Þjóðviljinn - 21.11.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.11.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. nóvember 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9 Hvað er það sem birnin sjá í bíó á sunnudögnm Oft má sjá börnin í biðröð fyrir utan kvikmyndahúsin á sunnu- dögrum. Helzta dægrastytting barna á vissum aldri í Reykjavík er að íara í bíó á sunnudögum. Þau eiga ekki í svo mörg önnur hús að venda til að skemmta sér og flest- ir foreldrar láta með glöðu geði peninga af hendi til að krakk- arnir geti veitt sér þetta. ílðsóknin að kvikmyndahúsunum kl. 3 á sunnudögum á vet- urna er gífurleg og á- reiðanlega fá sæti auð — og tveir í mörgum! En hafa foreldrar kynnt sér hvað það er sem börnin sjá? Líklega fæstir. Því miður er alltof lítið vandað til vals kvik- mynda fyrir Dörn hérálandiog of lítið eftirlit haft með hvort myndirnar eru góðar, uppeld- íslega séð eða beinltnis mann- skemmandi. Svo er of lítið gert af því að segja til um fyrir hvaða aldursflokka mynd- irnar eru bentugan Auðvitað vilja börnin á vissum aldri sjá eitthvað æsandi, eitthvað sem er ævintýralegt og spenn- andi og gefur ímyndunarafl- inu lausan tauminn. Það eru þau sem eru á aldrinum 8—12 ára. En þau , litlu, sem fá að fara með stóra bróður eða systur, skemmta sér ekki jafn vel. Þau verða hrædd — fyrst í bíóinu og síðan kannski marga daga á eftir. Það þyrfti að flokka myndirnar meira niður eftir aldri — og auðvitað að hafa meira úrval. En hver er það sem hefur kynnt sér og veit hvað börnin sjá? Ekki eru það foreldrarn- ir, það er áreiðaniiegt Hver er það þá? Við rákum okkur satt að segja á allóþyrmilega staðreynd fyrir síðustu helgi þegar við hringdum í forráða- menn og starfsfólk kvikmynda- húsanna til að spyrjast fyrir um barnamyndirnar af því við ætluðum að iáta Andrés önd kynna krökkunum þær. Það var enginn vandi að komast að því hvaða myndir ætti að sýna, enda þarf það að koma í aug- lýsingunum. En það reyndist strax erfiðara að fá upplýsing- ar um hvernig myndir þetta væru og um hvað þær fjölluðu. Það vísaði hver á annan og fæstir virtust nokkurntíma hafa séð það sem þcir ætla að fara að sýna börnunum. Svörin voru r.d. á þessa leið: „Jú, þetta er spennandi ævintýramynd" eða „þetta er svona grínmynd, seg- ið þd'ð það bara“ semsagt ekki meira en sagt er í auglýsingun- um). Og svo: „já, ég sé nú aldrei þes-sar krakkamyndir" — „jú, það er víst eitthvað af morðum, eins og gengur í þess- um myndum — þetta er það sem þau vilja“. Morð eru þá orðin það sem krakkarnir vilja. Þau eru svo spennandi. Vissuð þið það, for- eldrar? Eitt. enn. Sömu myndimar eru sýndar mánuð eftir mán- uð, ár eftir ár. Hvers vegna? spyrjum við. Jú, „það er svo dýrt að flytja inn kvikmyndir og þessar borga sig svo illa af því að þær eru bara sýndar á sunnudögum". Þetta er auð- vitað gott og blessað þegar myndirnar eru svo góðar að þær eru klassískar. En því mið- ur er sjaldnast valið eftir þvi, heldur fyrst og fremst eftir hinu: hvað getum við fengið fyrir sem minnstan pening? Þess er þó skylt að geta að i þessu máli eiga ekki öll kvik- myndahúsin jafna sök, sum hafa flutt inn frábærar bama- myndir. Og að lokum: hversvegna er ekki talað á íslenzku inná