Þjóðviljinn - 21.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.11.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. nóvember 1962 ! Sonja Henie og eigmmað- ur gefa 120 millj. kr. til að byggja menningarmiðstöð Norska „skautadrottningin“ Sonja Henie, sem er ein auðugasta kona heims, og eiginmaöur hennar, norsk2 skipaeigandinn Niels Onstad, hafa hvort um sig gef- ið tíu milljónir norskra króna til að reisa fyrir safn- byggingu tólf km frá Osló, en þar hefur Bærumssýsla lagt til 14 hektara lands undir safnið. Safniö verður byggt viö Hövikodda við Víkina, en sá staður er mjög rómaður fyrir náttúrufegurð. Flatarmál saínhússins á að verða 5.000 fermetrar. Megin- hluti safnsins verður fyrir g.jöf þeirra hjóna, en auk þess verða minni salir fyrir ©in- stakar sýningar á öðrum myndum sem safnið mun eignast. Byggingin á einnig að vera almenn menningarmiðstöð og verða í henni salir fyrir leik- sýningar, tónleika og fyrir- lestra, einnig bókasafn og lesstofur. 70 fiermetra salur verður fyrir verðLaunagripi og ljós- myndasafn Sonju Henie. Málverk þeirra hjóna sem hafa undanfarin ár verið sýnd víða um íeim, m.a. í Tate Gallery í London munu f á endanlegan samastað í þessu safni. Verðmæti lista- verkanna er talið vera 30— 50 milljónir rorskra króna (20—300 milljónir íslenzkra kr.) Skautahlaup til frægðar og auðæfa Sonja Henie sem nú er fimmtug að aldri hóf frægð- arferil sinn þegar hún varð Noregsmeistari í listhlaupi á skautum aðeins 13 ára gömul. Tveimur árum síðar hlaut hún fyrstu heimsverðlaun sin og varð heimsmeistari sam- tals tíu sinnum og olympíu- meistari þrisvar, 1928, 1932 og 1936. 1936 tók hún að stunda hlaup fyrir peninga og varð kvikmyndastjarna í Hally- wood og lék aðalhlutverk i fjölda kvikmynda og sýndi þá jafnan listir sínar á skautum. Hún gerði sex ára samning við 20th Century Fox og hljóðaði hann upp á 115.000 dollara fyrir hverja kvik- mynd. Fjórgift — allaf miUjónörun- Hún hefur verið gift fjór um sinnum og ævinlega milljónörum og varð ekki síð- ur fræg fyrir kaupsýsluhæfi- leika sína en listir sínar á skautum. Hún er ein af þeim sem sagt er um að allt verði að peningum sem beir snerta á. Hún hefur lagt fé sitt i bandarisk stórfyrirtæki og hún hefur rakað saman fé á skautasýningarflokkum sem hún hefur sent um viða ver- öld. Samkepnpi Efnt hefur verið til sam- keppni millli arkitekta um út- lit hins nýja safns og er hún bundin við norska arkitekta eða starfsbræður þeirra sem búsettir hafa verið í Noregi í tvö ár eða iengur. Útlitsteikningarnar eiga að vera komnar dómnefndinni í hendur fyrir 1. apríl næsta ár, en Onstad skipaeigandi er sjálfur formaður dómnefnd- arinnar. Sonja Henie á einniig sæti í nefndinni, en auk þeirra hjóna eru sjö aðrir í henni. af þeim fjórir arki- tektar. 45.000 n. króna verðlaun yj/esðiaunin eru 45.000 krón- ur norskar eða um 300.000 íslenzkar krónur, fyrstu verð- laun 20.000 n. kr. I ! I * Sonja Henie og maður hcnnar, Niels Onstad skipaeigandi. Myndin er tekin á sýningu sem þau héldu á málverkum sínum í Stokkhólmi í fyrra. Þá verða skrifstofur safns- ins um 300 fermetrar og veitingasalir um 450 fermetr- ar. Þá verða einnig geymslu- herbergi. Mikið verður gert til þess að prýða umhverfi safnsins með listaverkum og gestir þess munu hafa frjálsan að- gang að öllum garðinum, einnig að baðströndiinni. Menningarmiðstöð þessi mun ekki eiga sinn líka á öll- um Norðurlöndum og víst má. telja að þar verði gestkvæmt þegar hinum miklu fram- kvæmdum er lokið. Nv útgáfa af sögu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna Á fimmtudaginn kom í bókaverzlanir í Sovétríkjunum ný útgáfa af Sögu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og er hún nokkuð breytt frá fyrri útgáfunni frá 1959. Það er einkum tvennt sem er nýtt í þessari bók, segir