Þjóðviljinn - 21.11.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1962, Blaðsíða 10
10 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 21. nóvember 1962 CHARLOTTE ARMSTRONG: 6EGGJUN lágt: — Þú ættir nú ekki að róta í munuTi annars fólks, Nell. Það ættirðu ekki að gera. — Það skemmist ekkert við það, endurtók hún og rödd henn- ar var naumast eins stillileg og áður. Eddie beit á vörina. Hann bjargaði ilmvatnsglasinu og setti tappann í. Næstum flóttalega fór hann að laga til í skartgripa- hrúgunni. Hann fór að tala stilli- lega og róandi. — Þetta er annars auðveld vinna, Nell? Finnst þér það ekki? Að sitja í r.okkra klukku- tíma í svona þokkalegu herbergi. Og hugsaðu þér, að þú færð peninga fyrir bað. Fimmtíu sent um tímann er ekki svo afléitt fyrir ekkert annað en vera hér. Ef þú værir neima, þá sætirðu bara hjá Maríu frænku og bið- ir eftir því að háttatími kæmi. Finnst þér þetta ekki ágætt, Nell? — Jú, jú, sagði hún syfjulega. — Nell... þú 'rerður að fara úr þessum slopp. og inniskón- um. Ég er hræddur um að frú Jones þyki þetta óviðkunnanlegt. — Hún tekur ekkert eftir því, sagði Nell stutt í spuna. — Jæja — ja, sagði Ekidie, Ég vona nú, að þú... viltu ekki annars gera bað fyrir mig að fara úr þessu? — Uhm, umlaði hún. — Jú, ég skal gera það Eddie frændi. Hún leit upp og brosti til hans. Hann varð dæmalaust feginn og glaður. — Það var gott, sagði hann. — Það var ágætt. Farðu þá ^essu, Nell, og settu það þar þú tókst það, svo að hún iaki ekki eftir neinu. Því að auðvitað viltu fá pcningana. Þú vilt aftur fá svona vinnu. Skilurðu það ekki. Nell? Þetta getur orðið þægilegt starf handa ^ þér. Það er svo auðvelt. Og svo geturðu notað peningana eins og þú vilt. Þú getur keypt þér fal- lega inniskó eins og þessa þama, Nell. Eða eymalokka. Heldurðu að það verði ekki gaman? ' Hún sneri vanganum frá hon- Eddie óskaði þess að hann vissi hvemig Maria talaði við hana — hvað hún gerði eigin- lega‘ Því að Nell var alltaf góð þegar María var nálæg, — stillt og góð. — Á ég að segja þér eitt, sagði hann mnilega. — Þegar ég er búinn að vinna, skal ég koma hingað upp með kókakóla handa þér. Hvað segirðu um það? Þá skulum við fá okkur dálitla hressingu. Þá verður tíminn ekki svo lengi að líða. Þú skalt sjá að hann verður mjög fljótur að líða — Ég er syfjuð, tautaði hún. — Já sagði hann og rétti úr sér. — Þá skaltu bara fá þér dá- lítinn lúr. Það er ágæt hugmynd. Hann leit á ilmvstnsglasið sem var næstum tómt. Hann ræskti sig. Svo sagði hann óstyrkur: — Og þú verður að biðjast af- sökunar á því að hafa hellt nið- ur ilmvatninu . undir eins og hún kemur heim. Nell leit hægt upp og augu hennar voru mjög stór. — Ég gat sko ekkert að því gert, sagði hún áttund hærra en áður. Kroppur hennar varð alveg stíf- ur. — Ég veit það, ég veit það, sagði Eddie í skyndi. Hann gekk til hennar og lagði höndina var- lega á öxlina á henni. Hún vék sér undan. — Auðvitað gaztu ekkert að því gert Ég trúi þér, Nell. Auðvitað. Ég á bara við, að það er bezt að segja frá því strax, áður en hún tekur eftir