Þjóðviljinn - 24.11.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.11.1962, Blaðsíða 6
6 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Laugardagur 24. nóvember 1962 Höfundarrétt ur Bernarsátt- mála framlengdur í 80 ár í byrjun árs 1964 rennur út eignarréttur erfingja Henriks Ib- sens á verkum höfundarins, og hið sama gildir um tónskáldið Edvard Grieg í ársbyrjun 1965. Samkvæmt Bernarsáttmálanum er eignarrétturinn við lýði í 50 ár frá dauða höfundarins, og vegna síðari heimsstyrjaldar- innar var rétturinn framlengd- ur um sex ár. Bernarsáttmálinn hefur oft tekið miklum breytingum, t.d. í Brussel 1948. Nú stendur ný ráðstefna fyrir dyrum, og verð- ur hún haldin í Stokkhólmi, 1965. Helzta umræðuefnið á þeim fundi verður, hvort fram- lengja skuli vemdartímann enn frekar. Hafa komið fram tillög- ur frá ítölum um almenna framlengingu á vemdun höf- undarréttarins í 80 ár frá láti höfundar. Nú eru Norðmenn mjög ugg- andi, hvemig fara muni um eignarrétt að verkum Ibsens og Griegs, því að vemdartíminn rennur út nokkrum mánuðum áður en ráðstefnan verður hald- in. Sú regla gildir sem sagt, . 3 þegar réttindi eru í eitt skipti Jiiður fallin, er ekki unnt að -ÍVnna þau aftur, og dugar þar e\gin framlenging. Og þao em reyndar ekki aðeins Norðmenn. sem hafa áhyggjur af þessu. þvi að eins er ástatt um ýmsa höfunda í öðrum löndum. Hér er um mikið hagsmuna- rnál að ræða fyrir ýmis lönd. ---------------------------<•> Dauður mað- ur kjörinn Er þingkosningar fóru fram i Bandarjcjunum fyrir nokkm, var látinn maður í framboði til fulltrúadeildarinnar. Hann var kjörinn með miklum meirihluta atkvæða á þing. Einn af frambjóðendum demókrata, Clem Miller, fórst í flugslysi, meðan á kosninga- baráttunni stóð. Flokksstjórn demókrata vannst ekki tími til að finna annan frambjóðanda og nafn Millers stóð áfram á framboðslistanum. Orslit kosn- inganna sýndu. að hinn látni hafði sigrað mótherja sinn, repúblikanann Don Clausen. Kœrður af eiginkonunni Fyrir nokkrum dögum ir handtekinn maður í Kaupm.- höfn cg sakaður um fjársvik oí falsanir. Það \ar eiginkoaan, sem kærði til lögreglunnar. — uaginn eftir brúðkaupið. Eiginkonan sakar manninn um að hafa svikið út úr sér stórfé. Þau kynntust í sambandi við hjónabandsauglýsingu í dagbiaði. Hann sagðist eiga í samningum við Bomholt menntamálaráðherra. ssm hríði falið sér að koma upp frétta- skrifstofu fyrir útvarpið og sjónvarpið og væri ákveðið. að k árslaunin yrðu 600. þúsund ísl. ® krónur. Nú væri verið að standsetja einbýlishúsið hans. en því miður vantaði hann 50 þúsund kall til að kaupa hús- gögn. Konan lánaði honum pen. ingana, og hrúðkaupið var undirhúið. Svo giftu þau sig með pomp og prakt. og veizlug ;tir skemmtu sér konunglega. Brúð- urin var þögul, enda skildi hún ekki alltaf, á hverju ræðumenn voru að tæpa, þeg . þeir skál- uðu dauðadrukknir fyrir brúð- hjónunum. En á sjálfa brúð- kaupsnóttina rann upp 1., rir henni ljós. Hún var þá ekkert að hlífa sínum ásV^ra eigin- manni, og nú situr hann bak við lás og slá. Matthías Jochumsson Fari svo, að réttindin verði ekki framlengd, getur hver sem er notað verk Griegs og Ibsens án endurgjalds. Fram að þessu hafa greiðslur fyrir afnotarétt af verkum Griegs runnið í sér- stakan sjóð, og undanfarin fimm ár hefur þessi upphæð numið 7,5 miUjónum ísl. króna, þar af tæpur helmingur í er- lendum gjaldeyri. Má af þessu sjá, að þetta er ekki svo lítið fjárhagslegt atriði. En sumir telja þó, að höfuð- atriðið sé að vernda verkin gegn misnotkun. Eini rétturinn. ser., gildir um verkin, þegar verndartíminn er liðinn, eru nokkrar siðferðilegar reglur. Stjómarvöld hafa heimild til að stöðva og jafnvel banna að verk séu notuð undir sérstak- lega. svívirðilegum, , kjringum- stæðum. Henrik Ibsen