frétta- ritari l’Unitá í Moskvu, Augusto Pancaldi: Kafli um tímabilið 1959—61 sem fjallar m.a. um 21. flokksþingið annar kafli sem er eingöngu um 22. þing flokksins og hina nýju stefnu- og starfsskrá hans. En ýmsir aðrir kaflar sögunnar hafa verið endurskoðaðir. A grundvelli þeirra upplýs- inga sem gefnar voru á 22. flokksþinginu og skjala sem áður hafa ekki verið birt, er í hinni nýju útgáfu flokkssögunn- ar gerð grein fyrir mistökumog afbrotum Stalíns og þróun per- sónudýrkunarinnar, einkum frá 17. þingi flokksins, þegar vax- andi vinsældir Kíroffs virtust ætla að kasta skugga á Stalín. Stalín færði sér í nyt morð Kíroffs, sem engin fullnægj- andi skýring er gefin á, tiil þess að klekkja á öllum þeim mönnum i flokknum sem hann taldi sér andstæða, en þeir voru sakaðir um að bera beina eða óbeina ábyrgð á dauða hins vinsæla flokksforingja frá Len- íngrad. Og það var frá þessari stundu sem Stalín hætti í rauninni að gera flokknum og miðstjórn hans gnein fyrir verkum sínum. I flokkssögunni er síðan rak- in barátta flokksins eftir 20. þingið til að koma koma aftur á fullkomnu iýðræði innan hans og í landinu öllu og er jafnframt skýrt frá klíkustarf- semi í flokknum -og<-> hvernig sigrazt var á henni. Einn kafli sögunnar sem hef- ur verið breytt talsvert frá fyxri útgáfu er sá sem fjallar um stofnun samyrkjubúanna um og eftir 1930 og er þar lögð áherzla á að Stalín hafi þar gerzt sekur um „öfgar“. Sagt er að ábend'ingar Len- íns um hvernig fara skyldi að því að taka upp samyrkjubú- skap hafi ekki verið virtar. Gengið hafi verið miklu harð- ar til verks en hann hafi lagt ti'l og hafi það verið giert fyr- ir orð og áeggjanir Stalíns. Þrýst hafi verið af öllum mætti á einstakar deildir flokksins til að þær hröðuðu stofnun sam- yrkjubúanna sem allra mest og hafi af því hlotizt mikið tjón. Stofnun samyrkjubúanna var þannig lokið að mestu um vor- ið 1930, enda þótt miðstjómin hefði gert ráð fyrir að hún ætti að taka þrjú ár. í hinni nýju útgáfu flokkssögunnar segir að 250.000 bsenidur og fjölskyldur þeirra hafi verið flutt burt með vaidi af jörðum sínum, vegna þess að þeir Framhald á 8. síðu. Var hlekkjuð við vegg í kjallara í meira en 20 ár OMOLIN. Grikklandi. — Lög- rcglan brauzt inn í kjallara hér fyrir helgina og leysti úr viðjum 42 ára gamla konu sem þar hafði setið hlckkjuð viö vegg i mera en tuttugu ár. Það var systir hennar sem ----------------------------<S> Ibilskír komrn- únisUr unnu á í ko$nin?um í síðustu v.ku íóru fram bæja- og sveitastjórnakosning- ar í allmörkum sýsLum og bæj- um á Ítalíu. Helztu niðurstöður þeirra kosninga voru að vinstri flokkarnir. kommúmst- ar, sósíalistar og sósíaldemó kratar, unnu á frá því í síðustu sveitastiórnakosningum í þess- um kjördæmum. kaþólski flokkurinn stóð 1 stað, hinn íhaldssami Friáls'yndi flokkur jók allmikið fylgi sitt, en aðrir hægri flokkar töpuðu flestir. Kommúnistar hlutu nú 25,2 prósent greidra atkvæða. en höfðu 22,84 prósent í kosning- unum fyrir fjórum árum, sósí- alistar 11 prósent (8,92), sósíal- demókratar 5,4 (4,4), kaþólskir 34,8 (34,9). Frjáfelyndir 4,5 (1,5). hafði hlekkjað hana við vegg- inn í dimmum kjalllaranum. Þegar lögreglumennirnir komu inn í kjaliarann fundu þeir konuna liiggjandi á skit- ugum mottum. Byrgt var fyrir eina gluggann á herberginu svo að engin ljósglæta komst inn í það. Annar fótur konunn- ar var hlekkjaður við veggirr með bungri keðiu. Einn lögreglumannanna sagðj að kjallaraholan hefði verið svo full af skít að varla hefði veri<’ hægt að komast inn í hana Konan hagaði sér eins og villidýr fyrst þegar hún korr auga á lögreglumennina. — En eftir dálitla stund f<. hún þó að yrða á okkur, en við skildum ekki orð af þv sem hún sagði. Hún var líkar1 dýri en mann’ sagði r1"' beirro Geðlæknir sem hefur skoðaf