Þjóðviljinn - 22.11.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.11.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJXNN Fimmtudagur 22. nóvember 1962 usam bandsþingið Framhald af 1. síðu. fengju ekki að hafa áhrif á Skipuiagsbreytingar ASÍ, en skipulagsbreytingar hefðu verið taldar standa í vegi fyrir inntöku þeirra. Pétur minnti á dóm Fé- lagsdóms og sagði: Meirihluti þingsins staðfesti þetta að nokkru leyti í gær, en það verð- ur ekki staðfest að fullu fyrr en samþykkt hafa verið kjörbréf fulltrúa LÍV. Jón Sigurðsson hélt langa og þrautleiðinlega ræðu, Hannibal Valdimarsson, for- seti ASÍ tók næstur til máls. Raktí hann forsögu málsins. er síðasta Aiþýðusambandsþing bað LÍV að bíða með inntökubeiðni sína Þar til skipu’.agsbreytingar hefðu verið framkvæmdar á ASÍ Jafnfamt þeirri samþykkt ASÍ- þingsins hefði LÍV verið boðinn sérsamningur um stuðning ASÍ Við það f kjarabaráttunni og Sambandsst'jórn falið að gera slíkan samning. Þetta hefði LÍV ekki þegið heldur farið beint til dómstól- anna Slík hefði verið vinsemd forustumanna þeirra samtaka í garð Alþýðusambandsins. Félagsdómur vísaði málinu frá með þeim úrskurði að ekki hefðu verið leidd rök að því að LÍV hafi starfslega hagsmuni af að komast í ASÍ. Þá fór LÍV til Hæstaréttar er fyrirskipaði Fé- lagsdómi að kveða upp efnisdóm (sem Félagsdómur hafði be°ar kveðið upp: að rök hefðu ekki verið leidd að því að LÍV hefði starfslega hagsmuni af inngöngu í ASf). 1 seinoa ski.nt'A hefði samt Félagsdómur kveðið upp úrskurð um að LÍV ætti rétt á inngöngu í ASÍ. Þessi dómur er einstakur at- burður í íslenzkri dómstólasögu. sagði Hannibal. Þetta er í fyrsta sinn að samband er dæmt inn í önnur samtök. Þetta er sama óg að FrOnúrerer hefðu Ltið dæma sig inn í Oddfellowa og Oddfeilowar inn í Frímúrara. Það var sagt: dómurinn er aðgöngumiði að ASÍ-þingi. eða: dómurinn er kjörbréf á þingi APt. Hvori’.^t bpfi’F gott. Dómurinn gat gilt að dyr- um ASÍ-bings, en innan dyra þess ráða óbundin atkvæði full- trúa á Alþýðusambandsþingi. Það er einstæðui atburður, að hópur hafi komið að dyrum ASÍ- þings — sem fulltrúar dæmdra samtaka í ASf. Hannibal kvað rétt að félags- leg afgreiðsla málsins tæki við innan dyra Alþýðusambands- þings. LÍV hefði enga inntöku- beiðni sent. og hefðu þó engir gullhringar dottið af forystu- | mönnum LÍV þótt þeirri frum-1 ' skyldu hefði verið fullnægt, en það hefði sett lýðræðislegri svip á komu þeirra j Undir slíkum kringumstæðum i var því ekki að vænta móttöku- hátíðar — og ekkert bro.t á mannasiðum að bjóða fulltrúa LÍV ekki ve’.komna, því fleira er til vitnis um að forystumenn LÍV beri ekki mikinn hlýhug til Alþýðusambandsins. Þegar Alþýðusambamdið leit-! aði fjárstuðnings í verkföllunum 1961, og t.d. BSRB hóf fjársöfn- un sagði LÍV nei. Þá hefur sannazt að formað- ur LIV, Sverrir Hermannsson, hefur hjá stéttarsamtökum er- lcndis lýst starfsemi Aiþýðusam- bandsins sem ófaglegri baráttu og skemmdarstarfsemi til að brjóta niður ríkisvaldið. Sami Sverrir Hermannsson hef- | ur einnig á erlendum vettvangi lýst forseta Alþýðusambandsins hreinan iygara að þvj að með- , limaskrá LfV hefð5 á 27. þingi ASf í nokkru verið áfátt. Var bað ekki satt að Jón Árnason á Raufarhöfn var formaður at- vinnurekendafélagsins á staðn- um og jafnframt meðlimur T ÍV? spurði Hannibal og taldi því næst upp lista af atvinnurek- endanöfnum í LÍV, Meðan stóð á kosningum til þingsins var vikið að stjórn ASf mörgum dómsskjölum varðandi LÍV, en Skrifstofan treystíst ekki til að rannsaía þau, jafnhliða öðrum verkum vegna kosning- anna. Samkvæmt lögum ASÍ á að skila félagaskrá með nöfn- um, aldri og