Þjóðviljinn - 07.11.1962, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 07.11.1962, Qupperneq 6
6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. nóvember 1962 Ratvísi skordýranna Kvenmý lokað niðri í pappakassa dregur að sér karlmý úr hálfs annars kílómetra fjarlægð A síðari árum hefur athygli manna beinzt mjög aS því hversu furðunaema þefvísi skordýrin hafa. Þeir sem fylgzt hafa með því, hvernig þjálfað- ur veiðihundur eltir spor, hljóta að undrast yfir þeirri nákvæmni, sem hann beitir við yfirferð þess svæðis þar Sem fómarlambið hefur lagt leið sína. Aragrúi óskyldra lýktartegunda berst að nasa- holum hans, en allar síast þær burt úr skynjun hans nema sú lykt ein, sem fórnarlambið hef- ur skilið eftir. Missi hann af þessari lyktarslóð fyrir tilvilj- un, hefur hann aftur skipulega leit, unz hann hefur komizt á hana að nýju. Það sem hjálpar hundi til slíkrar frammistöðu, er marg- brotin heilabygging hans, en slíku er ekki til að dreifa, hvað skordýrum viðkemur, sökum þess hve smá þau eru. Spyrja má, hvernig í ósköpunum það sé hægt fyrir t. d. karlkyns- mýflugu að skynja og elta uppi örminnstu lyktaráhrif frá kven-mýi í margra kílómetra fjarlægð. Sumar skordýrategundir eru færar um að hafa uppi á upp- tökum æsilegrar lyktar með furðumiklum hraða, jafnvel þótt ekkert í andrúmsloftinu virðist hjálpa til þess arna. At- huganir hafa leitt í Ijós. að þótt kven-mýfluga sé lokuð niðri í lítilli pappaöskju, koma karlmý að vitja hennar úr hálfs annars kílómetra fjarlægð undan vindáttinni. Stalínstytta sprengd Minnismerkið um Stalin. hin risavaxna stytta. sem reist var í Prag á bökkum Moldár, hefur nú verið sprengt í loft upp Styttan var gerð úr 233 vold- ugum grjóthnullungum, sem vógu samtals 17.000 tonn Byg?íðir höfðu verið miklii timburpallar til að verja veg- farendur gegn sprengingunni. Fréttin er höfð eftir aust- urríska blaðinu „Österreich- ische neue Tageszeitung". Aðalatriðið, og ekki hvað auðveldast, fyrir skordýrið er að gera sér þess grein úr hvaða átt lyktin hefur borizt. Fyrir okkur mennina er það engum erfiðleikum bundið að snúa andlitinu í veðrið. En fyrir fljúgandi skordýr er málið ekki eins einfalt. Það verður að vita, í hvaða átt vindurinn bíæs, til þess að geta flogið á móti honum. í ljós hefur komið, að skor- dýr getur flogið upp í vind- inn, aðeins ef það nær að sjá jörðina fyrir neðan sig. Með tilraunum í þar til gerðum loftgöngum hefur sézt, að hægt er að blekkja flugur til að fljúga í sömu átt og vindurinn. með því að láta ljósbletti sem flugan greinir hreyfast á móti vindáttinni. Skordýrið tekur við merkinu, hinum sérstæða ilmi sem skírskotar til þess, og flýgur í þá átt — móti vindi — með leiðsögn jarðar fyrir neðan. En fari skordýrið út af réttri leið, t. d. vegna þess að vind- áttin breytist, breytir það einn- ig stefnu sinni óðara, og flýg- ur með vindinn á hlið, unz það hefur aftur komizt á spor- ið og getur haldið fluginu á- fram. ★ Við vitum af eigin reynslu, að: það þarf ekk-i- nema"'fjórð- ■ ung úr kílógrammi af vanilju, dreifðan á fjóra rúmkílómetra af andrúmslofti, til þess að þef- færi okkar bregðist við. Magn- ið sem við fáum við hvern andardrátt er óheyrilega lítið, en samt skynjar mannlegur heili það. En