því sjálf. Svona óhapp getur alla hent. Hún fer ekki að lá þér það. Nell sagði ekkert. — Þetta verður allt í lagi, sagði Eddie sefandi. — Þú gazt ekkert gert að því. Vertu nú bara róleg. Ég kem aftur á eft- ir. Hann leit óstyrkur um öxl og var að hugsa að opna lyft- una, sem hafði beðið alltof lengi við 8. hæð. — Ég verð að fara. En þér líður ágætlega, er það ekki? Hann kyngdi. — Nell, sagði hann í bænarrómi. — Þú mátt ekki fikta meira í dótinu þeirra. — Ég geri ekkert af mér, sagði hún ólundarlega. En þegar hann andvarpaði og stanzaði á leið til dyra eins og hann ætlaði að biðja hana um eitthvað fleira, sagði hún í skyndi: — Mér þvkir það leitt, Eddie frændi. Ég skal setja þetta allt á sinn stað. Þú veizt ég verð svo... eirðarlaus. Hún greip upp í eyrun. — Ég skal taka þá úr mér. Hann komst strax í betra skap. — Já. ég veit þú verður eirð- arlaus. Ég veit þú ætlar þér ekki að gera neitt af þér. Mig langar bara til .að þú venjist þessu. Hugsaðu dálítið um þetta, Nell. Við gætum haft talsvert uppúr þessu. Ef þú bara... ef þér líkar það vel. — Mér líkar það vel, sagði hún og rödd hennar virtist íhug- andi og alvarleg. Eymalokkur lá i lófa hennar. Litli maðurinn varð rjóður í framan af gleði. — Þú ert góð stúlka! Það er prýðilegt. Og svo sjáumst við á eftir. mundu það. Ég kem með kókakóla. Og svo fór hann. Litla. mjóleita and- litið var hið síðasta sem hvarf, alveg eins og begar mús skríður inn í holu. Nell beið eftir því að hann lokaði dyrunum. Með sviplausu andliti setti hún eyrnalokkinn aftur í eyrað. Hún reis hægt á fætur. Svo fór hún að hreyfa fæturna yfir teppið í eins kon- ar dansi. Hún hlustaði. Hún gekk að rimlatjöldunum og dró þau upp, svo að glamraði í. Hún teygði út báða handleggi og veifaði, lyfti handleggjunum hátt upp yfir höfuðið eins og dansmær, svo sneri hún sér frá glugganum. Jed stóð kyrr. Og Af léttara taginu stúlkan' stóð kyrr, ennþá með upprétta handleggi og leit aftur fyrir sig. Andartaki síðar stakk • Jed flöskunni í vasann og studdi á slökkvarann. Það varð dimmt í herberginu hans. Nell rótaði á snyrtiborðinu og setti allt á ringulreið aftur; svo fann hún aukavaralit Rutar. 6. KAFLI Löngun Jeds tit að lenda i ævintýri blakti eins og kerta- ljós í dragsúg. Hann stakk flösk- unni í vasann til að hafa hana til taks í smádrykkinn sem oft er nauðsynlegur, meðan maður er að átta sig á hlutunum. Hann stakk líka lyklinum i vasann og heyrði lyftudyrunum lokað. Hann beið þar ti’ hann heyrði lyftuna fara af stað síðan gekk hann til hægri, beygði fyrir homið, fór framhjá lyftunni og beygði aftur til hægri. Hann var dálítið var um sig þegar hann barði að dyrum á nr. 807. Hún var ekki sérlega há, ekki mjög gömul og var ekki ósnotur. En sem manngerð gat hann ekki áttað sig á henni. Hún var ekki ein af þessum Ijoshærðu hrokk- inkollum, ekki sléithærð heldur. Andlit hennar, sem vissi upp til hans, var þríhymt og augun ská- sett Jed andaði að sér. Það var stæk ilmvatnslyk1 af henni... já. í öllu herberginu. Hún opn- aði dymar enn meira. Hann steig skrefi framar