atvinnu, hið síð- astnefnda til bess að hægt sé að fyl iast með að enginn fé- lagsmaður .yiðkomt.ndi iélags hafi atvinnurekendaalstöðu. Til þess að ganga úr skugga um - þetta þarf að athuga það á öllum stöðum á landinu þar s'em' sam- bandsfélög LfV eru. Ekkert félag m é vera í ASÍ sem hefur félaga menn sem eru í öðru stéttarfelagi. Sambands- félög ASf skulu halda aðal- fund einu sinni ó ári; annars eru þau ekki gild í ASÍ. Vitað er um eitt verzlunarmannafélag- ið sem ekki hefur haldið aðal- fund í 3 ár, samt er formaður þess sendur hingað inn sem full- trúi, þótt félag hans sé ekki löglegt né heldur hann löglegur formaður. Hannibal taldi upp hverja lagagreinina af annarri er mæla fyrir um að rannsaka skuli hvort félag fullnægi, áður en hægt er að taka það I Alþýðu- sambandið. Loks minnti hann á 47. gr. sambandslaganna er heimilar að víkja hverju því félagi úr AI- þýðusambandinu er gcrir ASl edtthvað til tjóns eða vanhirðu. Almennt félagsfólk í LfV hefur ekki gert slíkt, sagði Hannibal, en forusta LfV hefur rangtúlk- að á erlendum vettvangi alla stefnu Alþýðusambandsins og lýst forseta þess lygara. Það væri því rökrétt að ó- gilda kjörbréf LÍV, en við höf- um tekið mildilegar á málinu en lög ASÍ standa til. Við kristnitökuna á fslandl voru heiðingjar primsigndir svo þeir gætu umgengizt kristna menn. Að leyfa LÍV fulltrúun- um þingsetu er þvi nokkurskon- ar primsigning til þess að „heiðnir" og „kristnir" geti um- gengizt. Þeir fá þvi setu hér inni af náð, en ekki vegna þess að þeim beri réttur til þingsetu. Suður-Afrákusaga Söru Lid- man „Sonur minn og ég" Það vakti heimsathygli í hitt- eðfyrra þegar yfirvöld Suður- Afríku handtóku sænsku skáld- konuna Söru Lidman og sóttu hana til saka fyrir að hafa brot- ið lög sem banna gamneyti hvítra Ágœtur síldarafEi AIÍRANESI 21/11. — Mikil síld- veiði var í nótt 50 mílur undan Jökli. Þessir bátar höfðu land- að á Akranesi klukkan 6 í dag: Höfrungur II. 1549 t., Ver 408, Sigurfari 420. Þeir, sem ekki höfðu landað eða voru ókomn- ir að, gerðu ráð fyrir þessum afla: Anna 1000—1100, Sigrún 1100—1200, Keilir 400, Reynir 350, Sæfaxi 300 og Sigurvon 250. Tveir Akranesbátar fóru til Reykjavíkur, Halaldur og Nátt- fgri rpeð 1400 tunnur hvor. Síld- in, sem hingað herst fer mest- öll í salt og frystingu. Tveir bátar róa með línu frá Akranesi. Aflinn í gær: Sæfaxi 8.7 tonn og Ásmundur 5.5. GMJ. Orðsendidg frá manna og fólks af öðrum kyn- þáttum. Þegar þetta gerðist var Sara Lidman stödd í Jóhannesarborg að viða að sér efni í skáMsögu. Henni var vísað úr landi eftir handtökuna, og nokkru síðar kom út skáldsaga hennar frá Suður-Afríku, Sonur minn og ég. Sú bók er nú komin út í íslenzkri þýðingu Einars Braga á forlagi Fróða. Sara Lidman var komin í fremstu röð sænskra skáldsagna- höfunda áður en hún skrifaði Sonur minn og ég, en með þeirri bók vann hún sinn stærsta sig- ur. Sænskir gangrýnendur luku upp einum munni að sagan væri einstakt afrek. Hún hefur verið þýdd á fjölda mála og hvar- vetna vakið mikla athygli. Eins og kunnugt er hefur stjórn hins evrópska minnihluta í Suður-Afríku undanfarið sí- fel’Jt hert kúgunartökin á hinum réttlausa meirihluta Afríku- manna. Jafnframt magnast of- sóknir gegn hvítum mönnum sem halda fram kynþáttajafn- rét.ti. Ástandið í Suður-Afríku er ! orðið eitt af helztu viðfangsefm-*' um Sameinuðu þjóðanna; menn1 deila um hvort enn sé unnt að afstýra grimmilegri kynþátta- styrjöld. Þetta er baksvið skáldsögu Söru Lidman. WFMID/fí Verkamenn óskast ' ' við byggingu húss Loítleiða h.f. á Reykja- víkurflugvelli. Upplýsingar á staðnum. Skákmenn Skákmenn ATHUGIÐ! Hraðmót Taflfélags