Þjóðviljinn - 24.11.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA
hTnnvir Tixnvr
Ágætt f imleikaf erðalag
r
Aftari röð frá hægri: Benedikt
Waage, Vigfús Guðbrandsson,
Anton Þ. Jónsson, Jörgen Bent-
sen, Óskar Valgarðsson, Snæ-
þór Aðalsteinsson, Ingi Sigurðs-
son, Gunnar Guðmundsson,
Sveinn Jónsson, Jónas Jónsson,
Hjörleifur Guðmundsson og
Marteinn Ilólm, form. Iþrótta-
Armenninga til Færeyja
Seint á s.L sumri fóru tveir sýningarflokkar |
úr fimleikadeild Ármanns í sýningarferð til
Færeyja. Þetta var mjög vel heppnuð sýning-
arferð og vakti mikla athygli í Færeyjum-
Íþróttasíðan vill því greina nokkuð nánar frá för
Ármenninganna.
Iþróttasíðan hafði tal af þjáff-
ara fimleikamannanna, Vigfúsi
Guðbrandssyni, og fékk hjá
honum upplýsingar um ferðina.
Vigfús kvaðst vilja þakka IR-
ingum fyrir lán á iR-húsinu til
æfinga fyrir ferðina, en Ár-
menningamir voru þá í hús-
næðishraki.
Áformað var að hafa þrjár
sýningar í Færeyjum, en þær
urðu reyndar sjö, og voru 1 á-
horfendasvæði alltaf fullskipuð.
Færeyingar sýndu fimleikasýn-
ingunum geysilegan áhuga, og
væri ánægjulegt ef þessi ágæta
íþrótt nyti annarrar eins hylli
hér heima á Islandi. Benedikt
G. Waage, forseti ISl, var með
í förinni sem heiðursgestur fim-
leikafólksins.
i' ■ Tíl i 'Tórshavn var» komið að
kvöldi 19. ágúst. Þar tók stjóm
Havnar fimleikafélags á móti
sýningarflokknum, og. ,vgr þátt-
takéndum komið fyrir hjá ýms-
um íþróttaunnendum í Tórs-
havn, og veittur hinn bezti
beini á meðan á Færeyjadvöl-
inni stóð.
Mikil aðsókn
Fyrsta fimleikasýningin var
haldin í Fimleikahöllinni í
Tórshavn, en það er prýðilegt
hús með tveim stórum fimleika-
sölum. Var húsið fullskipað á-
horfendum eins og á öllum öðr-
um sýningum flokkanna í Fær-
eyjum.
Daginn eftir var önnur sýn-
ing og sá íþróttafélag Nessókn-
ar um þá sýningu. Varð íþrótta
fólkið að fara á báti til Glyvr-
um, þar sem sýningin var hald-
inn.
Næsta dag, 22. ágúst var
haldin önnur sýning í Tórs-
hayn _fyrir íullu húsi, og vitn-
ar það bezt um áhugann, sem
Færeyingar sýndu.
Fimmtudaginn 23. ágúst var
sambands Færeyja, Fremri röð
frá hægri: Þóra Sumarliðadótt-
ir, Margrét Einarsdóttir, Jónína
Karlsdóttir, Ilalldóra Árnadótt-
ir, Unnur Þorstcinsdóttir, Anna
Ögmundsdóttir, Hrafnhildur Ge-
orgsdóttir, Margrét Kristjáns-
dóttir, Hrefna Smith og Þórey
Guðmundsdóttir kennari.
★ ★ ★
sýnt í Sörvog við mjög mikla
hrifningu og fullu húsi áhorf-
enda. Daginn eftir var sýnt í
Sandvogi en þar er einn stærsti
barnaskóli í Færeyjum og
prýðilegur fimleikasalur. Var
þetta barnasýning, og var hún
því nokkuð frábrugðin fyrri
sýningum. Yfir 300 börn sáu
þessa sýningu.
Klukkan 8 um kvöldið var
svo sýning fyrir fullorðna og
var húsið þéttskipað áhorfend-
um, sem tóku flokknum for-
kunnar vel.
Laugardaginn 25. ágúst sátu
flokkamir hóf ræðismanns
Itala, í Færeyjum, Knud Lam-
baa, en hann er góðvinur Ben.
G. Waage, forseta ISl. Komu
frásagnar af hófi þessu, svo og
ræðum þeim, er fluttar voru, í
útvarpi Færeyja daginn eftir.
