Þjóðviljinn - 07.11.1962, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.11.1962, Síða 5
T -‘.liðvikudagur 7. nóvember 1?62 ÞJÓÐVILJINN Gerðardómslögin eru ofbeldi gegn v ÞINCSIÁ ÞIÓÐVILIANS mgunm Á fundj efri deildar Alþingis í gær voru gerðardómslög ríkis- stjórnarinnar til um- ræðu. Hér verður á eft- ir drepið á nokkur at- riði úr ræðu Björns Jónssonar við það tæki- fseri. Bjðrn minnti í upphafi máls síns á aðdr^ganda þessa máls og sagði. að þeð væri sögulegt augnabiik fyrir íslenzku verka- ij'ðshreyfinguna, þegar formað- ur Alþýðuf'.okksins hefði nú í annað skipti á sama ári gerzt frumkvöðull lögg.iafar. sem sviptir íslenzka sjómenn rétti til /Iýðræðislegra samninga um kaup og kjör. — Eins og mál- um hefur verið háttað hefðu bráðabirgðalögin verið sett beinlínis til þess að rýra kjör háseta og yrðu þau og gerð- ardómsúrskurðurinn að skoð. ast í ljósi þess. Þeir sem ’.ögðu blesun sína yfir gerðardoms- lögin væru þvi um leið að leggja blessun sína yfir úr- skurð gerðardómsins. Ríkis- stjórnin hefði gripið inn í deil- una. þegar LÍÚ var búið að tapa hénni. — ékki með því að ákveða óbreytt kjör eins og fordæmi væru fyrir, þegar verkalýðshreyfingin héfði kraf- izt bættra kjara. heldur með skipan gerðardóms, sem aug- ljóslega var ætlað þið hlutverk eitt að skerða kjör hásetá eins og á stóð. Úrskurður gerðardómsins. taldi Björn að hefði lækkað meðalhásetah’.ut um 10 þúsund krónur. en meðalgróði utgerð- armanna á skip myndi nema um 250 þúsund krónum. Þá vék Björn að rökstuðn- ingnum fyrir kjaralækkuninni og sagði m.a.: .Gerðardómsmenn hafa rök- stutt gerðir sínar með því, að sú nýja tækni. fisksjár og kraftblakkir, sem verið hafa að ryðja sér til rúms á síðari ár- um sé útgerðinni svo kostn- aðarsöm að lækka verði kjör sjómanna til að jafna metin. Hafa menn nú heyrt öllu fjar- stæðukenndari kenningu? Ný tækni, stórauknir möguleik. ar til afkasta við veiðar. ger- breyting í aflamöguleikum — allt þetta á að vera röksemd fyrir kjaralækkun þeirra sem í atvinnugreininni vinna. Þekkja menn hliðstæðar rök- semdir úr öðrum atvinnugrein- um? Ég held ekki; enda hafa allar þessar ,,röksemdir“ ver- ið marghraktar og það af fleir- um en sjómönnum og tals- mönnum þeirra. Má bar til nefna að Fiskifélag íslands hafði gert áætlun um útgerð á sumarsíldveiðum 1962 og kom- izt þar að þeirri niðurstöðu að útgerð með hinni nýju tækni væri mun hagkvæmari en með eldra fyrirkomulaginu. Með hinni nýju tækni. sem allt á að vera að sliga er átt við kraftblökkina og fiskleitar- tækin. Kraftblökkin mun kosta i stofnkostnaði um 180 þús. kr 02 endist hún í f.jögur ár. Fisk- leit.artækin eru misdýr. en sam- eiginlegt er með þeim öllum að bau hafa verið sett í bátana iafnt þótt síldveiði hafi ekki verið stunduð og koma að gagni á veiðum allt árið. Hlut- ur síldveiðanna í kostnaði þeirra ætti því ekki að reikn- ast ýkja mikill. Á móti þessum kostnaðarlið- um kemur svo margskonar sparnaður vegna gerbreyttra * « * ft r* S ,» * * 1 * t * •' Almannavarnir og her- varnir tvennt ólíkt I gær var haldið áfram að ræða frumvarp rikisstjórnar. innar um almannavarnir í neðri deíld Álþingis og varð umræðunni ekki Iokið. Einar Olgeirsson (Alþbandal.) kvað hér um mikið alvörumál að ræða. Spurningin snerist um það. hvort það sé