og dymar lokuðust á eftir honum, eins og hún hefði sogað hann inn í þetta lyktandi herbergi. — Hvað er f flöskunni? spurði hún. Hann tók hana upp úr vasan- um og sýndi henni miðann. Hann sagði eins og vélrænt: — Þetta er of yndislegt kvöld til að drekka einn. Hann horfði rannsakandi á hana með kulda- legum, gráum augunum. Hún horfði rannsakandi á hann með bláum augunum. Sem snöggvast hélt hann að hlaupa ætti yfir allan aðdraganda ... og aftur fann hann tii hinnar sömu kenndar, — að þetta væri allt svo snubbótt og ögrandi. Hann kannaðist alls ekki við þessa útgáfu af stúlkum. Hún sneri sér við og steig í faldinn á blágræna sloppnum sem dróst um góifið í kringum hana. Hún sagði: — Viljið þér ekki fá yður sæti’ Rödd henar var blæbrigðalaus. Samt sem áð ur vissi hann ekki almennilega hvort hún hefði tekið svona til orða í gamni eða alvöru. Hann setti flöskuna á skrif- borðið og gekk lengra... gekk að dökkrauða stóinum. — Það var vinsamlegt af yður að leyfa mér að koma hingað, sagði hann kæmleysislega. Hann hafði tekið eftir ýmsu sem honum var ekki að skapi. Hann hugsaði með sér, að hann þyrfti að koma sér burt eins^ fljótt og hann gæf.i komið því við. Það var enginn vafi á því, íð það bjó líka karlmaður í herberginu. Hún skreið á hnjánum yfir rúmið og stóð svo milli rúm- anna með virðuJegu fasi. Það var skringilegt, ræstum eins og hún vissi ekki hvemig hún hefði komizt þangað. eins og hún héldi að hún hefði að sjálfsögðu krækt fyrir mmið eins og sið- aðri konu sæmir. Hún tók um símann: — Við þurfum að fá is, sagði hún rausnarleg. — Prýðilegt. — Og engiferöl? Nafnið á umslaginu sem var klemmt í ferðatöskuopinu, var Jones. — Hvað sem þér viljið, frú Jones, sagði Jed. Hún varð undrandi. Hún stirðnaði en rétti svo úr sér. Hún lét rauðleit bráhárin síga. Hún sagði í símann með glæsi- brag: — Gerið svo vel að senda ís og engiferöl upp til frú Jones í herbergi 807. Jed hafði á tilfinningunni að hún væri að leika kvikmynda- stjömu. En hún hafði gleymt að biðja fyrst um herbergjaþjón- ustuna. Skiptiborðið sá um það. Hún stóð þama og horfði yfir höfuðið á Jed, setti sig í stell- ingar eins og það ætti að taka mynd af henni fyrir kvikmynda- blað, og endurtók pöntun sína með nákvæmlega sömu áherzl- um. .Tú. þetta var augljós eftir- öpun. En þegar hún var búin að leggja tólið á, breyttist svipur hennar aftur. — Ég er alls ekki frú Jones, sagði hún við hann með leyndardómsfullri gleði. — Frú Jones er fsrin. Þetta var eftiröpun. Þetta var... undar- legt. Svipur Jeds sýndi væga for- yitni. — Þetta er alls ekki herberg ið mitt, sagði hún hlakkandi. Með sjálfum sér hugsaði hann, að þetta væri svo sem ekki verra en hvað annað. — Það var gaman. Herbergið þama fyrir handan er ekki he.'dur mitt her- bergi. Merkileg tilviljun .. Hann hallaði sér brosandi aftur á bak. — Joneshjónio eru úti. sagði hún os hnvklaði brýnnar. — Maðurinn sem hefur hitt herbergið er líka úti. sagði Jed og hélt áfram að brosa. — Hann ætlaði út með stúlku. Hann fann reiðibylgju fara um sig enn einu sinni. — Hann er