Þjóðviljinn - 22.11.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagirr 22. -nóvember 1962 SÍÐA 3 Þðfé»VfLJINN sóftaboð Kínverja Nehru óráðinn hvort hann vili vopnahlé NYJU DELHI og LONDON 21/11 — Indverska stjórnin hafði enn í kvöld engu svarað tilboði kín- versku stjórnarinnar að gert yrði vopnahlé á landa- mærum þeirra og herir beggja hörfuðu 20 km frá þeirri markalínu sem skildi þá að 7. nóvember 1959, en þó er helzt að skilja á ummælum ind- verskra talsmanna að hún muni ekki fallast það boð. Sóttaboð Kínverja var bundið því skilyrði að nldverjar réð- ust ekki á hersveitir Kínverja meðan þær væru á undanhald- inu. Féllist indverska stjómin á það átti vopnahléið að hefjast á miðnætti aðfaranótt fimmtu- dags eftir þarlendum tíma (kl. 15 eftir ísl. tíma). Sá tími leið þó án þess að indverska stjórn- in hefði gengið að boðinu eða hafnað því. „Afstaða Indverja óbreytt" Á fundi í indverska þinginu sagði Nehru, að stjóm hans hefði enn ekki borizt tilkynning um boð Kínverja. (Síðar var sagt í Nýju Delhi að sendifull- trúi Indlands i Peking hefði veitt viðtöku orðsendingu kín- versku stjórnarinnar). Nehru sagði þinginu, að af- staða Indverja væri enn óbreytt. Herir beggja yrðu að taka sér sömu stöðu og þeir höfðu fyrir 8. desember s.l. Indverjar myndu einnig verða að sjá hvemig Kínverjar hygðust framkvæma vopnahléið. Við höfum fyrir löngu lýst yfir að herimir verði að hverfa aftur tit þeirra stöðva sem þeir höfðu fyrir 8. september og við munum ekki taka nokkrar samningaviðræður í mál, fyrr en orðið hefur verið við þeirri kröfu. sagði Nehru. Meirihluti á þingi gegn vopnahléi. Fréttaritarar segja að umræð- umar á indverska þinginu hafi leitt í ljós greinilegan meiri- hluta fyrir því að sáttaboði Kín- verja verði hafnað og í annarri frétt er talað um að ef marka megi orð fulltrúa „allra lýðræð- isflokka" á binginu, sé alger andstaða þar gegn því að taka boðinu Af besso orðalagi virð- ist mega ráða, að þingmenn kommúnista sem hingað til hafa stutt stefnu Nehrus í landa- mæramálinu hafi lýst sig sam- þykka því að gengið yrði að boðinu. Enn barizt. Svo virðist sem bardagar haldi enn áfram, bæði á vestur- og austurvígstöðvunum og vitað að þeir stóðu enn. skömmu áður en vopnahléið átti að ganga í gildi. Fjölmennar kínverskar her- sveitir voru þá sagðar halda á- fram framsókn sir.ni frá Bom- dila. Einnig voru fréttir af bar- dögum í Ladakhéraði á vestur- vígstöðvunum. I gærkvöld var' fyrir þá. enn ekki vitað með vissu hvort vopnaviðskiptum hefði verið hætt á þeim tíma sem tilgreind- ur var í sáttaboði Kínverja. Fagnað um allan heim. Tilboð kínversku stjómarinnar um vopnahlé og samningavið- ræður kom mönnum mjög á ó- vart og var fagnað víðasthvar í heiminum. Brezka íhaldsblað- & ið Daiily Mail nafði um það þau orð að fréttin af því væri „of góð til að vera sönn“. Bandarísk blöð fagna einnig sáttaboðinu, þótt þau vari jafn- framt við lævíslegum fyrirætl- unum Kínverja. New York Her- ald Tribune segir að Kínverjar hafi komið öllum heiminum að óvörum með bvi að lýsa yfir vopnahléi einmitt þegar allt gekk þeim í vil og segir að sú ákvörðun þeirra hafi komið mönnum „þægilega á óvart“. Indversk blöð scgðu frá vopna- hléstilboðinu undir stórum fyrir- sögnum, en forðuðust öll að segja álit sitt á því, nema The Statesman, sem sagði að tilboð- ið væri ekki nýtt og Indverjar hefðu margsinnis sagt hvers vegna það væri óaðgengilegt Lausn