kvikmyndir fyrir böm sem eru góðar og eru sýndar öðru hverju ár eftir ár? Það er varla hægt að ímynda sér að böm- in njóti sýningarinnar til fulls þegar þau skilja ekki eitt ein- asta orð sem sagt er. Því miður höfðum við ekki sjálf tækifæri til að sjá þær myndir sem Andrés önd kynnti krokkunum á sunnudaginn og létum hann því gera það hlut- laust eftir þeim upplýsingum sem við fengum í kvikmynda- húsunum sjálfum. En í fram- tíðinni reynum við að fylgjast betur með hvað það er í raun og veru sem börnunum er boð- ið uppá. vh. — ★ — Vaxlitir og silkitvinni Snotur vetrarpeysa frá Italíu ★ Vaxlitirnir sem börnin mála með eyðast fljótt og hættir til að brotna og bað er erfitt að lita með smástubbum. ,Gott ráð er að stinga stubbunum í papparörin sem silkitvinninn er vafinn á — þá er auðvelt fyr- ir bömin að halda á þeim. ,}/UlIarbIússur og peysur eru ómiissandi á veturna. Ef þið eruð flinkar að prjóna getið þið kannski stælt peysuna þá ama sem er frá Mílanó. Sniðið á henni minnir dálitið á sjal, en sjöl eru flíkur sem em ákaflega mikið í tizku þetta árið. Aðallitimir em brúnn og svartur og hvitt stroff í hálsmalið. neðan á og framan á ermunum. GÆTTU ÞÍN Gleddu þig litla lambið mitt, lííið er svo bjart. Þú átt mikinn óskaauð af yndisvonum margt. Ekki hefur þú ennþá reynt ást né þunga sorg. Hugur þinn er himneskt land, hjartað lokuð borg. Örn Ainarson. FRÚIN KVENNABLAÐ 4 tölublað „Frúarinnar“ er komið út og flytur fjölbreytt og vandað efni. Blaðið er 54 síður í stóru broti og flytur yfir 20 frásagnir og 85 myndir, m.a. af konunni, sem kom í veg fyrir erlend yfirráð yfir einu fegursta náttúruundri íslands, Gullfossi, Sigríði í Brattholti. Frásögn af „kon- unni með lampann“ Florence Nightingale. Sagt er frá húsfreyjunni í Kreml, Nínu Krústjoff. Niðurlag greinar Benedikts frá Hofteigi í þætt- inum: frá liðnum dögum, Kristrún Árnína. Merkileg grein um pýzka spákonu, sem sér fyrir óoröna hluti og hlotið hefir óvenjulega viðurkenningu. Skemmtileg grein um tízkudrottninguna Chanel. Laug- ardagur, saga. Handavinna, sovéttízka, mataruppskriftir og margt fleira til fróðleiks og skemmtunar. Mikill fjöldi mynda prýðir jafnan blaðið. Kvennablaðið „FRÚIN hefir þegar hlotið miklar vinsældir og út- breiöslu, og mikill fjöldi kvenna hefir þegar gerzt áskrifendur. — Tvö blöö munu koma út fyrir jól og verður jólablaðð 94 bls. að stærð. Verð blaðsins er kr. 25.00 eintakið í lausasölu en áskriftarverð er aðeins 15 krónur á mánuði. Er þeim, sem vildu eignast blaðið frá upphafi, ráð- lagt að gerast áskrifendur strax meðan upplag blaðsins endist en mjög er nú gengið á það. — „FRÚIN“ er íslenzkt kvennablað í nútíma stíl, sem flytur vandað, fróðlegt og skemmtilegt efni, sem þrátt fyrir að það er fyrst og fremst ætlað konum, er lestrarefni fyrir alla fjölskylduna. Afgreiðsla blaðsins er að Grundarstíg 11 símar 15392 og 14003 Konur utan Reykjavíkui geta hringt í þessa síma og verður símtalið þá dregið frá áskriftargjaldinu. ERLENDIS eiu kvennablöð á hveiju heimili. Þetta blað ei vísii að því, sem koma skal. STUÐLIÐ að útgáíu á vönduðu, íslenzku kvennablaði neð því að geiast áskiifendui að kvennablaðinu. FRÚIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.