mögulegt og þá hverjir möguleikar séu á því að bjarga íslendingum, ef landið drægist inn í kjamorku- | styrjöld. — Sig ' hefði því furð- f að á málflutn- | ingi framsögu- {nvanns meiri- {hlutans. sem |tekið hefði ibann kostinn að fara með •persónuleg brigslyrði í ræðu sinni einkum varðandi afstöðu sína og ann- arra Alþýðubandalagsmanna. Hefði G. J. talið afstöðu hans 1941 hafa mótast af því, að Rússar hefðu þá verið banda- menn Breta í stríðinu. En svo alger væri fáfræði Gísla Jóns- sonar. að hann gætti bess ekki. að i febrúar 1941 voru Rússar ekkí komnir í stríðið og þar með dytti botninn úr röksemda- fær?1u Gísla. Svo leyfði hann cér að halda því fram. að af- Alþýðubandalagsins væri •7ið það miðuð. að auðvelda ■^ússum innrás í landið! Ef f'-ís’i Jónson vildi tala um inn- rá.s i.landið væri honum holú oð mjnnast þess. hverjir hefðu sert hér innrásir 1940 og hveri ir hefðu verið með svipaða til- Uijrði í landhelgi fslands 1958 i ^triðsárunum hefðu Banda- -■'Viamenn komið á eftir Bret- nm og sett ríkisstjórninni úr- slitakosti um að samþykkja hernám íslands og þeir héidu landinu enn hernumdu. Þessar aðgerðir hafi stofnað lífi þjóð- arinnar í voða og geri þgð enn. — Og það mætti einnig ræða um það, hverjir hafi samþykkt þessar aðgerðir. Þá vék Einar að efnisatriðum frumvarpsins. Það væri álit sitt' og Alþýðubandalagsins, að það /æru hinar erlendu herstöðvaj sem leiddu yfir þjóðina tortím- ingarhættu í styrjöld. Á hið sama hefði hann bent 1941. að dvöl hernámsliðsins í miðri Reykjavik byði heim árásar- hættunni. En menn mega ekki gera sig seka um að ta-la um loftvarnarráðstafanir siðasta stríðs sem sambærilegar við það sem nú væri kallað al- mannavamir. Eyðileggingar- máttur vopnanna hefði tekið slíkum gerbreytingum, að ein lítil sprengja á mælikvarða nú- tímans hefði sama sprengi- magn, og allar sprengjur, sem varpað var í síðasta stríði. Að- eins eitt væri sambærilegt hér á landi við aðstöðu okkar í --3- asta stríði: Hættan sem íslend- ingum er • búin stafar af dvöl erlends hers í landinu. Við yrðum að miða okkar aðgerðir við það, að yfir þjóðinni vofði alger tortímingarhætta, ef land- ið lenti í kjarnorkustríði. Hér er því ekki um að ræða spum- ingu um afstöðu okkar til Vest- urveldanna eða Austurveld- anna. — kapitalisma eða sósíal- isma, — heldur einfaldlega um bað. hvernig bjarga megi þióð- inni frá hörmungum styrjald- ar. Sín skoðun væri því sú, að eina færa leiðin væri að losa okkur við herstöðiná. ölíum er ljóst, að í stríðsþátttöku er eng- in vörn, en herlið NATÖ gerir okkur þátttakendur í stríði um leið og það hefst. Fyrsta sppr- ið til almannavama hér á landi er að fjarlægja herstöð- ina. Þá sagði Einar, að sín skoðun væri jafnframt, að næsta skref- ið væri að unnt væri að gera þau mannvirki hér á landi ó- nothæf, sem einkum mætti bú- ast við að styrjaldaraðilar teldu koma sér að gagni við styrjaldarrekstur og ætti hann þar við flugvellina í Reykjavík og Keflavík. En engu að síður bæri okkur vissulega, að gera ráðstafanir til að verjast þeim hörmung- um, sem hugsanlegt stríð gæti leitt yfir okkuri Það væri að sínu áliti nauðsynlegt, að fá sérfræðing til þéss að segja okkur sitt álit um það, hvað hér yrði. ef hér væru engar herstöðvar og hvernig al- mannavörnum yrði hagað við þær aðstæður. Hervamir og al- mannavamir væru algerar andstæður. 