útreikningar sýna, að kvenskordýr getur án nokkurrar fyrirhafnar sent frá sér 50.000 sameindir af hinu sérstæða lyktarefni sínu, sem karldýr af sömu tegund skynj- ar í hálfs annars kílómetra fjarlægð, þótt vindur standi ekki úr þeirri átt sem kven- dýrið er. Ýmis þessara sérstæðu lyktarefna hefur tekizt að greina efnafræðilega og jafnvel framleiða vélrænt. Þau eru fremur fábreytt að samsetn- ingu. og að undanskilinni að- löðunarhæfni sinni fyrir vissa dýrategund, að engu leyti merkileg. Sem dæmi má nefna skordýr af Melanophilia-ættinni, sem verpa eggjum sínum venjulega í trjáboli sem orðið hafa eldi að bráð. Kvendýr af þeirri teg- und hafa sézt fljúga allt að þrjátíu kílómetra vegarlengd i áttina að skógarbruna. Já, þau hafa jafnvel þyrpzt saman fyr- ir ofan fótboltavelli þar sem áhorfendur hafa reykt tóbak sitt undir keppninni! Það getur haft mikla hag- nýta þýðingu að þekkja til slíkra tálbeituefna og geta framleitt þau í stórum stíl Með hjálp þeirra hefur verið hægt að blekkja skordýr, sem leggjast á ávexti, og fá þau til að fljúga í gildrur. Meðal af slíku tagi hefur ýmsa kosti. Meðal annars er það, hvort fyrir sig. bundið sérstakri skordýrategund og biekkir því aðeins karldýr af þeirri tegund. sem því er beint gegn. Auk þess hefur það ekki þá ókosti, sem DDT og önnur skordýra- eitur hafa, þ. e. að gera Þau ónæm, þannig að viss afbrigöi'* skordýranna framleiði eigin I varnarlyf gegn þeim. Einnig fyrirfinnast ilmefni, sem skordýr — t.d. mýflugur — óttast. Smvrji maður andlit og hendur með þeim, stanzar bitvargurinn í hæfilegri fjar- lægt og myndar ský, sem ekki leggur til áhlaups. Til eru „þef-skjaldbökur“, sem verjast væntanlegum fjendum sínum með því að senda frá sér örlítið gas-ský. Vörn þessi hefur áhrif á þrosk- aðar dýrategundir, sem hafa augu til að þekkja fyrirbærið i aftur og aftur og heilabú til að i geyma mynd þess og læra af; reynslunni. En skordýr hafa .„ebg.an . hæ.file.ika til að muna j eða iæra af reynslu. — Varnar- lyf af svipuðu taki eru mörg hver harla samsett og hafa enn ekki verið athuguð til hlítar. ★ Ætla mætti, að vamir af þessu tagi gegn hinum vængj- uðu fjendum vorum meðal skordýranna eigi fyrir sér aukna útbreiðslu. En dr. R. H. Wright, forstöðumaður efna- fræðideildar British Columbia- rannsóknarstofunnar í Van- couver, sem ritar um þetta efni í maí-hefti New Scientist grein, er hér hefur verið stuðzt við, harmar það, að vísinda- menn skuli hingað til hafa gef- ið þessu gagnlega rannsóknar- efni of lítinn gaum. Þegar maður hugleiðir, segir hann. hvílíkt geysimagn af matvælum eyðileggst eð skemmist af völdum skordýr; viða um heim, og hve geysistór svæði tilvalins gróðurlendis í Afríku og öðrum heimsálfum liggja ónotuð sökum skordýra- sjúkdóma eins og t. d. svefn- sýki, liggur í augum uppi, að rannsóknir á þessu sviði eru tilfinnanlega ófullnægjandi miðað við þörfina. Wright er þeirrar skoðunar, að þeir vís- indamenn um heim allan sem helga sig þessu aðkallandi efni, séu ekki fleiri en tæpt hundr- að. „Svo lengi sem skordýra- óvinir okkar nota lyktarefni sem vegvísa, er hér um að ræða rannsóknarefni, sem við höfum e_kki efni á að van- rækja. Óvinir okkar meða! manna hafa á liðnum tíma orð ið að vinum okkar, og við von um, að svo