Þjóðviljinn - 14.11.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.11.1962, Blaðsíða 12
Vörubílstjórar á þingi um helgina Fimmta þing Landssambands vörubifreiðastjóra var háð í Reykjavík sl. laugardag og sunnudag, 10. og 11. nóvember. __ Formaður sambandsins, Einar Ögmundsson. setti þingið. Við þingsetningu flutti forseti Al- þýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson ávarp. Á þinginu vo.ru rædd og gerð- ar ályktanir varðandi hagsmuna- mál vörubifreiðastjóra, Flutt voru tvö erindi á þing- inu. Hið fyrra var flutt af Hann- esi Jónssyni félagsfræðingi er Einar Ogmundsson hann nefndi Þjóðfélagsþróun og verkalýðsbaráttan. en hið síðara var flutt af lögfræðingi sam- bandsins, Jóni Þorsteinssyni al- þingismanni, um bifreiðatrygg- ingar og bótaskyldu. Þá flutti Guðmundur Krist- mundsson framkvæmdastjóri Þróttar, skýrslu um störf nefnd- ar, sem samið hefur frumvarp til laga um löggildingu bifeiða- verkstæða. Þinginu iauk um miðnætti á sunnudagskvöld. Stjóm Landssambands vöru- bifreiðastjóra var einróma end- ur'kjörin, en hana skipa eftir- taldir menn. Formaður: Einar Ögmundsson. Reykjavík. Meðstjórnendur: Sig- urður Ingvarsson, Eyrarbakka; Pétur Guðfinnsson, Reykjavík; Sigurður Bjarnason. Hafnarfirði. Magnús Þ. Helgason Keflavík. Varastjórn: Ársæll Valdimars- son. Akranesi; Þorsteinn Krist- insson. Höfnum; Sveinbjörn Guð- laugsso.n, Reykjavík; Kristinn B. Gíslason, Stykkishólmi; Ingvar Þorsteinsson. Rangárvallasýslu. Trúnaðarmannaráð: Gunnar Ásgeirsson, Akranesi; Ásgrímur : Gíslason, Reykjavík; Arnbergur Stefánsso.n, Borgarnesi; Harald- Dómsniður* staðan fordœmd Á fundi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Ár- nessýslu. sem haldinn var í gærkvöld, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða „Fulltrúaráð vcrkalýðs- félaganna í Árnessýslu lýs- ir undrun sinni og for- dæmingu á niðurstiiðum meirihluta Félagsdóms í máli LÍV gegn ASÍ. Niður- stöðu dóms þessa telur Fulltrúaráðið alvarleg tið- indi fyrir verkalýðshreyf- inguna. þar sem með henni eru skert helgustu réttindi verkalýðsfélaganna að ráða sjálf sínum innri málum. Fulltrúaráðið bendir á. að síðasta þing ASÍ lýsti yfir fullkomnum samstarfsvilja við LÍV. Telur Fulltrúaráð- ið slíkar aðfarir. sem hér hafa átt sér stað, sízt til þess fallnar að tryggja stéttarlega hagsmuni verzl- unarfólks, sem jafnan hafa átt fullan stuðning og vel- vilja verkafólks.“ ur Bogason, Akureyri; Jens Steindórsson, ísafirði; Hrafn Sveinbjamarson, Hallormsstað. Varamenn í trúnaðarmanna- ráð: Pétur Pétursson, Keflavík; Ólafur Gislason, Ámessýslu; Sig- urður Lárusson. Dalasýslu. Þor- steinn Kristjánsson, Reykjavík; Bjami Þórðarson, Hafnarfirði; Vilhjálmur Sigurðsson, Hólma- vik; Jón Jóhannsson. Sauðár- króki; Jón Árnason. S-Þingeyjar- sýslu. Endurskoðendur: Stefán Hann- esson, Reykjavík; Kristján Stein- grímsson. Hafnarfirði. Varaendurskoðandi: Ásgrímur Gíslason, Reykjavík. (Frá LSVB). Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri á Akureyri afhendir Akur- cyrarskátum gamla amtmanns- og sýslumannshúsið við Hafnar- stræti 49 að gjöf, ásamt hvamminum upp af húsinu. Tryggvi Þorsteinsson skátaforingi veitir gjöfinni viðtöku. (Ljósm. Þ. J.). Miðvikudagur 14. nóvember 1962 — 27. árgangur — 249, töhfblað. FræðsBa um áfengismál hafin f Bréfaskóla S.I.S. Nær 40 fiskmat a manns iæra námskeiði . ,ast i október hófst hér í Reykjavík fiskiðnaðarnámskeið sjávarútvegsmálaráðuneytisins, en það er námskeið fyrir fisk- matsmenn. Námskeiðið er hald- ið á vegum Fiskmats ríkisins og er Bergsteinn Á. Bergsteinsson fiskmatsstjóri forstöðumaður þess. Ritsmíðar Ignars Þórðar- sonar á ensku