Talið er líklegt, að í Noregi verði höfundaréttur að verkum Ibsens og Griegs framlengdur með sérstakri löggjöf fram yfir ráðstefnuna í Stokkhólmi 1965 eins og gert hefur verið í Bandaríkjunum með verk noklt urra höfunda og höfundarrétt Strindbergs í Svíþjóð. Framlenging vemdartímans mun ekki skipta miklu máli fyr- ir íslenzka aðila, þar eð alda- mótaskáld okkar eru lítt lesin utan landsteinanna. Þó fá erf- ingjar skáldanna nokkra greiðslu fyrir flutning verkanna innan lands, og má geta þess, að verk Steingríms Thorsteins- sonar munu vera lögvernduð til ársins 1963, ljóð Þorsteins Erlingssonar til 1964 og verk Matthíasar til 1970. Danskir bókamenn glíma við skattinn Danskir bókamenn hafa sam- einazt til baráttu gegn nýjum söluskatti, sem ætlunin er að leggja á flestar vörutegundir, þar á meðal bækur. Allir aðilj- ar og félagasamtök, sem fást við bókaútgáfu, söfnun eða sölu á bókum, hafa undirritað mót- mæli til þings og ríkisstjómar vegna skattsins, sem nemur níu hundraðshlutum, og hafa fom- salar og bókaverðir í þjónustu ríkisins sérstaka forgöngu í þessari baráttu. Mál sitt rökstyðja danskir bókamenv m.a. með því að benda á, að námsbækur og list- ræn verk yrðu þannig skatt- lögð, en ómerkilegustu vikurit og klámblöð slyppu við að greiða skattinn. Hryllingsatburður í hringleikahúsi Tvö þúsund áhorfendur í hringleikahúsinu í Mílanó horfðu á það skelfingu lostnir síðast liðinn miðvikudag, er þýzkum kúreka mistókst í sýn- ingaratriði sínu. Leikur hans var sá, að skjóta plastkúlum í * kringum sextán ára st.úlku sem hreyfðist í hring, bundin á stóra tréskífu. Skyndilega hæfði kúrekinn stúlkuna í augað og andlit hennar huldist blóði. Hún var flutt á sjúkrahús nær dauða en lífi, og læknar áræddu ekki að gera á henni skurðaðgerð. — Uppþot varð í leikhúsinu og al- ger ringulreið skapaðist, en margir áhorfendur féllu í öng- vit. Vaktaskiptiídýrasta fangelsi heimsins Á fimmtudaginn voru vakta- skipti í Spandaufangelsinu á brezka hemámssvæðinu í Vest- ur Berlín. Að þessu sinni voru það Sov- étmenn, sem tóku við rekstri^> fangelsisins, en frá stríðslok„m hafa Frakkar, Bretar, Banda- ríkjamenn og Rússar skipzt á að hafa þar umsjón með hönd- um. Spandau er dýrasta fang- elsi í heimi, og þar sitja þrir helztu stríðsg’æpamenn naz- ista: Rudolf Hess, Baldur von Schirach og Albert Speer. Þessi þrír fangar eru í um- sjá fjögurra fangelsisforstjóra, fjögurra vaktstjóra, sextán fangavarða og au’ þess sér- stakrar herdeildar. Seinustu mánuðina hefur Spandau verjð,,antiar af gðeins tveímur stöðum í gerlín, þar sem hittast fulltrúar frá Vest- urveldunum og Sovétríkjunum. Hin stofnunin, sem enn er í umsjá fjórveldanna sameigin- lega er flugöryggismiðstöðin á ameríska hemámssvæðinu. Minningar Þor- björns frá Geitaskarði „Að kvöldi" heitir nýútkomin bók eftir Þorbjöm Bjömsson bónda frá Geitaskarði. Þetta eru ýmsar minningar höfundar, m.a, úr Danmerkurför, um skagfirzka bændakórinn, vinina Rauð og Hosu, gæðinga og hestamenn og sitthvað fleira. Bókin er 176 blaðsíður, útgefandi er Isafoldar- prentsmiðja h.f. rm* Mannkynssagan býr ekki yfir neinum hroðalegri atburðum frá upphafi en þeim sem gerðust í tíð okkarflestra fyrir aðeins tæpum tuttugu árum, er þýzku nazistarnir reyndu að útrýma öllum Gyð- ingum í Evrópu. Og óvíða hafa meiri hetjudáðir verið drýgðar en í uppreisninni í gyðingahverfinu 1 Varsjá 1943. 1 42 daga og jafnmargar nætur stóð uppreisnin gegn velvopnuðp stórskotaliði naz- ista, dauðastríð 50.000 manna. Fjörtiu og tveir dagar er ó- trúlega langur tími, þegar haft er í huga, að það tók nazista aðeins nokkra daga að sigra milljónaþjóðir, er veldi þeirra stóð sem hæst. Leon TJris, höfundurinn sem varð frægur fyrir bók sína „Exodus". lýsir baráttunni í Gyðingahverfinu í nýrri skáld- sögu, sem hann nefnir „Mila 18“, og er sagan byggð á dag- bókarblöðum, sem tókst að bjarga úr rústunum, og við- tölum við nokkra þeirra. sem af komust. Baráttan var skipulögð við mjög erfiðar aðstæður. 