Reykjavíkur hefst föstudaginn 23. þ. m. kl. 8.30 í Sjómannaskólanum. Tefldar verða 5 um- férðir eftir Monradkerfi; tími: 2 klst. + l/2 klst. 2. og 3. umferð verða sunnudaginn 25. þ. m., 4. og 5 umf. verða sunnudaginn 2. des. Teflt verður í einum flokki og er öllum heimil þátttaka. Innritun fimmtudagskvöld 22. þ. m. kl. 8 —10 í Breið- firðingabúð (baðstofunni). Athugið ennfremur: Æfingar Taflfélagsins vérða í vetur sem hér segir: Þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl. 8 og á sunnudögum kl. 2 í Breiðfirðingabúð (baðstofu). félags sósíallsta Félagskonur og aðrir velunnar- ar sósíalismans! Okkar árlegi bazar verður haldinn um næstu mánaðamót í Tjamargötu 20. Þeir sem vilja gefa muni á baz- arinn hafi samband við Helgu Rafnsdóttur, Austurbrún 33, eða j Margréti Ottósdóttur, Nýlendu- I götu 13. Góð- ir fulltrúar Það er ekki aðeins svo að menn móti flokka í sinni eig- in mynd, heldur móta flokk- arnir einnig mennina. Athygi- isvert dæmi um það hvernig heilir flokkar geta persónu- gerzt í einstökum mönnum gerðist á Aiþýðusambands- þingi i fyrrakvöld. Þar var rætt um kjörþréf fulltrúa Hins islenzka prentarafélags. en félagið hafði sem kunnugt er þverbrotið kosningareglu- gerð Alþýðusambandsins og beitt kosningaaðferðum sem ganga í berhögg við algild- ustu lýðræðisreglur Meiri- hluti kíörbréfanefndar lagði ön'gu að síður til. af mikilli kurteioi p-/'l-umburð- arlyndi. að fulltrúarnir skyldn teknir gildir en jafnframt yrði lagt fyrir Prentarafélagið að láta kjósa á heiðarlegan og lýðræðislegan hétt í næsta skiptið. Þá risu forustumenn Hins íslenzka prentarafélags upp, ekki til að þakka fyrir kurteisina og umburðarlyndið heldur til að kunngera taum- lausa sjálfsvirðingu sína: Þeir tilkynntu að ef Alþýðusam- bandsþing samþykkti að Hið íslenzka prentarafélag yrði að hlíta sömu reglum og önnur verkalýðsfélög vaeru þeir gengnir á dyr og myndu ekki sýna sig framar á þessu þingi Má ráða af frásögnum Ai- þýðublaðsins að stoltið og manndómurinn hafi geislað af hinum einörðu prenturum þegar þeir fluttu yfirlýsingu sína. Alþýðusambandsþing samþykkti engu að , síður að Hið íslenzka prentarafélag yrðj að sætta sig við sömu reglur og aðrir, og prentar- amir fjórir spruttu út sætum sínum. rigsuðu hnakkakertir til dyra og skelltu á eftir sér; barna voru loksins menn sem þorðu að hafa skoðun og standa við hana. En eftir örskamma stund hneig þessi rismikla atburðarás á svo algeran hátt að enginn skáldsagnahöfund- ur hefði getað gert betur. Allt í einu opnuðust dyrnar að þingsalnum og inn gengu fjórir menn af mikilli kurt- eisi og gát og gættu þess að fella hurðina hljóðlega að stöfum. síðan læddust þeir inn í salinn. drógu á eftir sér fætuma og forðuðust að horfo á nokkurn mann. hnigu niður í sæti sín og einblíndu á vel pússaða skó sína. Þarna voru ko.mnir hinir steigurlátu og karlmannlegu fulltrúar Hin= íslenzka prentarafélags. þeir sem aldrei bogna heldur brotna í bylnum stóra seinast Víst eru þessir menn hinir ákjósanlegustu persónugerv- ingar Alþýðuflokksins eins os honum er nú háttað. í þeim kristallast reisn flokksins manndómur og orðheldni. baráttugleði og stefnufesta. Sæl-I er sá flokkur sem hefur þá meðlimi er hann verð- skuldar. — Anstri. í T Ö L S K U BOLZANO RAKBLÖÐIN ryðja sér nú til rúms um alla Evrópu vegna þess að þau eru jafngóð og dýru blöðin en kosta miklu minna. Þægilegur rakstur — góð ending — lágt verð. Þrjár gerðir — hver annarri betri. SOTTILE (blá) stk. 10 kr. 16.00 í smásölu SUPER (blá) - 10 - 25.00 - — SUPERFLEX (gyllt) — 10 — 30.00 - — Fæst í flestum verzlunum. 1 r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.