í sjónvarpið
Evrópumet
100 jardar: 9,4. — A. Hary
Þýzkal. Leverkusen 1959 i
9,4 — P F. Radford England
Wolverhampton 1960
220 jardar: (beygð braut) 20,5
— P F, Radford England.
Wolverhampton 1960
404 jardar. 46,4 — A. P. Met-
ealfe England, London 1961.
880 jardar: 1: 47,8 — B S.
Hewson England Woiver-
hampton 1958
1 míla: 3:56.5 — S. Valentin
Þýzkaland, Potsdam 1959
2 mílur: 8:33.4 — S. Iharos
Ungverjaland. London 1955
8:33,4 J Chromik Pólland.
London 1958.
3 mílur: 13:12.0 — M B. S.
Tulloh Eng'.and. Southampton
1961
6 milur: 27:43,8 — S. Iharos
Ungverjaland. Budapest 1956 ,
10 mílur: 47:47.0 — B. B. Heat-
ley England. London 1961.
15. mílur: 1 klst 14:01,0 — E.
Zatopek Tékkós’. Celakovice
1955 l
1. kslt. hlaup: 12 milur 810
iardar (20.052 m) E. Zatopek
Tékkósl. Stará Boleslav 1951
100 m- 10 n — A Hary Þýzkal
Zurich 1960
200 m (bein braut): 20,4 — M.
Germar Þýzka’.and Cologne
1960
20 4 — A Seye Frakkland
Cologne 1960.
(beygð braut) 20,5 P. F. Rad-
ford England, Wo'verbamton
1960
20,5 - L Berruti Ítalía.
Róm 1960.
400 m; 44,9 — C Kaufmann
Þýzka'and Róm 1960.
800 nr 1:45.7 —- R. Moens Belg.
Osló 1955.
1.009 m: 2:16.7 — S Valentin
Þýzkaland, Potsdam 1960. I
1.500 m: 3:38,1 — S. Jungwirth
Tékkós’.óvakía, Stará Bole-
slav 1957.
2.000 m: 5:02,2 — I. Rózsavölgyi
Ungverjaland, Budapest 1955.
3.000 m: 7:52,8 — D. A. G. Pirie
Bretland. Malmö 1956
5.000 m: 13:35.0 V. P. Kuts
Sovétríkin Róm 1957.
10.000 m: 28:18,8 — P. Boltni-
koff Sovétríkin. Kiev 1960
20.000 m: 59:51.8 — E. Zatopek
Tékkósióvakía Stará Bole-
slav 1951.
25.000 m: 1 klst. 16:36,4 E.
Zatopek Tékkósl. Celákovice
1955
30.000 m: 1 klst. 35:01,0 — A.
Ivanov Sovétr. Moskva 1957.
3.000 m hindrunarhl: 8:30,4 Z.
Kryszkowiak Póll., Walcz
1961
4x110 jarda bofthl.: 40,7 — Eng-
land Cardiff 1958.
(P F Radford. E R. Stand-
strom D H. Segal. A. S.
Breacker).
4x440 jarda boðhl.: 3:07,0 —
Bret'and London 1961.
(N G Futter, B. Jackson, R.
I. Brightwell. A. P. Metcalfe)
4x880 jarda boðhl.: 7:21.8 — fr-
land Dublin 1961.
(B. C ifford D. McCIeane. N.
Carrol, R. M. De’.any).
4x1 mílu boðhl.: 16: 24.8 —
Bretland Dublin 1961.
(S G. Taylor. J P Ander-
son A Simpson B. Hall).
4x100 m. boðhl.: 39.4 — Sovét-
ríkin Moskvu 1961
(E Ozolin N. Politkio, Y.
Konovaioff L Bartenjeff).
4x200 m. boðhl.: 1:23,9 — Frakk-
land. Viry-Chatillon 1961.
(P Genevay. G. Lagorce. C.
Piquemal. J. Deleco.ur).
1x400 m boðhl.: 3:02,7 — Þýzka-
land, Róm 1960.
(M. Kinder, H. Reske, J.
Kaiser, C. Kaufmann)
4x800 m boðhl: 7:15,8 — Belgia,
Brussel 1956.
(A. Ballieux, A. Langenus, E.
Leva. R. Moens)
4x1.500 m boðhl.: 15:04,2 —
Frakkland, Versailles 1961.
(J Clausse. R. Bogey, M.
Jazy. M Bemard).