Kúbudeilunnar Herskipin burt og vibbúnaði lokið I k I ! WASHINGTON og MOSKVU 21/11. — Bandarísku herskipin sem framfylgt hafa hafnbann- inu á Kúbu síðan 23. október eru nú farin þaðan. Fyrirskipun sú sem gefin var út til herja Sov- étríkjanna og bandamanna þeirra um sérstakan viðbúnað vegna Kúbumálsins hefur verið aftur- kölluð. Könnunarflugvélar bandaríska flotans munu fylgjast með því að sovézk skip fiytji frá Kúbu sprengjuþotur þær sem þar hafa verið, en nú verða sendar heim. Engin herskip munu taka þátt Hin nýja bók í því eftirliti og þau 63 skip úr Bandarikjaflota sem héldu Kúbu í herkví eru lögð af stað til heimahafna, eða hafa feng- ið önnur verkefni. Malínovskí, landvamaráðherra Sovétríkjanna, tilkynnti í dag að ekki væri lengur þörf fyrir að sovézki herinn væri sérstak- lega við öllu búinn og viðbún- aður hans verður því færður í sama horf og venjulega á frið- artímum. Frá Havana berst sú frétt að skotið hafi verið á bandaríska njósnaflugvél yfir Kúbu og hafi hún svarað skothríðinni. Ekki er vitað hvemig þeirri viður- eign lyktaði. Blöð í Havana sögðu í dag frá því undir stórum fyrirsögn- um að Kennedy forseti hefði ákveðið að aflétta hafnbanninu. Þau voru þó ekki fyllilega á- nægð með yfirlýsingu hans, eink- um það atriði hannar, að Banda- ríkin myndu halda áfram stjóm- mála- og efnahagsiegum aðgerð- um til að koma ' veg fyrir það hann kallaði ,undirróðursstarf- semi Kúbumanna í öðrum lönd- um rómönsku Ameríku". ! eftir N Mikhailov í þýðingu Gísla Ólafs- sonar ritstjóra. eina handbókin, sem til er á íslenzku um þetta stóra ríkjasamband. í bókinni er alhliða fræðsla í samþjöpp- uðu formi um: • Náttúrufar • Atvinnuvegi • Lýðveldi • Þjóðskipulag • Lifnaðarhætti Verð kr 185 40 ih _ in au Deilt í Búdapest á Albana og Títé BÚDAPEST 21/11. — Kuusinen, sovézki fulltrúinn á þingi Sósí- alistíska verkalýðsflokksins ung- verska, deildi f ávarpi sínu í dag hart á albanska kommúnista og svaraði gagnrýni þeirra á sovétstjómina fyrir afskipti hennar af Kúbumálinu. Kín- verski fulltrúinn á flokksþing- inu hélt hins vegar uppi vöm- um fyrir Albana, en réðst á Tító og aðra júgóslavneska kommúnista. MOSKVU 21/11. — Forseti sov- ézka verkalýðssambandsins, Vikt- or Grisjín boðaði í dag á fundi miðstjómar kommúnistaflokksins gagngera endurskipulagningu sovézku verkalýðsfélaganna. I \ ! I Kínverska stjómin hefur bætt enn einu sáttaboði við þau fjölmörgu sem hún hefur áður gert Indlandsstjóm um friðsamlega samningslausn á deilunni um landamæri ríkjanna og að þessu sinni gengið mun lengra í samkomu- lagsátt en við hafði verið bú- izt og hægt var til að ætlast. Blöð á vesturlöndum viður- kenna þetta. Fregnin af sátta- boði Kínverja er flutt les- endum blaða 1 Bretlandi og Bandaríkjunum með þeim ein- kunnum að hún sé „furðuleg”, „óskiljanleg" og „of góð til að vera sönn”. segir Reuter. Nánari athugun á boði Kín- verja leiðir þá líka í ljós. að þeir hafa gert Indverjum kostaboð, sem þeir munu eiga erfitt með að hafna. 