í The Prairie Schooner, árs- fjórðungsriti háskólans í Nebr- aska, hafa birzt tvær þýðingar úr ritum Agnars Þórðarsonar. H5n fyrri á smásögunni „Þjófn- um”, en hin síðari á tveimur köflum úr „Ef sverð þitt er stutt . . .” og fylgdi henni mjög lofsamleg umsögn eftir þýðand- ann Paul Schach. Síðan árið 1947 hafa 14 slík I þar leiðbeiningar um vöruvönd- námskeið verið haldin og eru un. þau eina skipulega opinbera fræðslan sem völ er á í þessu efni, en enginn fiskiðnaðarskóli er til á landinu sem kunnugt er. Að þessu sinni taka þátt í námskeiðinu 39 manns, þar af 8 stúlkur. 24 þátttakendanna eru utan af landi. Kennarar við námskeiðið auk fiskimálastj, eru 12, yfirmatsmenn, eftirlitsmenn frá sölusamtökunum og vísinda- menn í fiskiðnaði. Tilgangur námskeiðanna er að þjálfa sem flesta ti-1 trúnaðar- starfa í fiskiðnaðinum. sem fiskmatsmenn eða til að hafa eftirlit í hraðfrystihúsunum, gefa Fimmtu nemenda- Kennslan á námskeiðinu er bæði verk-leg og bókleg. Bók- lega kennslan hefur farið fram í samkomusal Hamarshússins, en sú verklega 1 fiskiðjuveri Bæja- arútgerðar Hafnarfjarðar, en þeirri hlið námsins lauk þar í fyrrakvöld. Kvikmyndir hafa verið fengn- ar að láni bæði hjá Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna og Iðn- aðarmálastofnun ís-lands. Hinni bóklegu hlið námskeiðs- ins lýkur síðast í þessari viku. SI. mánudag áttu forráðamenn Bréfaskóla SÍS viðtal við frétta- menn um starfsemi skólans. Skólastjórinn, Guðm. Sveinsson, sagði, að námsgreinar i skólan- um væru nú 29 og kennarar 19. Hefur aðsókn að skólanum verið óvenju mikil i haúst og 500 nemendur innritazt á 5 vik- um. Annars starfar skólinn allt árið og eru nemendur um 1000 þegar flest er. Skólastjórinn sagði. að kennsl- an í skólanum væri fjórþætt: almennt undirbúningsnám, sér- nám í ýmsum greinum, fram- haldsnám. einkum í tungumál- um og fræðsla um tómstunda- störf. Sagði hann. að ti-1 þessa hefði almennt undirbúningsnám verið umfangsmest en með auk- inni almennri skólafræðslu fseri þörf fyrir það minnkandi en í stað þess væri þörfin fyrir ýmis konar sérnám, einkum í tækni- greinum- alltaf að aukast svc og þörf á fræðslu um tómstunda- störf Þá var kynntur nýr flokkur sem kennsla hefst í á þessu hausti Er það flokkur um áfeng- ismál og verður fræðsla um þau veitt í 5 bréfum. Þrjú fyrstu bréfin hefur Baldur .Tohnsen læknir samið og gerði hann stuttlega grein fyrir efni þeirra. Eiga þau að veita hlutlausa al- menna fræðslu um þessi efni. Tvö síðari bréfin semur Eiríkur J. Eiríksson og verður þar fjaH- að um sögu bindindishreyfing- arinnar og félagslegan þátt þess. ara mála. Að þessari fræðslu standa auk Bréfaskólans Stór- stúka fslands og fræðslumála- stjórnin og einnig nýtur hún styrks frá áfengisvamaráði. Síðan 1951 hefur skák verið meðal kennslugreina Bréfaskól- ans og hafa verið notuð við þá kennslu bréf á sænsku eftir stórmeistarann Gideon Stáhl- berg, sem öllum skákunnendum hér á landi er að góðu kunrrtrr. Sveinn Kristinsson skákmeistari, sem tók að sér skákkennshl Bréfaskólans á sl. vetri af Baldri Möller, hefur nú þýtt þessi bréf Stáhlbergs og verða þau alls 9 að tölu, en kennslan fer fram í tveim flokkum. Er ekki að efa, að þetta verður til mikils hægð- arauka fyrir nemendur. Hefur fræðsla þessi gefið góða raun og eru þess jafnvel dæmi. að menn hafi unnið sig upp í meist- araflokksstyrkleika með námi f Bréfaskólanum. Að lokum gat skólastjóri þess, að í undirbúningi væri flokkur um íþróttaþjálfun, sem Vil- hjálmur Einarsson sér um, og ennfremur flokkur um leiðbein- ingar um notkun rafmagns- tækja og vamir gegn slysahættu. Undrakerfið í Kjörgarðí Þessa dagana stendur