110 m grindahl.: 13,2 — K. M.
Lauer Þýzkal., Zurich 1959.
200 m grindahl.: (byggð braut)
K. M. Lauer Þýzkal. Zilrich
1960.
400 m grindahl.: 49,7 — S. Mor-
ale ftalia, Róm 1961,
Hástökk: 2,24 — V. I. Brumel
Hástökk. 2.27 V. I. Brummel,
Sovétr., Soffía 1962
Stangarstökk: 4,94 Penti Nikula
Finnland 1962.
Lanistökk: 8,31 I. Ter-Ovan-
esyan, Sovétr., Moskvu 1962.
Þrístökk: 17,03 — J. Schmidt
Pólland Olsztyn, 1961.
Kúluvarp: 19,56 — A, Rowe
Bretland, Mansfield 1961.
Kringlukast: 60,47 — E. Piat-
kowski Pólland, Lodz 1961.
Sloggjukast: 69,53 — G. Zsivót-
zky Ungverjaland, Budapest
1960
Spjótkast: 86,74 — C. Lievore
Ítalíu. Milanó, 1961
Tugþraut: 8.357 stig — Vasili
Kuznetsoff Sovétr. Moskvu
1959
(10,7 — 7,35 — 14,68 — 1,89
— 49 2 — 14,7 — 49,94 —
4,20 — 65,06 — 5:04.6)
8.360 stig* — Y, Kutyenku
Sovétríkin, Kiev 1961.
(10,7 — 7,01 — 15,04 — 1,80
- 50,3 — 15,2 — 47,18 — 4,30
— 72,79 — 4:34,3).
*)Hefur enn ekki verið staðferó
Sjöunda og síðasta fimleika-
sýningin fór svo fram sunnu-
daginn 26. ágúst í Tórshavn.
Danska sjónvarpið tók sjón-
varpskvikmynd af þessari sýn-
ingu, og er þetta í fyrsta sinn
sem íslenzkir fimleikar koma
fram í sjónvarpi.
Áður en farið var frá Fær-
eyjum flutti forséti ISl prýði-
legt útvarpserindi í Færeyjaút-
varpí, sem vakti mikla athygli
um eyjarnar allar.
Heim var komið 30. ágúst
með Dr. Alexandrine, og er ó-
hætt að segja að förin öll hafi
verið íslandi og þátttakendum
til mikils sóma.
Frábærar móttökur
Vigfús biður síðuna að lok-
um að koma á prent þakklæti
frá Ármenningum til Færey-
inga fyrir þeirra frábæru mót-
tökur og gestrisni. Sérstakar
þakkir senda Færeyjafarar
Marteini Hólm, formanni I-
þróttasambands Færeyja, en
hann var leiðsögumaður sýn-
ingarflokkanna í ferðinni um
allar eyjamar og hinn ágætasti
skipuleggjari.
Benifica vann
Hið heimsfræga lið Spánar-
meistaramir í knattspymu, Ben
fica, sigruðu sænsku meistarana
Norrköping á fimmtudagskvóld
með 5:1. Fyrra hálfleik lauk
með 4:0. Leikurinn fór fram í
Lissabon. Þetta var annar leik-
ur þessara liða í Evrópubikar-
fram í Svíþjóð í fyrra mánuði,
keppninni. Fyrri leikurinn fór
og lauk honum með jaíntefli
— 1-JL
Laugardagur 24. nóvember 1962
Fyrsta badminton-
mótið er í kvöld
Fyrsta badmintonmót vetrarins hefst
í dag, laugardaginn 24. nóvember, en
það er haustmót Tennis- og badminton-
félags Reykjavíkur. Keppni í nýliða-
flokki og kvennaflokki fer fram í dag,
en laugardaginn 1. desember lýkur
mótinu með keppni í meistara- og
fyrsta flokki karla.
Þettp er forgjafarmót. Keppt
er um glæsilega farandgripi í
öllum flokkum og verða verð-
laun afhent á skemmtifundi fé-
lagsins að mótinu loknu, hinn
1. desember. Mótið er haldið í
íþróttahúsi Vals og hefst báða
dagana kl. 16.20.
Nýlega var aðalfundur Tenn-
is- og badmintonfélagsins hald-
inn og sýnir starfsskýrslan að
badmintoníþróttin á miklum og
vaxandi vinsældum að fagna.