megi verða í frarr tíðinni En fjendur vorir með" skordýranna, fyrir þá verðu engu viti komið," segir han' í greinarlok. Hans Petterson. (Þýtt úr Stockholms-Tidningen). retsr og Danír búa rýmst en Rússarnir bygc'a mest Efnahagsnefnd SÞ fyrir Ev- rópu hefur birt fimmtu árs- skýrslu sína um byggingafram- , kvæmdir í Evrópu og er þar að finna margvíslegan fróðleik. Þar segir m.a. að á sl. ári hafi . Svíar byggt fleiri íbúðarhús en nágrannalöndin, en Danir búi í stærra húsnæði en aðrar Norðurlandaþjóðir. Danir og • Norðmenn:.vilja‘fremur ‘ búa í einbýlis- en f jölbýlishúsum. Bæði í Danmörku og Noregi ..eru.einbýljshús. helmingi stærri hluti íbúðabygginga yfirleitt en í Svíþjóð og Finnlandi. AlþjóSaherdeild á Kúbu Átökin um Kúbu eiga sitt- hvað sameiginlegt með Spán- arstyrjöldinni á fjórða tug ald- arinnar. Þá voru það evrópsk- ir fasistar. núna bandarískir kapitalistar. Og þá börðust frelsisunnandi sjálfboðaliðar úr öllum heiminum með lýðveld- ishernum og á móti hersveitum Francós. Sama sagan virtist ætla að endurtaka sig á Kúbu í seinustu viku. Kúbumenn bjuggust til varn- ar gegn bandariskri innrás og sjálfboðaliðar streymdu til hjálpar úr öllum áttum. Það var tiikynnt í Havana s.l. föstudag, að fyrstu sveitirnar í Alþjóðlega herfylkinu væru fullbúnar til bardaga. Talsmað- ur hersveitanna lýsti því yfir, að hermennirnir væru fúsir að fóma öllu fyrir málstað Kúbu og vörn hennar gegn banda- rískum heimsvaldasinnum. Hermennimir eru af 22 þjóð- ernum. Árið 1961 voru fullgerðar fleiri íbúðir í Sovétríkjunum en nokkru öðru Evrópulandi, eða 12.4 á hverja 1000 íbúa, þá er Sviss og Vestur-Þýzkaland með 10,1, Svíþjóð með 9,8, Finnland 8.4, Noregur 7.9, Dan- mörk og Frakkland 6,9 (Banda- ríkin 7.4). Sé reiknað út, hve margir menn séu um hvert í- búðarherbergi, snýst röðin því sem næst við: 0,68 í Bretlandi, Danmörk 0,72, Svíþjóð 0,83, Noregur 0,96, Frakkland 1,01, Vestur-Þýzkaland 1,03. Sovét- ríkin 1,52 og Finnland 1,54 (Bandaríkin 0,64). (Þessar töl- ur eru ekki allar nýjar, hinar dönsku t. d. frá 1955 og finnsku og norsku frá 1950). I Bretlandi eru smíðuð tiltölu- lega fleiri einbýlishús en nokkru landi öðru. 78% allra íbúða þar, sem lokið var við 1961, voru í einbýlishúsum (72% í Bandaríkjunum), 50% í Noregi, 40% í .Danmörku 27% í Svíþjóð og 26% í Finn- landi. Amalie, skáldsaga eítir ^yJ- viu, konu Kekkonens Finn- landsforseta, hefur verið þýdd á rússnesku. í ritdómi í Skáldkonan og forsetafrúin Sylvia Kekkonen og maður hennar. i-'rovdu er lanð lotsamiegum orðum um sálfræðilega skarp- skyggni höfundar og vel unna lýsingu hennar á lífi og ör- lögum finnskrar bóndakonu. Ennfremur er þess getið, að sagan fari ekki út fyrir landa- mæri finnskrar bókmennta- hefðar. ★ ★ ★ Franskir kvikmyndameno úr samtökunum Verité Liber- té hafa gert kvikmynd sem nefnist Október í París. Þessi mynd var tekin leynilega ' París síðustu mánuði Alsír- stríðsins og lýsir erfiðu lífi Alsírbúa í fátækrahverfum ’arxsar og ninum hörmulegu burðum 17. október síðast- ðinn, þegar Alsírbúar fóru ofugöngu gegn styrjöldinn heimalandi sínu. Áhorfand i sér þetta fólk, sem OAS- ■nn skutu á úr Iaunsátri m lögreglan barði og pynt- li — og henti síðan í Signu ’.rfitt hefur reynzt að fá þessa mynd sýnda í