Þjóðviljinn - 25.11.1962, Side 6

Þjóðviljinn - 25.11.1962, Side 6
Hættulegur ástarleikur, segja prestarnir! Kannast íslenzkir unglingar við samkvæmisleik, sem heitir „Þjófurinn, Þjófurinn .....“? Þetta mun vera fjörugur hring- dans undir ákveðnu lagi, og söngurinn byrjar á orðunum, sem leikurinn er kenndur við. Leikurinn er fólgin í því, að tveir piltar elta stúlku og reyna að ná henni eftir einhverjum settum reglum og leiðum, sem við kunnum ekki nánar frú að greina. En hvort sem leikurinn er stundaður á Islandi eða ekki, er hitt víst, að í Noregi veldur hann töluverðum áhyggjum og illdeilum. Möll sóknarprestur í Sögne, sunnarlega í Noregi, kemst þannig að orði um málið: „Blaðið spyr, hvað ég segi um dansinn „Þjófurinn, þjófur- inn......“ Þetta er ástarleikur, — það er svar mitt. Það sýna V-Þýzkaland hótar þá hefndum í CBE Sé Austur - Þýzkaland viðurkennt BRUSSEt. 22/11. — Stjóm Vest- ur-Þýzkalands hefur tilkynnt stjórnum annarra aðildarríkja Efnahagsbandalags Evrópu, að ef eitthvcrt þeirra Afríkuríkja, sem samið hafa um aukaað- ild að bandalaginu, viðurkenni Austur-Þýzkaland muni hún neita að fullgilda þann samning. Aukaaðildarsamr.ingurinn við Afríkuríkin, fyrrverandi nýlend- ur Frakka, á að ganga i gildi 1. janúar n.k., en Rolf Lahr, ráðuneytisstjóri í vesturþýzka utanríkisráðuneytinu, tilkynnti ráðherranefnd bandalagsins um ákvörðun stjórnar sinnar á fundi hennar í Brussei í fyrri viku. Hann sagði að vesturþýzka stjórnin hefði fengið vitneskju um að eitt þeirra Afríkuríkja sem samið hafa um aukaðild að EBE hefði i hyggju að viður- kenna Austur-Þýzkaland. Talið er víst að hann hafi átt við Malí-lýðveldið Hann lýsti v'fir að ef úr þvi yrði, myndi Vestur-Þýzkaland gera eitt af brannu: Neita að undirrita aðildarsamninginn, neita að fullgilda hann, ef hann hefur þegar verið undirritaður. krefjast þess að stöðvuð verði greiðsla úr þróunarsjóði EBE til viðkomandi landa. ef það við- urkennir austurþýzku stjómina. eftir að samningurinn hefur bæði verið undirritað:»r og fullgiltur. Fékk ekki stuðning. Það er haft eftir góðum heimild- um að Lahr hafi fengið litlar undirtektir á ráðherrafundinum. Franska stjómin sé því eindreg- ið andvíg að ^eynt sé að beita Afríkuríkin slíkum þvingunum sem sú vesturþýzka hefur í huga. Fulltrúar annarra aðildarríkja hafi reynt að gera Lahr ljóst að samningurinn við Aíríkurík- in sé fyrst og íremst viðskipta- samningur, sem sé ekki pólitísks eðlis. Þeir eru einnig sagðir benda á, að þótt Vestur-Þýzka- land viðurkenm ekki austur- þýzku stjórnina. eigi Vestur- Þjóðverjar engu að síður mikil viðskipti við Austur-Þjóðverja. bæði orðin í söngnum og leik- urinn sjálfur! Ég vil skýra hér frá, hvað sagt er um „daminn11 í bók einni: „Einnig nú á tím- um er hann nátengdur ástar- leiknum, sbr. þjóðdansa í ýms- um löndum". „Þjófurinn, þjófurinn ..... kemur mörgum unglingum á sporið og dregur þá út í ástar- leiki, sem þeir hafa ekki reynt áður. Þetta er leikur, sem ekki er í samræmi við orð Biblíunn- ar um að ná sér í maka „með lotningu og heiðri“. Unglingarnir dansa kannsKi „Þjófurinn, þjófurinn....“ án þess að vita, hvað um er að ræða, — slæmur leikur fyrir börn — en þegar piltur eða stúlka eru komin af barnsaldri, hefur þetta að eignast „vin“ öðlazt nýja merkingu, og það er aldrei auðveldara að vekja ástleitnar tilfinningar en ein- mitt á þessum aldri“. Þetta segja þeir sem vilja láta banna unglingum að dansa hringdansinn. Aðrir eru miklu hneykslaðri yfir þvi. að nokkur geti hneykslazt á svo saklaus- um leik og tala um hjátrú, mið- aldafordóma og hugsunarhátt ofsatrúarmanna. Erum við upp- lýst, menntuð þjóð eða ekki? spyr reiður Norðmaður og skammar prestana blóðugum skömmum. Nokkrir ábyrgir, lýðræðis- sinnaðir einstaklingar hafa nú varpað fram þeirri hugmynd, að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin skera úr því, hvort norsk- um unglingum skuli leyft að dansa „Þjófinn” á bamaskemmt- unum og í fermingum. i ! lefkhús The Theatre of the Absurd. By Martin Ess- lin, Eyre and Spottis- woode. 