1 átök- unum sem staðið hafa á landa- mærunum undanfarið hafa Kínverjar haft yfirburði, en þeir hafa reynzt ólíkir öðrum sigurvegurum á vígvellinum: Þeir hafa ekki kosið að láta kné fylgja Kviði. heldur bjóð- ast þeir þvert á móti til að hætta vopnaviðskiptum að fyrra bragði, láta her sinn hörfa og fá Indverjum aftur í hendur hluta þess lands sem þeir hafa hrökklazt úr, enda þótt þetta land sé umdeilt og Kínverjar geri tilkall til þess. Hér er þess ekki kostur að rekja þær deilur sem komu vopnaviðskiptunum af stað né heldur langan undan- fara þeirra, en reynt verður að nefna helztu málsatriði, þótt stikla verö; á stóru. Þess- ar deilur Indverja og Kín- verja eiga upphaf sitt í af- skiptum heimsvaldasinna af málefnum þessara þjóða. Sú markalína sem skiptir lönd- unum að austanverðu að áliti indversku stjórnarinnar var dregin af Bretum (McMahon- línan) og fulitrúum fylkis- stjómarinnar i Tíbet var þröngváð og mútað til að ' viðurkenna hai'a, en Bretar höfðu tíu árum áður komið sér í .mjúKton þjó,., .yalda- mönnum í Lhasa, höfuðborg Tíbets. Tíbet hafði þá hins vegar um langt skeið verið fylki í Kína og slíku máli varð ekki til lykta ráðið að lögum, nema kínverska stjóm- in veitti samþykki sitt. Það gerði hún ekki og hefur aldrei gert. Sú krafa Indverja að viðurkenna beri McMahon- línuna sem landamæri milli Indlands og Kína hefur því ekki stoð í alþjóðalögum né neinum millirikjasamningum, heldur byggist hún á því einu að indverska ríkið sé lög- mætur ,arftaki“ hinnar brezku nýlendustjórnar á Indlandi. Um vesturlandamærin gegn- ir nokkuð öðm máli. Þar hafa aldrei verið nein glögg skil á milli landanna. Bretar skirrðust á sínum tíma við að draga þar markalínu, vegna þess að þeir óttuðust að af því kynnu að hljótast illdeilur við rússneska keis- araveldið. Héruðin á þessum slóðum eru að heita má ó- byggð, enda útt byggileg, og valdhafar 'andanna, hvort sem þeir voru brezkir, ind- verskir eða kír.verskir, hafa lítt hirt um hvar mörkin lægju. Því hreyfðu Indverjar held- ur ekki neinum mótmælum, þegar Kínverjar hófu að leggja veg um þessi héruð árið 1952. Árum saman var unnið að þessari vegalagningu og indverska st.iómin lét það gott heita, enda þótt vegur- inn lægi um héruð sem hún taldi síðar og telur enn, að heyri undir hennar lögsögu. (Vegur þessi er svo til eini tengiliðurinn milli kínversku fylkjanna Sinkiangs og Tíbets og við lagningu hans var þrædd sú eina leið sem fær var). Það var ekki fyrr en sjö árum síðar, að Indverj- ar tóku að fetta fingur út í þetta framíerði Ktnverja, og sýnir það að þeir töldu þá litla ástæðu til að halda til StrPltll boim Landamæradeila Indlands og Kína Hér sést eigin- 1 p|. handarundir- skrift brezka herforingjans McMahons undir „samn- ingi“ þeim sem VaWiSs ,hann gerði við nokkra pótcn- táta frá Tibet i marz 1914, a* mu.tuá.Uy a.yraocl tiyonýy thc Brttiah. ancl. Tc&elan PLcnipoterttiarimÍ. nliary. en það er á þessu mark- lausa pappírs- gagni sem Ind- verjar byggja fyrst og fremst kröfu sína til hinna um- dcildu héraða a austurlanda mærunum. sem þeir hafa nú við orð að verja, meðan r.okkur þeirra stendur uppi. Nær tíu ár liðu frá því að kínverska alþýðustjómin var stofnuð og tólf frá því að Indland losnaði úr ný- lenduhlekkjum Breta og þó risu engar deilur milli ríkj- anna út af landamærum þeirra. Það gerðist ekki fyrr en á árinu 1959, fimm árum eftir að Kínverjar og Ind- verjar höfðu undirritað „Pan 'Sjilá“-Sáhiiiin'g Sinn úrri'frið-" samlega sambúð, en samtímis var samið um Tíbet og þar vjð.urlsennt „, ,a$.., Tíbe.t ,, kínverskt fylki. Árið 1959 dró til tíðinda í Tíbet. Hin klerklega yfirstétt landsins, sem ríkt hafð' yfir lands- mönnum öldum saman og formyrkvað lif þeirra með - hjátrú og örbirgð, gerði upp- reisn gegn þeim félagslegu umbótum sem kínverska stjómin hugðist koma á. Uppreisnin var bæld niður, en Dalai Lama og