Frakklandi, stærri kvikmyndahús neita að sýna hana, og „leyndardóms- ,au oix" Komu i veg íyrir það að hún væri sýnd oftar en einu sinni á síðustu kvik- myndahátíð í Feneyjum. ★ ★ ★ Parísarvikuritið Art birtir langan ritdóm um amerísKa metsölubók eftir Katrínu önnu Porter sem nefnist Ileimsking jaskipið. Ritdómar- inn er mjög hrifinn. Farþeg- um þessa skips lýsir hann á svofelldan hátt: „Við þekkj- um þetta íólk, og það þekkir okkur, því að einmitt við er- um farþegar þessa skips. Sami lífsleiðinn er að éta okkur upp, og eins og sögu- hetjumar tökum við upp á •illskonar hégómlegum um- hrotum . þegar hinn tilbi-eyt- ingarlausi vesaldómur okkar keyrir fram úr hófi. Saml innum við stundum. að þessi heimska, þessi gremja og ’ietta vonleysi geta tekið á sig jafn ákveðið form og styrjöld .... Og fullir kæru- leysis, skelfingar og blóð- þorsta bíðum við eftir því að kafteinn skipsins stýri okkur á heimsenda". Eftir þessa huggandi lýs- ingu á söguhetjum og sjálf- um okkur fiýnir ritdómarinn okkur aðrar hliðar þessarar sögu: „Ástin skipar mikið rúm í þessari bók. Valið er hræðilegt dæmi — ástarsam- band tveggja Þjóðverja — cg því lýst af vísindalegri ná- kvæmni .... Skipið er nokk- urskonar erótískur dýragarð- ur, þar sem hin ástföngnu taka á sig mynd skorkvik- inda, skriðdýra, ránfugla og nauta og fróðir dýrafræðing- ar lýsa siðum þeirra“. Þessi bók hefur vx'st verið metsölubók í Bandaríkjunum í nokkra mánuði. Hún er að mörgu leyti hliðstæða við at- ómbyrgin frægu („hverri fjöl- skyldu sitt atómbyrgi") og þá herferð sem farin var 1 skól- um til þess að börnin skildu að „það er betra að vera dauður en rauður“. Með öðr- um orðum: við erum öll á Mð til andskotans. ★ ★ ★ Pravda segir frá því að i október hafi Krústjoff tekið á móti tónskáldinu Stravín- skí og konu hans í Kreml, og haíi viðx-æður þeirra verið hinar vinsamlegustu. Við brottförina frá Moskvu sagði Stravínskí blaðamönnum að forsætisráðherrann hefði boð- ið sér og konu sinni að heim- sækja Sovétríkin á nýjan leik Það er mjög ánægjulegt afl Stravínskí, sem áður var skráður gamall syndaselur op formalisti, skuli hafa verið tekið svo vel í Sovétríkjunum sem raun ber vitni. Yfirleiti hefur verið gestkvæmt þai eystra í sumar og haust: ljóðskáldið Frost, rithöfund urinn Oldridge svo cinhveri séu nefndir. Leikritaskáldif Priestley er nýkominn í heim' sókn, en leikritið hans Hættu leg beygja og Óvænt heim- sókn hafa verið sýnd m.iöp víða í Sovétríkjunum. ★ ★ ★ Sovézka tónskáldið Sjosta- kovíts kveðst nú vinna að sviðsetningu óperu sinnar Katerína Izmælova, en það verk var sýnt skömmu eftir 1930 og því þá formælt fyr- ir formalisma. Frumsýning verður 20. desember, en tveim dögum áður verður frumflutt ný sinfónía eftir tónskáldiö. sá þrettánda. Hún er um Dmitri Sjostakovitsj margt nýstárleg, sagði tón- skáldið, en sinfónían ér sam- in fyrir hljómsveit, kór og sólista við kvæði Évtúsénkó. Sjostakovítsj er mjög at- haínasamur um þessar mund- ir:‘ hann vinnur einnig að músík fyrir kvikmyndina Hamlet og er að Ijúka við ‘íunda kvartett sinn. í ná- nni framtíð tekur hann til við tónlist fyrir kvikmynd um Karl Marx, byggða á sögulegum skáldsögum 1 Sére- brjakovu. (á. b.)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.