hepp- inn . en és »r kannski enn heppnari. Hún settist a rúmið og setti kodda við bakið. — Ég ætla til Suður-Ameríku á morgun. sagði hún kæruleysislega — Jæja... hvert til Suður- Ameríku? Hún svaraði ekki. — Ég ætla sjálfur til Evrópu, skrökvaði hann í hálfkæringi. Enn var hann ekki farinn að trúa einu orði af því sem hún sagði. — Herra Jones er bróðir minn, sagði stúlkan. — Ég hata hann. Ég hata allt mitt fólk. Ég má aldrei gera nokkurn skapaðan hlut. Ég má aldrei fara neitt út. Hún var dreymm og ólundar- leg í senn. Jed fér að fá trú á það sem hún sagði. Þetta virtist ekta. — Eigum við þá ekki að fara út? sagði hann. — Langar ýður að fara út og dansa? Hún tók viðbrsgð. Hann sá að hana langaði til að fara og henni datt eitthva? í hug sem hindraði hana í að fara... það var eins og logi sem tendraðist og slokknaði samstundis. — Ég á engan samkva:miskjól, sagði hún og hann varð hvumsa yfir þessari afsökun hennar. Ef það var þá afsökun. — Frú Jones átti fallegan samkvæmiskjól. — Mágkona yðar? — Og flauelskvöldkápu í sama lit og þennan héma. Hún benti á híalínsloppinn. — Svona lagað er ekki hægt að kaupa fyrir fimmtíu sent um tímann. Jed skildi ekki orð. Það var barið að dyrum og hann hætti vangaveltum sínum. Það var sendill með ísinn. Jed reis upp, sneri baki að dyrunum og leit út um rifumar miUi rimlanna i gluggatjaldinu. Það var ekkert að sjá nema gamla konu sem sat fyrir handan og var að skrifa bréf. Jed tók varla eftir henni. Hann var gramur, því að hon- um var orðið ljóst að enginn mátti sjá hann þama inni. En hvað um það. það gerðist sitthvað á hótelum. Og annað hvort var tekið f taumana eða ekki. En samt sem áður vissi starfsfólkið sínu viti. Honum tækist áreiðanlega ekki að blekkja neinn. — Viljið þér kvitta, ungfrú? umlaði sendillinn. Stúlkan var öldungis ráðþrota. Þetta hafði hún aldrei séð í kvikmynd. Fínheitin ruku út f veður og vind. Hún kunni ekki að kvitta fyrir pöntun. Jed sneri sér við. — Ég skal sjá um þetta, stúika mín, sagði hann og leitaði að peningum. — Hvenær fór bróðir þinn út? Hún sagði ekki neitt. — Vitið þér það? Jed leit í alsjáandi unglingsaugu sendils- ins. — Hafið þér ekki séð sam- kvæmisklætt oar? Hún var í kvöldkápu í þessum lit Sendisveinar óskast strax. — Vinnutimi (yrir hádegi. Þurfa að bafa hjóL Þjóðviljinn Menn spyrja undrandi hvað valdi þessu óvenjuJega skæra ljósi frá hinum nýju OREQL,,,KRYPTON ljó§ape£um. Svarið er að með þrot- lausu tiiraunastarfi hefur OREOL tekizt að finna lausn- ina, nú eru OREOL perumar fylltar með Krypton-efni, sem hefur þann eigínleika að perur, sem fylltar eru með því, gefa 30% skærara ljós. Biðjið um OREOL KRYPTON þær fást i fiestum raftækja- og nýlendu- vöruverziunum. Mars Trading Company Klapparstíg 20 — Sími 17373 VÖNDUÐ F wi II n Sigurjpórjönsson &co JkfiwstrœU if Unglingar eða roskið fólk óskast strax til blaðburðar um Framnesveg Vesturgötu Leifsgötu Kársnes I Blöðunum ekið heim —Góð blaðburðarlaun! Talið strax við aígreiðsluna — sími 17500. Þjóðviljinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.