yfir sýn- ir.g í Kjörgárði á undrakerfinu , system abstracta”, en það er kerfi til samsetningar á ýmsum munum og húsgögnum til heim- iia og verzlana, t. d. hillum, borð- um o. fl. Raunar er óhætt að full- yrða að kerfi þetta er miklu fjöl- hæfara og segja umboðsmenn að fljótlegra muni vera að telja það upp, sem ekki er hægt að búa tii úr því. Sýningin verður opin í Kjör- garði út þessa viku og til þessa hefur hún verið mjög fjölsótt, komu til dæmis á fjórða þúsund manns til að skoða hana á sunnu- daginn, sem var fyrsti sýningar- dagurinn. Nánari grein verður gerð fyrir abstractakerfinu hér f blaðinu síðar. Fimmtu nemendatónleikar Söng- og óperuskóla Vincenzo Maria Demetz verða haldnir í Gamla bíói n.k. mánudag, 19. nóvember. Á tónleikum þessum koma fram 6 söngvarar og syngja ein- söng og tvísöng, óperuaríur og dúetta og sönglög eftir innlend og erlend tónskáld. Þrír söngvaranna hafa áður komið fram á tónleikum og eru þegar allþekktir listamenn, þau Hjálmar Kjartansson (bassi), Þór- unn Ölafsdóttir (sópran) og Erl- ingur Vigfússon (tenór). Nýliðar á hljómleikapallmum eru öm Erlendsson (bariton), Matthías Matthíasson (tenór) og Jóhann Pálsson (bariton), sá síðastnefndi kunnur leikari. Sýslumannsemb- ætti laust í síðasta tbl. Lögbirtingablaðs er sýslumannsembættið í Skafta- fellssýslu auglýst laust til um- sóknar og er umsóknarfrestur til 3. des. SKODA Octavia Sfötta sagan og Ijóðabók fró Ingibjörgu SigurSardóttur Sjötta skáldsaga Ingibjargar Sigurðardóttur og fyrsta ljóða- bók hennar eru nýkomnar út. Skáldsagan heitir Heimasætan á Stórafelli. Þetta er ástarsaga eins og fyrri sögur Ingibjargar. Aðalpersónur eru ungur og ógef- inn prestur, nýkominn í sveita- brauð, og heimasætan og vinnu- konan á heimilinu þar sem hann hefur vetursetu fyrsta misserið. Sagan er 175 blaðsíður. Ljóðabók Ingibjargar nefnist Hugsað heim. Þar birtast 59 kvæði í hefðbundnum stíl á 99 blaðsíðum. Mikið af því eru tækifæriskvæði. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur báðar bækur Ingjtojargar út. 0 í dag birtum við enn einn möguleika í bílavali SKYNDIHAPPDRÆTTIS ÞJÓÐt- VILJANS og sýnum nú mjnd af SKODA OCTAVIA Þetta er að vísu allþekktur bíll * hér á Iandi en réttara þótti að Ieita til umboðsins og fer hér á eftir það sem það hafði um bílinn að segja f mcginatriðum: 1 0 „SKODA OCTAVIA er alkunn 4—5 manna fólksbifreið, sakir þess hve vel hún þykir hcnta íslcnzkum aðstæðum, vegna traustleika t byggingu, vélarorku og góðrar ökuhæfni sumar sem vctur á misjöfnum vegum. 0 YFIRBYGGING OG GRIND: óvenjuþykkt (0,8 mm) gæðastál í yfirbyggingu, sterk pípugrind, bretti og undirvagn einnig sérstaklega ryðvarin frá verksmiðju. — VÉL 43 hestafla toppventlavél, fjórir gírar, rafkerfi 12 volt. — Hina alkunnu og gangvissu Skodavél þarf naumast að kynna. — FJÖBRUN: Akstursmýkt aukin með gormum að framan, langfjaðrir að aftan. FRAMSÆTI má taka upp og fá þannig svefnrúm, ef menn vilja. — ALMENNAR UPPLYSINGAR: Skoda er ein mest selda bifreið t. d. í Noregi, þar sem hún er í 4.-5. sæti eins og hér. Ryður sér einnig mjög til rúms í Finnlandí og Danmörku. VERÐ: 111.600,00, scm er lægsta verð folksbifreiðar hér miðað við stærð, vélarorku og gæði. Innifalin mliðstöð, tjakkur, stór verkfærataska og varahjólbarði á felgu.” 0 Þetta voru sem sagt upplýsingar umboðsins og böfum við ekki öðru við að bæta en því að við vonum að þessar stuttorðu lýsingar sem hægt er að gcfa í þessum bíla- kynningum séu ekki aðeins gagnlegar við val vinningsins heldur getá þær einnig verið lescndum til nokkurs fróðleiks. Skyndihappdrætti Þjóöviljans 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.