35 s. Tveir umkomuleysingjar án tímaskynjunar reyna að drepa tímann í leikriti Becketts, Beðið eftir Godot. í leikriti Ionescos Stólunum ræður gamalmenni daufdumban ræðumann til að flytja lífs- boðskap sinn yfir auðum stól- um. Þessi eru tvö fjögurra í Kennslustund hans myrðir kennarinn nemenduir sína, en lamar ekki hug þeirra og þar fram eftir götunum. Eitthvað ^ áþekkt gerðist í Myndinni af k Dorian Gray. Höfundarnir í bera því fyrir sig, að almenn k hugtök séu orðin marklaus J í samtíðinni. Til þessara al- I mennu hugtaka svara á svið- . inu samfelldur efnisþráður, I hnitmiðuð samtöl og þróun ^ persónanna. Verði því fyrir | borð kastað. Markleysi tilver- k leikrita sem sýnd hafa verið unnar eitt er óvéfengjanlegt. BALDUR RAGNARSSON: Undir 'Wl ve*ra LJÓÐ arð kr. 77,25 og 103,00. ! hérlendis úr „leikhúsi fjar- stæðnanna"; en það heiti hefur verið gefið leikritum Becketts, Adamoys, Ionescos, Genets og eftirkomenda þeirra, Tardieu, Pinters, Simpsons og fleiri. Og leikrit þessi fjögur eru bending um skólann. Þannig var í La Forresta eftir d’ Errico sýnd- ir nokkrir vesalingar í skít- ugum skógi úr steinsteypu; í Homes i No eftir de Pedrolo fangelsi, þar sem fangarnir uppgötva, að fangaverðir þeirra eru einnig fangar í umsjá annarra fangavarða, sem eru í umsjá enn annarra fangavarða, og þannig koll af kolli: í Landschaft mit Fig- uren eftir Hildesheimer selur málarinn dauðar fyrirsætur sínar. 1 leikritum úr „leikhúsi fjarstæðnanna" þróast per- sónurnar ekki fyrir atbeina atburðanna á sviðinu. Það sem garist í huga þeirra er oft sýnt sem myndbreyting eða forms. í Nashymingi Ionescos taka menn ekki fyr- ir hugarfarsbreytingu, heldur taka á sig mynd nashyrninga; I I 'I HEIMSKRINGLA Annað á sviðinu er skreytni. Það kemur þess vegna ekki mjög á óvart, að Adamov segir frægasta leikrit sitt vera endursamningu draums og skriíað á tveimur dögum. En bókmenntagagnrýni sem draumaráðning er ekki heigl- um hent. Fyrir sjónarmiðum höfunda „leikhúss“ fjarstæðnanna" hafa gert grein meðal ann- arra Ionesco í Notes et contre-notes og Adamov í sjálfsævisögu, L’Aveu. Nokk- ur eru merki þess,' að skólinn sé farinn að brjóta af sér kenningar sínar. 1 einu síðasta verki sínu, Paolo Paoli, setur Adamov á svið Evrópu 1900 —14. Og sumir þeirra semja lei'krit, sem heyra skólanum ekki til. (Húsvörður Pinters er eitt þeirra). Og þó. 1 leik- leikriti Becketts Endgame spyr Ham: „Erum við famir að .. að meina eitthvað"? Clov, lagsmaður hans, hlær við og svarar: „Meina eitt- hvað; þú og ég að meina eitt- hvað?“ — alter ego Fréttir af enskum bókamarkaði 6 SIÐA ÞJWYILJINN Sunnudagur 25. nóvember 1962 Harðar deilur í Noregi um gamlan samkvæmisleik Picasso fyrir framan mynd sína „I)ómsdagur“. Picasso hefur gaman af að leika sér Þessa setningu hafa ýmsir menn og ólíkir látið út úr sér. Einn er gamall vinur lista- mannsins, sovézki rithöfundur- inn Ilja Erenbúrg. Annar er enski listfræðingurinn John Richardson, sem hefur nýlega skrifað tvær langar greinar um Picasso í The Observer. Þegar Pablo Picasso, nú rúm- lega áttræður, fer á fætur á morgnana flytur hann gjarna stuttan farsa í Chaplinstíl. Áður en hann hefur klætt sig í blæs hann lúðra sjálfum sér til heið- urs. Þar á eftir kemur dans i svo sem eina mínútu áður en listamaðurinn kemur sér í föt- in, en sú athöfn gerist heldur ekki án stórtíðinda. „Þegar hann leikur trúð, þá er það til að fela djúpstæða feimni sína, sem verður enn meiri í<j> íélagsskap gesta sem eru mál- lausir af lotningu eða tala ekki tungu Picassos”, segir Richard- son m. a. í greinum sínum. Listfræðingurin álítur að þeir