1 lengstu lög veigraði mikill hluti Gyðinganna sér við að horfast í augu \I3 tortíming- arhættuna. Margir þraukuðu dag frá degi í þeirri von, að morgundagurinn bæri betri tíma í skauti sínu. Og þeir eru þvingaðir til að reisa ghettóið, bæjarhverfi með 1500 byggingum, girtum 2ja til þriggja metra háum múr- vegg með gaddavírsgirðingu. Þama var troðið inn hálfri milljón Gyðinga. Sumir láta tæla sig til að verða meðlimir borgarráðsins, sem á að hafa stjóm með höndum Þjóðverjunum tekst einnig að koma upp gyðinglegum lög- regluverði, sem á að starfa undir stjóm borgarráðsins, en er í rauninni stjómað af þýzku böðlunum Hýbýli og Hetjubarátta Gyðinga Þýzkir hermcnn smala saman fólki í gyðingahverfinu í Varsjá. aukaskammt af mat fá þeir fyrir sig og sína, er ráða sig í þjónustu þýzku herranna. Það er auðvelt að skilja löng- unina til að lifa — þó ekki sé nema svolítið lengur en hinir óhamingjusömu meðbræður Því að allir eru dæmdir til að vera myrtir að lokum. Og átakanleg er lýsing á trúar- söfnuðinum, sem í lengstu lög vill engan þátt eiga í and- spymuhreyfingunni. Fólkið lætur sér nægja að vitna íorð rabbíanna, sem boða þolin- mæði og bæn. Eins og segir í bókinni: „Kirkjan, rödd samvizk- unnar, var undarlega hljóð“. Allt þétta gerði mjög erf- ítt í upphafi að mynda sterka mótspymu meðal Gvðingannn En þegar merkið er loks gef- ið og uppreisnin er hafin, þá kemur í Ijós hin órjúfandi samstaða, takmarkalaust hug- rekki fólks úr ólíku umhverfi og með mismunandi skoðanir, allt frá rabbíanum Salómon til kommúnistans Rodel. En áður hefur ghettóið fengið að reyna um ára- bil hina botnlausu niðurlæg- ingu og eymd. Hægt og þétt er gyðingabærinn innan múr- anna að breytast í helvíti. Fyrst hungur, ofsóknir og pyntingar, síðan fjöldaaftökur. Daglega deyja hundruðmanna úr taugaveiki og sulti. Grind- horaðar mannverur falla nið- ur í göturæsin eins og flug- ur og liggja þar, þar til þær eru tíndar upp á skröltandi dráttarvagna og ekið í fjölda- grafir. En það er þá fyrst, er „bókaskápsferðirnar til ó- þekkts staðar“ verða stöðugt algengari, að hættumerkið brýzt í gegn um hljóðlátt sinnuleysið og fær almennan hljómgrunn. Þeir framsýnustu eru loks orðnir fullvissir um, að áfangastaðurinn er útrým- ingarbúðirnar, gasofnamir, og þeir safna í kringum sig vel- völdum hópi beztu manna til að skipuleggja uppreisn: „Júð- ar! Þetta er aðvörun! Gefið yður ekki fram! Felið böm yðar! Spymið á móti! Þetta er uppreisnarmerki Sameinizt með oss!!“ Ijanúar 1943 eru aðeins 50.000 Gyðingar eftir í ghettóinu. Ibúarnir hverfa niður í jörðina, göng eru graf- in, rangalar langt undir yfir- borðinu — undir gamla ghett- óinu. Undankomuleið er eng- in, — aðeins veik von að komast lifandi út í gegnum skolpleiðslukerfi. Varsjárborg- ar. Aðalmiðstöð uppreisnar- innar er í Mila 18, einu loft- varnarbyrginu, sem erfiðast er fyrir Þjóðverjaná að ná. Og þama sitja nokkur hundruð Gyðingar og smíða sér vopn til að beita í sein- ustu orustunni. Þeim er öll- um ljóst, að baráttan er von- laus. En í heilan mánuð barð- ist þessi soltni illa búni „her“ við ofýarl sinn, þýzku hernað- arvélina. Aðeins örfáir komast lífs af í gegnum skolpleiðsl- urnar, áður en Þjóðverjamir leggja ghettóið endanlega auðn og allt líf slokknar í völundarhús niðri í jörðinni. Einu dagbókarblaðinu lýkur með þc^sum orðum: „Og hvað mun verða um morðingjana?'* 1 dag er hægt að svara spum- ingunni: fjölmargir þeirralifa góðu lífi í Vestur-Þýzkalandi. Og völd eirra fara vaxandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.