Um 80 nýir félagar byrjuðu að
æfa íþróttina nú í haust og
iðka nú hátt á fjórða hundrað
félagar badminton. Formaður
T.B.E. er nú Pétur Georgsson.
Skortur á hentugu húsnæði
er félaginu fjötur um fót, og
hætt er við, að svo verði, með-
an félagið eignast ekki eigin
æfingasal, sem svarar sérstak-
lega kröfum þessarar íþróttar.
En ;að þessú '-mdrki^er: tstefnt;
og á félagið nú all myndarleg-
an byggingarsjóð, sem það
kappkostarr,að efla.' i, / fimRia.
1 haust tók félagið á leigu
alla þá æfingatíma, sem fóan-
legir voru fyrir badminton. Eru
það samtals 140 vallartímar
vikulega, í 5 íþróttahúsum.
Eins og undanfarna vetur
veitir félagið börnum og ung-
lingum ókeypis kennslutíma og
lánar þá spaða og knetti þeim,
sem ekki eiga sjálfir, og greið-
ir kennslu. Þessir tímar eru í
íþróttahúsi Vals alla laugar-
daga kl. 15.30. Eru tímamir
vel sóttir af stórum hópi ung-
menna.
Þá eru samæfingatímar fyrir
fullorðna einnig í Valshúsi á
laugardög-im kl. 16.20 —18.50,
og annan hvern laugardag eru
þeir tímar sérstaklega ætlaðir
byrjendum.
V/V\\VWVWVWVVVVWVa\A/VVWVVVVVVVVVVVV\
I í
iFram og FHf
1 keppa á 1
| morgun f
$ Á morgun, sunnudag, S
% verður háður kappleikur í |
| íþróttahúsinu að Háloga- |
5 iandi sem væntanlega mun |
| vekja athygli hahdknait- f
| leiksunnenda. Þá leika ís- |
í lands og Reykjavíkurmeist- |
j ararnir í meistaraflokld |
| karla Fram við FH í Hafn- |
| arfirði, hið sigursæla lið |
í og margfalda íslandsmeist- |
«* ara á undanförnum árum. S
5 Leikurinn hefst kl. 4 síð- |
2 degis og rennur ágóði af |
f honum tii Handknattleiks- |
? sambands Islands. f
\ 5
vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvv
Dani vantar há-
vaxnarí leikmenn
VandamáUð er afar einfalt: I
Okkur vantar hávaxnari leik-
menn, svo að við getum byggt |
áhlaupin upp í kringum mátt- 1
arstoðir sem duga. Dönsk körfu-
knattleikslið hafa alltaf verið
í verri aðstöðu vegna þess að
crlendir andstæðingar eru há-
Frá Liðakeppninni um Evrópu-
bilcarinn í fyrra. Hið fræga
knattspyrnufélag Rcal Madrid
tók þátt í þessari körfuknatt-
Ieikskeppni. Hér sést einn leik-
maður Real Madrid, Rodrigues,
svífandl í leiknum við sigur- j
vegarana, TTT Riga í Sovét-
rikjunum. i
vaxnari.
Þetta er álit Dana almennt,
og þessar setningar eru teknar
úr blaðinu „Politiken” fyrir
skömmu.
Danir fagna því nú mjög, að
þeir keppa á næstunni í alþjóð-
legri viðureign móti liði sem
hefur álíka lágvöxnum mönnum
á að skipa og Ðanir sjálfir. Hér
er um að ræða leik í Evrópu-
bikarkeppni iiða í körfuknatt-
leik. Danska liðiö Sisu keppir á
morgun við „Etzella” frá Lux-
emburg. 1 liði Luxemburgar-
manna er einn maður 1,92 m
og annar 1,91 m en hinir allir
lægri. Leikurinn fer fram í
Kaupmannahöfn og verður hon-
um sjónvarpað.
Óánægðir með Polar-Cup
Politiken segir áð órangur
Dana á Norðurlandameistara-
mótinu í körfuknattleik (Polar-
Cup) í byrjun nóv. hafi valdið
vonbrigðum. Danir "eru ánægð-
ir með frammistöðuna gegn
Finnum, en þykjast hafa of-
reynt sig í leikjunum gegn
Finnum og Svíum í stað þess
að spara kraftana fyrir síðasta
leikinn gegn íslendingum, sem
helzt hefði verið hugsanlegt
fyrir þá að vinna.
En það fór á annan veg, og
hinir lágvöxnu Danir urðu
lægstir á mótihu.