gagnrýnendur eyði kröftum sín- um til ónýtis sem reyna að finna djúphugsaða merkingu eða táknmál í verkum Picassos. Hann fær innblástur sinn ein- faldlega í daglegu umhverfi eöa meðal vina sinna. Ef hann málar konu með hundseyra eða hundstrýni þá er það einfald- lega vegna þess að hann hefur eignazt hund fyrir skömmu. Ef hann málar hitunartæki, þá er það af því að honum var kalt. Ef hann málar konu sína með sjúkdómssvip, þá er það vegna þess að hún er að taka ein- hverja sótt. Eða þvert á móti: sé hún veik þá málar hann hana hrausta og hressa. „Ég skil þetta ekki, segir Picasso, svo virðist sem ég sé alltaf á undan atburðunum”. Richard- son bað einhverntíma Picasso um að segja sér af hverjum einhver ákveðin andlitsmynd væri, en fékk það svar að lista- maðurinn hefði einmitt um þessar mundir verið að skipta um ástmey. Þessvegna hlaut fyrirmyndín sér til skelfingar að horfa upp á það, að andlits- drættir hennar á myndinni þok- uðu fyrir svip nýrrar konu. Picasso er jafnan á verði þeg- ar hann talar um starfsbræður ( sína. Það er aðeins í félagsskap I vina sem hann treystir að hann gerir stórkostlega hreinskilin á- hlaup á nútímalist. Flest er honum á móti skapi, en yfir- leitt. er, hann oJ,„,góðhjar:taður fif að rífa það niður. Bemard Buffet er eini málarinn sem Picasso hefur gagnrýnt opin- berlega. Meðal þeirra málara sem hann virðir mest eru þeir Miró og Giacometto. Þessar tvær greinar í The Observer skilja eftir þau áhrif, að Picasso sé stórt bam sem hefur gaman af að leika sér bæði að hlutum og hugsunum. Einhverju sinni bað málarinn Georges Braque Picasso um að tattóvera sig. Picasso velti því fyrir sér hvernig Braque myndi líta út með kúbistískri upp- stilling á brjóstinu og texta eins og t. d. „elskan mín”. 1 sama andartaki bauðst hann til að tattóvera Richardson til að hann gæti síðan haldið sýningu á sér eða selt húð sína amer- ískum málara. Picasso á nokkur stór hús í Suður-Frakklandi, og þar eð hann nennir aldrei að henda neinu þótt það sé ekki nema notað umslag, þá íyllast þessi hús smám saman af allra handa einskis nýtu drasli. Og hann hefur yndi af allskonar skrítn- um smágjöfum. Einhverju sinni gaf Richardson honum rúllu af klósgttpappír og voru blöðin prentuð eins og dollaraseðlar. Picasso var stórhrifinn og sagði að sig hefði alltaf langað til nokkrum leiðinlegustu „Hugs- unum” Pascals. if Frá fimlcikadeild ÍR Innanfélagskeppni í dýnu- stökkum verður háð í íþrótta- húsi félagsins sunnudaginn 25. þ.m. og hefst kL 3.30. Stjóm- in. Búlgörsk ástarsaga Kvikmyndir frá Búlgaríu hafa vakið töluverða athygli á kvikmyndahátíðum upp á síð- kastið. Sérstaklega þykir mik- ið koma til kvikmyndar sem ncfnist SÓL OG SKUGGI og er eftir ungan kvikmynda- stjóra, Vnlksjanoff. Myndin gerist á baðstað og aðalpersónurnar eru ungir elsk- endur. Þau sjást hér á mynd- 'nni I atriði úr kvikmynd- inni. Stúlkuna leikur pólska leikkonan Anna Prucnal rci piitinn búlgarski leikz’’ Gcorge Naumoff. Kommúnistar skulu þeir vera PRETÓRÍU 16/11 — Dóms- málaráðuneyti Suður-Afr- íku birti í dag lista með nöfnum 437 manna sem telja beri kommúnista sam- kvæmt ákvæðum laga og er þeim því bannað að láta í Ijós skoðanir sínar. Þessi Iisti er til viðbótar öðrum mcð nöfnum 104 manna scm birtur var fyr- ir skömmu i Lögbirtingar- blaði Suður-Afríku. Á það er bent að i nefndum lögum er engin skilgreining á því hvað það sé að vera kommúnisti, heldur er það dómsmála- ráðuneytisins að ákveða. hverjir beri það nafn með rentu Menn geta verið harðvítugir andstæðingar marxismans, en þó talizt kommúnistar í Suður-Afr- iku. ef ráðuneytið álítur að þeir þjóni málstað komm- únismans á einíivern hátt. Á listunum eru nöfn margra þjóðkunnra manna. þingmanna, verkalýðsleið- toga. lögmanna. lækna og blaðamanna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.