1 áliti Holtermanns hershöfðingja kæmi fyrst og fremst fram, að hann teldi mikilvægt að geta haldið áfram að berjast. Því þyrfti að koma ríkisstjóminni og nokkrum „góðum“ þingmönnum ásamt almannavamastjóranum á ör- uggan stað. þar sem þeir gætu haft öruggt samband við her- stjórn bandamanna. — Og síð- an kæmi ,að það væri jú gott og blessað. ef eitthvað af bless- uðu fólkinu gæti líka lifað af. — En í þessu máli getum við ekki hugsað út frá þeirn sjón- armiðum að fórna íslenzu þjóð- inni fyrir hernaðaraðstöðu Vesturveldanna. Það s.iónarmið fær aldrei samrýmzt þvi að sjá þjóðinni borgið ,ef t.il styrjald- ar kæmi. Valtýr Guðjónsson (Frams). kvaðst, hafa lýst sig samþykk- Framhald á 12. síðu. veiðiaðferða og má þar nefna. 1. Tryggingakostnaður nótar- og nótabáta lækkar um ca. 30 þús. á vértíð. 2. Stofnkostnaður, endurbæt- ur og viðhald á nótabátum hverfur og veldur þetta spam- j aði að lágmarki um 25—30 '■ þús. kr. ; 3. Lækkun olíukostnaðar, I þegar skipin hætta að draga! báta. hlaðna nótum. 4. Hafa mætti svo í huga að I með gengisbreytingunni frá i j ágúst 1961 var síldveiðísjó- j mönnum sem öðrum sjómönn- ' um gert að borga vátryggingar. 1 kostnað á móti útgerðarmönn- um af óskiptu útflutningsverð- mæti og er þar um tugþúsunda hagnað að ræða fjTir útgerð- ina en kjaralækkun sjómanna. j 5. Skipta' svo hinir gífurlega auknu möguleikar til að ná árangri í veiðum höfuðmáli. Hin nýja tækni leggur stór- aukna vinnu á sjómennina m.a. vegna þess að nú er unnt að stunda veiðar i verri veðrum en áður. jafnt á nóttu sem degi og með vaxandi afla eykst vinna hásetanna jafnt á sjón- um sem við land. Aukið fram- lag sjómanna kemur því á móti nýrri vélvæðingu bátanna". í lok ræðu sinnar krafðist Björn þess m.a. að fram færi efnisleg atkvæðagreiðsla um frumvarpið við fyrstu umræðu svo að þingmönnum gæfist' kostur á að láta ótvírætt í ljós afstöðu sína til þessa máls. Kynni þá svo að fara. að í Ijós kæmi að ekki væri til þing- meirihluti fyrir þessum lög- um og væri það ríkisstjórninni áminning um að reyna ekki aftur .... slíkar aðferðir. Lögin væru nú fallin úr giídi og Al- þingi gæti þvi ekki leiðrétt orð- inn hlut og væri það aðeins vegna formsins. sem bráða- birgðalögin lægju nú frammi til umræðu. Með því að greiða atkvæði i gegn frumvarpinu við fyrstu umræðu tækju menn í senn efnislega afstöðu gegn bráða- birgðalögunum og úrskurði gerðardómsins. Og með því að fella bráðabirgðalögin þannig mætti ef til vill hindra að rik- isstjórnin héldi lengra áfram á þeirri braut, sem hún fór inn á með þessum ofbeldislög- um gegn sjómannasamtökun- um Það værí því skerfur til þess að leysa þá deilu sem yfir stæði nú um sildveiðikjör sjó- manna og sýndi að Alþingi styddi ekkj neinar ofbeldisað- gerðir gegn sjómönnum í þeirri deilu ef löein yrðu felld við at- kvæðagreiðslu að lokinni fyrstu umræðu. Á eftir ræðu Björns tóku til. máls Ólafur Jóhannesson og Jón Þorsteinsson en síðan var umræðunni frestað. SÉÐA 5 Þingfundir í gær Fundir voru í gær i báðum deildum Alþingis. í efri deild voru til umr. bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar í síldveiði- deilunni i sumar Umræðunni var ekki lokið og var henni frestað oe önnur mál tekin af dagskra f neðri deild var frumvar rikisstjórnarinnar um almanna varnir t.il framhaldsumræðu oc varð ekki okið Einar Olgeirs son og Bjarni Benediktsson töluðu i máli þessu en siðan var umræðu frestað os önnur mál tekin af dagskrá. Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — SósfalistafJofck- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson. Magnús Torfl Olafeawk Sigurður Guðmundsson (áb.l Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsscm. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: SkólavörðustfglS. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65.00 á tnánuði. Hugsjónir „þótt reynt sé að urða hugsjón í iðrum jarðar, getur hún orðið öllum herjum yfirsterkari“, sagði José Martí, leiðtogi Kúbumanna í frelsis- baráttunni gegn Spánverjum í lok 19. aldar. Þessi einföldu sannindi hafa mótað alla sögu mannkynsins og aldrei í ríkara mæli en í þeim miklu þjóðfélagsbyltingum sem einkenna okkar öld. En mönnum er gjarnt að láta sér sjást yfir þessa staðreynd og einblína í staðinn á vopnin og valdið og telja að þar sé að finna hreyfiafl þróunarinnar. Þessi blinda gengur svo langt að mörgum hættir við að túlka alla þjóðfélagsat- burði, hvar *sem þeir gerast á hnettinum og hvernig sem til þeirra er stofnað, sem lið í valda- baráttu stórvelda, en mannleg og félagsleg sjón- armið komast ekki að. Þeir sem þannig hugsa skilja ekki neitt sem fram fer í veröldinni og atburðarásin mun í sífellu koma þeim að óvörum. Dyltingin í Rússlandi sem leidd var til sigurs fyrir rettum 45 árum varð eftirminnileg sönnun um yfirburði hugsjónarinnar yfir vopn- um og valdi. Það var auðvelt verk fyrir sérfræð- inga að reikna út áð byltingin væri vonlaus, jafnt innlent vald sem erlent hafði yfir þeim vopnum að ráða sem áttu að duga til að brjóta á bak aftur fátæka bændur og verkamenn. Ekki var byltingin í Kína síður fráleitt tiltæki í aug- um þeirra sem ekkert skilja annað en hergögn. Eða svo að við lítum til þeirra atburða sem enn eru að gerast: hvers konar fásinna var það af tólf ungum útlögum í fjöllum Kúbu að leggja til atlögu við langþjálfaða herskara, búna banda- rískum vopnum; hversu fráleitt var það tiltæki byltingarmannanna í Alsír að rísa gegn einu helzta herveldi heims, sem hafði meira að segja yfir kjarnorkuvopnum að ráða? Allar þjóðfé- lagsbyltingar okkar tíma eru sönnun um magn- leysi þeirra sem trúa á valdið, staðfesting á yf- irburðum hugsjónarinnar yfir vopnunum. gósíalisminn er sú hugsjón sem einkennir þjóð- félagsbyltingar okkar tíma og reynist yfir- sterkari öllum vopnum og herskörum. Flestar bær þjóðir sem barizt hafa til sjálfstæðis á und- anförnum árum gegn yfirburðum vopna og valds hafa nú sósíalismann að leiðarljósi þótt þær velji sér margvíslegar leiðir að markinu. Ástæð- an til þess að jafnt uppreisnarmennirnir á Kúbu sem í Alsír eru að taka upp sósíalistíska þjóðfé- lagshætti í löndum sínum er ekki vald hins ’nikla sovézka stórveldis. heldur umfram allt ■ömu framtíðarvonirnar sem eggjuðu bændur 'ö verkamenn Rússlands til dáða fyrir hálfum ímmta áratug Tengplin milli rússneskn bvlt- 'ngarinnar og þerra bjóðfélagsumskipta sem 'ivqrvetna eru sð gerast eru ekki kiarnorkuvon- og flugskeyti, heldur hugsjónir. — m. V 4

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.