricht, forseti Austur-Þýzkalands, sem undanfama daga hefur dvalizt ásamt nokkrum ráðunaut- um sínum í Moskvu til viðræðna við sovétstjórnina hélt heimleiðis í dag. Ýmsir aðrir leiðtogar sós- íalistísku ríkjanna hafa verið I Moskvu síðustu daga, þ.á.m. pclski flokksforinginn Gomulka og sá tékkneski Novotny. Sósíalístafélagsfundu n,k. fímmtudagskvöl SÓSÍALISTAFÉLAG REYKJAVÍKUR heldur félags- fund í Tjarnargötu 20 fimmtudaginn 8. nóvember kl. 8,30. Á dagskrá fundarins er kosn- ing fulltrúa félagsins á flokks- þing Sósíalistaflokksins og einnig xærða rædd félagsmál. Félögum skal bent á að frest- ur til að skila tillögum um fulltrúa á flokksþingið rennur út annað kvöld, miðvikudag, kl. 7. Félagar eru minntir á að sýna skírteini við innganginn. ¥

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.