höfuð- klerkar hans komust á flótta til Indlands. Þar var honum tekið sem bjóðhöfðingja. Sú misklíð sem af þessu hlauzt milli Indlands og Kína var vafalaust ein meginorsök þess að deilurnar um landa- mærin hófust, enda þótt ýms- ar aðrar ástæður, sem áttu rót sína bæði i innanlands- málum ríkjanna og afstöðu þeirra á alþjöðavettvangi, hafi komið þar við sögu. Ifyrstu var aðeins deilt með orðum, en brátt urðu skær- ur á mörkum landanna milli varðmanna þeirra og þá eins og síðar hafa hvorir um sig kennt hinum um að hafa átt upptökin. En frá upphafi þess- ara deilna hafa Kínverjar lýst sig reiðubúna til að semja um friðsamlega lausn þeirra. Indverska stjómin hefur jafnan hafnað samningavið- ræðum, nema að því tilskyldu að Kínverjar féllust fyrirfram á lögmæti McMahon-línunn- ar. Það skilyrði hafa Kín- verjar ekki faUizt á: McMa- hon-línan er þeim einmitt samningsatriði. Vert er að veita því athygli, að línan sem McMahon sálugi dró var ekki einungis markalína milli Indlands og Kína, held- ur einnig milli konungsríkis- ins Nepals og Kína og Burma og Kína, en við bæði þessi riki hefur kmverska stjómin gert samninga um varanleg landamæri og þá fylgt að mestu þessari margnefndu markalfnu, þó með nokknum tilslökunum af allra h-ur,, Tiíetcn Plenipalentiarý, 2*» 1 t rcA ' J.9I4-. J fer fjarri að Kínverjar hyggi á landvinninga, en þeir hafa á hinn bóginn ekki viljað staðfesta þegiandi og umyrða- laust landvinninga brezka nýlenduveldisins í Asíu á 19. og 20. öld. Þeir hafa viljað að Asíuþjóðir semdu um þessi mál sín á milli og legðu þar ekki annað til grundvallar en sína eigin hagsmuni og gagn- kvæma virðingu fyrir rétt- indum hverrar annarrar. Sáttaboð það sem kínverska stjómin hefur nú gert Indverjum er að meginefni til samhljóða tilboði sem Sjú Enlæ sendi Nehru 7. nóv- ember 1959, þ.e. að landamæra- herir beggja skuli hörfa 20 km frá þeim stöðvum sem þeir þá höfðu á valdi sínu, þ.e. frá hinni raunverulegu markalínu milli landanna. Sú lína þræðir nákvæmlega McMahon-línuna á austur- landamærunum, en að vest- anverðu fylgir hún að mestu hefðbundnum tollamörkum landanna, eins og Kín- verjar draga þau, en þau mörk hafa aldrei verið glögg, eins og áður var sagt. í þessu er engin viðurkenning fólg- in á réttmæti McMahon-lín- unnar, held ir tekið fram að vopnahlé á þessum grundvelli eigi að vera undanfari samn- ingaviðræðna um endanlega ákvörðun landamæranna. Fyrstu viðbrögð Nehrus nú benda til þess að indverska stjórnin sé enn sem fyrr ó- fús til samnmga á þessum grundvelli, en haldi fast við það skilyrði að vopnahléslína verði miðuð við vfgstöðuna eins og hún var 8. september s.l. Ástæðan mun vera sú að síðan 1959 hafa Indverjar fært út yfirráðasvæði sitt á vesturlandamærunum og það- an vilja þeir ekki hörfa, enda þótt Kínverjar yrðu sam- kvæmt sáttaboði sínu að láta af hendi miklu meira land sem þeir hafa unnið i bar- dögunum undanfarið. Af ummælum blaða á vest- urlöndum sem áður var minnzt á virðist mega ráða að það muni ekki mælast vel fyrir neins staðar, ef Indverjar þverskallast enn við að setjast að samningaborð- inu. Þeir mættu f þessu efni — °§ Þá fremur en öðrum teka sér til fyrirmyndar einmitt þá brezku heims- valdasinna sem létu þeim eft- ir svo mikinn og misjafnan arf: Bretar hafa jafnan reynt til þrautar samningaleiðina til að koma sínu fram áður en boir arraa til bragðs. <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.