hana segist efast um að hún fái nokkru sinni aftur andlegr he’lsu s'ína. Þegar hún var 17 ára gömuí gifti hún sig og ungu hjónin bjuggu fyrst á heimili systur hennar Maður hennar var henni þó ótrúr og hjónabandimi lyktaði með skilnaði. Skömmu eftir skilnaðinn hvarf konan og vissi enginn hvað af henni hafði orðið. Öll þessi mörgu ár hefur hún setið Þannig leit hin ólánsama gríska kona út, eftir að hafa verið hlekkjuð við vegg í dimmum og rökum kjallara nær helming ævi sinnar. í kjallaranum, hlekkjuð við vegginn og aldrei séð neina mannveru aðra en systur sína. 3.000Japanzr hafa látizt af völdum eitraSra varnarlyfja Á alþjóölegri ráösteínu sem haldin var í Róm á vegum Sameinuðu þjóð- anna til að fjalla um varn- arlyf gegn sníkjudýrum á jurtum og plöntusjúkdóm- um vöruðu sérfræðingarn- ir mjög eindregið við þeim hættum sem geta stafað af bessum lyfjum. Á ráðstefnunm voru staddir fulltrúar frá 35 löndum og voru flestir þeirra sammála um að þessi varnarlyf séu al- veg ómissandi til að auka upp- skeruna og vinna þannig gegn matvælaskortinum sem enn er landlægur í fjölda landa. En iafnframt bentu þeir hvað eft-^ ír annað á þær hættur sem af bessum lyfjum geta stafað. Parathion. efni sem eyðir sníkjudýrum í hrisjurtinni og eykur þannig stórlega hrísupp- skeruna. hefur ' "•-nip- á a’tein^ fimm árum orðið u. þ. b. ? 600 mönnuni í Japan að bana. Slíkt er að vLsu ekki algengt. en þó má nefna. að t.d. á Ital- íu hafa slík vamarlyf gegn 'úkdómum á ávaxtaplönturr ’ildið hættulegum eitrunum. Sérfræðingarnir telja að nættan á slíku hafi aukizt mjög vegna þess að þau sníkjudýr og sýklar sem lyfin eiga að duga gegn verða smám saman ónæm fyrir þeim. Brezkur vísindamaður. dr Winteringharri, sagði þannig að ónæmi flugnanna fyrir hin- um ýmsu tegundum flugnaeit- urs sé að verða alvarlegt al- þjóðlegt vandamál. Varnalyf sem reynzt hafa á- gætlega vel geta eftir örfá ár orðið algerlega gagnslaus. A. m. k. 137 snikjudýr og sýklategundir reynast stöðugt ónæmari fyrir varnarlyfjunum. Afleiðing þess er að stöðugt stærri skammtar eru notaðir af lyfjunum og af þvi leiðir aftur að hættan vex á því að lyfin hafi skaðleg áhrif á menn. Vísitidamennirnir gátu að- eins bent á eina leið til að bægja þessari hættu frá, nefni- lega að finna upp ný lyf, sem eru haldgóð a.m.k. í fyrstu. Þetta hefur á hinn bóginn haft 1 för með sér að tekinn hefur verið i notkun geysileg- ur fjöldi slíkra varnarlyfja . hinum ýmsu löndum undir hinum margvíslegustu heitum. í þróunarlöndunum, þar sem þessi lyf eru sérstaklega nauð- s.ynleg, standa menn oft ráða- lausir gagnvart öllum þessum lyfjasæg, sem jafnvel sérfræð- ingar eiga erfitt með að átta sig á. Alþjóðlcg samræming Ráðstefnan lagði því til að heiti og lýsingar þessara lyfja yrðu samræmd tii að auðvelda notkun þeirra hvar sem væri í heiminum. Með því móti mætti gera þau haldbetri í baráttunni við sníkjudýr og sýkla, en jafnframt draga úr þeirri hættu sem mönrum stafar af þeim. Kanar komi sér í burtu a> ig eyjarinnar Okinava, sem byggð er Japönum, er þvi hlynntur að eyjan verði sam- einuð Japan og meirihluti eyj- arskeggja vill að Bandaríkja- menn leggi niður herstöðvar sínar á eynni og fari burt. Þetta er niðurstaða ...jóa.< könnunar sem gerð hefur verið á eynni á vegum háskólans þar. Þrjú þúsund fulltrúar allra stétta og flokka á eynni eyjunni ■ oi'u spurðir álits síns á þessu tvennu. 93 af hverjum 100 að- spurðum lýstu því yfir, að þeir væru fylgjandi því að eyjan væri aftur sameinuð Japan og meira en helmingur vildi að herstöðvar Bandarikjamanna "æru lagðar niður. Þetta sýnir. segir japanska blaðið Mainichi, að þeir flokk- ar á eynni sem jafnan hafa barizt fyrir brottflutningi hins erlenda hernámsliðs hafa þjóð- ina að baki sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.